Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 6
Á þessari mynd sjást þrír menn sem einna mest áhriiavald m mu hafa hú í heiminum þeir Winston Churchill, Chiang Kai Shek og Franklin D. Roosevelt. Þessir menn, ásamt Jósef Stalin, munu ráða miklu um 3:ipan mála í heiminum að styrjöldinni lokinni. Myndin var tekin í samtoandi við Cairo-fundinn í vetur. Mlkiil áhugi í Húsavík Flwhuiafrm I; heimili oklkar að nýju og smám tyrir að fullgera hafnargerðina. HÚSVÍKINGAR leggja nú á það meginkapp að koma skriðu á framkvæmdir í hafn- armálum kauptúnsins, enda er það eitt mest aðkallandi fram- tíðarmál þorpsins. Hafa þeir sent menn hingað suður til að ifylgju þessu máli eftir af sinni hálfu. Fyrirhugað er að reisa á Húsavík síldarverksmiðju jafn skjótt og hafnarskilyrði leyfa. Á almennum borgarafundi i Húsavík í vetur, var samþykkt eftirfarandi till. í einu hljóði: „Almennur borgarafundur, haldirm í Húsavík 17. febr. 1944, til þess að ræða helztu framtíðarmál kauptúnsins, lýs- ir yfir því, að hann telur þýð- ingarmest og mest aðkallandi allra málánna, að fullgerð verði sem fyrst hafnargerð Húsa- víkur með byggingu skjólgarðs og^ bryggju til suðurs frá Húsavíkm’höfða, og vísar að öðru leyti til greinargerðar þeirrar og nefndarálits sjávar- útvegsnefndar, sem fylgdi frum varpi því til breytingar á hafn arlögum fyrir Húsavík, sem lá fyrir Alþingi árið sem leið og öðlaðist staðfestingu sem lög. Leyfir fundurinn sér því að Skora á rikisstjórn og vitamála- stjórn að gefa samþykki sitt til þess að byrjað verði á verkinu á sumri komanda, og fer þess jafnframt á leit við ríkisstjórn og alþingi, að veittur sé styrk- úr úr hafnarbótasjóði ríkisins, '— þrjú hundruð þúsund krón- Úr — á þessu og næsta ári til hafnargerðarinnar, og tillag ríkissjóðs á fjárlögunurn 1945 og 1946 til verksins verði tvö- falt það, sem nú er.“ t-.........—-------— INNRAMMANIR Getum aftur tekið að okkur mynda- og mál- verkainnrammanir. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. HéðinshöfSi h.f. Aðalstræti 6 B. Sími 4958. HVAÐ SEGJA HTN BLÖÐIN Frh. af 4. siöu. vísan flugumann, sendan af Framsókn inn í raðir Sjálfstæð isflokksins. Nú eru alveg orðin endaskipti á hlutunum. Tím- inn bölsótast yfir þessu nýja blaði, sem ætlað sé að sprengja Framsóknarflokkinn, en Morg- unblaðið er þagnað og virðist láta sér útgáfu þess vel líka. Hvað hefir skeð? Stendur for- maður Framsóknarflokksins ekki að Bóndanum enn sem í upphafi? ❖ Þjóðviljinn birti í gær eft- irfarandi frétt: „Brezki verkalýðsflokkurinn hefur sent eftirfarandi kveðju til ítalskra sósíalista: „Við samfögn- um ykkur, að ítalski sósíalista- flokkurinn er aftur að rísa upp eftir meira en 20 ára áþján fas- ismans.