Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 5
Föstndagm 24. maiz 1944. ALPT«»BiJI',>>0 Spítalaskip kemur í höfn. Á mynd þessari sést ameríska spítalaskipið „Acodía“ sigla inn á höin borgar á Atlants- hafsströnd Bandaríkjanna. Skip þetta flutti Bandaríkjaherr enn, er særzt höfðu á Ítalíu- vígstöðvunum, vestur um haf. Þegar þangað kem, dar bi um særðu hermönnum búin vist í sjúkrahúsum, unz bei; væru grónir sára sinna. Búar og Bretar ijr* -fws-flgf « Það, sem þjóðirnar þrá — Öryggi handa öllum. Bréf um bók, og ritdóm um hana. — Vísir að viðreisn og framför- um á voðatímum. FAÐIR MINN, Francis Will- iam Reitz, fæddist í Höfða- nýlendunni árið 1845. Frá fæð- ingu hans hafa miklir atburð- ir gerzt, sem mótað hafa fram- tíð Suður-Afríku. Skömmu eft- ir að Bretar tóku Höfðanýlend- una herfangi tók óánægju að gæta meðal hollenzku landnem- anna eða Búanna eins og þeir voru nefndir. Þeir efndu tii upp- reisnar árið 1815, sem var þó brotin á bak aftur og forustu- menn uppreisnarinnar teknir af lífi. Afleiðing alls þessa varð svo sú, að þúsundir Búanna yf- irgáfu bændabýli sín, hlóðu eignarmunum sínum á vagna sína, hristu ryk hinnar brezku yfirdrottnundr af fotum sér og héldu með venzlafólk sitt og bú- pening til óbyggðanna í norðri. Orrustur þær, er þeir háðu, vígaferli þeirra og margvísleg- ar mannraunir eru mjög verðar frásagnar, og að lokum stofn- uðu þeir lýðveldið Transvaal árið 1852 og fríríkið Orange ár- ið 1854. Öll þessi ár sat afi minn um kvrrt á staðfestu sinni eins og raunar flestir granna háns, því að uppreisnin og bfottflutn ingurinn var fyrst og fremst verk Búanna, sem bjuggu lengra uppi í lándi. Hann sá hinni stóru fjölskyldu sinni farborða með miklum sóma. og þegar synir hans — þar á meðal fað- ir minn — voru komnir á þann aldur, voru þeir settir til mennta og sendir til Edinborgar. Faðir minn hvarf aftur heim til Höfða nýlendunnar árið 1870 sem full numa málaflutningsmaður. Hann tók þá að leita gimsteina, var kosinn á þing og kvæntist fagurri stúlku af norskum ætt- um. Hann vann og að mála- flutningsstörfum en þegar hæstiréttur fríríkisins var stofn aður árið 1875 var hann kjör- inn fyrsti dómstjóri hans. Hann og móðir mín lögðu af stað til hins nýja heimkynnis síns í vagni, sem uxum var beitt fyrir. Förin tók nær því þrjá mánuði. Þannig atvikaðist það, að ég og bræður mínir fædd- ust í Bloemfontein, höfuðborg frírikisins, og ólumst þar upp. Við bræðurnir vorum fimm — tveir eldri en ég og tveir yngri. Við áttum smávaxna en dágóða reiðhesta, og víðáttumiklar veiðisléttur heilluðu okkur til sín. Við iðkuðum því mjög veið- ar, fiskuðum og þeystum um á fákum okkar eins og hugur okk ar girntist. GREIN ÞESSI er kafíi úr bók eftir Deneys Restz 1 ofursta, hinn fræga suður-1 afríkanska stjórnmálamann, sem hefir að geyma endur- minningar hans og kom út í Lundúnum fyrir skömmu. Mun mörgum þykja fróðlegt að kynna sér frásögn hans um eldskírnir lands hans í lok síðustu aldar og upphafi þessarar. Hér er kafli þessi þýddur, nokkuð styttur úr tímaritinu World Digest. Sir John Brand var um þess- ar mundir forseti lýðveldisins. Þegar hann lézt árið 1889, var faðir minn kosinn eftirmaður hans. Eftir það Varð lífið enn auðnuríkara fyrir okkur bræð- urna en verið hafði. Landinu var stjórnað með næsta frum- stæðum hætti. Þegar faðir minn kaus að stefna rá^gjöfum sín- um saman til funda, sendi hann okkur bræðurna út af örkinni til þess að annast þann starfa. Við fórum heim til