Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 8
« AL>TÐUBUHe l«st«d*gw £4. muu-k 1944. í sfraumi örlaganna BTJARNARBlÖia Döbelnhers- höfðingi (General von Döbeln). Sænsk söguleg mynd frá upphafi 19. aldar. POUL REUMERT. Edvin Adolphson. Eva Henning. Sýnd kl. 5, 7 og 9 RITÞJÓFUR Rithöfundalcritur er heldur engin ný hóla hér á landi. — Grunnavíkur-Jón talar t. d. ekki álls staðar í riturn sínum og bréfum sérlega virðulega um nafna sinn og „kollega“ Jón Marteinsson (1711—1771). Ber honum á hrýn marga óknytti, að hann hafi rægt sig, hnupl- að frá sér bókum og handrit- um o. s. frv. í bréfum til Jóns Þorkelssonar, 11. des. 1758, segir Jón Ólafsson meðal ann- ars (og er bréfkaflinn einnig gott sýnishorn af málfari „lærðra“ manna á þeim tím- um, því að þar ægir öllu sam- an: dönsku, þýzku, latínu og — íslenzku). „Sá famosus þræll réttur spitzbub und galganvogel Jón Martinsson hafði með lymsku lokkað mig til að sýna sér hist- oriam mína literariam; vissi síðan, hvar lá og nappaði burtu, en neitar nú öllu, síðan ég hefi við hann talað; ég stend nú sem inermis eftir og verð enn á ný að forfigta og fram- brjótast proprio marte.“ * * * * BRYNKI, sem er í vega- vinnu, vill bregða sér í kaup- staðinn um helgina og biður verkstjóranú að lána sér 20 kr. upp í laun sín. Verkstjórinn bregzt illa við og segir, að það muni allt fara í óþarfa hjá Brynka. BRYNKI: „Nei, ekki eyrir; ég fæ ókeypis far í bifreiðinni hans Jónka fram og aftur, svo að þú mátt vera viss um, að ég skal ekki láta neitt fara í annað en brennivín. peningunum sínum. Tveir eða þrír peningar duttu niður og ökumaðurinn leitaði þeirra. Mikael stóð og beið á meðan, ærið óþolinmóður og vanstillt- ur. Mér féll þetta illa. Áður en meiri vandræði risu út af þessu, borgaði ég ökumanninum sjálf og dyravörðurinn bar farangur minn inn í anddyrið. Neckarhof var bezta gistihús borgarinnar, og þar hafði ég áður verið. Ég hafði snætt þar kvöldverð og dansað við How- ard Watson og einnig við Till- mann kaptein, þegar hann dvaldi sér til hressingar í Berg- heim. Heidelberg hafði alltaf verið eftirsóttur staður til skemmtiferða frá Bergheim, og á þeim tímum hafði Neck- arhof verið hámark munaðar og glæsileika í mínum augum. Ég litaðist um, meðan ég staldraði við skrifborðið til að rita nafn mitt í gestabókina, en mér fannst ég aldrei hafa kom- ið í þetta anddyri áður. Það var hlýlegt, enda þótt það væri van- hirt. Ávallt síðan ég kom yfir þýzku landamærin hafði ég haft þá einkennilegu tilfinn- ingu að ég gæti ekki þekkt aft- ur ýmsa staði, þar sem ég hafði verið vel kunnug áður. Aðeins nokkrum klukkustundum áður hafði ég næstum því farið gegn- um Bergheim án þess að þekkja stöðina, þar sem ég hafði dvalizt svo marga nóttina. — Þetta er Bergheim, sagði gamla konan, sem var í klefa með mér, um leið og lestin rann aftur út af stöðinni, og ég leit út um glugg- ann án þess að finna til eins eða neins. Eftir að' hafa séð Missisippi, fannst mér lítið til um Rín. Fjöllin voru bara hæð- ir og borgirnar