Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 5
Fösfudagur 14. april 1944. n; !*Tmmf * DJO Um sölu aðgöngumiða að kvikmyndahúsunum — Þröng og bifreiðabvarg — Samtal við 9 ára dreng — Gott skyr og slæmt skyr. AHORFANDI“' skrifar mér um kvikmyndahúsin, a'ð- göngumiðasöluna og þröngina við dyrnar á kvikmyndahúsunum: „Er alveg ómögulegt að taka upp ein- hvern nýjan sið um sölu aðgöngu- miða að kvikmyndahúsunum? Mér finnst að ástandið í þessum efnum sé alveg óþolandi. Þetta á ekki sérstaklega við um eitt kvikmynda- hús heldur öll.“ „UM PÁSKANA var þetta sér- sstaklega áberandi. í Gamla bíó var sýnd ákaflega vinsæl mynd, „Bambi“ eftir Walt Disney og þar var þröngin því langsamlega mest. Ég gekk fram hjá kvikmyndahús- tnu klukkan 8.30 um morguninn á annan í páskum og þá var lestin komin alla leið að gluggum Jóns Bjiömssonar & Co. Nokkru síðar, -eða hálftíma áður en sala aðgöngu- miða átti að hefjast, var lestin komin niður í Bankastræti." „ÞAKNA GEKK á ýmsu. Þrír lögregluþjónar voru þama en réðu ekki við neitt. Kaðall var strengd- ur meðfram margfaldri röðinni til þesis að reyna að halda uppi reglu, ■en það tókst misjafnlega og e:n- hver dóni gerði sór lítið fyrir og skar á kaðalinn. Við þetta k > nst ■enn meiri ringulreið á allt.“ „VIÐ NÝJA BÍÓ var þröngin að vísu ekki alveg eins mikil, en þó alveg nóg og meira en það. Um klukkan 11, eða um sama leyti og sala aðgöngumiðanna hófst, voru þeir öftustu í lestinni við sýning- arglugga Árna B. Björnssonar. J>ama er þó heldur betri aðstaða en við Gamla Bíó, það er að eegja, ef lestin nær þá ekki alveg að BSR.“ „MÉR FINNST að stór hætta sé samfara þrönginni við Gamla Bíó. Þegar bifreiðar komá niður Lauga- veg og sveigja inn í Ingólfsstræti, koma þær í miklum boga og fara ósjaldan alveg upp á gangstéttina við Jón Bjömsson & Co. Hins vegar nær þröngin stundum út á aðalgötuna og auk þessa er v a 5 altítt að bifreiðar standa við Fé- lagsprentsmiðjuna og auka stcir kostlega á þrengslin.“ „SÍÐASTLIÐINN þriðjudag gekk ég niður Hverfisgötu. Við hlið mér gekk lítill drengur og hélt á að- göngumiðum í hendinni. Ég spurði hann, hvenær hann hefði farið niður eftir til þess að ná sér í miða. ,,Ég fór klukkan hálf átta,“ var svarið. „En ég var fyrstur og varð því afgreiddur íyrstur," bætti hann við. Þarna hafði hann því staðið í kulda og roki í rúmlega þrjá og hálfan tíma.“ „ÉG VEIT EKKI hvort kvik- myndahúsin geta tekið upp aðra og heppilegri aðferð með þessa að- göngumiðasölu. En ég yil spyrja- Geta þau ekki byrjað aðgöngu- miðasölu strax klukkan 8 á morgn- ana? Ég býst við, að ýmsir muni segja sem svo, að þá myndi íó!k bara koma klukkan 6 á morgnana, en ég efast um að þetta sé rétt. — Það er eðlilegt, að fólk vi.lji sjá kvikmyndir — og það er sjálfsagt að gera því það eins létt og mögu- lcgt er. En þetta ástancl, sem ég hef nú lýst er alveg ómöguiegt." HÚSMÓÐIR SKRIFAR mér um skyr. Hún segir: „Hvemig stendur á því, að Borgarfjarðarskyrið er margfalt betra en anmað skyr, sem selt er hér í bænum? Það er nú komið svo, að ef við fáum ekki Borgarfj arðarskyr þá kaupum við alls ekki skyr, því að svo oft höf- um við verið sviknar á öðru skyri. Þetta er mjög slæmt því að Borg- arfjarðarskyrið fullnægir ekki markaðinum — og skyr verðum við að fá, því að það er holl og góð fæða.