Alþýðublaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.04.1944, Blaðsíða 5
Sttnnudagur 23. aprð 1944. A19TÐU11 "ÖiO Kaj Munk: Fyrstu bernskuminningarnar. H[Ð FYiRSTA, sem mér finnst ég minnast, er það, að ég lá á grúfu ein'hvers staðar, þar sem mjög var þröngt um mig. Mér var svo heitt, að ég stundi við, en þó spipklaði ég sem anest ég mátti. Þá hastaði mamma á mig á hinni láglenzku mállýzku sinni, sem þó var tek- in að samrýmast tungu Maribo- húa: — Hafðu þig hægan litli kjáninn þinn. Hún hló við og sagði við pabba: — Það er >engu líkara en hann steypi sér kollhniís innan í mér. Það bregst ekki, að þetta er strákur. Þá hló pabbi einnig. Ég hélt áfram að sprikla af forvitni. Hvernig skyldu þær líta út þessar tvær manneskjur, sem höfðu svona mikinn áhuga fyrir mér og ég átti að koma til með að nefna pabba minn og mömmu? Og hvernig skyldi heimurinn ann- ars líta út? Ég tók til að sprikla að nýju af óþreyju,kog mamma hrópaði hreykin: — Hann linn- ir aldrei látum. Hann getur bara ekki haft sig hægan augnablik. Og nú kvað hln fagra, þrótt- mikla rödd pabba við: — Hann verður áreiðanlega sannnefndur Petersen. Nei, það er annars ekki rétt, að þetta sé það fyrsta, sem ég man eftir. Það var löngu fyrr, sem ég mundi fyrst til mín. jNokkrum árum áður en ég fæddist var ég með pabba í Ástralíu. Þá var ég ekki í móð- urkviði heldur huga föður mins. Ég man það eins vel og það hefði gerzt í gær, að pabbi hafði fundið moldugt brauð á skurðsbarmi. Við höfðum orðið ósáttir við afa minn heima í Maribo, en þó man ég ekki, hvað olli því missætti. En eitt orð hafði boðið öðru heim. Gamli sútarinn hann Jóhann Kristófer Petersen var ekkert lamb að leika sér við. Pabbi kvaddi þá sútunarv'erkstæðið, Maribo, Lágland, Danmörku og Evrópu, því að þegar við Pet- ersenarnir reiðumst, þá reið- umst við eftirminnilega, og lagði leið sína til Ástralíu. Ég læt ósagt um það, hver tilgangur hans með för þessari muni hafa verið. Ef til vill hefir hann hugsað sér að stofna þar sútunarverkstæði og framleiða kventöskur úr skinnum af pokadýrum. Hann hefði ekki þurft annað en skera pokana af þeim, súta þá <og setja rennilás á þá — gerið svo vel, hér er taskan tilbúin. Sem sagt, mér er alls ókunnugt um það, hver tilgangurinn með för hans muni hafa verið. En ég veit svo mikið, að ég var í fylgd með honum, enda þótt ég hefði latt hann fararinnar allt frá öndverðu: — Við skul- um vera kyrrir hér heima, pabbi. Það er óréttlátt gagn- vart afa að fara og auk þess eigum við það á hættu að hitta mömmu aldrei. Ég ætla bara að láta þig vita það, að ég mun ekki taka því með þögn og þol- inmæði, ef þú tekur upp á því að eiga mig með blökkustelpu! Ég hélt áfram að biðja og þrábiðjá. Það má merkilegt heita, að manni skuli aldrei lær ast að hverfa frá því ráði að reyna að tala um fyrir fólki í geðshræringu. Pabbi lét sem hann heyrði það ekki, þegar ég var að tala um fyrir honum. — Hann lagði af stað, hvað sem ég sagði. ■ Ég átti ekki annarra kosta völ en fylgjast með hon- rim nauðugur viljugur. Ég man mjög óglöggt eftir ferðinni. Ég verð að játa það hreinskilnis- . lega, að ég man ekkert eftir henni. Ég neld, að ég hafi ekki einu sinni fundið til sjóveikinn- ar, sem hefir leikið mig gráleg- ast á sjóferðum