Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 4
HLrTOUBLA®»!« Föstudagur 24. warz 1844 blaíftb Otgefandl: AlþýRuíIokkurlnn. Rltstjóri: Steíán Pétursson. Rltstjórn og afgreiösla í Al- þýOuhúsinu við Hverfisgötu. Bímar ritstjórnar: 4901 og 4902. Slmnr afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Jén Slgtryggsson * Dómsmálaráð- herrann. Þ AÐ vakti almennt hneyksli, iþegar það vitnaðist við umræður á alþingi nokkru fyrir jólin í vetur, að Einar Arnórs- son dómsmálaráðherra hefði þris var sinnum sezt í dómarasæti í hæstarétti ©íðan hann varð ráð íherra. Því þó að Einar Arnórs- son virðist ekki vita, að fram- kvæmdavald og dómsvald eiga að vera stranglega aðskilin sam- kvæmt skýlausum ákvæðum stjómarskrárinnar, þá veit ai- jnenningur það ofur vel; og hann gerir sér einnig fulla grein fyr- ir því, hve mikið veltur á því fyrir réttaröryggið í landinu, að þeim fyrirmælum stjórnarskrár- innar sé stranglega fylgt. Þess vegna blöskraði mönnum, þeg- ar dómsmálaráðherrann, sem er handhafi framkvæmdavaldsins á sviði réttvísinnar, varð uppvís að því, að hafa traðkað á þessum öryggisákvæðum stjórnarskrár- innar svo freklega, að setjast hvað eftir annað sjálfur til dóms yfir mönnum í hæstarétti eftir að hann varð ráðherra. Slíkt hneyksli mun eiga sér fá fordæmi í réttariíkjum, og sætir það furðu, að þingið skyldi ekki taka það fastari tökum, en raun varð á. En svo liðu ekki nema nokkr- ar vikur, þar til Einar Arnórs- son varð uppvís að öðru ennþá stærra hneyksli. Það var með- ferð hans á skýrslu sjódóms um rannsókn Þormóðsslyssins. í hálft ár hélt hann þessari skýrslu algerlega leyndri fyrir almenningi í skrifborðsskúffu sinni í dómsmálaráðuneytinu. Og þegar loksins annað þótti ekki lengur verjandi, en að láta eitthvað opiniberlega uppi urn niðurstöður sjódómsins um þetta ægilega slys, lætur hann aðeins gera útdrátt úr sikýrslunni, þar sem ýmsu er „vikið“ þannig „við“, eins og síðar hefir verið upplýst, og svo veigamiklum at- riðum skýrslunnar sjálfrar sleppt, að segja má, að niðurstöð ur sjódómsins séu meira og minna rangfærðar. Síðan hefir dómsmálaráðherr ann að vísu, til knúinn, orðið að birta Skýrslu sjódómsins orð rétta og almenningur þar með fengið vitneskju um, hve alvar legar misfellur hafa verið á fram ‘kvæmd skipaeftirlitsins í þessu hörmulega tilfelli; en Einar Arn órsson hefir eftir sem áður ekki séð ástæðu til neinna aðgerða. Þannig hefir árvekni og em- bættisfærsla dómsmálaráðherr- ans verið í einu stærsta málinu, sem til hans kasta hefir komið — niálinu um líf og öryggi sjó- manna og sjófarenda hér við land. Síðan framkoma Einars Arn- órssonar í þessu máli varð kunn, spyrja menn um land allt, hve lengi alþingi ætli að láta slík- an mann sitja í dómsmálaráð- herrasæti. í nágrannalöndum okkar hefði áreiðaniega fyrir löngu verið búið að leysa hann frá þeim vanda. Hressiigarbællð í Kambaravogi FÖSTUDAGINN 10. marz s. 1. birtist nafnlaus grein í Alþýðublaðinu með yfirskrift- inni: „Kunnugur um: Hress- ingarhælið Kumbaravogi“. Höfundur telur sig vera þann sama, sem birti illkvittnis- legt bréf í dálkum Hannesar á Horninu 26. nóv. s. 1., um sömu stofnun, þar sem sagt er, meðal annars, að um ein miljón króna sé komin í bæði hælin, á Klepp j árnsr eyk j um og í Kumbaravogi. Hann' telur sig skrifa- að- finnslur sínar í því augnamiði, að um verði bætt. En hver sá, er finnur að í góðum tilgangi, segir satt og rétt frá staðreynd- um, en fer ekki með tilhæfu- laus ósannindi, eins og höfund- ur nefndrar greinar gerir mjög víða