Alþýðublaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 6
 Móðirin og barnið. Mynd þessi er af frú Marvin J. Wilson, sem á heima í borg- inni Portland $ Bandaríkjunum og syni hennar, sem var þrjátíu og sjö daga gamall, þégar myndin var tekin. Barnið fæddist í stállunga, en líður nú vonum betur, og móðirin er hú komin til fullrar heilsu. Trauslir hornsleinar HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. ekki að neinu leyti persónulega gégn Jónasi Jónssyni, sem Fram- sóknarmenn munu alltaf meta að verðleikum fyrir hans mörgu og nfiklu störf.“ » ••.. Það er nú annaðhvort, að með tilhlýðilegri virðingu sé talað um hinn fráfarna flokks- foringja. De mortuis nihil nisi bene, segir gamalt og gott latneskt máltæki — um þá dauðu ekkert nema gott. * Þjóðviljinn skrifar um Fram- sóknarþingið í ritstjórnargrein á. fimmtudaginn: „Vafalaust er þetta flokksþing eitt af merkilegustu flokksþing- uin Framsóknar. Það mun alltaf új: af fyrir sig verða talið marka tímamót í SÖgu Framsóknar að Jþnas frá Hriflu er ekki lengur formaður flokksins.f i „Visír“ raun víela nokkuð út af formannSkipturíum. Ög vissulega héfur hið opinskáa fasjstisk^ aft- urhald á íslandi beðið nokkurn ósigur yið þetta... að miijusta kósti í bráð. Hitt er lýðræðisöflunum, hvar í fipkimu'm; sem þau eru, bezt að géra sér Ijóst, að ekki mun aftur- háldið hætta við áform sín eða télja sig sigrað við þessa breyt- ingu. Það mun vinna markvissara, en slægar en fyrr — og einskis láta ófreistað til þess að sundra lýðræðisöflunum og halda tökum •sínum á ríkisvaldinu.“ Það léynir sér ekki, að Þjóð- viljinn sér eftir Jónasi úr for- mannssæti Framsóknarflokk- sins og þykir, sem eftir fráför hans muni erfiðara vprða að hræða menn með grýlu fasism- ans. En einhvern r<«mir bann að finna í staðinn; ekki þarf að efast um það. ■$ Barnavinafélagið Sumargjöf. Sumargjafir: frá‘Magnúsi Krist- "jánssyni kr. 50.00, frá „ónefndum“ kr. 700.000, frá J. Au. (blindum) kr. 20.00, frá A. I. L. kr. 150.00, frá S. J. (áheit) kr. 100.00, frá S. Þ. Á. B. kr. 100.00, frá fimm litlum systkinum kr. 100.00, frá „33“ kr. 1 000.00. Áður komið: frá A. M. F. kr.100.00, frá h.f. „Hazard“ kr. 100.00, frá spila- flokk kr. 100.00. Til Vöggustofu- sjóðs Ragnheiðar Sigurbjargar ísaksdóttur frá Kolla kr. 100.00. — Kærar þakkir. — f. J. Til fólksins sem varð fyrir brun- anum: J. E. kr. 25.00, Soffía og Þórður kr. 100.00, Nokkrir vinnufélagar kr. 165.00 og N. kr. 15.00. Þjóðræknisfélagið heldur aðalfund ' sxnn í Odd- féllowhöllinni, uþpi, næstkomandi fimmtudagskvöld. Slysavarnaþhiglð: Radióvilar, iaisiöóvar, effirlii meö fundur- duflum og eyðingu þeirra AUK þeirra ályktana, sem áð- ur hefir verið getið, gerði þing Slysavamafélaga ályktanir um öryggismál sjómanna, radió- vita, miðunarstöðvar, hlust- vörzlu o. fl. „1. Þó að tilmæli um miðunar stöðvar og radióvita hafi komið frá ýmsum slyavarnadeildum, telur 2. landsþing Slysavarnafé- lags íslands ekki nauðsynlegt ;að gera sérstakar tillögur um þessi mál, því að á síðasta al- þingi var með sérstakri þings- ályktun, kosin nefnd, þar sem sæti eiga vitamálastjóri, póst- og símamálastjóri og skólastjóri Stýrimannaskólans, en hlutverk þessarar nefndar er að gera til- lögur um framtíðarskipun rad- íóvita, miðunarstöðva og hlust- vörzlu í talstöðvar við strendur landsins. Aftur á móti væntir landsþingið þess, að milli hinnar þingkjörnu nefndar og stjórnar Slysvarnafélags íslands megi takast um skipun þessara mála. Jafnframt aeskir 2. landsþing Slysavarnaféíags íslands þess, að hin þingkjörna nefnd hraði svo störfum sínum, að tillögur hennar geti legið fyrir næsta reglulegt alþingi. 