þeirra hvers um sig og fluttum þeim fundar- boðin. Ráðherrarnir, sem allir voru bændur og áttu langt heim, dvöldust iðulega nokkra hrið heima hjá okkur, meðan hin- um ýmsu störfum var til lýkta rá,ðið, en hurfu því næst heim aftur. Stundum tókst faðir okk- ar ferðir á hendur um héruð landsins, og við bræðurnir slóg- umst þá jafnan í fylgd með hon- um. Vopnaðir stórskotaliðar voru og jafnan förunautar okkar á þeim ferðalögum. * EGAR við komum til hinna ýmsu byggðalaga, söfnuð- ust heimamenn saman til þess að fagna forsetanum, og' fað- ir minn heilsaði þá jafnan hverjum og einum með handa- bandi. Einu sinni gerðist smá- skrítið atvik við eitt slíkt tæki- færi, sem síðar var lengi haft að gleðimáli innan fjölskyld- unnar. Faðir minn hafði það fyrir sið að segja við hvern þann, er hann heilsaði: — Góð- an daginn, góðan daginn, hvern ig líður yður? Svarið var þá venjulega hið saraa: — Ágæt- lega, þakka yður fyrir, herra forseti. Faðir minn svaraði þá: ' — Það gleður mig að heyra, og gekk þvi næst til næsta manns. En einu sinni, er hann spurði gráskeggjaðan öldung, hvemig honurn liði, svaraði gamli mað- urinn, eitthvað á þessa lund: — Konan mín dó í gærkvöldi, herra, en faðir minn svaraði, án þess að gefa þessu óvenju- lega svari minnsta gaum: — Það gleður mig að heyra, og hélt áfram að heilsa þegnum .sínum. Hver dagurinn var fljótúr að líða, og bernska okkar bræðra var h,in auðnuríkasta. En síðar ■syrti í álinn. Váleg tíðindi voru í vændum, án þess að við hefð- um hugboð um það. >Norður í Transvaal voru hinar alvarleg- ustu viðsjár með gömlu Búun- uni, og aðkomumönnum, sem höfðu flykkzt þangað, er gull fannst þar í jörðu. Við í frí- ríkjhu höfðum til þessa lifað í sátt og samlyndi yið Bretana, en árið 1896 gerbreytti inn- rás Jamesons hinum fornu við- horfum á einni nóttu. Við bræðbrnir vorum of ungir til þess að skilja þetta, en innrás Jamesons. var undanfari styrj- aldar, sem átti eftir að verða næsta örlagarík fyrir okkur. Innrásjn færði stjórnum Trans- vaal og fríríkisins heim sann- inn um það, að Bretarnir hugð- ust taka land okkar herskildi. Gagnkværour samningur var gerður milli heggja rí1 miklar birgðir þýzkra og franskra hergagna. og skotfæra voru fluttar inn í skyndingu og ýmsar varnarráðstafanir gerðar. ■i' T?J| EÐAN öllu þessu fór fram, I J vaxg 0g mikil breyting inn an fjölskyildu okkar. Móðir okk- ar lézt, og árið 1896 sagði faðir minn af sér forsetatigninni vegna vanheilsu. Við fluttumst til Transvaal, þegar faðir minn hafði komizt til sæmilegrar heilsu að nýju. Hann var skip- aður utanríkisráðherra, en það va^ önnur mesta tignarstaða þar í landi. Við bræðurnir vor- um sendir í skóla í Pretóríu. Næstu tvö árin voru stjórn- málaviðskiptin við Stóra-Bret- land engan veginn sem ákjós- anlegustu og jafnvel í skólastof- unni okkar var um fátt annað rætt en deilu þá, sem í vændum var. Faðir minn tók sem gefur að skilja virkan þátt í samn- Frh. af 6. síðu. MITT í HÖRMTJNGUM styrj- aklariiinar þráir mannkyniS nýjan og bjartari heim fyrir alla að þeim loknum. Og það er þessi þrá og þessi von, sem gefur millj. hermanna þrek til að heyja bar- áttuna í vxtiseldinum. Baráttan gegn atvinnuleysinu og vonin um það, að eftir styrjöldina geti allir vinnufærir menn fengið að vinna sér fyrir brauði sínu, er aðalat- riðið, en auk þess vona þjóðirnar, að svo verði frá hlutunum geng- ið, aff enginn þurfi aff líffa skort vegna fátæktar, sjúkdóma eða ó- megðar. .. . . ENGAR ÞJÓÐIR eru