Alþýðublaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 4
^U^yOUBUDIÐ Suimudagur 23. afnrfl 1944. m$tjdnblaðtb Rltatjóri: Stefán Fétursson. Bimar ritstjórnar: 4901 og 4902. Ititstjórn og afgreiðsla i Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Otgefandl: Alþýðuflokkurinn. Bimar afgreiSslu: 4900 og 4906. Verð í iausasölu 40 aura j| f>. Alþýöuprentsmiðjan h.l Flokksþing Framsóknar. FLOKKSÞING Framsóknar, sem hófst hér í höfuð- staðnum fyrir síðustu helgi og lauk rétt fyrir miðja vikuna, sem leið, vakti meira umtal en venjulegt er um slík þing, enda hafa mánuðum saman þær fréttir borizt úr herbúðum Framsóknar, að ekki var nema eðlilegt, þótt menn byggjust við sögulegu þingi þar að þessu sinni. * Vitað var, að um langt skeið höfðu nokkrir helztu áhrifa- menn flokksins háð harða bar- áttu innbyrðis um forystu hans, og var ekki óeðlilegt, þótt menn í öðrum flokkum drægju þær ályktanir af, að meira en lítill ágreiningur hlyti að vera um stefnu hans. Var fyrir löngu opinbert leyndar- mál, að fremstir í þessari bar- áttu stæðu annars vegar Jónas iónsson, sem lengi hefir verið formaður Framsóknarflokks- ins, en hins vegar Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson, sem óneitanlega hafa verið mestu áhrifamenn hans á þingi, enda fulltrúar hans í stjórn \andsins, lengst af síðasta árs- tug. Vitað var einnig, að þessar innbyrðis deilur í Framsóknar- flokknum höfðu þegar í fyrra- vetur íeitt til þess, að Jónas Jónsson hætti að skrifa í aðal- hlað flokksins, Tímann, þar sem hánn hafði frá upphafi verið afkastamesti og áhrifa- mesti talsmaður flokks síns, og hóf að birta greinar sínar i einu af blöðum hans úti á landi. Síðar á árinu virðist hann í félagsskap við nokkra bændafulltrúa í Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokkn um hafa staðið að útgáfu hins nýja blaðs Bóndinn, þar sem beinlínis hefir verið stefnt að stofnun nýs flokks, svokallaðs íramleiðendaflokks, með það fyrir augum, að því er virðist, að sameina alla bændur, sem nú skiptast á milli Framsókn- arflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, og jafnvel fleiri framleiðendur, um einhverja nýja stefnuskrá í stjórnmálum og þá að sjálfsögðu mun íhalds- samari en þá, sem Framsókn- arflokkurinn hefir játað hingað til. * Eftir svo alvarleg átök milli forystumanna Framsóknar- flokksins er engin furða, þótt menn byggjust við meiri háttar tíðindum af því flokksþingi hans, sem nú er nýlokið, enda var í blöðum sumra annarra flokka ekki dregið úr ágrein- ingnum. Ef trúnað hefði mátt leggja á ritstjórnargreinar Vís- is undanfarið um þessi mál, ættu þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson að hafa setlað sér hvorki meira né minna en að reka Jónas Jóns- son úr Framsókn og fara að því búnu með flokkinn yfir í her- búðir kommúnismans! Fyrir þá, sem við slíkum tíðindum hafa búizt, kunna fréttirnar af Gylfi Þ. Gíslasson t Traustir hornsteinar William Beveridge: Traust- ir homsteinar. Benedikt Tómasson þýddi. Menning- ar- og frapSslusamband al- þýðu gaf út. Reykjavík 1944. FÁI'R munu láta sér til hugar koma, að heimur sá, sem rís úr rústunum að styrjöldimii lokinni, verði eins og hann var, áður en hildarleikurinn hófst. Styrjöldin á vaíalaust eftir að reynast jafnframt stór- kostleg bylting í þjóðíéiags- málum, þótt enn sé ekki