2. Þar sem almennt er litið svo á, að talstöðvar séu eitt- hvað hið bezta öryggistæki sjó- farenda og því auðsæ brýn þörf á því, að þau séu ávallt í gang- virku ástandi, og því skorar 2. landsþing Slysavarnafélags ís- lands á póst- og símamálastjórn ina að sjá svo um, að í öllum hinum stærri veiðistöðvum landsins sé unnt að gera við tal- stöðvar og útvarpstæki bátaflot ans jafn skjótt og þau bila. 3. Landsþingið skorar einnig á Fiskifélag íslands að sjá svo um, að nemendum á vélstjóra- námskeiðum félagsins verði kennd meðferð á talstöðvum og viðgerð á tíðustu bilunum þeirra. 4. Landsþingið skorar á stjórn Slysavarnafélag íslands að ganga ríkt eftir því, að ávallt sé fyrir hendi æfðar björgunar- sveitir, þar sem björgunarbát- ar eru og björgunarstöðvar. 5. Landsþing Slysavarnafélags íslands skorar á ríkisstjórnina að láta vinna að því eins og kostir frekást leyíá, að tundur- dufl við strendur landsins séu gerð óvii’k.”'-" "* Frh. af 4. síðu ætlað er að tryggja öllum lág- markstekjur og útrýma beinni örb.irgð þar í landi. í júní 1941 fól einn af ráð- herrum Alþýðuflokksins í brezku stjórninni, Arthur Greenwood, sem fór með við- reisnarmál að stríoinu loknu, Sir William Beveridge, pró- fessor í hagfræði, við háskólann i Oxford, ásamt nefnd manna , að rannsaka tryggingamál Breta og bera fram tilíögur til endurbóta. Var síðar ákveðið, að Beveridge skyldi einn semja skýrslu um málið, og lagði hann fram tillögur sínar í nóvember 1942. Vöktu þær fádæma athygli og voru um langt skeið eitt höfuðumræðu- efni almennings og blaða í Bretlandi og jafnvel víðar. Á síðastliðnu ári kom út bók eftir Beveridge, þar sem hann birtir ýms erindi og greinar um tillögur sínar. Þessi bók er nú komin út á íslenzku í þýðingu Benedikts Tómassonar skóla- stjóra, en gefin út af Menning- ar- og fræðslusambandi alþýðu, og hefir verið nefnd Traustir hornsteinar. Öll er bókin alþýð- lega rituð, og þótt tilefni henn- ar séu tillögur um nýskipun tp<ggingamála í Bretlandi, fjallar hún að verulegu leyti um tryggingar almennt, gildi þeirra og napðsyn, og á því jafnt erindi til allra þjóða, auk þess sem mikla þýðingu hefir fyrir þá, sem eitthvað hugsa um skipan þjóðfélagsins eftir stríðið, að kynnast tillögum hans um tryggingamál Breta. Beveridge er ljóst, að með tryggingum einum saman verð- ur ekki veitt fullkomið félags- legt öryggi. Hann telur ríkið eiga að greiða foreldrum styrki eftir barnafjölda af skatttekj- um sínum. Hann telur nauð- synlegt, að hið opinbera veiti öllum ókeypis heilsugæzlu, og hann leggur á það sérstaka á- herzlu, að án þess að full starf- ræksla atvinnutækjanna sé tryggð og öllum séð fyrir vinnu geti engar alþýðutryggingar útrýmt skortinum til fulls. Það er sérstaklega athyglis- vert við tillögur Beveridge, d'ö hann ætlast tjl, að allar þær tryggingar, sem nú tíðkast (sjúkra-, örorku- og atvinnu- leysistryggingar o. s. frv.) séu sameinaðar í eina allsherjar- tryggingu, sem nái til allra þjóðfélagsborgara, og eiga yfir- leitt allir, nema börn innan 16 ára aldurs, húsmæður og beir, sem bættir eru vinnu fyrir ald- urs sakir, að greiða eítt iðgjald, sem er þó mishátt fyrir karla og konur og eftir aðstöðu I þjóð- félaginu. Fyrir karla, sem hafa atvinnu, er það 4s 3d á viku, eða um 5,60 kr. eftir núgildandi gengi, en hér er þó þess að geta, að verðlag og laun eru miklu hærri hér en í Bretlandi og kaupmáttur peninganna minni. Auk hinna tryggðu sjálfra greiða atvinnurekendur og hið opinbera til trygging- anna. Upphæð tekna hefir engin áhrif á það, hvað menn greiða í tryggingarsjóðmn, og allir .njóta sömuleiðis jafnra hlunninda úr honum, ef menn þarfnast þeirra á annað borð. Hlunnindi þau, sem trygging- unum er ætlað veita, eru í