Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 8
ftl>TPUBbíðl^ Laogardagur 18. marz 1944:- ITJAHNARBIÓBS Víð heimillsambálfir (Vi hemslavinnor) Bráðskemmtilegur sænsk- ur gamanleikur. Dagxnar Ebbesen Karl Arne Holmsten Maj-Britt Hákansson Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. IÁKRÆÐA “ HÚSFREYJAN á B. var ann- álaður svarkur og svarri, svo að bóndi hennar var orðinn boginn af bölvi og brigzlyrðum kerl- ingar, en svo jór fyrir henni sem ýleirum, að dauðinn barði að dyrum og drap hana. í líkræðunni yfir húsfreyju sagði klerkurinn meðal annarra kjarnyrða: ,Jt heimili hinnar látnu ríkir nú himneskur friður, svo varla heyrist stuna né hósti, en sár- þreyttur eftirlifandi eiginmað- ur flytur himnaföðurnum fagr- ar þakkargerðir fyrir föður- lega miskunn og hjálp í neyð.“ í sfraumi örlaganna DANSKIR SKÓR GAMALL MAÐTJR og grá- hærður, kom einu sinni í er- indum til kaupmanns nokkurs í smáþorpi úti á landi, en það var á þeirri tíð, er stígvélaskór voru lítið notaðir, nema við há- tíðlegustu tækifæri og þá nefnd ir „danskir skór“. Gamla manninum var boðið til stofu, en þar hékk á vegg áílstór mynd af frélsaranum og bar hann ilskó á fótum sér. — Karl'nn horfði æðilengi á myndina, en að endingu segir hann við sjálfan sig: „Samt á dönskum skóm karlinn.“ VIÐ EIGUM að borða til þess að lifa, en ékki að lifa til þess að borða. Cicero. andlit okkar. Þeir settu niður negrahersveitir í borgunum okkar og sveltu börnin okkar í hel jafnvel eftir að friður hafði verið saminn. Ég hefi ekki gleymt því, sem Pulke sagði mér, Hellmuth og Andrés. Ég hefi ekki gleymt Svörtu smáninni. ÍÞér fannst fyndið að kalla hana því nafni. Mér fannst það nú samt ekki. Ég gleymdi engu. Hvers vegna ætti mér að geðjast að Ame- ríkumönnum, viltu segja mér það! Rödd hans benti til, að hann myndi bresta í grát. Ég býst við, að hann hafi gert það. Hann snerist snögglega á hæli og hvarf inn í herbergi sitt. Seinna heyrði ég þaðan ham- arshögg, og morguninn eftir sá ég, að hann hafði fest mynd yfir rúmið sitt. Þetta var mynd, sem hafði verið klippt úr tíma- riti. Á henni gat að líta foringj- ann, þar sem hann laut bros- andi út úr vagni og tók við blómum úr hendi hvítklæddrar smámeyjar. Meðal þeirra S. S.- foringja, sem stóðu í hálfhring umhverfis vagninn, sá ég Hell- muth Klappholz. Hann var snotur og mennilegur í ein- kennisbúningnum og horfði ekki á leiðtoga sinn, heldur beint á myndavélina. Ég reyhdi að hlæja að þessu, en það olli mér áhyggjum eigi að síður. Jæja, svona gengur það, hugsaði ég. Nú eru tveir drengir á þessu heimili, sem eru pólitískir leiðtogar. En þetta er alvarlegra en ég hugðí. Ég verð að ræða málið við Jón. Það var ávallt síðasta úrræði mitt og það skapaði mér órygg- istilfinningu. Ég verð að tala um það við Jón. * Það, sem ég man bezt eftir, þegar ég rifja upp fyrir mér atburði áranna fyrir myrkvann mikla, er vindlingahylkið á náttborði Jóns. Þetta var völ- undarsmíð hin mesta, gerð úr mjúku leðri. Um leið og það var opnað, skaut það vindlingi beint up í hönd manns. Smell- urinn í vindlingahylkinu. Bloss inn frá rafmagnskveikjaranum. Litla vofuandlitið á kíukkunni, sem stóð við hlið hylkisins. Og síðan eldbjarminn frá vindl- ingnum í kyrru, dimmu her- berginu 0g vindlingareykurinn í andrúmsloftinu. Hversu oft vaknaði ég ekki við þetta og sá bjarmann frá vindlingnum magnast, þegar Jón dró að sér reykinn. Síðan færðist hann frá vörum hans og til handarinnar, sem hékk út yfir rúmstokkinn og.út í myrkrið, sem var í mjóu bilinu milli rúmanna okkar, kulnaði og hvarf næstum því. Síðan hvarf hann aftur út í myrkrið og kom í ljós að nýju, þegar Jón lét vindlinginn milli varanna á nýjan leik. Síðan færðist hann í sömu stellingar og áður. Jón var mjög aðgæt- inn með að hreyfa sig ekki, andvarpa ekki og þruska ekki í koddunum, þegar hann gat ekki sofið. Gluggatjöldin voru dreff- in fyrir gluggana og ég gat ekki séð nóttina úti fyrir, en ég heyrði til hennar. Stundum hvein vindurinn við horn húss- ins. Stundum féll rigningin mjúklega til jarðar á grasflöt- inni úti fyrir. Tíu mínútur yfir þrjú. Ugla gaf frá sér ámátt- legt hljóð í elmitrénu. Flæk- ingsköttur hóf upp söng sinn. Frá íbúð ökumannsins heyrð- ist barnsgrátur. Svo tók ungur hani í vörzlu dyravarðarins að þreyta hljómlist sína. Jón slökkti í vindlingsbútnum og kastaði honum í öskubakkann á náttborðinu, og ég reyndi að anda reglulega eins og ég væri sofandi og beið þess að