Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 3
 14. aprfl 1944. , '.]■ >; 3 s' ‘-i * > *( fllÞYÐUBLAÐBÐ 3 Sevastopol. ATHYGLI mamm beinist enn sem fyrr mest að því, sem er að gerast á austur- vígstöðvunum. Jafnvel hinar óskaplegu loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á her- numdu löndin og helztu iðnr aðarstöðvar Þýzkalands þykja ekki eins miklar frétt- ir og þær, að Rússar hafa nú brotizt inn á Krím. Á fáum eða engum stöðum í heimin- um hefir jafnmiklu blóði verið úthellt og þar á um- liðnum öldum, allt fram á þennan dag. RÚSSAR NÁLGAST nú hina frægu borg, flotahöfnina Sevastopol. Sennilega hefir aldrei verið barizt jafnoft og jafngrimmilega um nokkra borg í víðri veröld. Þar má segja, að hver blettur hafi einhvern tíma verið blóði drifinn, þar hafa kvalastun- ur tugþúsunda stigið til him- ins, allt frá fornöld og fram á þennan dag. Þar hafa ver- ið unnin óteljandi hreysti- verk, og þar hafa fjölmargar þjóðir blandað blóði á bana- stundu. í SEVASTOPOL er ágæt höfn og gott skipalægi úti fyrir. Þar er heilnæmt loftslag og því er það, að þar hófst fljótt byggð. Til foma var þar borgin Chersonesos Heraklea, en er Rómverjar höfðu hertekið hana, hlaut hún annað nafn, Sebástos, sem er grískt orð. Árið 988 náðu Rússar borginni á sitt vald og nefndu hana Kor- suhj. Tæpum fjögur hundruð árum síðar réðust Litháar á borgina og gereyddu henni. Á 16. öld reistu Tatarar nýja borg, er þeir nefndu Achtiar, en sú borg var komin á vald Rússa árið 1783 og ári síðar skírði hinn nafnkunni Potemkin borg- ina Sevastopol og var hún gerð að flotahöfn og hefir verið það æ síðan. FRÆGUST ER BORGIN fyrir hina hetjulegu vÖrn Rússa í Krímstríðinu 1854—56, er sameinaðir herir og flotar Frakka, Breta og Tyrkja sóttu að henni og höfðu of- urefli liðs. Umsátin stóð frá 9. október 1854 til 11. sept- ember 1855. Þegar umsátin hófst vom vamarvirkin í slæmu ásigkomulagi, en und- ir forustu Totlebens ofursta var unnið að því dag og nótt að treysta varnir borgarinn- ar. Gat hann sér mikinn orðstír í þessu starfi og er honum þakkað, hve lengi tókst að verja borgina. SETULIÐ BORGARINNAR nam um 70 000 manris, en 174 000 manns sóttu að borg- inni. Hvað eftir annað dundi stórskotahríðin á borginsni, bæði af sjó og landi, en allt kom fyrir ekki. Rússar reyndu nokkrum sinnum að koma liðsauka til borgarinn- ar frá meginlandinu, en her- ir þeirra voru sigraðir í mannskæðum bardögum, meðal annars við Balaklava, Inkermann og Tschernaja. Það sem olli úrslitum í þess- um hrikalegu átökum var ur Krímskagmn úss< Til vinstri sést Alexandra Kollontay sendiherra Rússa í Stokkhólmi, en þangað fór Paasikivi (t. h.) til þess að leita hófanna um friðarskilmála. lóiu Simimpol í gær, Þjóðverjar fafs nú 3000 fiyg¥éiar ¥©ras á ferðinni og ©llu feylcilegu tjóni. ¥ OFTSÓKN bandamanna er enn sem fyrr jafn- hrikaleg. í gær fóru samtals um 3000 brezkar og amer- ískar flugvélar til árása á Þýzkaland, Ungverjaland og herteknu löndin. Flugvélar, sem réðust á Ungverjaland komu frá bækistöðvum á Ítalíu og ollu miklu tjóni.. Ráðist var á flugvélaverk- smiðjur í Augsburg og kúlu- leguverksmiðjur í Schwein- furt og iðnaðarstöðvar í Ob- erschaffhausen. 