að- alatriðum þessi: Atvinnuleysis- styrkur, ellilaun til 65 ára karla og 60 ára kvenna, bætur vegna óvinnufærni eða at- vinnumissis (og eru greiðslurn- ár í öllum þesum tilfellum 40s eða 52,40 kr. á viku fyrir hjón, en 24s eða 31,40 kr. fyrir einstaklinga, nema hveð sá, sem er óvinnufær lengur en vissan tíma, fær % hluta fyrri tekna sinna), styrkur vegna barna (8s eða 10,50 kr. á viku með hverju, en yfirleitt þó ekki með því elzta) og helm- ingi hærri styrkur vegna fram- færslu fullorðinna, læknis- hjálp, konur fá greidda á- kveðna upphæð (allt að £ 10 eða 260 kr.) við giftingu og við barns burð (4 £ eða 105 kr.) og styrk, ef þær hverfa frá vinnu nokkurn tíma eftir barnsburð, missa mann sinn eða skilja við hann, og allir fá greiddan nokk- urn jarðarfararstyrk. Það er af mörgum talið, að alþýðutryggingar Beveridge yrðu einar hinar fullkomnustu í heimi. Athygli sú, sem þær hafá vakið um allan heim og hið geýsimikla fylgi, sem þær hafa hlotið í Bretlandi, er hinn ljósasti vottur þess, að menn vænta og krefjast betra og rétt- látara þjóðskipulags að styrj- öldinni lokinni en var áður en hún hófst. Útrýming öryggis- leysisins og örbirgðarinnar er að vísú aðeins ein þeirra end- urbóta, sem nauðsynlegt er að verði á þjóðskipulaginu eftir stríðið, en telst þó til liinna þýðingarmestu og sjálfsögð- ustu. Af þessum sökum á bók eins og Traustir hornsteinar sérstakt erindi til allra hugs- andi manna. Hún fjallar um mál, sem hlýtur að vera þeim, sem láta sig félagsmál nokkru skipta, sérstakt íhummarefni. Skipun þjóðfélagsmá'lefna er engum manni óviðkomandi. Þess vegna varðar efni þessar- ar bókar sérhvern mannf Þjóðræknisfélag Islendinga Aðalhmdur ÞJóðræknisfélagsins verður haldinn í Oddfellowhöllinni, uppi, fimmtu- dagskvöldið 27. apríl 1944 kl. 8.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum STJÓKNIN Athugið að láta hreinsa sumarfatnað yðar í tæka tíð SNÉoaHíYMÍagixr: 23. 1M4 Blómarós Mærin hin unga og fagra á mynd þessari er kvikmynda Leikkonan Lynn Merricky, en tienni er spáð mikil framtíð af mörgum. Fyrstu bemskuminn- ingar Kai Mnnk (Frh. af 5. síðu.) kosti ekki að taka börnin með í ökuferð á hverjum sunnudegi, pabbi. Þá sneri afi sér við í ek~ ilssætinu og mælti: — Það er einmitt vegna barnanna, sem ég ek út! En nú hafði afi lagzt veikur. Kona hans hafði dáið fyrxr tveimur árum. Nú var augljóst, að einnig jhann átti skammt ólif- að. Helga, Axel, Knútur, Valdi- mar, Júlía og Betty stóðu við sjúkrabeð hans. En Karl sást þar hvergi. Iivar var Karl? Ó, hann er í Ameríku. Raunar var hann í Ástralíu en ekki Ame- ríku. En það höfðu verið gerð boð eftir honum. Og hann hafði svarað, að hann væri á leiðinni heim. Gamli maðurinn vildi ekki gefa upp andann fyrr en hann. hefði kvatt elzta son sinn. Hon- um mátti ekki verða til þess hugsað, að það færist fyrir. Elzti sonurinn átti að erfa sút- unarverkstæðið. Eigandinn sjálf ur hlaut að fá það honum í hendur. Þess vegna frestaði afi brottför sinni úr heimi þessum dag frá degi. En gagnvart dauðanum mátti jafnvel vilji harts sín næsta lít- ils. Þegar Karl kom heim eftir' langa og stranga útivist, hafði gamli handiðnaðarmaðurinn lokað augum sínum í hinzta sinn. Þetta orkaði mjög á hug pabba. Hann bar föður sinn til hinztu hvílu við hlið ömmu í kirkjugarðinu-m í Maribo, ásamt bræðrum sínum. En því næst hvarf hann að hinni fyrri iðju sinni í sútunarverkstæðinu. Hann var aftur heima hjá sér. Og sútunarverkstæðið var eign hans. Og ég — já, ég var alltaf á mínum stað og fann, að þess myndi skammt að bíða, að eitt- hvað gerðist. er skipti næsta miklu máli' fyrir mig. ■ ■!'i (Niðurlag í næsta blaði.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.