Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 2
WVWSJ>P^P Laugardagtir 18. nuurx 1944. Lýðveldisstofnnnin: Verðlannasamkeppi nm hátiöamerki on nýtt ættjaröalióö. Þjóðhátíðarnefndin sem ríkisstjórnm skipaði til að undirbúa há'tíoahöld á Þingvöllum 1 sambandi við stofnun lýðveldisins, hefir nú efnt til tvennskonar verðlauna- samkeppni. Annars vegar er samkeppni meðal drattlistar- manna um hátíðamerki við fyr- irhuguð hátíðahöld vegna stofn unar lýðveldisins. Hins vegar er samkeppni meðal skálda þjóð arinnar um alþýðlegt og örv- andi ljóð, er gæti orðið frels- issöngur íslendinga. Fyrir bezta uppdrátt að há- tíðamerkinu er heitið 2000 kr. verðlaunum. Frestur til að skila uppdráttum er ákveðinn til 1. apríl n. k. Fyrir ljóð það, er telst verð- launahæft, er heitið 5000 kr. verðlaunum. Frestur til að skila ljóðum er veittur til 20. apríl n. k. Uppdráttum að merkinu og Ijóðunum skal skila í skrifstofu nefndarinnar í alþingishúsinu. ísleozk hjálparstarí handa erleadam börnam. Samband islenzkra barnakenn-* ara hefur forustu á hendi. Bcgebis iifálp til ii@rskra fiiaraa fljétf ©gg aaði® ©r» tprðttahvikmynd Árm- manns sýnd á morgnn. AMANN ætlar að sýna íþrótta kvikmynd sína í Tjarnarbíó á morgun kl. 1.30. Kvikmynd þessa sýndi Ár- mann nokkrum sinnum í fyrra og allt af fyrir troðfullu húsi. Kjartan Ó. Bjarnason tók þessa kvikmynd og sýnir hún úrvals- flokka félagsins í glímu og sundi. ISIjENZK barnaskólabörn hafa nú hafið allsherjar und- irbúning undir að geta veitt bágstöddum erlendum bömum hjálparhönd. Samband íslenzkra barnakennara hefir valið 9 skóla- stjóra og kennara til þess að veita þessu starfi forstöðu. Verður starfseminni hagað þannig að börn í öllum skól- um land allt efna til fjársöfnunar, en auk þess leggja þau fram efni og vinnu við gerð fatnaðar, sem hin bágstöddu erlendu börn þurfa á að halda. Ætlast er til að bömin sjálf leggi frain til þessa starfs spari- skildinga sína eftir því sem þau geta, en auk þess safna þau fé hjá vinum sínum. Hefir nefndin fengið leyfi dómsmálaráðuneyt- isins til að gefa út þrennskonar verðmiða, sem gerir kaupendur þeirra að þátttakendum í starfinu. í söfnunarnefndinni eru þeir Arngrímur Kristjánsson, Ár- mann Halldórsson, Guðjón Guð jónsson, Guðm. I. Guðmunds- son, Ingimar Jóhannesson, Jón Sigurðsson, Jónas B. Jónsson, Pálmi Jósefsson og Sigurður Thorlacius. Reynt verður að koma hjálp til norskra barna eins fljótt og auðið er. í ávarpi, sem nefndin hefir gefið út segir: „Vér íslendingar munum yf- irleitt sammála um, að forsjón- in hafi sýnt oss og börnum vor- um undursamlega mildi á und- anförnum stríðsárum, enda þótt gnýr hins mikla hildarleiks hljómi stöðugt í eyrum vorum. Foreldrar í ófriðarlöndum ffielta vatnið ©r kom fiö í um 170© IffÉSe . ■■■♦ ..— faiið ev a© um 900 Més séu eftlr. Fjórði heitavatnsgeymirinn bráðum tilbúinn. VINNA við hitaveituna heldur stöðugt áfram og er nú búið að hleypa vatni á um 1700 hús, en talið er að alls geti 2500 hús tekið heita vatnið. Samkvæmt því ættu um 900 hús að vera eftir. Næstum daglega er heita vatninu hleypt á hús, en starfs- menn hitaveitunnar fara sér hægt í því, í von um að með því sé betur tryggð þau húsin, sem þegar hafa fengið vatnið, því að alltaf má búast við ein- hverjum töfum af völdum bil- ana þegar um svo stórfellt fyrirtæki og viðkvæmt er að ræða, eins og hitaveitan er. Fyrir nokkru síðan var þriðji heitavatnsggymirinn á Öskju- hlíð tilbúinn, og var hann þá strax tekinn í notkun. Fjórði geymirinn er í smíðum og mun vinna við hann vera langt kom- in. Er nú verið að vinna inni í honum. Alþýðublaðið spurðist fyrir um það hjá hitaveitunni, hve- nær