Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 8
J»Y»UBLAÐI£> Föstndagur 14. aprfl 1944_ rJARNARBlOSB Þokkaleg þrenning (Tre glada tokar) Bráðskemmtileg sænsk gamanmynd. Eiof Anrle Nils Proppe John Botvid Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÓT í BÖLl PILTUR OG STÚLKA voru á ferð. Þau báðust gistingar á bæ einurn, en svo illa stóð á, að ekki var til nema eitt rúm autt. Var nú úr vöndu að. ráða, því að ekki var stúlkunni uvi að sænga hjá pilti. Stingur stúlkan þá upp á, cð pilturinn sofi undir rúminu, en hafi yfirsængina og koddann. Sjálf kveðst hún mundi una sér vel, án þess að hafa ábreiðu. Var þetta afráðið og tóku þau á sig náðir. Um nóttina vaknar stúlkan við hroll mikinn, því að fr- klædd var hún. Pilturinn byltir sér, og hvíslar þá stúlkan: „Ertu vakandi?“ — „Já’, svarar pilturinn. „Mér er svo kalt á þeirri hliðinni sem upp snýr,“ segir hún þá. „Og mér er ákaflega kalt á þeirri, sem niður snýr,“ segir pilturinn. Þau slógu þá saman reitum sínum, og greinir sagan ekki frekar frá skiptum þeirra. * * * „AÐ TJARGA GULT“ í KAUPSTAÐ úti á landi var einu sinni danskur kaup- maður, en hmnn var með þeim ósköpum fæddur að geta ekki lært íslehzku, þrátt fyrir la iya dvöl hér á landi. Einn góðan sumarmorgun var hann á gangi um kaupstað- inn og gekk þá fram hjá Jakjbi gamla, sem var að mála húsið sitt með gulri málningu. Ka ip- maður staðnæmist og kállar: „God Dag Jakob minn, tér eruð tá að tjarga gult.“ % $ * SÁ, SEM ER seinn til reiði, er ríkur að skynsemd, en hinn bráðlyndi sýnir mikla fíflsku. .... Salómon. ranmi ðrlaganna og hversu mikið ég lærði um berkla í augum árin, sem þá fóru á eftir. Ég hafði ekki einu sinni vitað, að slíkur sjúkdóm- ur væri til. Nú las ég um hann og þrælaðist gegnum vísindaleg- ar skýrgreiningar, sem ég ksildi tæplega. Bvílíkur bjáni ég hafði verið að liggja vakandi á nótt- unni til að hlusta eftir, hvort drengurinn minn væri að hósta. Ég skoðaði myndirnar aftur og las lýsingarnar öðru sinni, og kaldur sviti spratt út um mig alla, svo að fötin loddu við mig, eins og ég hefði verið úti í rign- ingu. Svo að þetta er það, sem drengurinn álítur, hugsaði ég. Þetta er það, sem hann óttast. Vesalings drengurinn, vesalings, vesalings Milky. Ég tók foókina og fór með hana aftur inn í her- foergi hans og minntist aldrei á hana við hann. Ég fór ein míns liðs til Lamm prófessors, sat í foiðstofunni hans og náði loks tali af honum. — Þér gerið úlfalda úr mý- flugunni. Það er ekkert veru- legt að augunum 1 drengnum yðar. Svona tilfelli koma fyrir mýmörg á hverjum einasta degi. Hér gerum við ekki svona mik- ið veður út af ekki neinu, eins og amerísku læknarnir ykkar, sem miða við það eitt að hafa reikningana sem hæsta, sagði hann óánægjulega. — Já, en hvað er þetta, sem er að augunum í honum, pró- fessor? — Þér skuluð láta mig um, hvað það er. Ég sé enga skynsam lega ástæðu til að gefa yður skýringar, sem þér mynduð alls ekki skilja. — Gæti það verið berklar? spurði ég og lét til skarar skríða. — Það gæti verið það, en það er það ekki, hreytti prófessor- inn út úr sér. — Ef þér viljið heyra hreinskilnislegt álit mitt, þá hefir