“ Þjóðviljinn hefir lagað þessa frétt mjög vel i hendi sér til þess að hún falli í kram kommúnista hér. Brezki Al- þýðuflokkurinn er látinn heita „verkalýðsflokkur", sem að vísu ekki er röng þýðing í bók- staflegum skilningi; og ítalski Alþýðuflokkurinn er látinn heita ,,sósíalistaflokkur“. Svo geta lesendur Þjóðviljans séð: Það er eltki ítalski Alþýðu- flokkurinn, sem brezki Verka- lýðsflokkurinn sendir sam- fagnaðarskeyti, heldur ítalski Sósíalistaflokkurinn! Einhver bið kann nú máske þrátt fyrir það að verða á því, að þeir Ein- ar og Brynjólfur fái skeyti frá brezika Verkalýðsflokknum. Það nægir ekki hjá honum að hafa tekið sér nafnið Sósíalista flokkur, þó að þægilegt geti verið að flagga með því við fá- ráðlinga hér norður á íslandi. Kumbðrsvogshæii. Frh. af 4. síðu. inu í gistihúsinu. Talaði um, að hann gengi undir læknis- skoðun þar eystra, vegna inn- tökuskilyrðanna. Þá sagði N. N. — og þá fyrst — að hann þyrfti eng^i læknisskoðun, því búið væri að skoða sig af'tveim læknum í Reykjavík. Sagði undirritaður þá, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að hann tæki hann á heimilið, og hann gæti komið með sér samstundis. Pappírana væri hægt að fá senda síðar. Þessu boði hafnaði N. N. og kvaðst ekki fara á Hressingarheimilið, fyrst ekki hefði verið tekið við sér í gær- kveldi. Undirritaður hringdi þá til Reykjavíkur og átti tal við formann hælisstjómar og hr. Helga Elíasson. Þeir töluðu svo báðir við N. N., en gátu ekki fengið hann til að hætta við að fara aítur til Reykjavíkur. Það er því rangt, að undir- ritaður hafi neitað því í síman- um um morguninn að taka við N. N., fyrr en pappírarnir væru komnir. Um þetta gætu borið þeir tveir merkismenn, sem undirritaður ræddi þessi mál við í símanum um morguninn. Þó hikar greinarhöfundur ekki við að fullyrða hið gagnstæða. Það lítur svo út, í oftnefndri Alþýðublaðsgrein, að höfundur hennar hafi það beint frá bíl- stjóranum, sem hann þar segir um sendingu N. N. austur að Kumbaravogi, „daginn fyrir gamlársdag". Undirritaður hef- ur ekki hitt bílstjórann til að spyrja hann um, hvort rétt sé, eftir honum haft. En að óreyndu vill undirritaður ekki trúa þvi, að bílstjórinn, sem var Páll Guðjónsson, hafi sagt frá þessu á sama hátt, og gert er, í Al- þýðublaðsgreininni, því að þar er frásögnin, í flestum aðalatrið um,alveg gagnstæð sannleikan- um, eins og sýnt hefur verið fram á, hér að framan. Hitt er miklu sennilegra, að greinar- höfundur fari alrangt með margt, í frásögn bílstjórans,, eins og hann, á öðrum stað í greininni, getur talið sig hafa það eftir undirrituðum, sem hann hefur aldrei talað. Undirritaður mun ekki ræða hér stjórn sína á Hressingar- heimilinu. Leggur hana undir dóm heiðarlegra manna, en ekki þeirra, sem eru jafnóvand- aðir í málflutningi og höftmdur margnefndrar Alþýðublaðsgrein ar. Kumbaravogi við Stokkseyri 16. marz 1944. Jón Sigtryggsson. Konungsríkið án kðnyngs. Frh. af 3. síðu. eru einnig feykimikið af bauxit-málmi í jörðu og kola framleiðsla er einnig mjög mikil. Allmiklar olíulindir eru þar einnig, og er ekki ósenni- legt, að Hitler hafi haft þær 'Og bauxit-námurnar í huga, er hann lét hertaka landið á dögunum. UNGVERJALAND er að ýmsu leyti land mótsagnanna. Það er konungsríki án konungs, stjómað af flotaforingja án flota. CFrh. af 5. síðu.) ingaumleitunum