Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 7
7 Næturlæknir er í Læknavarð- SÍofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki Næturakstur annast Litla-bíla- sstöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukeiinsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Harmóníkulög. tO.OO Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Bör Börs- son“ efíir Johan Falkberget, XIV (Helgi Hjörvar). ttl.OO Strokkvartett útvarpsins: Kvartett í Es-dúr eftir Schubert. 21.15 Fræðsluerindi S. í. S.: Um handknattleik (Finnbogi Guðmundsson stud. mag.). 2Í.45 Hljóníplötur: Göngulög. *1.55 Fréttir. 12.00 Symfóníutónleikar (plötur): Syfmónía eftir William Waltotn. Samtíðin, 3. hefti þessa árgangs, er ný- komin. Efni er m. a. þetta: Sjötta akilningarvitið, Viðhorf dagsins frá sjónarmiði blaðamanns, eftir Ben. S. Gröndal, Nordahl Grieg — kveðja, eftir Bjartmar Stein, Árið 1944 lcallar á menningar- verðmæti, eftir Sigurð Skúlason, Karl og kona, saga, Úr dagbók Högna Jónmundar, eftir Hans Klaufa, „Að fornu skal hyggja, ef „ .. “ og margt fleira. r ■■■. zi ^ ENDIHERRA Breta í An- O kara hefir mótmælt því við tyrknesku stjórnina, að Tyrkir flytji króm-málm til Þýzkalands. Ekki er enn vitað, hverjar undirtektir þessi mála- leitan hefir fengið. Jarðarför móður okkar, IViargrétar Jónsdéttyr frá Eyvindarmúla, fer fram frá Fríkirkjunni í dag og hefst með húskveðju frá heimili hennar, Bragagötu 34 B kl. ltú. Athöfninni í kirkjunni verður útvarþað. Þórunn Guðlaugsdóttir. Steinunn Guðlaugsdóttir. Jón Guðlaugsson. DAG verður borin til grafar hér í Reykjavík Margrét Jónsdóttir Bragagötu 34. Hún var fædd að Eyvindarmúla í Fljótshlíð 22. okt. 1862 og voru foreldrar hennar Jón Þórðar- son alþm. og kona hans Stein- unn Auðunsdóttir, sem þá bjuggu á Eyvindarmúla. Jón Þórðarson var þekktur gáfumað ur og höfðu forfeður hans búið á Eyvindarmúla langt fram, en Steinunn kona hans var ein af hinum mörgu og kynsælu dætr- um séra Auðuns á Stóruvöllum á Landi. Margrét ólst upp hjá foreldr- um sínum og mun hún aðéins hafa notið þeirrar kennslu sem þá var siður að börn nytu undir fermingu, en á æskuheimili hennar var mikið lesið og bók- leg fræði höfð í hávegum, og er ekki að efa að það hefir átt mikinn þátt í að móta hugsunar- hátt hennar. Eftir að Jón Þórðarson lét af búskap var það hlutskipti Mar- grétar um skeið að annast um hann. En árið 1900 giftist hún Guðlaugi Runólfssyni og byrj- uðu þau búskap að Úthlíð í Biskupstungum, en fluttu síð- ar út í Ölfus og bjuggu að Þurá til ársins 1921 er þau fluttu hingað til bæjarins. Börn eignuðust þau þrjú Jón, Steinunni og Þórunni, öll hin mannvænlegustu og starfandi hér í bænum. Á hinu kyrrláta heimili þeirra hefir nú orðið skammt á milli stórra tíðinda, því Guðlaugur dó 15. október s. 1. eftir langa og þunga legu, en Margrét dó 3. þ. m. Guðlaugur Runólfsson var fæddur 12. ágúst 1873, og var hann Skaftfellingur að ætt. Hann var hinn mesti starfsmað- ur til vinnu, trúmennsku og ár- vekni einkenndi öll störf hans, hvort sem hann vann að eigin búskap eða í þjónustu annarra, eftir að hingað kom. Hann var góðlyndur maður ræðinn og greindur vel, og þrátt fyrir ár- vekni sína við dagleg störf gaf hann sér jafnan tíma til að fylgj ast með dægurmálum dagsins, og mótaði sér þar ákveðnar skoð anir, enda hafði hann góðan skilning á nauðsyn félagslegra sámtaka. Margrét var greind kona og las jafnan mikið og fylgdist með því sem gerðist allt til hins síð- asta, hún var minnug vel.