verið dekrað of mikið við drenginn yðar, og hann not- ar þessi óþægindi í augunum sem skálkaskjól til þess að geta skrópað frá náminu. Sælar. Dr. Flint var þurrlegur ná- ungi, mjög margmáll og lét sjúkl inginn stara í spegil, sem hann hafði á enninu. Einnig hann framkvæmdi Wassermann-próf- ið. Að því búnu fullvissaði hann okkur um það, að hver svo sem væri orsök þessarar veilu í aug- um Mikaels, þá ætti hún ekk- ert skylt við kynsjúkdóma. Dr. Pastor, sem við fórum næst til var harðneskjulegur og andlit hans minnti á bolabít. Dr. Manz var ungur og viðkvæm ur út hófi fram. Hann hafði fjn- gerða húð, sem var gjarnt til að roðna. Hann gerði sér á- kaflega títt um sjúklinga sína og tók þegar í stað miklu ást- fóstri við Mikael. En Mikael kunni þessum rannsóknum illa og tók fjarri að hann vildi gera meira af slíku. Föstudaginn á fyrstu viku jan- úarmánaðar fórum við til Frank furt til að leita ráða hjá dr. Lanz hof, sem mér hafði verið bent á sem snjallan mann í sinni grein. Hann var gamaldags mað ur með ferkantað andlit, blá- eygður og hendurnar sérkenni- lega litlar. Þetta var roskinn maður, tilgerðarlaus í tali og hættir hans hentu til, að hann hefði verið liðsforingi fyrr á árum. Mér þótti fremur kynlegt, að móttökust'ofa hans minnti frekast á bókasafn. Bókaskápar þökktu veggina milli gólfs og loft, og meðal sígildra verka heimsbókmenntanna uppgötv- aði ég þar ýmsar bækur, sem höfðu verið bannaðar og brennd- ar fyrir alllöngu síðan. Ég vissi vel, að f jöldi' fólks las þessar foækur af mikilli áfergju, en að- eins með m-ikilli leynd. Það var eins og dr. Lanzhof vildi auglýsa það, að hann væri óttalaus mað- ur og þyrði að bjóða nazistun- um birginn, með því hafa þess- ar bækur svona opinskátt. til sýnis. — Við skulum spjalla ofurlít- ið saman, áður en ég rannsaka augun, sagði hann við Mikael. — Mamma bíður róleg á meðan og les í bók, er það ekki? Hvað vilduð þér fá til að lesa? Ég tók Töfrafjallið eftir Thom as Mann ofan úr hillu og sett- ist út í horn herbergisins. Ég fletti blöðum bókarinnar og gegnum skrjáfið í blöðunum heyrði ég brot úr samræðu lækn isins og Mdkaels. — . . . já, þetta getur verið mjög óþægilegt, eins og þér, sem eruð læknanemi, auðvitað vit- ið . . . — ... alls enginn sársauki, herra læknir, en þetta háir mér mjög við námið . . . — . . . höfuðverkur öðru- hvoru, — nei? — . . . ég get sagt yður, að þér verðið að temja yður tals- verða þolinmæði, Tillmann þol- inmæði og hvíld og meiri þol- inmæði . . . — . . . en annað háskólamiss- erið mitt hefst í næstu viku,. herra leyndarráð. Haldið þér ekki, að ég geti að minnsta kosti hlýtt á fyrirlestra? . . . Nú fann ég baflann, sem ég hafði verið að leita að og sökkti mér niður í að lesa hann. — Jæja, við skulum nú at- huga þetta ofurlítið nánar, sagði prófessorinn og reis úr sæti sínu við skrifborðið. Ég reis einnig á fætur með bókina milli handa minna. — Nei, þér ætt- nð heldur að halda kyrru fyrir hér. Mér geðjast ekki að hafa mömmur í pyndingarklefanum mínum, sagði hann kumpánlega. Hann opnaði dyrnar inn í næstá herbergi. — Þér getið verið ó- hræddar um hann- í höndunum á mér. Ég meiði hann