Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 4
'4 KirTPUBUPIÐ Föstudagur 14. apríl 1144, % Benedikt S. Gröndal: Islenzk skip i ornstn á Atlantshafl. Kitstjóri: Stéfán Pétnrsaon. aímar ritstjórnar: 4901 og 4902. Ritstlórn og afgreiösla 1 Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Utgefandl: Alþýðuflokkurinn. fBimnr afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Eftir fiDim vikctr. ÞAÐ eru ekki nema rúmar fimm vikur þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan um sambandsslitin við Danmörku og um stofnun lýðveldis á ís- landi á að fara fram. Þess ,er að vænta, að allir geri 6ér ljóst, hvað á þessari atkvæða greiðslu veltur, þó að harðar deilur hafi staðið um sambands- slitin síðastliðið ár. Þær hafa fekki staðið um aðalatriðið hvort skilja skuli við Danmöriku: Um það hafa hér um bil allir íslend- ingar verið sammála síðan 1918. Deilurnar voru aðeins um það, ihvort skilnaðurinn skyldi fram kvæmdur á löglegan eða ólög- legan hátt. Það var þessi ágrein ingur, sem skipti þjóðinni í lög- skilnaðarmenn og hraðskilnaðar menn. Hitt skipti minna máli, hvort fresta Skyldi skilnaðinum til stríðsloka eða ekki, þó að lögskilnaðarmenn hölluðust (helzt að því. Um þá ósk þeirra náðist ekki samkomulag. En samkomulag var í þessu örlaga- ríka máli fyrir öllu öðru; því að bæði út á við og inn á við var engin viðunandi lausn sjálf- stæðismálsins hugsanleg önnur en sú, að þjóðin stæði nokkurn veginn sameinuð um það, sem gert yrði. Sú sameining náðist með sam komulagi milli lögskilnaðar- manna og hraðskilnaðarmanna á þeim grundvelli, að skilnað- urinn skyldi að vísu framkvæmd ur á þessu ári, — en ekki fyrr en eftir 20. maí, þegar þrjú ár eru liðin frá því, að alþingi boð- aði sambandsslit og uppsagnar- ákvæðum sambandslagasáttmál- ans er þar af leiðandi fullnægt að því er sjálfan tíma sambands slitanna snertir. Að svo miklu leyti hefir stefna lögskilnaðar- manna sigrað í deilunni um sambandsslitin, þó að þeir féllu frá þeirri ósk sinni, að þeim yrði frestað þar til í stríðslok. Og eftir er þá aðeins eitt til þess, að skilnaðurinn verði full- kominn lögskilnaður: Þjóðarat- kvæðagreiðslan, sem á að fara fram eftir fimm vikur, verður að leiða það í ljós, að þrír fjórðu hlutar allra kjósenda landsins hafi greitt atkvæði og þrír fjórðu hlutar allra greiddra at- kvæða séu sambandsslitunum fylgjandi, — þá er bæði upp- sagnarákvæðum sambandssátt- málans fullnægt út í yztu æsar og öl-lum umheiminum sýnt, að það er ákveðinn vilji íslenzku þjóðarinnar, að vera framvegis fullkomlega sjálfstæð þjóð. Það er þessi tilskilda þátt- taka í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um skilnaðinn, sem við verðum að fá, og þessi tilskildi meiri hluti allra greiddra at- kv. til þess, að skilnðaurinn við aðarmenn sjálfir fylki liði til Danmörku verði fullkominn lög skilnaður; og það veltur ekki hvað minnzt á þvi, að lögskiln- aðarmenn sjálfir fylkf liði til þess, að jákvæð þátttaka í þjóð aratkvæðagreiðslunni verði sem allra mest. Eftir að sómasamlegt sam- komulag hefir náðst um lausn skilnaðarmálsins á löglegum grundvelli, má enginn liggja á F* *h. & & síöií, ISLENZK SKIP hafa frá því orrustan um Atlantshafið hófst, siglt