500—750 amerískar Libera- tor-flugvélar og flugvirki flugu frá bækistöðvum á Bretlandi inn yfir Þýzkaland. Réðust þær einkum á kúlulegusmiðj- urnar í Schweinfurt. Var sú árás gerð til þess að koma í veg fyrir viðgerð á verksmiðjunum eftir fyrri loftáásir. Ráðizt var á flugvélasmiðjur í Augsburg í Bayern og á borgina Ober- schaffhausen. Flugvélar þessar nutu verndar um 1000 lang- fleygra orustuflugvéla. Kom til mikilla átaka í lofti, en ekki er enn kunnugt um flugvélatjón bandamanna. Marauder-flug- vélar Bandaríkjamanna um 500 að tölu gerðu harða hríð að stöðum í Frakklandi og Belgíu, þar á meðal járn- brautarbæinn Namur. Brezkar Spitfireflugvélar voru með í árásum þessum. Fjölmargar aðrar amerískar flugvélar réð- ust í sífellu á stöðvar í Norður- Frakklandi allan daginn í gær1. Hraðfleygar, brezkar orustu- flugvélar réðust á verksmiðju- bæinn Osnabruck í Westfalen. Árásin, sem stóð í stundar- fjórðung, var mjög hörð. Með- al annars var varpað niður tveggja smálesta sprengjum. Þar er mikil stálframleiðsla, en auk þess er borgin mikilvæg samgöngumiðstöð. í fyrrinótt fóru brezkar Wellington-flugvélar til árása á járnbrautarstöðvar í Buda- pest og nágrenni. Skothríð úr loftvarnabyssum var mjög mikil. Tvær þeirra komu ekki aftur til bækistöðva sinna. Amerískar sprengjuflugvélar og orustuflugvélar fóru í gær í björtu til árása á flugvéla- smiðju í Ungverjalandi, ekki Frh. á 7. síðu. Frakkar tóku í mannskæðu falí virkisins Malakov, sem áhlaupi, en áður höfðu Rúss- ar hrxmdið hverju álilaup- inu af öðru. í lokaáhlaup- , inu einu saman féllu um 10 000 menn af liði Breta og Fhakka, en Rússar misstu um 13 000 menn. Það var um atburð í þessari styrjöld, að Kipling orti , hið fræga kvæði sitt „The charge óf the light brigade", er fá- mennt enskt riddaralið var sent til glæfralegrar árásar gegn gínandi byssukjöftum Rússa. Hinir hugprúðu ridd- arar féllu sem einn maður. ENN Á NÝ HEFJAST ÁTÖK um Sevastopol, að því er síð- ustu fregnir herma, í annað sinn í þessari styrjöld, en að þessu sinni eru það óboðnir gestir, sem freista þess að vérja vígið, en ekki börn landsins sjólfs, og það mun væntanlega gera gæfumun- "O ÚSSAR sóttu fram með ódæma hraða í gær og hafa nú nær allan Krímskaga á valdi sínu. Stalin gaf út þrjár dagskipanir í gær, þar sem hann tilkynnir, að Rúss- ar hafi náð á sitt vald borgun um Simferopol, Feodosia og Eupatoria. í Rúmeníu verð- ur Rússum vel ágengt og er talið, að borgin Jassy gangi Þjóðverjum úr greipum þá og þegar. Þar er nú barizt í úthverfum borgarinnar. Þjóðverjar og Rúmenar láta hvarvetna undan síga fyrir of- urþunga sóknar Rússa. Þeir eru sagðir ætla að búa um sig í fjalllendinu syðst á skagan- um, en ef þeim tekst ekki að komast undan sjóleiðis frá Sevastopol eða Yalta, síðustu höfnum á valdi þeirra, bíður þeirra ekkert nema uppgjöf eða alger tortíming. Rússar tóku Feodosia aðeins tveim dögum eftir töku Kerch, en þaðan eru um 90 km. Stalin lagði áherzlu á, að með töku Feodosia hefði Svarta- hafsfloti Rússa fengið örugga bækistöð og að Þjóðverjar hafi víggirt borgina mjög ramlega. Eupatoria er mikilvæg borg um það bil 65 km. fyrir norðan Sevastopol. Simferopól var stærst þess- ara borga. Þar bjuggu um Í40 þúsund manns fyrir stríð. f sókninni til þeirrar borgar sóttu Rússar um 20 lcm. á íæp- um sólarhring. í