v'tað, hvaða stoðum muni verða rennt undir hinn nýja lieim. En nokkuð má þó um það segja, hvers konar þær stoðir verða að vera., ef skipan sú, sem þeim er ætlað að styðja, á að vera til frambiiðar. í lok áíðustu heimsstyrjaldar hugðust forustumenn hinna vestrænu sigurvegara skapa nýjan heim á grundvelli „frjálsra viðskipta“, „lýðræð- ! is“ og „sjálfsákvörðunarréttar þjóðanna". Þótt vígorð þessi þættu þá fögur og menn væru fullir bjartsýni, er skipan sú, sem á þeim hvíldi, hrunin til grunna og verður ekki endur- reist. i Þróun tækni og atvinnuhátta hafði gert það ókleift, að „frjáls viðsldpti“ fengju notið sín. At- vinnurekendur höf'ðu með sam- tökum sín á milli iðlazt einka- söluaðstöðu og sjáifir eytt hin- um „frjálsu viðskiptum“, svo að þýðingarlaust var að ætla að setja þau aftur í hásæti. Hagskipulagið reyndist þess ekki megnugt að \-eita borgur- unum hinn frumstæða og sjálf- sagðasta rétt, réttinn til að vinna og afla sér brauðs í sveita andlits síns. „Lýðræðið“ var enn fólgið í jöfnum kosn- ingarrétti til löggjafarsam- komu, sem framkva;mdavaldið var síðan háð að meira eða minna leyti. En áfram var lát- inn viðgangast ægilegur ójöfn- uður í efnahagsmálum, örbirgð og umkomuleysi við hlið alls- nægta og munaðar. Sporið var ekki stigið til fulls. Menn nutu ekki st j órnmála j af nr éttisins sökum efnahagsójafnaðar. og mönnum fannst af þeim sökum einnig minna til um það. Stjórnmálaréttindin reyndust William Beveridge og ekki hafa úrslitaþýðingu í þjóðmálunum. Hagvald hags- munasamtaka reyndist engu síður þýðingarmikið, og ríkis- stjórnir stóðu oft og tíðum máttvana andspænis því. Al- gengasta form lýðræðisins, þingræðið, reyndist meingall- að, stjórnarsfefnan var reikul og í skjóli þess, þróaðist margs konar spilling. Og „sjálfsá- kvörðunarréttur þjóðanna“ reyndist þegar öllu var á botn- inn hvolft einungis ætlaður þeim, sem hlíta vildu forystu ákveðínna stórvelda. Skipan hinna vestrænu sig- urvegara í siðustu heimsstyrj- öld hrundi til grunna, af því að hún hvíldi á fúnum stoð- uin. Það er enghm vafi á því, að fyrir sumum leiðtogum bandamanna vakir enn að renna þessum sömu stoðum aftur undir þjóðfélagsbygging- una eftir styrjöldina. En þeirri skoðun vex þó stöðugt í'ylgí, að slíkt væri fásinna. í stað þess hagkerfis, sem hefir „frjálsa samkeppm“ letraða á fána sinn, þótt einokun í fram- leiðslu og verzlun sé orðið eitt megineinkenni þess, hefir ekki reynzt þess megnugt að hag- nýta auðlindirnar til fulls og látið stórkostlegt atvinnuleysi viðgangast, hagkerfis, sem valdið hefir öðru hvoru stór- kostlegu öngþveiti í fram- leiðslu og viðskiptum og haft í för með sér ægiíegan ójöfnuð í efnabagsmálum, í stað þessa hagkerfis þarf að koma full- komið skipulag, samræmt af flokksþingi Framsóknar að vísu að hafa valdið nokkrum vonhrigðum. Engu að síður virðast inn- byrðisdeilurnar í Framsókn hafa verið til lykta leiddar á flokksþinginu, að minnsta kosti í bili. Jónas Jónsson var ekki endurkosinn formaður flokksins. Hans aðalkeppinaut- ur, Hermann Jónasson, var kosinn í hans stað. Flokksþing- ið lýsti yfir að útgáfa blaðsins Bóndinn væri Framsóknar- flokknum algerlega óviðkom- andi og vítti þann þátt, sem einstakir Framsóknarmenn hafa átt í útgáfu hans og áróðri fyrir stofnun nýs „framleið- endaflokks“. Samtíimis undir- strikaði