talið væri líklegt að hægt væri að hleypa heita vatninu á hús í Þingholtunum, en íbúarnir þar eru orðnir nokkuð langeygðir eftir því. Hafa og götur þar staðið upp- rifnar óralangan tíma. Framkvæmdir hafa tafizt mjög vegna vondra veðra, en þessa dagana er sem óðast ver- ið að tengja æðarnar við húsin. Er lokið við að tengja í sum- um götum, en aðrar eru langt komnar. Verður heita vatninu hleypt á eins fljótt og auðið er, en ekki hægt að gera neinar á- kveðnar áætlanir um það að svo stöddu. Litlar, sem engar jbilanir hafa orðið á kerfinu undan- farið og eru verkfræöinganir farnir að gera sér góðar vonir um það. Bilanir hafa orðið á Lauga- veitunni. Vatnið hefur að minnsta kosti minnkað. Til að reyna að ráða bót á þessu, hefur Sundlaugunum verið lok- að. Er nú í ráði að taka Land- spítalann af Laugaveitunni og setja hann í samband við hita- veituna. Er vonandi, að þegar því er lokið, verði hægt að opna Sundlaugarnar aftur. Jafn framt er leitað eftir heitu vatni til viðbótar. hafa hins vegar horft á börn sín særð, hungruð og klæðlítil án þess að geta úr bætt. Hörmu legast er þó hlutskipti þeirra barna, er svipt hafa verið ást- vinum sínum og eru því ein- mana og allslaus. Þessar andstæður liggja til grundvallar þeirri hjálparvið- leitni, sem íslenzk skólaböm hefja nú um land allt, til styrkt ar bágstöddum börnum í ófrið- arlöndum og einkum þá á Norðurlöndum. Þetta starf íslenzkra skóla- barna, með drengilegri hjálp foreldra, kennara og annarra góðra vina, — verður allt í senn: þakkarfóm fyrir auðsýnda mildi forsjónarinnar á þessum neyð- artímum, — --í er eykur þroska þátttakenda, hjálpsemi þeirra, fórnarlund og samúð, — kærleiksstarf, er græðir sár, seður 'hungur og kveikir að nýju trú og von í döpum hugum sorgmæddra og þjáðra barna. Skólabörn á Akureyri undir forustu skólastjóra og kennara hafa þegar hafizt handa um fjár söfnun og orðið vel ágengt. Samband íslenzkra barnakenn- ara hefur nú kjörið nefnd manna til aðstoðar íslenzkum skólabörnum við þessa hjálp- arsarfsemi. Safnað verður bæði | fé og fatnaði. Söfnunin fer fram £ á þann hátt, að börnin sjálf í; leggja fram af spariskildingum | sínum, eftir því sem efni leyfa, I og safna fé og fjármunum með- al frænda og vina. Einnig búa þau til ýmsa muni ýmist heima eða í skólanum, sem annað hvort verða seldir eða renna í fatasöfnunina. Einnig verður tekið á móti loforðum um mánaðarlegan styrk til ákveðinna barna í Noregi. Þeim styrk er hægt að koma áleiðis strax fyrir vænt- anlega milligöngu sænskrar hjálparstarfsemi. Er það gert með samþykki þýzkra yfir- valda, en bundið því skilyrði, að styrkurinn sé veittur á- kveðnu norsku barni og sé ekki hærri en 30 krónur á mánuði. Svíar í Noregi munu útvega nöfn slikra fósturbama. Forstöðumenn barnaskólanna sjá um söfnun hver í sínu skóla- hverfi, en framkvæmdanefnd S. í. B. hefur yfirumsjón og annast úthlutun. Fræðslumála- stjóri hefur sýnt máli þessu þá vinsemd að lofa aðstoð fræðslu- málaskrifstofunnar við söfnun- ina úti um land. Skrifstofan mun einnig hafa á hendi aðal- bókhald og fjárgeymslu. Frti. á 7. Nýr veglepr skiðabikar. fleíins af Sjévátrygg iapféiagi ÍslaBds. HÉR birtist mynd af hinum nýja fagra skíðabikar, sem Sjóvátryggingarfélag íslands gaf fyrir nokkru. Skal keppa um þennan vand- aða silfurbikar í svigi karla í B-flokki. Síðastliðinn sunnudag var keppt um þennan bikar í fyrsta sinni og varð sveit Ármanns hlutskörpust. En vinna skal bikarinn 5 sinnum til fullrar eignar. Fjénr nýjar flarns- bækBr frá Isafoidar- nrentsmlðji. UM þessar mundir sendir ísafoldarprentsmiðja h. f. á 'bókamarkaðinn fjórar nýjar barnalbækur. Tvær þeirra, Sigríður Eyja- fjarðarsól, hin vinsæla útilegu- mannasaga úr iþjóðsögum Jóns Árnasonar og drengjasagan Karl litli eftir Vestur íslend- ingin Jóhann Magnús Bjarna- son hafa áður komið út en eru nú uppseldar fyrir löngu. ísak Jónsson kennari hefir endursagt hinar bækurnar tvær úr sænsku, en þær heita Dug- legur drengur og Svafti Pét ur og Sara. Allar eru þessar bækur hinar prýðÖl|'egfustu að öllu útliti og frágangi — og seldar við vægu verði. 