og samningu orðsendinga til liihhh brezku yfirvalda. Ég fylgdist oft með hönum, þegar hánh heimsótti Kruger forseta og hlýddi af kostgæfni á mál þeirra, er þeir ræddu viðhorfin. Loks skall hyrjarstormurinn á í október- mánuði árið 1899, og lýðveldin tvö efndu til hinnar vonlausu baráttu við ofureflið. Ég var aðeins seytján ára gamall, en kvaddi þó skólastofuna þegar og gekk rakleiðis í herinn. — Bræður mínir gerðu slíkt hið sama. Styrjöldin tók nær því þrjú ár. Búarnir veittu hetju- Íegt viðnám, en foringjar okkar höfðu ekki gætt. þess í hinni blindu ást sinni á frelsinu, að þeir höfðu teflt okkur fram til vonlausrar baráttu. Við unnum nökkra sigra í fyrstu; en Bret- arnir voru okkur mun liðsterk- ari og betur vopnum búnir auk Iþess sem þeir höfðu allt hið volduga brezka heimsveldi að bakhjarli. Það var sízt að undra þótt þeir reyndust ofjarlar okk ar, enda tókst þeim að lokum að ráða niðurlögum okkar. Frið ur var samin í janúarmánuði árið 1902. > * EGAR úrslit þessa hildar- leiks voru loks ráðin, voru toáðir eldri bræður mínir stríðs- fangar á Ceylon og Bermuda- eyjum, en við faðir okkar, og sá toróðir minn, sem var næstur mér að aldri, vorum enn undir vopnum. Við neituðum að fall- ast á friðarskilmálana, og Kitc- hener lávarður skipaði svo fyr- ir, að við sfcyldum fluttir inn fyrir landamæri nýlendna Portú gala. Þaðan lagði faðir minn leið sína til Bandaríkjanna, en við bræðurnir fórum hins veg- ar til Madagascar, sem þá laut yfirgáðúm Frakka. Ég komst þar í dágóð efni á næstu ár- um, en atvinna mín var sú að annast flutninga milli Tamatave og Antanaanarivo. Farköstur minn var vagn, sem uxum var 'beitt fyrir. Bróðir minn lagði aftur á móti leið sína til Maur- itius. Loks barst mér svo bréf frá frú Smuts, konu Smuts hers höfðingja, þar sem hún skýrði mér frá því, að maður hennar ynni að því að byggja upp á rústum hins forna ríkis okkar ásamt Botha bershöfðingja, Hertzog og ýmsum fleiri for- ustumönnum Búanna. Hún komst þannig að orði, að ef þeim væri við vært í Suður- Afríku undir stjóm Breta, væri ég varla of góður til þess að una sömu kjörum. Þetta varð til þess að heimþrá mín var vakin, enda þótt ég ætti harla erfitt með að sætta mig við það, sem gerzt hafði, í fyrstu. Eg ákvað að komast til Ameríku með því að vinna fyrir mér á flutningaskipi, hitta föð- ur minn að máli og toera saman ráð mín við hann. Ég komst til hafnahborgar við Rauðahafið, en var sárveikur af völdum mýrarköldu. Einnig hafði ég orð ið ósáttur við nokkra af skip- verjunum. Allt þetta varð til þess, að ég hvarf frá því ráði að halda áfram för minni til Ameríku. Ég réðist á flutninga- skip, er var í förum suður á bóg- inn, og komst heim til Trans- vaal eftir mikla hrakninga. Ég var þrotin að heilsu og hefði ekki Smuts hershöfðingi frétt hversu högum mínum var háttað, myndi dapurlegt hlut- skipti hafa beðið mín. Þau hjón in létu mig búa á heimili þeirra næstu þrjú árin, og ég fæ al- drei þákkað þeim svo sem vert er skilning þann og hjálp, er þau auðsýndu mér á þessum raunadögum mínum. Föður mínum skildist áður en langt um leið, að Bretum fórst vel við okkur. Hann hvarf því aftur heim til Transvaal. Bræður mínir komu einnig heim hver af öðrum. Við stofnuðum saman íyrndust þrautir, fortíð- arinnar. : •. i.núz .