flokksþingið mjög á- kveðið í samþykktum sínum þann vilja sinn, að Framsókn- arflobkurinn yrði áfram, eins og hingað til, flokkur sam- vinnustefnunnar í landinu, en tók jafnframt undir kröfur 'jafnaðarstefnunnar, án þess að vísu að nefna hana, um aukið frumkvæði og eftirlit hins op- inbera, ríkis og bæjarfélaga, á ýmsum sviðum atvinnulífsins með' það fyrir augum að tryggja tímabærar fram- kvæmdir og afstýra því böli atvinnuleysisins, sem annars vofir yfir eftir stríðið. Eftir slíkar samþykktir og yfirlýsingar Framsóknarflokks- þingsins ættu menn eiginlega ekki að þurfa að fara í neinar grafgötur um það, hvar Fram- sóknarflokkurimr ætlaði að skipa sér í sveit í íslenzkum stjórnmáíum á komandi árum. En hvað meinti flokksþingið með því, að kalla að endingu Framsóknarflokkinn, með slíkri stefnuskrá, „frjálslyndan mið- flokk“, sem reiðubúinn væri til „meira eða minna samstarfs" við hvaða stjórnmálaflokk ann- an, sem væri? Gerði flokksþing- ið það vegna þess, að því þætti nauðsynlegt að flagga áfram með þessu gamla slagorði? Eða lét það sér virkilega detta í hug, að hægt væri að framkvæma þá stefnuskrá, sem það sam- þykkti, með samstarfi við Sjálf- stæðisflökkinn? Á meðan fullnægjandi svör hafa ekki fengizt við þessum spurningum, heldur Framsókn- arflokkurinn, þrátt fyrir for- mannsskiptin og þrátt fyrir hin ar róttæku stefnuyfirlýsingar flokksþingsins, áfram að vera það stóra spumingarmerki í íslenzkum stjórnmálum, sem hann hefir verið í seinni tíð. liálfu hins opinbera, sem kem- ur í veg fyrir atvinnuleysi og f1 yggir e nahagslegt jafnrétti og öryggi. í stað þess lýðræðis, þar Jtm menn hafa að vísu rétt til að kjósa einn af mörgum flokkum á löggjafarsamkomu, en flokkunum er stjórnað af hagsmunasamtökum, sem ráða lögum og lofum bak við tjöld- in, stjómmálavaldið er í hönd- um mairna, sem eru tungulipr- ir á mannfunduni eða dyggir þjónar flokksstjóma, hagvald hagsmunasamtaka er þýðingar- meira en stjórnmálaréttindi al- mennings, í stað' slíks lýðræðis verður að komast á fullkomið lýðræði, sem tryggir óskorað andlegt frelsi þar sem hag- vald hagsmunasamtaka getur ekki ráðið úrslitúm, heldur raunverulegur vilji jafnrétt- hárra kjósenda, menn eru vald- ir til hinna æðstu trúnaðar- starfa eftir öðrum hæfileikum en dugnaði í stjórnmálaáróðri og til hinna óæðri eftir öðru en, fylgispekt við flokka eða valdamenn. Og í stað þess , ,sj álfsákvörðunarréttar þ j óð- anna“, sem i öllu verður að hlíta forystu hina voldugustu stórvelda, verður að koma al- gert sjálfsforræði í þjóðernis- og menningarmálum, þótt að einhverju leyti verði að játazt undir sameiginlega lausn hag- mála. Auglýsingar, sem birfast eiga f Alþýðublaðinu, verða að vera komnar tíl Augi.ýs- ingaskri{stofunnar i Alþýðuhúsinn, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 aö kvöldi. Sími M. Þeirri skoðun vex nú ört fylgi víða um lönd, að ekki eigí að koma á aftur þeirri skipan í alþjóðamálum, sem var fyrir styrjöldina, og að gagngerðar breytingar eigi að verða á þjóð- skipulagi í einstökum löndum, þjóðskipulag engrar þjóðar nú geti talizt það, sem koma skuli. Ein af höfuðávirðingum hag- kerfis kapítalismans er hin geysiójafna tekju- og eigna- Skipting og öryggisleysi það fyrir láglaunastéttirnar, sem af henni leiðir. Sú skoðun hlýtur nú æ almennari viður- kenningu, að