og í höfuðatriðum. Verður komið að því síðar. Það sýnir gerhygli og sann- girni þessa höfundar, að-hann gerir ekki ráð fyrir öðru, en vistmennirnir séu fullvinnandi, strax og þeir koma í hælið. Menn þessir eru margir veikl- aðir og sjúkir, bæði andlega og ilíkamlega. Sumir þeirra eru óvinnufærir til erfiðisvinnu, vikum saman, Nokkrir þeírra kunna lítið til sveitarvinnu, hafa t. d. aldrei unnið við garðrækt, kúnna ekki að slá eða önnur heyvinnustörf. Margir hafa litla vinnulöngun, einkum fyrstu mánuðina, er það þekkt fyrinbrigði, frá sams konar hælum erlendis. Þó mönnum, sem svona er ástatt um, sé fengið verk að vinna, og þeir vinni að því, ef til vill verk, sem þeir hafa aldrei unnið áður, verða afköstin oft lítil og stundum mjög lítil. Allt þetta er höfundi nefndr- ar Igreinar ókunnugt, þessum manni, sem í fyrri grein sinni var að hæla sér af því, að hann væri vel kunnugur slíkum hæl- um erlendis og hefði lesið mik- ið um þau! Hvort mun hér heldur um skrum eitt að ræða og skröksögu, eða hitt, að höf- undur skrifi um þessi mál, gegn betri vitund? Hvorugt er gott. Þegar greinarhöfundur talar um garðræktina, gerir hann ráð fyrir, að garðurinn sé stunginn upp og kartöflurnar settar niður. Síðar áttar hann sig þó á því að taka þurfi kar- töflurnar upp, en þar með sé öll vinna við kartöflugarð upp- talin! Látum vera, þótt hann kunni ekki að leggja þessa vinnu í dagsverk, og allra sízt fyrir lítt vinnufæra menn. En hitt er lakara, að hann ætlar garðinum engan áburð (en hér eystra er mest notaður þari og þang, sem krefur nokkurrar vinnu). Þá á aldrei að hreinsa úr hon- um illgresi (en hér var arfa- hreinsun langstærsti liður garð- vinnunnar í sumár). Þá á al- drei að hreykja að kartöflun- um, og það þarf heldur ekki að þurrka þær eða sundurgreina, áður sala fer fram. Og ekki lýsir áætlunin meiri skynsemi eða góðgirni, þegar um heyskapinn er að ræða. Þar þarf ekkert annað en slá. Það þarf ekki að bera á túnið, og ekkert að hugsa um að koma áburðinum niður í það eða að hrein-sa það. Þá hefir þess ekki gerst þörf að lagfæra girðing- una umhverfis það. — En það þarf að slá túnið, og „það eru 3 dagsverk fyrir 6 menn“. En þá er upptalin öll sú vinna, sem til greina kemur við túnrækt og töðuheyskap, samkvæmt skrif- um greinarhöfundar. Heyið þarf ekki að raka ekki að þurrka og ekki að taka það saman eða hirða! Þvílíkur munur að vinna undir stjórn svona manns eða hinna, sem eru að stritast við Eftirfarandi grein hefir Alþýðublaðinu borizt frá Jóni Sigtryggssyni forstöðumanni Hressingar- hælisins í Kumbaravogi. Er greinin svar við annarri grein um sama efni eftir „Kunnugan“, sem birtist í Alþýðublaðinu fyrir nokkru síðan. Hefir blaðið talið rétt að ljá báðum þessum greinum rúm í dálkum sínum og sýn- ir þar með að það sjálft vill enga afstöðu taka í þessu efni að órannsökuðu máli. öll þessi óþörfu aukastörf og koma svo engu áfram! Þegar þessi r ökvísi maður ræðst svo beint á forstöðumann Hressingarheimilisins, fyrir stjórn hans á því, þá er það hans höfuð sök, að hann um nokkur ár, hefur verið fanga- vörður. Þess vegna verður hann að teljast óhæfur, sem forstöðu maður, fyrir slíkri stofnun, „þó hann að öðru leyti sé góð- ur og gegn maður.