“ „ÉG ER EKKI að skrifa þér þetta, Hanoes minn, vegna þess að ég sé með undirróður fyrir Borg- arfjarðarskyrinu, því að engra hagsmuna hef ég að gæta í fram- leiðslu skyrs, en þétta mál er all- mikið rætt meðal húsmæðra — og þú ert okkar athvarf í fjölda mörg- um greinum — og ef þú gætir komið því til leiðar, að þeir, sem framleiða skyr fyrir Reykjavíkur- markaðinn athuguðu, hvað er' að framleiðslu þeirra, þá eignast þú enn meira af ást okkar og aðdáun." ÞAÐ VILDI ÉG GJARNA — dg vona ég nú að skyrið batni sem allra fyrst. Hannes á horninu. Ég vil hérmeð þakka Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þann mikla vinar og virðingarvott sem það sýndi mér með þeim höfðinglegu gjöfum, sem formaður Sanm- bandsins, Guðmundur Þorbjarnason Stóra-Hofi, afhenti/ mér 4. þ. m. Guðríður Eiríksdóttir frá Þjórsártúni. Orðsending til afgreiáslumanna Alþýðublaðsins úti á landi. Vinsamlegast gjörið sem fyrst skil fyrir 1. árs- fjórðung blaðsins. Alþýðublaðið. - Slml 4900 Hershöfðinginn og fallni óvinurinn. Á mynd þessari sést Douglas Mac Arthur hershöfðingi (til vinstri) virða fallinn Japana fyrir sér. Myndin var tekin, er hersshöfðinginn heimsótti hersveitir sínar, sem þá fyrir skömmu höfðu ráðizt til landgöngu á Los Negros- ej'juna í Kyrrahafi. Inflúeuza og varnir geqn henni A FJÓRÐA ÁRI heimsstyrj- aldarinnar fyrri, geisaði inflúenza um heiminn. Einn af hverjum fimm íbúum veraldar þjáðist af hennar völdum, og tuttugu og ein milljón manna lét lífið. Enginn vissi, hvað þetta var né hvaðan það kom eða hvernig Nú, á fjórða ári heimsstyrj- aldar þeirrar, sem nú er háð, hefir nýr inflúenzufaraldur geisað u<m Stóra-Bretland og Bandaríkin. Að þessu sinni hefir hún þó verið • næsta væg. Því fer alls fjairi, að hún hafi látið eftir sig mikinn val og ferleg- an. En mun hún fyrr en síðar taka á sig sama ægisvip og árið 1918? Eða hefir ei^thvert vopn gegn. inflúenzu verið fundið upp síðustu tuttugu og fimm árin? Hvað höfum við mennirn- ir lært í þessum efnum með ramnsóknum okkar síðasta ald- arfjórðunig? Vísindamönnum er nú um það kuranugt, að inflúenza er margir sjúkdómar, en ekki einn sérstakur sjúkdómur. Tvær teg- undir — A og B — hafa verið uppgötvaðar og rannsakaðar. Hinir hlutar sjúkdómsins eru enn vísindamönraum huldir. Vísindamenn hafa komizt að raun um, að inflúenza er sjúk- dómur, sem stafar af sýklum. Þeir hafa einnig fundið upp bólusetningarefni, sem tengir þessa sjúkdóma saman, en það getur þó ekki, að minnsta kcsti enn, komið almenningi að not- um. Rannsóknir ‘hafa vísað þeirri bábilju á bug, að inflúenza sé sjúkdómur, sem geti dregið menn til dauða. Ekkert dauðs- fall hefir til komið af völdum inflúenzu einraar eftir því, sem bezt er vitað. Ilið mikla mannfall árið 1918 orsakaðist af lungnabólgu og öðrum slíkum sjúkdómum, er báru sjúklinga þá, sem þegar höfðu veikzt af inflúenzu, ofur- liði. Eftir það hafa mjög örugg lyf verið fundin upp gegn lungnabólgu. Eftir að lungna- bólgan 'hefir verið sigruð að svo miklum mun er inflúenzan aðeins óþægilegur en engan veginn lífshættulegur sjúk- dómur. Það gætir mikils misskilnr ,i«gs..