jafna vérði tekj- urnar frá því, áem áður var, og bægja öryggisleysinu um af- komu sína burt frá dyrum manna. í Bretlandi voru ný- lega settar fram tillögur, sem Frh. á 6. síðu. Jémcí UM FLOKKSÞING FRAM- SÓKNAR var töluvert rætt í íhaldsblöðunum áður en það byrjaði og meðan það stóð yfir, en öllu minna síðan því lauk. Aftur á móti birti Tím- inn ritstjórnargrein um flokks- þingið í gær. Þar segir meðal annars: j„Seinustu máiiuðina hafa and- stæðingamir vart rætt um annað meira en væntanlegt flokksþing Framsóknarmanna. Þeir hafa sagt, að Framsóknarflokknum væri að hnigna. Þeir hafa sagt, að flokk- urinn væri að klofna. Þeir hafa sagt, að eftir þetta flokksþing myndu ekki verða til nema tvær aðalstefnur, tvær aðalfylkingar í landinu, því að innan Framsóknar flokksins væri um það barizt að ganga annaðhvort íhaldinu eða kommúnismanum á hönd. Nú hefir dómurinn fallið um þessa spádóma andstæðingarma, Flokksþinginu er lokið. Andstæð- ingarnir eru hnípnir og þögulir. Þeir forðast sem mest að minnast á flokksþingið. Svo fjarri fer því, að nokkuð af illspám þeinra hafi rætzt. Flokksþingið gat ekki betur sýnt, en það gerði, hve gersam- lega út í bláinn var sú von and- stæðinganna, að það myndi víkja flokknum af grundvelli miðflokks stefnunnar og skipa honum í sveit annarrar hvorrar öfgahreyfingar- innar til hægi’i eða vinstri. Ekkert flokksþing Framsóknarmanna hef- ir ákveðið jafn skýrt og afcLrátt- arlaust, að Framsóknarflokkurinri væri frjálslyndur miðflokkur, et beittist fyrir samstarfi umbóta- aflanna I landinu og ynni þannig gegn því, að landsmenn skiptust í tvær öfgasveitir. í samrærrii við þessa yfirlýsingu setti þingið flokknum víðfeðma og framsækna stefntiskrá, sem geri rhonum kleift að taka ýmis viðfangsefni kom- andi ára öruggari tökum en áður. Margt hið nýja í stefnuskránni er í anda þeirra þjóðfélagslegu end- urbóta, sem eni ( sköpun víðs vegar annars staðar í heiminum. Flokksþingið hefir þannig unníð samkvæmt þeirri meginreglu Framsóknarflokksins frá fyrstu tíð, að vera stöðugt í fararbroddi nýrrar, djarflegrar framsóknar, er sé mörkuð hugsjón og bræðra- þeli samviimustefnunnar. Eftir þetta flokksþing verður Fram- sóknarflokknum það stórum auð- veldara en áður að fylkja um- bótamönnum landsins um víðsýná, stórhuga ' umbóta- og viðreisnar- stefnu, lægja þannig öfgarnar og ofsann til beggja handa, og tryggja þá þróun þjóðfélagsmálanna, sem er þjóðinni vænlegust til gæfu og farsældar." Það skyldi maður að minnsta fcosti vona eftir yfirlýsingar Framsóknarflokksþingsins, að þann flokk verði framvegis að finna í fylkingu stórhuga um- bóta og viðreisnarmanna í land- inu. En ekki er því að neita, aS nokkrar grunsemdir hlýtur það að vekja, hve þrálátlega er stagazt á því í herbúðum hans, að hann sé „miðflokkur“, jafn- vel þótt lýsingarorðinu „frjáls- lyndur“ sé bætt við. Því að mið- flokkar eru ekki yanir að vera við eina fjölina felldir í stjórn- málum og því allajafnan ótrygg ir umbótastefnunni. # Um formannsSkiptin í Fram- sóknarflokknum skrifar Tím- inn: „Sú breyting var gerð á flokks- forustunni, að Hermann • Jónas- son var kjörinn formaður í stað Jónasar Jónssonar. Þaú skipti vo(ru eðlileg afleiðing þein’a málalykta, sem ágreiningsatriðin blutu á flokksþinginu, en beinast Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.