Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 6
 ‘ÍíV'I:* Fostudagur 14. -rm'fM apríí Komst stefnislaust í höfn. Nýlega kom þessi stefnislausi g'íski tundurspillir, „Adria“ til Alexandríu á Egiptalandi eftir að hafa farið þannig um 500 mílna leið norðan úr Eyjahafi. Þar rakst tundurspillirinn á tundurdufl, sem reif stefnið af honum. Þótti furðu gegna, að takast skyldi eftir það, að halda honum ofan sjávar svo langa leið. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. óstöðvandi húrrahrópum af yfir- stéttum Lundúnar, og hér á götum Keykj avíkur skein fögnuðurinn á andlitum borgaranna. Eða útlitið síðar, eftir að heimsstyrjöldin var skollin á, tímar Finnagaldursins, veturinin 1939—40, þegar svo hét, að Frakkland og England væru komin í stríð við JÞýzkaland, en herirnir skutu raunverulega ekki úr byssu, en auðvaldsdrottnarnir gerðu sínar ítrustu tilraunir til að fá : samkomulag við Hitler um sameiginlega árás á Sovétríkin, og Daladier og Chamberlain lögðu að Finnum að halda stríðinu áfram við Rússa og létu útbúa herfylki til að senda þeim til hjálpar og voru að fá Þjóðverja til að semja við sig um innrás í Svartahaf og Kaukasus. Óg svo qll passíusaga Evrópuþjóðanna síðan. Ekkert af þessu má gleymast neinum, sem skynja vill tímana fram undan.“ Já, Kristinn E. Andrésson hefir gott minni — á sumt. Hann man vel eftir því þegar Tékkóslóvakía var svikin í hendur Hitlers. En hvað kem- ur til, að hann skuli vera búinn að gleyma hinu, — þegar Pól- land var svikið í hendur Hitl- ers, og það var ekki álitið nema „smekksatriði“ í Moskva, hvort menn væru með eða móti nazismanum?! Effir fimm vikur. Frh. af 4. sí6u. liði sínu. Allir verða að mæta við þjóðaratkvæðagreiðsluna eftir fimm vikur, og segja já vjð þingsályktuninni um skiln- aðinn og stofnun lýðveldisins. Engar gamlar væringar um lausn málsins mega skyggja á það, sem er aðalatriði þess — að þjóðin er einhuga um að taka nú formlega og endanlega öll sín mál í eigin hendur. Náttúrulækningafélag íslands heldur fund í Góðtemplarahús- inu í kvöld kl. 8y2. Fundarefni: Skuggamyndir og upplestur. Nýj- um félögum verður veitt viðtaka á fundinum. Lífið herbergi (mætti vera í kjallara) óskasf handa einhleypum manni. Góð og róleg umgengni. Áreiðahleg og há leiga í boði Uppl. í síma 4900. Þ Náttúrulýsing Árnessýslu, fyrri hluti. Yfirlit og jarð- saga, eftir Guðmund Kjart ansson, Gróður Ámessýslu, eftir Steindór Steindórs- son. Útgefandi Árnesinga- félagið í Reykjavík, 1943. ETTA ER UPPHAF að Ár- . nesingasögu mikilli, sem Guðni Jónsson er ritstjóri að og verða skal þeim mun dýpra sótt en aðrar héraðssögur, sem á- leiðis eru komnar, að jörðin er grannskoðuð og grafin og kann að allt berg, sem eigi er of djúpt undir sjávarmáli. Guðmundur gerir frábærar myndir upp úr þeim rannsóknum, svo að bók- in er við hæfi öllum greinum al þýðulesendum. Opna eftir opnu veitir manni nýjar og nýjar sýnir yfir landið á fornum þró- unarstigum, nýjar og nýjar opinberanir. í Yfirliti er litið á megin- drætti landslags og legu ánna, Þjórsár, Hvítár, Brúarár og Sogs. Guðmundur telur megin- orsök að myndun Suðurlands- láglendis vera rof, — niðurrif jökla, vatna og sjávar á ístím- um. Rofsöflin hafa stefnt í þær áttir, sean árnar liggja, og gert þeim farvegi, svo að myndin af vatnakerfinu hjálpar manni að átta sig á landslagsdráttum á ísöld og síðar, þótt gos og hraun og ris hafi mörgum minni háttar