milli landa og mörg farið hinar ævintýralegustu f'erðir. Sum hafa fallið fyrir tundurskeytum eða flugvéla- spengjum möndulvíkinganna, en önnur hafa sloppið í gegnum hinar hrikalegustu viðureignir milli kafbáta Þjóðverja og varn- arskipa og flugvéla Banda- manna. Allt síðastliðið sumax' höfðu Bandamenn greinilega yfirhönd- ina í orustunni á hafinu, og létu kafbátarnir þá um langt skeiö lítið sem ekkert á sér bæra. Seinni hluta septembermánaðar í haust sem leið komu þeir sl>ur fram á vígvöllinn og hófu árásir að nýju með auknum krofti og mörgum nýjum vopnum. Fyrstu árásirnar voru gerðar á tvær stórár skipalestir, sem voru á leið vestur um haf til Bandaríkjanna og Kanada. í þessum skipalestum voru tvö ís- lenZk skip, og á öðru þeirra voru 29 farþegar á leið til Vest- urheims. íslenzku skipin kom- ust heilu og höldnu í höfn, enda þótt 10 og e! í'l vill 11 skipum hafi verið sökkt og um 200 sjó- monn farizt. Fyrstu dagar fcrðarinnar voru viðburðalitb'r og kafbátar létu ekki á ser bæra. En í dögun nokkru seinna var fyrsta c rasin gerð. Tvc Liberty skip urðu fyr- :r tunðurskeytum. og voru þau eigi fjarri öðru íslenzka skip- •inu. Annað brotnaði í tvennt við sprengmg ma og sókk á .skömmum tiraa, en hitt sökk hægt. Björgunarskip kom fljótt á vettvang og bjargaði raönnum þeim, sem af komust. Farþegamir á íslenzka skip- inu voru þegar í stað vaktir, klæddu sig og létu á sig björg- unarbelti. Tundurspillar vorp- uðu út djúpsprengjum, en ekki varð vart við kafbátana frekar þann dag. Eftir þetta fóru flest- ir farþeganna ekki úr fötunum í tíu daga og höfðu jafnan björg unabelti við hendina. Var sofið að mestu leyti í reyksal og borðsal skipsins, þegar ekki vbru vökunætur. Skipalestin sigldi áfram. bv.<ð sem fyrir kom, og eftir nokkra dlaga sameinaðist hún annarri lest og styrktist vamarmáttur þeirra mikið við það. Vom 18 varðskip með lestinni, þar af eitt flugvélamóðurskip. Álitið er, að um 15 þýzkir kafbátar ’hafi setið um skipalestir þessar, en varn- arskip Bandamanna héldu þeim í fjarlægð, þar til veðurp*1"* •’>' urðu þeim mjög í hag. Þá var það, sem flestum skipanna var sökkt. Meðal þeirra var Kanadiskur tundurspillir. Hann var skammt framan við annað íslenzka skip- ið, er hann varð fyrir tundur- skeyti og sprakk í loft upp á GREIN SÚ, sem hér birt- ist, er tekin úr Heims- kringlu fyrir nokkru, en þar er tekið fram að hún sé birt samkvæmt leyfi flotayfirvald anna í Washington. Hún er skrifuð af Benedikt Gröndal, fréttaritara Alþýðublaðsins, en hann fór vestur um haf síðla sumars og þá gerðust þeir atburðir er greinin f jall- ar um. augabragði Aðeins einn maður komst af, en alls voru á skipinu um 180 menn. Sprengingin, er tundurspillirinn sprakk, var hin mesta, sem íslenzku sjómenn- irnir, sem siglt hafa frá því orustan um Atlantshafið hófst, hafa nokkru sinni séð. Þetta var um miðja nótt, en þrátt fyrir kolsvart næturmyrkrið, mátti greinilega sjá svarta reyksúlu, þar sem skipið sökk. Það er mikið taugastríð að vera á skipi í skipalest, sem á- rás er gerð á. Skipalestin er svo stór, að lítill hluti þess, sem fram fer, sést frá hverju skipi, og venjulega vita menn ekkert hvað í raun og veru á sér stað. Sprengingar heyrast í fjarska, og það