á marg an gamlan fróðleik um hætti fólks á fyrri tímum, og var gam. an að ræða við hana um þá hluti. En allt slíkt var þó aðeins hjáverk hjá aðalstarfi hennar húsmóður og móðurstarfinu, sem hún rækti með prýði með- an kraftarnir leyfðu. En þessi örþreyttu hjón fengu líka á- vexti af foreldrastarfi sínu í um hyggju barnanna þegar kraftarn ir þrutu, og varð það einkum hlutskipti Þórunnar að annast þau í löngum og ströngum veik- indum, með því þreki og þeirri árverkni sem kærleikurinn einn getur í té látið. , Straumur tímans líður áfram hægt, en ákveðið og markvíst. Og þó það séu stór tíðindi á einu heimili að hjónin sem þar hafa lengi ráðið húsum, burtkall ast með stuttu millibili, þá er það daglegur viðburður og mark ar ekkert svar á alfaraleið. En jafnvel fullorðin börn sem í alla staði eru fær um að sjá sér borgið finna til sárs saknað- ar við slíkan atburð. Það hefir orðið breyting á lífi þeirra, það hefir fokið í bezfá skjólið sem lífið hefir að bjóða, þau eiga ekki foreldra á lífi. Þannig hygg ég að flestum verði að hugsa er þeir fylgja móður sinni síðustu sporin. B. Kr. Gjafir iil Slysavarna- Maöurinn minn, íaöir og tengdafaðir, séra Jón Ársíasssi fyrv. prestur á Bíldudal andaðist að kveldi 12. þ. m. Jóhanna Pálsdóttir, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför móður minnar. Sigriéar Jónsdéttyr frá Fáskrúðarbakka. Fyrir hönd okkar systkinna og annara vandamanna, Guðbjörg Hallvarðsdóttir. félagsins. Frh. af 2. síðu Benediktsson og Guðríður Jónsdóttir, til minningar um Jón Gunnar. Bjömson, er fórst með b/v. ,,Sviði“. Gefið í til- efni af 20 ára afmæli Jóns Gunnars 1000,00. Frá: Sigur- laugu Jónsdóttur, Brekkustíg 7 kr. 5, I. K. 10, Þórumni Jóns- dóttur 20, A. B. 30, N. N. 35, B. P. 20, Silló 10, Gamalli konu 20, Helgu Jóhannsdóttur, Tjam arg. 25 50, Þingbúa 25, G. S. G. 25. BANDARÍKJAMENN og Bretar hafa fcorið fram fyrirspurn i Madrid viðvíkj- andi því, að Spánverjar hafa lagt hald á olíubirgðir í Mar- okkó-nýlendu Spánverja, sem vom eign clíufélagsins Shell. Hreinsu fermlngarkjéla Laugavcgi 7 3000 norskir sjémenn Frh. af 3. sí&u. ann þess, að norskt skip ætti metið í benzínflutningum til Bretlands, en það hefði til þessa flutt samtals 300 000 smálestir af flugvélabenzíni. Ráðherrann nefndi einnig hina hetjulegu baráttu Norð- manaia heima fyrir, sem aldrei hefðu látið bugazt á hverju sem gekk. (Frá norska blaðafulltrúanum). Frh. af 3. síðu. all-langt frá Budapest. Þar eru settar saman Messersehmitt- flugvélar. Einnig var varpað sprengjum á járnbrautarmann- virki í úthverfum borgarinnar. Þýzka útvarpið segir, að skæð- ar loftorustur hafi verið háðar. Ofbreiðið AiþýðubfaðiS. WWWWWW»Í Mynd þessi, sem er tekin á geymslusvæði einhvers staðar á Englandi, sýnir fjölda skrið- dreka af Sherman-gerð, svo og tæki, sem ætluð eru til þess að granda skriðdxekum (tank destroyer). Fylgir það myndinni, sem send var hingað frá New York, að þetta væri a'ðeins lítið dæmi um hinn feikilega innrásarundirbúning, sem nú á sér stað á Englandi. Sögufélagið Árbækur Sögufélagsins fyrir áfið 1943 eru komnar út Bækurnar eru að þessu sinni: Landsyfirréttardómar 8 arkir. Galdur og galdramál á ís- landi, 5 arkir. Blanda, 7 arkir. Slcýrsla félagsstjórnar, 2V4 örk. Auk þess fylgir með þessum árgangi ritið Læknar á íslandi, sem er hið merkasta rit, vandað svo sem kostur er á. Ritið er 512 blað- síður, prentað með smáu letri, og er þar meðal annars mynd af öllum íslenzkum læknum, fyrr og síðar. Félagsgjaldið fyrir árið 1943 er samkvæmt samþykkt félagsstjórnar 21 króna. Félagsmenn eru vinsam- lega beðnir að vitja bókanna í skrifstofu ísafoldarprent- smiðju, Þingholtsistræti 5. ísafoldarprentsmiðja. Stúlka óskast til • léttra ) ' ■ ■ ■■■•■ ■'■:■■ ■ ' ■" ! húsverka. 'í / Sérherbergi (stór stofa) UppL í síma 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.