17 présðot kaopshækkHn Sanðarköki. Nýlr samnfBoar verkamanna os atvlnnarelíenda undirrltaðlr XT ERKAMENN á Sauðár- ¥ króki hafa með nýjum samningum við atvinnurekend- ur fengið grunnkaupshækkun sem nemur 17% af því, sem áð- ur var. Hækkar tímakaupið á staðnum úr kr. 1,88 upp í kr. 2,20. Samningarnir um þetta hafa þegar verið undirritaðir af Verkamannafélaginu Fram og atvinnurekendum. Vðrobilastðð opnoð í Hafoarfirðí í dag. í nýju húsi félags vömhíla- NÝLOKH) er smíði á húsi sem félag vörubílaeigenda hefir átt í smíðum við Vestur- götu í Hafnarfriði. í húsi þessu verður opnuð í dag Vörubíla- stöð, og í sambandi við hana verður rekinn bensín og smurn- ingsolíusala. Vörubílastöðin mun hafa til umráða 50—60 vörubíla og verður símanúmer hennar 9325. Á slíkri afgreiðslu hefir ver- ið mikil þörf í Hafnarfirði og hef ir félag vörubílaeigenda, auðvit að fundið greinilagst, hve þessi þörf hefir verið brýn. Því var á síðastliðnu sumri hafizt handa með stöfnun stöðvar- innar, en þar sem húsnæði var eigi fáanlegt réðist félagið í að ibyggja hús fyrir þessa starfsemi sína. Húsið stendur, eins og áður er sagt við Vesturgötú, beint upp af hafskipabryggjunni, er það að flatarmáli 6 X 8,5 metrar, í húsinu er afgreiðslusalur og skrifstofa og þar að auki fundar- salur þar sem félagið mun í fram tíðinni halda fundi sína, en und anfarið hefir það mjög háð starf semi félagsins hve erfitt hefir verið að fá húsnæði til fundar- halda. Stjórn félags vöruibílaeigenda skipa þessir menn: Þórður B. Þórðarson formaður, Kristján iSteingrímsson ritari, Bergur Bjarnason gjaldkeri, Grímur Kr. Andrésson varaformaður, Jóhann Magnússon meðstjórn- andi. ■ j ^ Með opnun vörubílastöðvar fél. vörubílaeigenda er hafin starfræksla sem bætir úr að- kallandi þörf og er ekki að efa að Hafnfirðingar og aðrir munu meta að verðleikum þetta mynd arlega framtak hafnfirzkra vöru bílstjóra. , :/■] SkíSafélag Reykjavíkur ráðgerir að fara skíðaför næst- komandi sunnudagsmorgun. Lagt af stað frá Austurvelli kl. 9. Far- miðar seldir hjá Muller til félags- manna til kl. 4, en til utanfélags- manna kl. 4 til 6 ef afgangs er. SamvmooB íímarit S. í. S. stæbkar om helmlDg. S AMVINNAN, tímarit Sam- bands íslenzkra samvinnu- félaga hefir tekið miklum breyt ingum. Hefir tímaritið stækkað um helming. Ritstjórn þess skipa nú: Jónas Jónsson, Guð- laugur Rósinkranz og Jón Ey- þórsson. Efni hins fyrsta heftis hinnar nýju samvinnu er á þessa leið: Hin nýja samvinna, Tilbúin hús, Safnið lausavísum, Kjarnar og kaflar: Svikamyll- an mikla, Söngur af himnum, Hlaupið úr Grænalóni 1944, Úr ferðabók Sveins Pálssonar, Verkin tala, Um heima og geyma, Kai Munk, kvæði, Bæk- ur, Frá Samvinnustarfinu, Milli fjalls og fjöru, Innan lands og utan o. fl. Mjög margar ágætar myndir eru í þessu hefti. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið „Ég hef komið hér áður“ annað kvöld og verður það sennilega næstsíðasta sýning. Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. — Óli smaladrengur verður sýnd- ur á morgun. Áheit á Hallgrímskirkju kr. 4.00 fré S. Hjálp til danskra flóttamanna: Dúna kr. 35.0Ó. Þór Benedikte- son kr. 50.00. G. I. kr. 50.00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.