Alþýðublaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 3
. SVtfKttftéÁgw /23,' april lítí. a v tovwiBi awfi ' 11 l|ll l ,;■-«» —— IFYŒliRADAG bárast þær . fregnir frá Noregi, að gífur leg sprenging hefði orðið í Bergen, er skip, sem þar lá við bryggju, hlaðið skótfær- am, hefði sprangið í loft upp. Margir menn biðu bana og enn fléiri særðust meira eða minna. Ekki er enn vitað, með hverjum hætti sprengingin varð, en í Lundúnafréttum er talið að, hér hafi verið um ' .skemmdarstarfsemi áð ræða. ! Ómetanleg menningarverð- mæti hrundu þarna í rúst, þar á meðal hin fornfræga Hákonarhöll, sem var nær 700 ára gömul og Valkendorfs eða Rosenkrantz-turninn, sem þar er skammt frá. Sprenging in varð við bryggju þar, sem svo margir Islendingar hafa stigið á land, er' þeir koma til Bergen með fanþegaskip- inu „LyraY sem var í förum . milli Iteykjavíkur og Bergen ■; um mörg ár, og flestir Reyk- víkingar kannast við. HÖFNIN í Bergen nefnist Vogur inn og er eínkar fögur. Þétt- býli mikið er beggja megin vogsins Á hægri hönd er þar sem heitir Nordnes, en hinum megin blasir við kastalinn forni,. Bergenhus og þar er, eða var Hákonarhöllin og Valkendorfsturninn. í baksýn er svo íjallið Flöen, en þang að er sporbraut, sem er útbú- in á þann hátt, að vagnar eru dregnir á streng upp snar- bratta fjallshlíðina. Þaðan er dásamíegt útsýni yfir bæinn og nærliggjandi héruð og þar hefir margur íslendingurinn staðið á fögru sumarkvöldi og látið heillast af unaðslegu landslagi Vestur-Noregs. HÁKONAKHÖLLINN í Bergen var meira en garnalt og veg- legt hús. Hún var samtímis einhvers konar þjóðlegt tákn, endurminnmg um það, er Noregur var voldugt ríki. Hún skipaði veglegan séss í vitund Bergensbúa líkt og dómkirkjan í Þrándheimi ' var ástsæl með bæjar- búum þar og Akershus-kast- , ali með Oslóibúum. Þetta var mikil bygging og vegleg, og bæjarbúar’ fylltust jafnan stolti, er þeir gengu þar fram hjá, það var eins og þeir hittu gamlan kunningja, sem alltaf væri á sínum stað, kynslóð eftir kj-nsló'ð. Á miklum há- tíðisdögum voru þar haldnar samkomur og borgarafundir og stundum mátti líta Hákon konung í hásæti þar, er þegn- ar hans hylltu hann á þjóð- , hátíðardögum. ÞAÐ VAR Háfcon konungur Há- konarson, sem lét reisa hina upprunalegu Hákonarhöll í kringum 1260. Húsið var eitt stærsta og glæsilegasta í Nor egi og vandað að öllum frá- gangi. Svo gengu niðurlæg- ingartímar yfir landið. Hin j veglega höll var aðeins svipur hjá sjón, tönn tímans og virð ingarleysi mannanna ollu því, að múrarnir féllu og illgres- • ið óx og dafnaði innan um hrundar rústir hinnar glæsi- legu byggingar. En svo hófst í þjóðlegt endurreisnartímabil l~JSanegs-á. 19. ..öldinnL Qg..há-: / * i / a w I og gær Einnig var ráðizt á stöðvar Þfóðverja I NorÖur-Frakklandi BORGIN Köln við Rín hefir enn orðið fyrir heiftarlegri loftárás hraðfleygra, brezkra sprengjuflugvéla. Mosq- uitoflugvélar gerðu skyndiárás á borgina og vörpuðu meðal annars niður.mörgum tveggja smálesta sppengjum. Árás þéSsi kom í kjölíar árása Lancasterfiugvéla, sem vörpuðu samtals um 1600 smálestum sprengna. í gær f óru margar am- erískar og brezkar flugvélar til árása á ýmsar stöðvar í Þýzkalandi. Aðal árásin var gerð á borgina flamm, og tóku þátt í henni um 750 Liberator-flugvélar og flugvirki, sem nutu fylgdar orrustuflugvéla. -------------------—--------- ♦ í gær sáust stórhópar ame- rískra og brezkra flugvéla s.tefna