“ Hvað segir lesandinn um slík- ar röksémdir? Að svona hæli erlendis hafi aðeins lækna sem forstöðu- menn, er ein af mörgum fjar- stæðum í þessari dæmafáu grein. Við menn, eins og þennan greinarhöfund, þýðir ekki að deila, og í rauninni, eru þeir ekki svaraverðir, enda þyrfti -mjög langt mál til að leiðrétta allt, sem rangt er, í umræddri grein. Öllu því, sem minna máli skiptir, verður því látið ósvar- að. Hins vegar verður naumast hjá því komizt að leiðrétta verstu missagnirnar og grófustu ósannindin, vegna þeirra, er heldur vilja hafa það, sem rétt- ara reynist. Það er rangt, í umræddri Alþýðublaðsgrein, að undir- ritaður hafi sagt það við grein- arhöfund, að kostnaður við Hressingarheimilið væri í júlí kominn á annað hundrað þús- und krónur. Slíka fjarstæðu gat undirrituðum aldrei komið í hug að segja við nokkurn mann, þar sem hann færði reikninga stofnunarinnar, og gat þess vegna íylgzt með eyðsl unni. Samkvæmt bókum hælis- ins, nær upphæðin ekki 50 þús. krónum, sem búið er að eyða samanlagt, bæði í stofnkostnað og reksturskostnað í júlílok. Getur svo hver heilvita maður ráðið í það, hvort undirritaður muni hafa haft löngun til að segja eyðsluna rúmlega tvö- falt meiri, en hún raunveru- lega var. En svo langt gengur þessi greinarhöfundur, að segj- ast hafa þetta eftir nafngreind- um manni, þó sá hafi aldrei talað það. Er vandfundin jafn óheiðarleg og ósvífin rit- mennska. Og ekki tekur betra við í kaflanum, um flutning- inn á N. N. (sem hann nefnir svo), þegar bílstjórinn flytur N.N. frá Reykjavík til Kumb- aravogs, fyrir hr. Helga Elías- son. Þar reka ein ósannindin önnur. Það er rangt, að bílstjórinn, eða farþeginn N. N., hafi sagt, að pappírar N. N. væru í lagi, en þeir gætu ekki komið fyrr en á morgun. Þvert á móti, var það ekki nefnt með einu orði um kvöldið, að til væru nokkr- ir pappírar, heldur sagt, að han-n (N.N.) h-efði enga pappírá en bílstjórinn kvaðst hafa verið beðinn að skila því frá Helga Elíassyni, að hann vonaðist til, að við manninum yrði tekið. Voru boðin ekki rengd, en bent á, að það væri ekki fullnægj- andi, enda stóð undirritaður í þeirri meiningu, að N. N. hefði ekki gengið undir læknisskoð- un, og hafði hann fleiri ástæð ur til að ætla það. Það er rangt, að bílstjórinn hafi boðizt til að sjá um, að pappírarnir „verði til á morgun, se-m er gamlaársdagur". Hann bauð það aldrei fram og minnt- ist ekki á það, enda hafði hann enga hugmynd um það þá, frek- ar en undirritaður, að búið væri -að ganga frá þeim í Reykjavík: Það er rangt, að forstöðumað- ur hafi sagt, að hann,teldi bíl- stjórann „ekki hafa vit á þess- um hlutum“, heldur hitt , að bílstjórinn mundi ekki heimta svo skilyrðislaust, að við mann- inum yrði tekið þá þegar, ef hann skildi aðstöðu forstöðu- manns. Það er rangt, að undirritaður hafi skilið við þá með hurðar- skellum, hann gengur aldrei þa-nnig um dyr. En talið skildu þeir þannig: Bílstjórinn og.N. N. fóru inn í bíli-nn og sá fyrr nefndi settist undir stýri. Undir- ritaður stóð á tröppunum, í þeirri afstöðu til bílstjórans, að hann sá meira aftan á hann en á hlið honum. Bílstjórinn hafði þó ekki lokað hurðinni og keyrði ekki af stað, því að 'hann var að segja undirrituðum hvaða álit hann hefði á hon- um, og hvað hann ætlaðist fyr- Auglýsingar, sem birtast eiga I Alþýðublaðiiiu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Sími 4906. ir í framtíðinni, gagnvart und- irrituðum og stofnuninni. Þegar undirritaður sá, að samræðan tók þessa stefnu, taldi hann til- gangslaust að halda henni á- fram, gekk inn í fordyrið og lokaði hurðjnni, — en skellti henni ekki. Það er rangt, að undirritaður væri boðaður í síma morgun- inn eftir. Hann fór ótilkvaddur niður í gistihús Stokkseyrar, til viðtals við N. N., í því augna- miði að' koma málum hans í lag. Var ætlunin að fá læknis- skoðun handa