Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 3
liwr INS OG ÁÐUR hefur verið getið í fréttum, hafa Þjóð- erjar nú hertekið Ungverja- r»' *f i verjar nu land, að vísu þannig, að því er Berlínarfréttir segja, að það sé gert með fullu sam- þykki Ungverja, enda mun Horthy halda áfram að vera ríkisstjóri landsiiis. Hver er svo þessi Horthy? MORTHY HEFUR einhverja skringilegustu stöðu eða nafnbót, sem hugsazt getur: Hann er flotaforingi, aðmír- áll og gengur venjulega í slíkum einkennisbúningi, enda þótt landið liggi hvergi að sjó og eigi eðlilega ekki eitt einasta herskip. En svo er mál með vexti, að í heims- styrjöldinni fyrri var hann flotaforingi Franz Jqsefs Austurríkiskeisara. Meðal annars tók hann þátt í sjó- orustunni við Otranto. Eftir ófriðinn gaus upp mikil og grimmileg borgarastyrjöld í Ungverjalandi, er kommún- istar, undir stjórn Bela Kun, hófu, en henni lauk með sigri Hortys. HANN ER 78 ára að aldri, fæddur árið 1868. Árið 1920 var hann kjörinn ríkisstjóri Ungverjalands og hefur gegnt því embætti síðan. Hann hef- ur haft mjög mikil völd og beitt þeim til þess að auka samvinnu við Þýzkaland, enda átti hann vingott við Hitler og hafði oft gaman að því, að láta taka af sér ljós- myndir við hlið der Fuhrer við liðskönnun og slík tæki- færi. ITIÐ friðarsamningana í Trianon árið 1920 urðu Ungverjar að ganga að hörðum kostum. Urðu þeir að láta af hendi um 2/3 hluta lands síns, sem féll í hlut Rúmena, Júgóslava og Tékka. íbúatala landsins mun nú vera nálægt 15 milljónum. Síðan hafa Ungverjar fengið aftur allmikið landssvæði frá Eúmenum, fyrir tilstilli Þjóðverja og ítala. 20.. nóv- ember 1940 gerðust þeir aðil- ar að þríveldasáttmála mönd- ulveldanna. Um 2/3 íbúanna játa rómversk-kaþólska trú, þar næst eru Kalvínistar, en hinir eru Lútherstrúar, Gyð- ingar og grísk-kaþólskir. Á SLÉTTUM Ungverjalands hafa oft verið háðir skæðir bardagar, sem markað hafa djúp spor í sögu Evrópu. Þar voru háðar grimmilegar or- ustur við Tyrki, þegar tókst að hefta útþcnnslu Osmanna- ríkisins í Evrópu fyrr á dög- um. Landið hefur, legu sinn- ar vegna verulegt hernaðar- gildi og má því vænta þess, að hörð átök verði um það, áður en lýkur. AÐALATVINNUVEGUR Ung- verja er akuryrkja. Aðalút- flutningsvörur landsins eru hveiti, rúgur, bygg, hafrar, kartöflur og sykurrófur. Þá er og mikil vínrækt í landniu svo og töbaksrækt. í landinu Frh. á 6. síðu. fin : rw ■ r á i Á myndinni sést nokkur hinna frægu flugvirkja bandaman-na í árás-arferð yfir Þýzkalandi. Þarna eru þær að varpa sprengjum á flugvélasmiðju í Marienburg í Austur-Prússlandi, þar sem framleiddar eru Focke-Wulf fiugvélar. Frá flugstöðvum í Bretlandi til Marienburg eru a. m. k. 2300 km. leið fram ög aftur. Bretar vörpaiðu suiáSestum spresigna á bergina ©g ollu þar hiíiis gífurSegasia tfénL Sférárásir á Braunschweig eg EViiinster. TILKYNNT var í London í gær, að í fyrrakvöld hefði mesta loftárás styrjaldarinnar verið gerð á borgina Frankfurt við Main-fljót í Þýzkalandi. Alls munu um eða yiir 1000 brezkar sprengjuflugvélar hafa tekið þátt í árásinni og vörpuðu þær niður um 3000 smálestum sprengna. Skömmu síðar flugu Mosquito-flugvélar inn yfir borgina og vörpuðu niður mörgum tveggja smálesta sprengjum. í gær réðust svo um 500 flugvirki Bandaríkjamanna og Liberator-vélar varðar mörg hundruð orrustuflugvélum á borgina Braunschweig og flugvelli við Munster. 33 flugvélar Breta sneru ekki aftur til bækistöðva sinna. Það voru brezkar Lancaster- og Halifax-flugvélar, sem gerðu stórárásina á Frankfurt. Árásin hófst kl. laust fyrir 10 um kveldið, var stutt, en feyki- lega hörð. Fjölmargir eldar komu upp víða í borginni og samkvæmt frásögn könnunar- flugmanna loguðu sumir þeirra en- í gær. Lítið varð vart við orrustuflugvélar Þjóðverja, en skothríð úr laftvarnabyssum var sögð mjög hörð. Sumar flugvélar bandamanna vörp- uðu einnig sprengjum á Berlín. Þjóðverjar útvörpuðu fregn- um um, að loftárás væri í nánd. Þrisvar sinnum milli kl. 9 og 10, og útvarpsstöðin í Stuttgart hætti útsendingum. Þá var og ráðizt á ýmsar stöðvar Þjóðverja í Frakklandi, einkum á stöðvar norðvestur af París. Brezkar flugvélar af Boston-gerð réðust á skip und- an Noregsströndum og sökktu einu. Tundurdufl voru lögð á siglingaleiðir Þjóðverja. Þjóð- verjar gerðu árás á nokkra staði í Bretlandi, þar á meðal á London. Nokkurt eignatjón varð, ériginn mun hafa farizt. 