yfir Ermarsund á leið til árása á staði í Þýzkalandi og í hernumdu löndunum, Þýzkar útvarpsstöðvar birtu. margóft í gær aðvaranir um, að stórhóp- ar óvinaflugvéla væru á leið yfir Þýzkaland. Margar Rússar halda öllum siöðvum þrálf lyrir skæðar árásir Þjóðverja FRÁ Rússlandi hafa engar iharkverðar fregnir borizt undanfarin dægur. Þjóðverjar halda áfram að draga að sér lið í Karpatafjöllum og gera marg- ar skæðar árásir á stöðvar Rússa en ekkert bendir til þess, að varnir Rússa séú að bila. Hafa þeir unnið Þjóðverjum mikið tjón og grandað mörgum skrið- drekum þeirra. Fréttaritarar líta svo á, að Þjóðverjar séu að tefja fyrir Rússum, en ekki sé um neina alls herjar sókn þeirra að ræða. Rússar þrengja enn hringinn um Sevastopol og hafa her- menn úr landgönguliði Svarta- hafsflotans náð á sitt vald nokkr im útvirkjum borgarinnar. Hald ið er uppi stórskotahríð á skip og báta, sem reyna að flytja þýzka hermenn á brott frá borginni. Loftárásir hafa einn- ig verið gerðar á borgina og tjón varð verulegt. Hersveitir Zhukovs á svæðinu milli Pruth og Dniestr halda hvarvetna stöðvum sínum og verður Þjóð verjum ekkert ágengt. Tíðhtdalausf af Dalíu LÍTIÐ HEFIR verið um bar- daga á Ítalíu. Hins vegar fóru flugmenn bandamanna í umtÍOOO árásarleiðangra í gær Frh. á 7. síðu. inn amerískar flugvélar af Maraud- er- og Havoc-gerð réðust á her- stöðvar í Norður-Frakklandi. Nutu þær fylgdar Spitfire-flug- véla Breta. Þær komu allar aftur og ollu miklu tjóni. í fyrrinótt réðust hinar hrað- flegu Mosquito-flugvélar Breta á Köln. Árásin, sem stóð aðeins í 10 mínútur, var geysi- hörð. Þá voru lögð dufl á sigl- ingaleiðir Þjóðverja. í árásinni á Köln varð gífur- leg sprenging og miklir eldar komu upp. Er talið, að gasstöð eða olíugeymar hafi orðið fyrir sprengjum. Göring hefir gefið út nýja tilskipun vegna vax- andi loftárása bandamanna. Samkvæmt henni eru 15—16 ára drengir kvaddir til starfa og munu þeir eiga að aðstoða við loftvarnlastaxfsemi. Sömu- leiðis hafa ungar stúlkur verið kvaddar til starfa og þykir þetta benda til þess, að mikill skortur sé nú á mannafla í Þýzkalandi. Þá er tilkynnt í Berlín, að neðanjarðareldhús verði tekin í notkun vegna loft árásanna. í Essen hafa námu- göng verið tekin til slíkrar notkunar og getur almenning- ur, sem húsnæðislaus er, feng- ið þar mat, þegar loftárásir standa sem hæst. Ekki hefir frétzt um meiri háttar loftárásir Þjóðverja á brezkar borgir undangengið dægur. værar raddir heyrðust um, að reisa yrði á Hákonarhöll á ný, sem næst því, sem hún hafði verið í öndverðu. ÞAÐ VAR ekki fyrr en árið 1880, að hafizt var handa fyr- ir alvöru um endurbyggingu Hákonarhallárinnar og var þeirri starfsemi haldið áfraih, hæði með framlagi einstakl- inga og ríkisins næstu ára- tugi. Ýmsir snjöllustu húsa- meistarar og fræðimenn Nor- egs lögðu þar hönd á plóginn og virtist verk þeirra harla gott. Hákonarhöllinn var frægust bygging í Bergen og Norðmenn voru hreyknir af þessú virðulega húsi.'og vár það að vonum. Erlendir ferða menn skoðuðu það tugþús- undum saman á ári hverju og um allan heim mátti sjá Ijósmyndir af því að ferða- mannaskrifstofum og skipaaf greiðslum. NÚ ER Hákonarhöllin hrunin til grunna, eins og svo mörg listaverk, sem villimennska styrjaldarinar hefir lagt í rúst ir. Hvort sem Norðmenn sjálf ir hafa verið valdir að spreng ingunni, sem varð bygging- unni að falli eða ekki, hvílir, siðferðisleg ábyrgð þessa