ekki — mikið. Læknirinn lokaði dyrun- BB NVJA BIO S 1 1 1 t S GAMLA BlÖ SS Vordagai víi Kleftafjöll BAMBI Springtime in the Rockies) Ðans og söngvamynd í eðli- legum litum. Litskreytt teiknimynd gerS Aðalhlutverk: Betty Grable af sniDingnum John Payne Carmen Miaranda Cesar Romero Harry James og WALT DISNEY hljómsveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. um á eftir þeim. Tíminn snigl- aðist áfram. I herberginu var samskonar klukka og verið hafði á heimili fína afa og fínu ömmu Eftir stundarkorn ræskti klukk- an sig og sló því næst. Síminn á borði læknisins hringdi nokkr um sinnum og hætti síðan. Gamla hjúkrunarkonan, sem hafði skrifað kort Mikaels, gekk um herbergið og hvarf inn um dyrnar, sem læknirinn hafði lok- að á eftir sér og Mikael. í langa hríð gerðist ekkert. Ég tók upp Töfrafjallið og reyndi að lesa en gat ekki fest athyglina við lesturinn. Svo opnuðust dyrnar og læknirinn kom aftur inn í herfoergið. —< Taktu ekki frá augunum strax, hvíldu þig í nokkrar mínútur, kallaði hann til Mikaels, lokaði síðan dyrun- um og settist við skrifborðið. Hann tók upp kortið og hand- lék það fjarhuga, áður en hann sneri hverfistólnum í áttina til mín. — Viljið þér, að ég leyní yður sannleikanum eða segi yð- ur eins og er? sagði hann. — Sannleikann. Þess vegna kom ég, sagði ég og hélt niðri i í mér andanum. íy/zna GBT TH!5/ A FOUR-STAR PERFORMANJCE BY 7HE LOOK OF THE CROWD/ MUST BE A VI5ITIWG BRASS-HAT/ MEBAL Bh&mmuik EFTIR PED-ERSEN-SEJERBO Við megum vissulega eiga von á því, að þetta verði svo sem engin skemmtiferð, þegar allt kemur til alls. — En hið góða getur þó enginn frá okkur tekið. — Satt er það. Þannig er líka bezt að líta á málið. Eftir nokkurra klukkustunda hvíld héldu þeir félagar' ferð sinni áfram. Fjórir dagar voru liðnir frá því að þeir lögðu af stað. Leið þeirra hafði til þessa legið gegnum skóglendi. Þeir höfðu haft suðaustur fyrir, aðalstefnu. En smám saman miðuðu Talvoarnir för sína meira ög meira við suður. Gróður var mikill til beggja handa. — Þetta eru eins konar grastré, svaraði Wilson ein- hverju sinni, er Hjálmar lét í ljós undrun sína yfir umhverf- inu. — Þau eru algeng í sumum héruðum Ástralíu. Við virðumst nú vera komnir í eitt þessara héraða. Um kvöldið sáu þeir skóg, er. minnti þá mjög á skóginn úti við hafið. Og þegar þeir komu að skógi þessum næsta dag, gengu þeih brátt úr skugga um það, að þar rarin á eftir kjarrinu. Hér var mjög fagurt umhverfis og landið auðsýnilega frjósamt mjög, eri aftur á móti var mjög ógreitt að ferðast um, sér í lagi þó fyrir þá, sem höfðu allmikinn farangur að bera. Þeir félagar urðu oft að á, og þeim miðaði mjög seint áfram næstu fimm dægur. Áin rann í *sveig til austurs, og með því að fylgja henni hlutu þeir að komast langt inn í landið. Landslagið breytti þó brátt um svip. Gróðurinn var minni og gat nú aðeins að líta í smábeltum á báðum bökkum fljótsins. Skammt í burtu varð skógurinn svo að einstök- YNDA’ AA6A ÖRN: „Sjáið bara til! Það eru unigu stúlkuxnar, sem. draga strákana til sír> — og þá er ekki að sökum að spyrja fyrir okkur.1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.