1 þýzk flugvél var skotin niður. Það þykir tíðindum sæta, hversu miklu sprengjumagni var varpað í éinu á Frankfurt og telja sumir, að eftir árás þessa, hafi engin þýzk borg orðið jafn hart úti, jafnvel ekki Berlín. Samtals munu um 1500 amer- ískar flugvélar hafa tekið þátt í árásunum á Múnster og Brauns chweig. Lokaáfökín nm iko- laev cru aö hefjasl. RÚSlSAR kreppa nú æ meira að setuliði.Þjóðverja í Ni- kolaev og áttu í gær um 9 km. ófarna til borgarinnar. Stórskota 'lið -Rússa getur nú haldið uppi skothríð á skip á höfninni þar, -en borgin er sem kunnugt er við ósa Bug-fljóts, sem r-ennur í Svartahaf. Er talið hæpið, að Þjóðverjar korni setuliði sínu undan sjóleiðina. í London var talið í gærkvöldi, að hersveitir Malinovskys væru 1 þann veginn <að hefja lokaárásina á borgina. -Þjóðverjar játa nú, að Rúss- um hafi tekizt að brjótast yfir Dniestr og í Póllandi er sagt, að Zhukov hershöfðingi hefir enn hafið sókn á Tarnopol- Japanar komnlr 11 km. írh í Indland. JAPANAR halda enn áfr-am sókninni inn í I-ndland og eru nú komnir um 11 km. inn fyrir landamærin. í Lundúna- ifregnum er talið, að Japanar munu enn sækja nokkurn spöl inn -fyrir landamærin, áður en til meginlátak-a komi við -brezka herinn. Framsveitir Breta eiga nú í höggi við Japana, Á Arakansvæðinu í Burma fer mótspyrna Japana harðnandi og í Norður-Burma eiga ktn- verskar hersveitir í hörðum bar dögum við Japana. U' AMKVÆMT fregnum frá kJ Löndori til norska blaða- fulltrúans hér, hefir komizt upp um yfirgripsmikið njósna- mál í Stokkhólmi. Hafa nokkr- menn verið handteknir. Eru ien þessir sakaðir um bæði henmála- og stj órnmálanj ósnir. Meðal hinna handteknu er stú- dent, Wilhelm Linholm, 25 ára að aldri. Harin er nazisti og vann við þýzku sendisvéitina í Stokkhómli. Enn fremur var handtekinn þýzkur ríkisborgari, Friederich Gustav Gúnther, 42 ára að aldri og Bertel Rutgers- son, 28 ára að aldri. Sá síðast- nefndi er sakaður um að hafa gefið Gúnther upplýsingar um ýmisleg vörukaup til handa norskum flóttamönnum. Annar maður, sem ekki er nafngreind ur, hefir játað að hafa fengið 1700 sænskar krónur fyrir að hafa gefið Gúnther upplýs- ingar um norska flóttamenn í' Svíþjóð. í sænskum blöðum er skýrt frá því, að meðal hinna hand- teknu, sé allmargt fólk, sem hafi verið sérstaklega leikið £ því að komast í vinfengi við flóttafólkið, einkulm tvær stdÉkur. Blaðið ,,Aftohbladet“ segir frá því, að nazistar hafi haft hinar glæfralegustu fyrirætl- anir á prjónunum um að út- vega Norðmönnum heima fyrir ónothæf vopn er til innrásar kæmi. Stóð til að koma sprengi- efni fyrir i byssuskeftunum, sem niyndu granda þeim, sem þeim beittu. Proskmar-svæðinu og tekið um 200 byggð ból. þann veginn að brjótast inn í Kowel, en sú fregn hefir ekki verið staðfest opinberlega. Fregnin um, að Antonescu forsætisráðherra Rúmena, væri farinn til fundar við Hitler í bækistöð hans, hefir ekki verið staðfest. Útvarpsstöðin í Vichy skýrði frá þessu, samkvæmt fregn frá Búkarest. Errn geisa harðir bardagar í ! hefur hvorugur betur Bandamenn gerðu margar Seffárásir á ífalskar bergir, sem eru á valdi ÞJóðverja ENN VIRÐIST óvíst um úrslitin í átökunum um Cassino-borg. Hinar nýsjálenzku hersveitir Freyburgs hershöfðihgja eiga í afarhörðum bardögum við Þjóðverja og verður lítið sem ekkert ágengt. Sumar herdeildir bandamanna á þessum slóðum eru ein- angraðar, en fá vistir og hergögn loftleiðis. Franskar hersveitir hrundu nokkrum gagnáhlaupum Þjóðverja. Flugvélar banda- manna fóru í f jölmarga árásarleiðangra á stöðvar Þjóðverja og ollu miklmn spjöllum. Engin breyting virðist á af- stöðunni í Cassino, að því, er Lundúnafregnir hermdu í gær. Á götum borgarinnar er barizt í návígi. Þjóðverjar ‘hafa enn Continental-gistihúsið á valdi sínu, eða öllu heldur rústir þess og hafa þar 4 skriðdreka til varnar. \ Við Anzio og á stöðvum 8. hersins, ber fátt til tíðinda, nema hvað könnunarflugvélar hafa átzt við. Stórar sprengju- flugvélar bandamanna hafa gert harða hríð að ýmsum ítölskum borgum, sem eru á valdi Þjóðverja, m. a. Verona, Bologna, Rimini og Padua. Þá var og ráðizt á þýzkar stoðvar norður af Róm, í Júgóslavíu og í Vestur-Grikklandi. 7 þýzk- ar flugvélar voru skotnar nið- ur en bandamenn misstu 4. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.