hann mundi einnig falla í svefn aftur. Stundum tók hann að hreyfa sig, andvarpa og gera annan hávaða, og þá vissi ég, að hann var sofnaður, því að hann var svo aðgætinn með að hafa al- veg hljótt, meðan hann var vakandi. Stundum lá hann þó hreyfingarlaus í alllangan tíma og fékk sér annan vindling, og ég vorkenndi honum. —- Geturðu ekki sofið, vin- ur minn? — Ó, ég vissi ekki, að þú værir vakandi. Vakti ég þig? — Nei, alls ekki. Má ég fá vindling líka? — Faðir minn var vanur að segja, að gamlir menn þyrftu minni svefn en þeir, sem yngri væru. Ég trúði þessu aldrei. — Þú ert nú of ungur til að kallast gamall maður, Jón. — Ertu að gera að gamni þínu, barn? — Ég vildi gjarna reyna að gera eitthvað til þess að þú gætir sofnað. Get ég ekki talið kindur fyrir þig eða eitthvað þessháttar. — Hvernig ætli það væri að telja tekjuhallann minn til til- breytingar? — Viltu tala um hann? Manni vaxa hlutirnir stundum svo mjög í augum, þegar mað- ur hugsar um þá á nóttunni. Ef maður talar um þá, minnka þeir. Er það eitthvað, sem þú vilt létta af hjarta þínu? — Nei, ekkert. Teld þú þín- ar kindur og ég tel mínar. Það var ekki auðvelt að fá hann til að leysa frá skjóð- unni. Hann var alinn upp við þá skoðun, að erfiðleika og vandræði ætti ekki að ræða við NYJA BM S Fréfiaritari í Berlín (Berlin Coxrespondent) Virgmia Gillmora Ðana Andrews Mona Maris. jAukamynd: Skemmtanir á| stríðstímum. March of Timef Bönnuð fyrir böm. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bamasýning kl. 3. RADDIR VORSINS, með Dennan Durbin. Sala hefst kl. 11 f. h. eiginkonuna. Stundum tókst mér að veiða einstök atriði upp úr honum. Oftast nær var það Dinky og kreppan, verk- smiðjan og verðlagið. Einstaka sinnum var það Jonni. Ef það snerti fjármuni, sem það vafa- laust gerði oftast nær, fékk ég ekkert orð um það að heyra. — Jæja, eigum við ekki að reyna að fá okkur blund? Væri ekki gott að láta mig fá hönd? Hönd hans kom yfir Gjána miklu — en svo nefndum við SSðAMLA BIÖ (KiegíeW Girij Janea Stewart L&aa Tarifir Jndj Garlastá Heáy Lamarr Sýnd kt 9. Síðasta shm. IMORÐ f NEW ORLEANS Preston Foster Albert Dekker. Sýnd klukkan 3, 5 og 7. iBönm innan 12 ára fá ekki aðgang Sala aðgöngurn. hefst kl. 11 bilið á milli rúmanna okkar — og ég lagði hönd mína í hönd hans, og eftir stundarkorn vor- nm við fallin í svefn. Stundum rakti ég aftur á móti fyrir hon- um vandræði mín í kyrrð og þögn næturinnar. Min vand- ræði snertu jafnaðarlega Mikael. — Nú vill Mikael endilega fara til Heidelberg og nema læknisfræði, Jón, sagði ég við> hann. Þessi vandræði ætla al- veg að buga mig. Eins og það MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Brátt bar flekann hratt framhjá nesi eða þverhníptum höfða, brátt var komið á straumminni sjó, þar sem flói eða fjörður skarst inn í landið. Þá urðu þeir félagar að grípa' til áranna. Og fögur var siglingin. Um hádaginn var sólarhitinn svo mikill. að mikil óþæg- indi voru að, þar sem þeir höfðu ekkert skýli yfir höfuðið. Einkum var þetta tilfinnanlegt, þegar flekann bar inn á flóa, þar sem engum svala andaði. Þeir félagar áttu þess engan kost að afla sér nýrra klæða í stað hinna gömlu, sem þegar höfðu látið mjög á sjá. En dag nokkurn kenndi Kaliano þeim að núa leirtegund, er þeir fundu við mynni smáár, um hörundið, og eftir það var þeim mun síður hætt við andlitslýtum af völdum sólbrunans en áður var. Verst þoldi Bob sólbrunann, og oft á dag stökk hann út í sjóinn til þess að fá sér kælibað. Og þeif félagar fóru að dæmi hundsins, en þeir gerðu það aðeins á grunnsævi, því að þeir höfðu orðið varir við mikið af hákörlum lengra í hafi úti. Flestar nætur höfðust þeir við á landi uppi. Þá kyntu þeir löngum bál, er þeir steiktu skjaldbökur við og sváfu. svo þar nóttina af. Þeir höfðu einskis manns orðið varir frá því daginn, er WE’LLTRY ^ L091NG THEM IN THE 50UPAHEAD/ CL0UD9/ I U9ED TO THINK PEY WA5 SOFTAMD FLUFFY LIKE FEATHER BED5/ NUTTIN’ BUT SOLID FOG/ WHAT PIP I EVER WANNA FLY FOR ? WE SEEM TO HAVE SHAKEN THEAA OFF. FORTHE TIME/ MYNÐA SAGA FÉLAGARNIR: „Það eru að- eins þrjár óvinaflugvélar eft- ir. — Við skulum reyna að aoúa þær af okkur í skýja- þykkninu þarna framundan.“ SAMMY: „Ský! Ég hélt alltaf að þau væru mjúk og létt eins og dúnsængur. Þetta eru ský í lagi — allra myndarlegustu ský. En ekki bjóst ég við þeim svona. ÖRN (kallar): „Nei, sjáið þarna niðri-------------!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.