hermdarverks á hinum ó- boðnu gestum, Vandölunum frá Potsclam. Frá Bergeit Mynd þessi er af Bergen, og er hún tekin á Flöienfjalli, en þaðan er einkar fagurt útsýni yfir bæinn. Til hægri á myndinni sést Vogurinn, svonefndur og utarlega til hægri er Festningskaen, þar sem sprengingin varð, sem eyðilagði Hákonarhöllina og fleiri byggingar, en fjöldi manns særðist eða beið bana. 200 manns fórust í sprenging- unni í Bergen en 2000 særóusf Auk þess særðist fjölcfii manns af gierbrot- um. Augnlæknar komu á vettvang frá Oslö H ÁÐ er nú komið á daginri, að sprengingin í Bergen á fimmtudagsmorgunin hefir valdið meira tjóni en skýrt var frá í fyrstu. Útvarpsstöðin x Osló greinir frá því, að yfir 200 menn hafi farizt og yfir 2000 særzt meira eða minna. Þá er þess getið, að um 4000 séu húsnæðislausir af völdum sprengingarinnar. Auk þess hafa mörg þúsund manns meiðzt af glerbrotum, er rúður brotnuðu við spreng- inguna. í sömu fregnum segir, að enn meira tjón hafi hlotizt við þetta tækifæri en þegar sprengingin mikla varð i Oslo 19. desember í fyrra. Sprengingin varð kl. 8.45 á* fimmtudagsmorguninn í frekar litlu skipi, sem lá við Festn- ingskaien, undan Bergenhús- kastala. Miklir eldar komu upp og mörg hús og vöruskemmur eyðilögðust. Hákonarhöllin má heita gereyðilögð og Valken- dorfstuminn er mjög laskaður. Allmargar byggingar á „þýzku : bryggjunni“ svonefndri, hafa orðið fyrir miklum spjöllum. Símasamband við Bergerl er af skornum skammti og fá menn ekki að nota landssimann nema um mjög áríðandi samtbl sé að ræða. Enda þótt margir læknar séu í Bergen, hafa lækn ar verið kvaddir á vettvang frá Oslo, sér í lagi augnlæknar, enda hafa margir skaddazt á andliti við rúðubrotin. Norsk blöð, sem að sjálf- sögðu eru undir eftirliti naz- ista, hafa verið fáorð um slys þetta og ræða það ekki í for- ystugreinum sínum. Þjóðverjar halda því fram, að hér sé um skemmdarstarfsemi að ræða, en hins vegar láta þeir þess- getið, að engir þýzkir hermenn , hafi farizt og engin mannvirki þýzka hersins hafi orðið fyrir 1 spjöllum. Þó er vitað, sam- i kvæmt fregnum frá Oslo, að Þjóðverjar höfðu tekið hús þau og svæði ,sem harðast urðu úti í sprengingunni til sinna af- nota. Er á það bent, að spreng- ingin í Oslo 19. desember hafi verið af völdum Þjóðverja sjálfra, eða vegna leynistarf- semi í Þýzkalandi. Mun þar hafa verið um að ræða skemmd arsíárfsemi í þýzkum vopna- hg hergágnasmiðjum. Jvíarharðorðir vegna „óvenjulegra ráð- stafana Brefa- U ’í jsM b .nm 00S B’jsiímsrx TANRÍKISRÁÐUNÉYTl i Svía hefir birt yfirlýs- ingu vegna þess, að Bretar hafa sett hömlur á starfsemi er- lendra sendisveita í Bretlandi, eins og frá var skýrt í fréttum fyrir skemmstu. Yar þá m. a. ákveðið, að erlendir sendi- menn í Bretlandi fengju ekki að fara úr landi og að póstur sendisveitanna yrði að sæta ritskoðun eins og venjuleg bréf éinstaklinga. í tilefni af þessu er því lýst yfir í Stokk- hólmi, að Svíum sé ljóst, að hér sé um bráðabirgðaráðstaf- anir að ræða, en hins vegar er á það bent, að hér sé um brot á alþjóðalögum að ræða, og að þetta brjóti í bága við viður- kenndar reglur um samskipti þjóða. Bernf Bakben í Brellandi OINN KUNNI flugmaður Bernt Balchen, sem er af norsku bergi brotinn, er nú staddur í Bretlandi og starfar með 8. flughernum ameríska. Balchen hefir tekið þátt í pólferðum og ransóknarleið- .............Frh. * 7. slöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.