svipbreytingum valdið. í Jarðsögu er fyrst rætt ýtar- lega um eldforna grágrýtið, sem undir láglendinu liggur, (Hreppamyndunin), þótt hulið sé það hrauni um Flóa, Skeið og Land og víðar og yngri gos- myndunum við öll fjöllin norð- vestan héraðsins. Grágrýti Súlnasvæðisins upp frá Hval- firði er einnig rætt. Hvergi skortir vatn, þar sem þetta vatnshelda berg er undir sverð- inum, mýrarnar hallfleyttar og auðræstar, sveitirnar, sem á þeim grunni byggðust, hinar vænlegustu. Löngu síðar í bók- inni (bls. 217—225, Þjórsár- hraun) segir af því ægilega hraunflóði, sem ofan með Þjórsá kom og huldi síðan lágsveitirn- ar mestar, braut undir sig birki skóga og græna velli. Fróðlegri mun ýmsum þykja næsti kafli, um yngra grágrýtið og landslagsmyndun fjalllendis Ámessýslu á jökultímum. Þá er þriðji kaflinn, sem heitir ís- aldarlok og byggist mjög á vísindastarfi höfundarins sjálfs, e. t. v. meir en nokkuð annað í bókinni. Þetta tímabil, sem hefst svo sem hundrað öldum fyrir la.ndnám. og stendur, unz landið var gróðri vafið allt til háfjalla, miklu betur gróið en nú, er sá vortími, sem hvert barn á ís- landi þyrfti að þekkja vel. Átt- hagafræði í skólum getur ekki hafizt með neinu frjcsamara viðfangsefni. Þessi kafli Árnes- ingasögu er þó vitanléga sam- inn fyrir fullorðna með stað- þekking og yfirlit það, sem inn- ; anhéraðsmenn og sæmilega : minnugri ferðamenn eiga að hafa. Fjórði meginkaflinn og síð- asti er um myndanir eftir ísö.ld, og fjallar hann mest um þessi efni: sjávarminjar, vatnamynd- anir, jarðeldamyndanir, Skjald- 'breið, Lambahraun, Selvogs- heiði og Heiðina há, nútíma- dyngjur á Kili, Þjórsárhraun, Grímsneshraun, Þingvalla- hraun, eldstöðvar og hraun á Suðurkjálkafjallgarði, nútíma- eldstöðvar við Hofsjökul, hvera myndanir og jarðvegsmyndun. % Um gróður héraðsins gerir Steindór stutta, glögga skýrslu og bendir á mismun gróðrar þar og í fjarlægum eða köldum landshlutum, svo sem Melrakka sléttu. Höf. stýðst við rannsókn- ir sínar á gróðri í Þjórsárdal og um áveitusvæði Flóans. Sagan af uppblæstri og græðingu, skógahnignun og beitarrýrð mun koma nánari með atvinnusögu héraðsins. Þessi glæsilega bók, sem að meginhlut er verk Guðmundar Kjartanssonar, sýnir öðrum hér aðsfélögum mikið verkefni og þarft. Áuk þess er í bókinni margháttaður rannsóknar- árangur, seín varðar jarðsögu landsins í heild og hefir ekki verið birtur fyrr. Jarðsaga þessi sýnir hagleik höfundar á ís- lenzkt mál. Frágangur er yfir- leitt prýðilegur á bókinni. B. S. Áheit á Strandarkirkju. Frá Snæfellingi kr. 100,00. Frh. af 5. síðu. heilbrigðir eru í fjölskyldu, þar sem inflúenza hefir komið upp, ekki smitazt að þrem dögum liðnum, eru miklar likur til þess, að þeir veikist ekki að því sinni. Bólusetningarefni það, sem fundið hefir verið upp gegn A og B inflúenzutegundunum, sem fyrr um getur, hafa borið þann árangur, að fimmtíu af hundr- aði þeirra, sem bólusettir hafa verið hafa ekki komizt hjá veikinni. Helmingur þeirra, sem bólusettir eru, hafa með öðrum orðum epgin not bólusetningar- innar. Annars ber þess að geta, að það er jafman örðugt að efna til almennra bólusetninga. Ef gera á sér vonir um, að bólusetn ingin beri tilætlaðan árangur, verður að ljúka henni nokkru áður en faraldurinn hefst, og enginn getur sagt fyrir um það, hvenær hann muni hefjast eða hvernig. Það mun því aldrei verða hægt að tryggja heil- brigði fólks með almennum bólusetningum. Mun árangursríkari er sú að- ferð, sem nokkrir rússneskir vísindamenn fundu upp árið 1940 í því skyni að sigrast á inflúenzu. Aðferð þeirra er sú, að blóðvatn er gert loftkennt og blásið inn í nef og háls einu sinni í viku hverri. Aðgerð þessi er laus við óþægindi, og reynslan hefir leitt í ljós, að hún ber árangur í níu tilfellum af hverjum tíu. Blóðvatn þetta er tekið ,úr hestum eða kanín- um sem hafa verið bólusett með inflúenzusýklum úr mönn- um. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu eru skepnur þessar ó- næmar fyrir inflúenzu, en mynda þó mótstöðu gegn henni. En því miður er blóðvatn þetta mun dýrara og erfiðara að afla þess en bóluefnisins. Meðan styrjöldin geisar er óger- legt að afla þess í svo ríkum mæli, sem með þarf, en ef til vill leiðir þesci uppgötvun til nýrra og árangursríkari upp- götvana síðar meir. • Meðan ekki er fundið öru^" ara lyf gegn inflúenzu en nú er, munu inflúenzufaraldrar efalaust ganga yfir eins og hingað til. Þeir munu orsaka ýktar hagskýrslulr og æsilega spádóma eins og raunin hefir löngum verið. Vísinaamennirn- ir halda þó, sem gefur að skilja, áfram tilraunum sínum og freista þess að uppgötva leynd- ardóma þessa hvimleiða sjúk- dóms. En spurningin, sem þeir hafa enn ekki getað gefið hið minnsta svar við er þessi: Hvar heldur inflúenzan sig milli þess, sem faraldrarnir geisa? Húsaleigan í Höföaborg. Villa slæddist irm í greinina í gær um húsaleigumálin. Húsa- leigan í Höfðaborg er samkvæmt endurmati yfirhúsaleigunefndar kr. 108,00 fyrir tveggja herbergja íbúðir og 81 krónur fyrir eins her- bergis íbúðir. G yðspekif éiaglfS Félagar Reykj avíkurstúkunnaf koma saman í kvöld. Hefst fun<J urinn kl. 8,30. Víglundur Möll- er talar um Tahra Bey. Gestir velkomnir«. ÁRMENNINGAR. Skíðaferðir § Jósefsdal verða á laugardag kl. 2 og kl. 8 og á sunnudagsmorg- un ld. 9. Farmiðar í HellaS5 Tjarnargötu 5. Skíðadeildin Skíðaferðir að Kolviðarhóli; Á laugardag kl. 8 e. h. Far- miðar seldir í ÍR-húsinu f kvöld kl. 7.30 til kl. 8.30. Einnig veðrur farið kl. 2 e. h. á laugardag ef næg þátttaka fæst. Á sunnudag verður farið kl. 9 f. h. Farmiðar seldir í verzl. Pfaff kl. 12—3: á laugardag. í. S. í. í. R. R,. Hnefaleikameistaramót íslands verður haldið um mánaða- mótin apríl—maí næstk. I Reykjavík. Keppt verður í 8 þyngdarflokkum. Öllum í- þróttamönnum innan í. S. í. er heimil þátttaka. — Kepp- endur skulu hafa gefið sig fram við stjórnir undirrit- aðra félaga eigi síðar en 23. apríl nk. íþróttafélag Reykjavíkur. Glímufélagið Ármann. í. S. í. í. R. R. Flokkaglíma Ármanns verður háð miðvikudaginn 26. apríl í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar. Keppt verður í þrem- ur þyngdarflokkum: 1. fl. yfir 85 kg. — 2. fl. 75—85 kg. 3. fl. undir 75 kg. Þrenn verðlaun verða veitt í hverj- um flokki. Öllum glímu- mönnum innan í. S. í. er heimil þátttaka. Keppendur gefi sig fram við stjóm Ár- marnis eigi síðar en 19. apríl. Stjórn Ármanns. Gerisf áskrifendur að HEIMSKRINGLU! kemur út í 2 bindum. Skreytt 300 listaverkum. Athugið að aldrei hafa forn- sögur vorar verið gefnar út í jafn myndskreyttri útgáfu. Myndirnar gefa glögga lýs- ingu á háttum og siðum for- feðra vorra. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Á morgun getur það verið of seint. Má sendast ófrímerkt. Ég undirrit..... gerist hér með áskrifandi að HEIMSKRIN GLU Box 2000 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.