gær voru aðeins tæpir 50 km. milli rússneska hersins, sem sækir frá vesturstrcnd sikagans og þess, sem sækir frá austri. Flugvélar Rússa eru mjög athafnasamar og eiga Þjóðverjar erfitt um vik við brottflutning hins innikróaða liðs. Hersveitum Konevs, :em sækja að Jassy, vérður einnig vel ágéngt og hafa þær brotizt inn í úthverfi borgarinnar. Reyna Rússar að rjúfa jírn- brautina til Galatz, sem er sfð- asta undankomuleið þeirra. mn. Loffárás á Konstanza! "P RÁ Tyrklandi berast þær •®- fregnir, að loftárás hafi verið gerð á hing mikilvægu rúmensku höfn Konstanza við Svartahaf. Fregnin hefir ekki verið staðfest í London. Þá segir einnig í sömu fregn, að krökt sé af flóttafólki á vegum öllum í Norður-Rúmeníu, sem flýi sem óðast undan rússnesku hérjunum. Er þetta til mikils trafaía fyrir Þjóðverja ög tor- veldar herflutninga þeirra. ............. cg leggja drög að fram- líðarsamvinnu. O VtAR og Norðmenn hafa ^ nú gert með sér samning um það, hvernig haga skuli greiðslum fyrir vörur frá Sví- þjóð og aðstoð við endurreisn-- arstarfið í Noregi að ófriðnum loknum, svo og um ýmislegt er varðar viðskiptasamband þess- ara landa. Samninginn undirrit- uðu þeir Tryggve Lie utanríkis- ráðherra af hálfu Noregs og sendiherra Svía í London, Beck- Friis fríherra, af bálfu Svíþjóð- ar. Vörur þær, sem hér er um að ræða, eru einkum matvæli ým- is konar, fóðurvörur, lyf og margvíslegar vörur og tæki úr stáli. I sambandi við þetta hefir blaðinu bofizt eftirfarandi frá norska blaðafulltrúanum í Reykjavík. Um all-langt skeið hafa farið fram rannsóknir á því, að hve miklu leyti Svíþjóð geti, að ó- friðnum loknum, útvegað mat- væli og aðrar vörur, sem mest er þörf fyrir. Hafa norskir og sænskir fulltrúar setið á fund- um um þessi mál og athugað, á hvern hátt sænska ríkið geti veitt lán til þessara kaupa. Við- ræður þessar hafa nú leitt til samnings þess, sem að ofan get- ur. Má heita, að Norðmenn fái það af matvörum og öðru, sem Svíum er unnt að láta í té gegn jafngildi í sænskum krónum. . Nú þegar hafa verið gerðar pantanir í Svíþjóð. Þá hafa menn rætt um vöru- skipti að styrjöldinni lokinni og lögð var áherzla á, að viðskipti hefðust að nýju með svipuðum hætti og áður var. SigiingamálaráSherrð Norðmanna: og 490 illp hafa farizl síian í apríi 1940. I GÆR var opnuð mikil norsk sýning í Liverpool í Englandi. Arne Sunde, sigl- ingamálaráðherra, flutti þar ræðu og ræddi m. a. um þátt norska kaupskipaflotans í bar- áttunni gegn Þýzkalandi. Ráð- herrann sagði meðal annars: Hinn 9. apríl 1940 voru um 1200 skip, 500 smálesta og þar yfir, og mörg smærri skip, svo sem strandferðaskip, hval- veiðaskip og fleiri, samtals um 7 milljónir smálesta að stærð (d.w.). Af þessum flota lutu þeg- ar í stað um 1000 skip, samtals 6 milljónir smálesta, yfirstjórn ríkisstjórnarinnar. Norðmenn hafa misst um 400 skip síðan í apríl 1940, samtals um 3 millj- ónir smálesta að stærð, og 3000 sjómenn hafa farizt. Ráðherrann gat þess, að norsk skip hefðu oft verið þar, sem hættan var mest. Norskt skip sigldi fyrst inn á höfnina í Oran, er innrásin var gerð í Norður-Afríku og norskt skip sigldi fvrst inn á > höfnina í Reggio á Ítalíu. Þá gat ráðherr- Frh. á 7. sfðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.