„ag, hipdwryitna, varðándi OREIN ÞESSI, sem f jallar um inflúenzu og varnir | gegn ihdnni, ,er eftjr Lois Mattox Miller og þýdd úr tímaritinu Reader’s Djgest. Upplýsir höfundurinn, að in- flúenza sé ekki lífshættulegur sjúkdómur ein sér, en hins vegar fylgi oft hættulegir sjúkdómar svo sem lungna- bólga í kjölfar hennar. Ýmsar vamir hafa verjð fundnar upp gegn inflúenzunni, en þó fer því fjarri, að enn hafi verið sigrazt á sjúkdómi þessum. inflúenzu. Fólki á Bretlandi var til dæmis gert aðvart um það í desembermánuði síðast- liðnum, að vægur inflúenzufar- aldur myndi ganga yfir. — Jafnframt var þess getið, að fólki myndu tilkynntar varúðar- ráðstafanir.ef skæðari faraldur myndi fylgja í kjölfar hins. En sannleikurinn er sá, að vísinda- mönnunum hefir til þessa reynzt ógerlegt að uppgötva skyldleika og samband þeirra tveggja tegunda inflúenzu, sem þeir þekkja. Enginn maður sýkist af inflúenzu sömu tegundar, nema að minnsta kosti sex vikur líði á milli. En maður getur orðið heill af annarri tegund inflúenzu og sýkzt af hinni á örskömmum tíma. Sú skoðun, að inflúenza gangi á tuttugu og fimm ára millibili, en það myndi þýða, að hættulegur inflúenzufar- aldur væri nú í vændum, er f jar stæða samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvaldanna. Inflú- enza geisar engan veginn á vissu millibili. Það er einnig fjarstæða, að inflúenzufarald- ur fylgi í kjölfar allra styrj- alda. Það er engin lækning til við inflúenzu. Engin læknisaðgerð læknar sjúkdóma, er stafa frá sýklum. Hressingarlyf eins og aspirin lækka raunar sótthita og gera líðan inflúenzusjúklings- ins bærilegri, en þau stytta ekki sjúkdómstímann um svo mikið sem eina klukkustund. Sjúklingurinn kemst til heilsu á sama tíma, þótt hann hafi engra hressingarlyfja neytt. En sérhver sá, er veikist af inflú- enzu, skyldi leita læknis. Hlut- verk læknisins verður þó ekki það að lina þjáningar sjúklings- ins, heldur að fylgjast með því, hvort hann veikist af lungna- bólgu. Það er eins örðugt að segja fyrir um inflúenzufaraldur nú og árið 1918. Sjúkdómurinn er landlægur, það er að segja, hans gætir aUtaf öðru hverju. Síðustu tíu árin hafa inflúenzu- faraldrar gengið yfir á Bret- landi með tveggja ári millibili. Þó hefir ekki verið um skæða faraldra að ræða fá því árið 1918. Þó er vitað um, að annar jafnvel enn skæðari faraldur geisaði árið 1890. Sjúkdómseinkennin ávallt hin sömu hjá öllum þeim, er veikjast af inflúenzu. Þeir fá háan hita og þjást af verkjum og þrautum í öllum vöðvum líkamans. Flestir erp þeir haldn- ir Veikinni um vikutíma. Eng- inn læknir getur sagt sjúklingnr um, hvaða tegund af inflúenzu hann er haldinn, enda má með sanni segja, að það skipti minnstu máli. Varúðarráðstafanir gegn in- flúenzu eru taldar koma að litlu gaigni. Veikin leggst þungt á suma, en aðrir verða aðeints lítillega lasnir áf hennar völd- um, án þess að unnt sé að skil- greina,, hvað því veldur. Margt fólk er haldið inflúenzusýklum, án þess að það geri sér þess raökkra grein. Maður, sem gerir sér allt far um að forðast þá, sem veikir eru af inflúenzu, Igetur eigi að síður smitazt af einhverjum, sem virðist vera við beztu heilsu. Sú er löngum raunin um sjúkdóma, er stafa af sýklum. Vísindamönnum hefir reynzt örðugt að gera tilraunir með inflúenzusjúklinga, því að h.xn er allra sjúkdóma duttlungar- fyllst og óútreiknanlegust. En þó getur fólk fylgzt nokkuð með inflúenzu, ef það gerir sér allt far um það, þótt örðugt sé að verjast berarai. Hættutíma- bil af völdum inflúenzu nær yfir tólf til fjörutíu og átta kluklcustundir, og hafi þeir, sem Frh, á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.