voru of þétt- saman. Strætin voru þröng og krókótt, full af illa útlítandi fólki. Aðeins hinir mörgu menn, sem klæddust einkennisbúning- um litu þriflega og snoturlega út. Mér fundust tilburðir þeirra leikrænir, rétt eins og þeir væru reiðubúnir til að fara inn á leiksvið í sorgarleik. Herbergið mitt var gamal- dags og aðlaðandi, að undan- teknu veggfóðrinu, sem var næsta ógeðfellt, Skreytt stór- hrikalegum , myndum af eld- rauðum tómötum. Ég lét mér á sama standa um myndina af Hitler, sem hékk yfir litla skrif- borðinu. í gamla daga hafði þar verið viðlíka skrautleg mynd af keisaranum eða Bis- marck. Mér höfðu ekki heldur fallið þær í geð. Glugginn sneri út að snæviþakinni grasflötinni við framhlið gistihússins. Á miðri flötinni var ofurlítið skýli fyrir fugla. Snjórinn hafði bráðnað undir þakinu og þar lágu brauðmolar á víð og dreif. Fuglunum var þá enn gefið í Þýzkalandi. Jæja, þá var mað- ur 'hingað komin, hugsaði ég. Maður skal vona að allt takist vel til. — Fólk hér er mjög vinsam- legt, er það ekki? sagði Mikael. — Jú, ég veitti því líka at- hygli í lestinni. Þeir leggja mikið að sér til að láta manni geðjast að sér. Það vill allt til vinna að öðlast trúnað manns og sannfæra mann um, hve allt hér sé dásamlegt og að það hafi raunverulega ekki neina löng- un til að brytja niður börn af Gyðingaættum. — Þú skalt ekki leggja trún- að á allan þennan þvætting, sem þú heyrir. Mest af því er andnazistiskur áróður. — Þér fellur hér vel enn? — Hvers vegna skyldi mér ekki gera það? Ég elska Heidel- berg. Það er yndislegur staður. Á næsta misseri hlýði ég á fyr- irlestra Groonemanns í vefja- fræði. Hann er einn af mikil- hæfustu kennurum, sem til eru í heiminum — — — Hlustaðu nú á, Milky. Ég kom hingað í rannsóknarieiö- angur. Síðustu bréfin þín voru skrýtin. Við urðum áhyggju- full, Jón og ég. Við hugsuðum, að það kynni að vera eitthvað, sem þú gætir ekki skrifað um, vegna ritskoðunarinnar og ails þessa. Er npkkuð að? Nokkur vandræði? Nokkur hætta? Mikael leit til dyranna eins og af eðlishvöt. — Hætt? Buil, sagði hann. — Ef bréfin mín hafa verið eitthvað skrýtin, þá er það bara af því að, ég er lé- legur bréfritari. Venjulega steinsofna ég út frá bréfunum. —- Þetta olli mér áhyggjum, endurtók ég. Það gaf óljósa hugmynd um vikur og mánuði, þegar óljósar, myrkar grun- semdir höfðu verið að grafa um sig í huga mínum vegna þessara bréfa. Mikael neri aug- un með hnefunum. — Þú ert þreytulegur, sagði ég. — Ég er þreyttur, svaraði hann. — Undirbúningur undir læknisfræðinámið er ekkert gaman. Og hér er maður látinn vinna, ekki leika sér, skaltu vita. — Komdu, lofaðu mér að virða þig fyrir mér. Hefirðu nóg að eta? Og hvað er að aug- unum í þér? — Ekkert. Smávegis, geri ég ráð fyrir. Við fáum þe'tta flest- ir. Reyndu bara að rýna i smá- sjána nokkrar klukkustundir. Á næsta misseri lagast þetta. Hann deplaði augunum framan í mig og huldi augnalokin með fingurgómunum. SS NYJA BIO S 1 í 9 6AMLA BiO 9 Eiginkonur Kynslóðir koma - hljómlistamanna. kynslóðir