íiui.u1:úh -öqiastrðaM t "S tiíS'xö-'viííJssIf NÚ VAR EFNT ti'l merfcrai framfara í Suður-Afríku. Árið 1910 urðu brezku nýlend- urnar tvær og hin tvö fornu lýðveldi eitt og sama ríki með sambandssáttmálanum, er þá var gerður. Botha hershöfð- ingi varð fyrsti forsætisráð- herra okkar, og allar líkur virt- ust til þess, að við mynd- um fá nótið friðar og einingar um alla framtíð. En Hollending ar hafa löngum þótt einþykkir og fastheldnir á þjóðarein- kenni sín. í þeim efnum svipar þeim mjög til hinna ýmsu ákaflyndu þjóðflokka á Balk- anskaga, sem valdið hafa heiminum mestum vandræð- um. Þess varð skammt að bíða, að sá orðrómur kæm- ist á, að Botha hoírshöfðingti væri næsta brezklundaður í stjórnarstefnu sinni. En það töldu margir að myndi verða til þess, að við hyrfum sem dropi í hið brezka þjóðahaf. Skoðana- munurinn jókst brátt, og and- staðan gegn Botha og Smuts varð æ víðtækari. Hertzog hers höfðingi, sem einnig hafði kom ið mjög við sögu styrjaldarinn- ar, sagði sig úr Suður-Afríku- flokknum og stofnaði nýjan flokk honum til höfuðs. Þrálát- ar deilur voru háðar í Suður- Afríku á næstu árum. Ég lauk lögfræðisnámi og settist að se|m málaflutnings- maður í Heilbron í Norðurfrí- níkinu. En þess varð skammt að bíða, að ég sogaðist inn í hringiðu stjórmálanna. Þess var enginn kostur að halda sér út- an vébanda þeirra eins og mál- um öllum var komið. Ég studdi Botha og Smuts, en nær allir íibúar fríríkisins aðhylltust skoð anir Hertzogs, svo að aðstaða mín var ekki sem þdkkilegust. Það var harla næðingssamt um mig á næstu árum, og á mörg- um mannfundum, þar sem á- Ikafar orð^deijlur vfotou háðar, var ég hrópaður niður og grátt leikinn. Ég eignaðist marga and stæðinga, og margir vinir mínir sneru við mér bakinu. Þá hófst h^imsstyrjpldin hin fyrri, og um líkt leyti varð andstaðan gegn stjórninni að uppreisn. Uppreisnin hófst með tÖku Heilbron, þar sem ég átti heima. Ég flúði torott á næturþeli. Ég hélt til Transvaal ásamt hinum fáu fylgismönnum mínum og gekk í her stjórnarinnar, sem Botha hershöfðingi veitti for- ustu. Það tók okkur nokkra mánuði að kveða uppreisnina niður, og báðir aðilar guldu mikil afhroð. Botha og Smuts reyndust umburðarlyndir sig- urvegarar, og þannig lauk þess- um dapurlega harmleik. Þ(': v' næst tók ég þátt í herförinni í Vestur- og Austur-AfríiAý^ |em lotið höfðu yfirráðum Þjóð- verja. Að ráðnum úrslitum þar barðist ég á Frakklandi, unz vopnahléð var samið. í3Ö-s;íi Víðavangshlaup í. R. fer fram sumardaginn fyrsta. Keppt verður 1 þriggja manna sveitum. Keppendur gefi sig fram við stjórn í. R. 10 dögum fyrir hlaupið. Bldma- og mafjurta- fræið er komið. Blómabúðin GarÖur Garðastræti 2. — Sími 1899.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.