honum þar eystra en til þess þurfti hann að hringja suður, vegna strangra ákvæða, bæði í lögum hælis- ins og reglugerð, um þessa hluti og ákveðinna fyrirmæla eftir- litslæknisins í sömu átt. Undir- ritaður kom fyrst að máli við (Frh. á 6. síðu.) ÞÆR ERU FARNAR að verða heldur kaldar kveðj urnar, sem fara milli Tímans og Bóndans í sein-ni tíð. í gær skrifar Tíminn: „Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað fer á stúfana í sein- asta blaði Bóndans og hyggst að gera þar grein fyrir markmiði blaðsins. Farast honum orð á þessa leið: „Nokkrir þingmenn og- vel- metnir menn úr flokki Sjálf- stæðismanna og Framsóknar- manna hafa bundizt samtökum um útgáfu stjórnmálablaðs, er stuðli að vinsamlegu samstarfi borgaralegra manna í landinu og reyna á þann hátt að brúa djúpið milli þessara tveggja flokka.“ Þessi friðarorð eru í næsta litlu samræmi við aðrar greinar í sama tölublaði. Þar er ráðizt með per- sónulegu níði á tvo einna fremstu forvígismenn Framsóknarflokks- ihs, Eystein Jónsson og Pál Zóp- hóníasson. Grein, sem Páll skrif- aði nýlega í Tímann um Krýsu- víkurveginn, er afflutt og rang- færð, eins og framast er kostur. Afstaða Eysteins til þjóðmála er sögð „neikvæð eins og skotgröf", enda þótt enginn hafi í einni tíð túlkað betur umbótastefnu Fram- sóknarflokksins en hann. Honum er enn fremur líkt við „trénaðan njóla“ og valin önnur álíka upp- nefni. Það getur hvér sagt sér það sjálfur, hvort blað, sem stundar slíka árásariðju gegn fremstu for- víf(ismönnum Framsóknarflokks- ins, hefir fyrst og fremst þann tilgang að vinna að þættri sambúð Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Níðskrifin um E. J. og P. Z. eru þar öruggari leið- armerki en friðarorð Jóns á Reyni stað. í þrengri hóp en lesendur Bónd ans eru, hafa íhaldsmennirnir, sem standa að blaðinu, ekki far- ið dult með hinn raunverulega til— gang. Hann er sá, að lokka sem mest af liðsmönum Framsóknarflokks- ins til hægri, fá Framsóknarflokk inn til að yfirgefa miðflokksgrund völlinn, flæma úr honum menn eins og Hermann Jónasson, Ey- stein ■ Jónsson, Bernharð Stefáns- son, Pál Zóphóníasson, Steingrím Steinþórsson, Skúla Guðmundsson og Pálma Hannesson, gera Fram- sóknarflokkinn ní. ö. o. að einlit- um hægri flokki, sem ekki ætti annars úrkosta en að vera tagl- hnýtingur Sjálfstæðisflokksins eða renna saman við hann í nýjum „framleiðendaflokki“, því að í- haldsmenn hafa jafnan v.erið fúsir til nafnskipta, ef ekki þurfti að sveigja neitt af stefnunni. Það er þannig, sem þessir „samstarfs- fúsu“ íhaldgmenn hugsa sér að „brúa djúpið“ milli flokkanna. eins og þeir kalla það. Þessi tilgangur hefir líka kom- ið glöggt fram í Bóndanum, eins og þegar er lýst. Þeir forvígis- menn Framsóknarflokksins, sem stórgróðavaldinu er verst við, eru hundeltir þar og svívirtir og stefna og starf Framsóknarflokks- ins verður fyrir meira og minna beinum eða óbeinum árásum. Hins vegar hefir aldrei verið hnjóðað þar einu orði í nokkum Sjálfstæðismann og aldrei komið fram neinn ágreiningur við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Meira að segja er blaðið farið að flytja þá kenningu, að gott sé að bændur séu í fleirum en einum flokki, sbr. grein eftir Gísla Sveinsson, enda þótt það hafi stundum lát- izt vilja pólitíska sameiningu bændanna.“ ÞaS er nú, eins og menn sjá á þessum ummælum, af, sem áður var, þegar Tíminn fagn- aði Bóndanum sem kærkomn- um bandamanni, en Morgun- blaðið stimplaði harn sem læ- Krh .< d núu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.