er ómögulegt að vita, hvort það er eitt af kaupskip- rnium, sem er að xarast, eða hvort kafbátur hefur orðið fyrir skotum. Það er ómögulegt að vita hvað tekur við, hvað verð- ur næst. Úlfurinn læðist á bráð- ina, og það er engrar undan- komu auðið, ef hann kemst í Skotfæri. Margir landkrabbar, sem fara með skipum gegnum orrustur, virðast alls ekki gera sér ljóst, hvað er á seyði. Aðrir verða af- aróstyrkir og þola taugastríðið illa. Sjómennirnir hafa mun betri hugmynd um alvöru þessa hildarleiks og hvað orðið getur, og þeir eru greinilega varkár- ari en farþegamir. Athyglisvert er það, að sjóveiki hvarf með öllu, er kafbátar gerðu vart við sig. Farþegar gera margt sér til dægrastyttingar á sjónum. Að þessu sinni var gefið út blað á skipinu, sem sumir köllaðu minnsta, og ósvífnasta blað, sem gefið hefir verið út á íslenzkri tun'gu. Þar var engum hlíft, sem hægt var að brosa að. Blaðið var vélritað á ferðavél, og var upplagið þrjú eintök. Ungur listamaður lagði til myndir af svipsterkum samtíðamönnum. Alger myrkvun er fyrirskipuð í öllum skipalestum og er henni framfylgt stranglegar en nokk- urs staðar annars staðar af eðli- legum ástæðum. Tvöfalt segl er Ungling vuntar í hverfi i VESTUBBÆNUM. HATT kaup Alþýðublaðið. — Sími 4900, innan við allar dyr, sem þarf að opna eftir myrkur, svo að engin skíma kemst út. Reykingar eru stranglega bannaðar úti, því að jafnvel sígarettur sjást langar leiðir. Það er ekkert eins dimmt og myrkvuð skipalest, og tekux það flesta 5—10 mínútur að venjast svo mýrkrinu, er þeir koma úr birtu, að þeir sjái nokkum hlut. Þegar tunglið og stjömumar hjálpa til, er hægt að sjá til næstu skipa, en þegar þokur leggjast yfir, sér ekki skips- lengd og hættan á samsiglingu er geysimikil. Þá flauta skipin í sífellu til að vara hvert við öðm. í árásunum á skipalestina, sem íslenzku skipin voru í, notuðu Þjóðverjar nvia tecnind tundurskeyta, svokölluð segul- mögnuð tundurskeyti. Banda- menn tilkynntu skömmu eftir árásirnar, að þeir hefðu þegar fundið gagnvopn gegn skeytum þessum. Enda þótt Þjóðverjum tjei'i.-i að sökkva 10 eða 11 skipum, komst meginþorri skipalestar- innar til hafnar í Kanada og Bandaríkjunum. Kafbátarnir sneru aftur búnir nýjum vopn- uim til árása, en Bandamenn áttu líka sitt af hverju í hand- arkrikanum, þótt þeir hafi ekki skýrt mikið frá því. íslenzku sjómennirnir, sem séð hafa Auglýsingar, sem birtast eiga I Alþýðublaðmu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) ffyrip kl. 7 aö kvöldl. ! Sími 4906. margar orrustur, fullyrða, að aldrei hafi varnarskipin verið eins kröftugt og árangursrík í vöm sinni. Nokkrum kafbátum var sökkt, en ekki hefir verið skýrt frá, hversu margir þeir voru. Tímaritið „Jörð“, 1. hefti þessa árgamgs er ný- komið. Efni þess er á þessa leið: Forsetinn, eftir ritstjórann, Kveðj- um konung með kurteisi, eftir rit- stjórann, Þjóðskipulag og stjórn- málaspilling, eftir Pétur Sigurðs- son, Isfirzk blaðamennska, eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Tónlistarlíf í Reykjavík á árinu 1943, Málkunningi dauðans, eftir Richenbacker, og fjölda margt annað til fróðleiks og skemmtun- ar. ( VIÐ „þurfum 100 nýja báta,“ segir Óskar Hall- dórsson í grein um