fara. (Orshestra Wives) Skemmtileg „rnúsikmynd" Aðalhlutverk: Lynn Rari Ann Rutherford. Carole Laandis Virginia Gilmore, Cesar Romero, Glenn Miller og hljómsveit hans. 1 Síðasta sinn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Forever And a Day) Ray Milland Charles Laughton Ida Lnpino Merle Oberon Sýnd kl. 7 og 9. Dulcy Gamanmynd með Ann Sothem Ian Hunter Roland Young Sýnd kl. 5 — Mér gezt ekki að þessu. Hefirðu leitað læknis með þetta? — Vissulega. Ég leitaði til dr. Tillmann. Hann er góður læknir, mamma, og hann ráð- lagði mér bórsýru. — Ég fer með þig til raun- verulegs læknis. Mér leiðist að sjá þig svona rauðeygan og sjóndapran. — Jæja, jæja. Ég fer þá til raunverulegs læknis. Þú þarft ekki að koma með mér til að halda í sveitta hönd mína. Nú er ég orðinn stór drengur, raun- verulega. Ég veit ekki gerla, hvers ég hefi vænzt, þegar ég fór yfir landamæri Þýzkalands. Það var eins og þegar ég fór yfir mið- baug í fyrsta sinni. Ég hafði gert mér ljóst, að þar mundi ekki vera rautt strik eins og í kortabókinni, sem ég átti, þeg- ar ég gekk í barnaskóla. En þrátt fyrir það varð ég fyrir ó- ljósum vonbrigðum, þegar ég RiEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERRO Þeir félagar gengu þarna fram og aftur góða stund. í hljóðri eftirvæntingu. Þeir slepptu aldrei augun af bátnijm. Brátt sáu þeir mann í bátnum. En fleiri bátar voru hvergi sjáanlegir. Báturinn nálgaðist rifið, og nú vitjaði ný spurning huga þeirra félaga. Skyldi hann komast klakklaust framhjá rifinu? — Við höfum flekann tilbúinn, mælti Wilson. Páll og Kaliano gengu niður á ströndina án þess að mæla orð frá vörum og tóku að leysa flekann. Wilson og Hjálmar komu og brátt á vettvang, og þegar þeir ýttu frá landi, stökk Bob einnig út á flekann. Þeir sigldu meðfram landi, unz þeir voru komnir fast að berginu og höfðu gott útsýni yfir sjóinn. Nú sást báturinn hvergi. Skyldi hann hafa farizt? Nei, nú kom hann aftur í ljós. Hann lyftist upp á háan ölduhrygg. Maðurinn, sem í honum var og reyndist vera blökkumaður, hafði kropið á kné í botni hans. Hann reyndi að beita árinni sem stýri og koma bátnum heilu og höldnu gegnum brimið. , , — Hann er vanur á sjó, mælti Wilson. — En hann kemst þetta aldrei, svaraði Páll. — Eigum FEEL LIKE A SITTIN6 DUCK/ I AND IF TMIS DOESN'T WORK, WE’LL BE A DEAD DUCK/ *- HE’S aOSE EN0U6H/ T 'DROP/ FAST/i-S IT'S A HEL1COPTER. / I'LL SHOOT MIAA DOWN AS WE PASS , CUSTL / IT’LL BE 7 AMUSING,.. —< WHAT ’ THE.../ rr’S ONE OF OUR ESCORT HELICOPTERS/ HE’S NOT W GOING TO TRV... 1/ f í ÞÝZKU flugvélinni: Þetta flBYNDA- er Helicopterflugvél. Ég skýt hana niður, þegar við förum §AðA framhjá henni. (Það verður gaman. í SKIPALESTINNI: Hver skoll inn? Þetta er ein af fylgdar- flugvélum okkar. Þeir ætla þó ekki að reyna að . . ? í! HELICOPTERFLU GVÉL- INNI: Við erum eins og sitj- andi önd. Og ef þetta heppn- ast ekki, þá verðum við dauð önd. HUN er komin nógu nærri. Láttu okkur falla, fljótt nú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.