komnar jafn langt á þessari braut — eða voru fyrir styrjöldina, og Norð- urlandaþjóðirnar, þó að þar væri heldur ekki enn komið fullkom- ið öryggi fyrir alla. En undanfar- ið hefur brezka þjóðin hafið bar- áttu fyrir þessu og allt bendir til þess, að þráin eftir öryggi þjóð- félagsþegnanna murd ráða mestu um stjórnmálin þar í landi eftir stríðið. TULLÖGUR Beveridges, hag- fræðingsins, hafa vakið í Bret- landi og víðar um heim geysi- iega athygli. Og í Bretlandi sjálfu skiptist þjóðin í tvo flokka eftir því hvort menn telja tillögurnar framkvæmanlegar eða ekki. Hitt eru menn sammála um, að telja framkvæmd þeirra æskilega. í Bretlandi telur verkalýðurinn og alþýðan tillögurnar stjc/rnarská sína. Bók þessa brezka hagfræð- ings, Traustir hornsteinar, er fyr- ir nokkru komin út hjá MFA. Er það mikill fengur fyrir íslenzkar bókmenntir að fá hana. ÞVÍ MIÐUR hefur verið reynt að blekkja fólk í sambandi við þessa bók. Það var gert af fáfræði og er því fyrirgefanlegt, enda hef- ur þessi tilraun til að spilla fyrir bókinni ekki borið árangur. Allir hugsandi menn lesa hana af at- hygli og hugsa um efni hennar. Það er meira virði en efni fjöl- margra þeirra bóka, sem út hafa komið hér á síðustu árum. FYRIR NOKKRU fékk ég eft- irfarandi bréf um þessa bók: „Ég hef verið dálítið hissa á því, að ekki skuli hafa verið vakin meiri athygli en orðið er á ritdómi Hall- dórs Kiljan Laxness um bókina Traustir hornsteinar eftir Bever- idge, hinn enska hagfræðing og hiöfund hinna frægu tillagna um fullkomnar alþýðutryggingar.“ „HALLDÓR er ekki vanur stjórnmálamaður, þótt hann sé eldheitur kommúnisti, og því ekki eins tamt og kommúnistaleiðtog- unum, að segja annað en það sem hann meinar. Halldór kemur nefní lega upp um það í ritdóminum, hver er raunveruleg afstaða kommúnistanna til aukinna al- þýðutrygginga. Hann nefnir hinn heimsfræga vísindamann flón og fer niðrandi orðum um tillögur hans um aukið félagslegt öryggi.“ „OG ÁSTÆÐAN til þessa fjand- skapar er vafalaust sú, að hanix telur auknar tryggingar tefja fyrir byltingunni. Það er fróðlegt að bera þennan ritdóm saman við gaspur kommúnistaforsprakkanna á kosningafundum, þegar þeir eru að lýsa fylgi sínu við auknar al- þýðutryggingar. En það er gott, að úlfurinn komi stundum í ljós und- an sauðargærunni. Mér finnst að sérhver alþýðumaður ætti að lesa Trausta hornsteina til þess'að sjá, hvað það er, sem gerir vísinda- menn að flónum í augum komm- únista.“ EKKI VIL ég segja að HKL, sá mikli siðameistara og bardagafúsi, sé andvígur tryggingum. Hins veg- ar þekkir hann ekki málið, en vill slást og veður fram með orgi eins og títt er í orrustum. Þá er ekki allt af sést fyrir. Veit ég að HKL mun komast á aðra skoðun um tryggingar og tillögur Bever- idges er hann les bókina og hugs- ar um efni hennar. Menn geta svo sem verið byltingamenn —- ríslað sér við það í léiðindunum hér meðan ekki er hægt að taregða sér til útlanda sér til afþreyingar — þó að þeir séu með tryggingum. TILLÖGUR Beveridges eru sögu legur viðburður. Þær ex*u og munu verða taldar í framtíðinni* það merkasta, sem komið hefur fram í hinum enskumælandi heimi á þessum styrjaldartímum. Þær eru dæmið um það, að oft skapast vísirinn að viðreisn og framförum. á voðatímum. Hannes á horninu. GA vantar okkur frá næstu mánaðamótum til að bera blaðið um Ásvallagötu og Þingholtin. HÁTT KAUP Alþýðublaðið. — Simi 4990. \ AUGLYSIÐ I ALÞYÐUBLAÐINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.