endurnýjun skipastólsins í Morgunblaðinu í gær. En hvair á að byggja þá? Það er spurningin. Óskar Hall- dórsson skrifar: „Undanfarin ár hafa hér á landi verið smíðuð fiskiskip úr tré, álíka mikið og farizt hefir af fiskibátum úr því efni, á sama tíma. En verð þessacra nýju fiski- báta á hvergi sinm líka, eða 7— 15 þús. króna brúttósmálestin., Nýlega var hleypt af stokkununt: 16 smálesta báti. Hann kostaði, að sögn, 220 þús. kr., eða 30—40 þúsundum króna meira en allir 3 Hugannir — 60 smál. bátar kost- uðu fyrir nokkrum árum í Dam- mörku. -— Ein ár í herpinótabát kostar nú 100 krónur, smíðuð hér í skipasmíðastöðvum. Fyrir stríð kostuðu þessar árar 4—5 krónur hver í Noregi og 7—8 krónur í Veiðarfæraverzlun Ellingsens hér í bænum. Þess eru mörg dæmi hér nú, að kákviðgerðir á skipa- skrokkum kosta meira en nýr skipsskrokkurinn, þó það ætti að kaupa hann nýjan erlendis frá í dag. Hið sama má segja um véla- viðgerðir í fiskibátunum. Það eru ekki miklar 'viðgerðir hér á landi, sem kosta nú meira en vélin kostaði ný fyrir stríðið, hingað að- flutt. Þetta eru skilyrðin, sem ís- lenzk útgerð býr nú við.“ Þetta er ekki álitleg lýsing á skipasmíðaiðnaði okkar, eins og nú er komið verðlagi hans, enda brjóta nú margir heilann um það, hvernig úr eigi að bæta. Um það skrifar Óskar Halldórsson á öðrum stað í grein sinni: „Skipasmiðir hér hafa látið ýmsar greinar og samþykfctir frá sér fara í blöðunum, sem ég á erf- itt með að sætta mig við, eins og t. d. það, að smíða öll fiskiskip í landinu, verðjafna islenzk smíðuð skip og aðkeypt skip erlendis frá og margt fleira, sem auðsjáanlega mundi gera skipin dýrari. Þeir tala um háa tolla á innflutitu efni til skipasmíða. Það er rétt, en miargt ýkja þeir, sem ég vil ekki pexa um. Það, sem mér finrast að ætti að gera til þess að létta undir með fiSkiskipasmíði hér, og er sjálf- sagðuir hlutur, er að allt efni til skipasmíða sé tollfrjálst. Mundi því bezt fyrir komið með því að hafa á 4—5 stöðum á landinu birgðastöðvar með tolleftirliti fyr- ir efnið, sem skipasmíðastöðvam- ar gætu sótt til efni sitt alveg toll- frjáist, eða þá að endurgreiða þeim tollinn síðar af innfluttu efni. Síðan mætti styrkja skipa- smíði með 100—150 krónum á brúttó smálest í nýsmíðuðum fiskiskipum, en ekki einn eyri þar fram yfir. Það, sem umfram þetta væri, gerði skipin of dýr, enda á ekki að vernda þann iðnað alltof mikið, sem verður framleiðslunni um megn og eykur dýrtíðina." Það er mikið hæft í því. En eins og atvinnuvegum okkar er háttað, er það algeílega óvið- unandi til lengdar, að við séum ékki nokkurn veginn sjálf- bjarga um smíði minnd skipa og viðgerðir á þeim gömlú. * Kristinn E. Andrésson, bók- menntafræðingur Kommúnista- flokksins og fyrirhugaður yfir- ritskoðari, á miðaldavísu, ef hann fengi völd hér, bregður sér yfir í heimspólitíkina í pistli, sem hann skrifar í Þjóð- viljann í gær. Þar stendur: „Mér líður ekki úr miinini sú stund, er fregnin barst af þvf, að Tékkóslóvakía var svikin í hend- ur Hitlers. Sú fregn kom eins og hnífstunga í hjartað, er sviðið hef- ir undan æ síðan. Þann dag var tekið á móti Chamberlain sem friðarengli með blómvöndum og i. á 9. £B*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.