mínum, en við mennirnir verðum líka lélegri eftir því, sem aldur færist yfir okkur. Hvað mig sjálfan varð- 1^1 REIN ÞESSI, sem hér er þýdd úr sænska bla&inu Göte- borgs-Posten, er þáttur eins konar sjálfsævisögu danska prestsins og skáldsins Kaj Munk, sem nazistar réðu bana skömmu eftir nýjár. Kaj Munk fæddist í Maribo á Láglandi hinn 13. janúar árið 1898, og skírnarnafn hans var Kaj Petersen. En hann missti foreldra sína ungur og var þá ie.kinn i fóstur af hjónum þar í grenndinni, er hétu Munk. Þau tóku drenginn sér að kjörsyni og þannig atvikaðist bað, að hann varð frægur undir nafninu Munk en ekki Peter- sen. Munk nam guðfræði og var sóknarprestur að Vedersö á Jótlandi allan sinn prestsskap. Hann var mjög afkasta- mikill og snjall rithöfundur. Frægastur mun hann hér á landi fyrir leikrit sín „Orðið“ og „Niels Ebbesen“. Kaj Munk sióð allajafna fremst í fylkingu dönsku þjóðarinnar í við- námi hennar gegn hinum þýzka innrásarher, og með dauða sínum hefir hann gerzt eins konar þjóðhetja Danmerkur. ar, er mér næst að ætla, að mér hafi aldrei liðið betur né mátt mín meira en árin áður en ég var í heiminn borinn. Faðir minn lagði mjög hart að sér í hinni fjarlægu, fram- andi heimsálfu. Hugmyndin um veskin úr pokadýraskinnunum komst ekki í framkvæmd. Flest annað misheppnaðist honum einnig. Loks var svö komið, að Kai Munk faðir minn átti við slíkan þrauta hag að búa, að hann varð næsta glaður, er hann fann moldugt torauðið á skurðbakkanum. Hann kyssti það, settist niður, þar sem hann stóð, og tók til matar síns. Þegar hér var komið sögu, reyndi ég á nýjan leik að tala um fyrir honum af alvöru og myndugleik. Ég hvíslaði í eyra hans: — Afi hefir nægan mat heima bæði handa sjálfum sér og ölluiji sveinunum, er vinna i verkstæði hans. Nú situr hann við borðsendann og etur lág- lenzkt rúgbrauð, sterku józku tennurnar bíta skorpuna í sund- ur og myndarlega skeggið hans bærist til og frá, þegar hann tyggur. Eigum við ekki að fara heim og sættast við hann? Hann heilsar okkur ekki, þegar við komum, það veit ég svo sem. Hann lætur sem hann sjái okk- ur ekki fyrstu þrjá eða fjóra dagana. En ef mig grunar rétt, íþá starir hann út í bláinn fimmta morguninn og segir eitt hvað á þessa leið: — Þú ættir annars að fara til greifans, Karl, og kaupa dálítið af eik- arberki fyrir sútunarverkstæð- ið. Ég held, að þú gerðir bezt í því að fara heim til afa hið fyrsta. Og það er annars kom- inn tími til, að þú hittir mömmu mína. Þú ert þegar kominn yf- ir þrítugt, og þú getur gengið út fiá því, sem gefnu, að hana er að finna í Maribo eða þar í grenndinni. Finnst þér annars í alvöru talað ekki kominn tími til þess að þú farir að hafa einhverjar framkvæmdir um það, að ég komist í heiminn? Ég lét hann aldrei í friði með fortölur mínar í nokkra daga, og auðvita.ð fór þannig að lok- um, að við fengum okkur far með gufuskipi, sem var á för- um til Evrópu. En eins og ferð- in til Ástralíu hafði gengið að óskum eins var heimferðin okk- ur andstæð. Það skall sMkt óveð ur á, að við hugðum helzt, að við myndum hljóta samastað á sjávarbotni. En paþbi bað til guðs, og guð sendi engil, sem bjargaði skipinu. Raunar man ég ekki eftir því, að ég sæi engilinn, en svona mun þetta iþó hafa gengið til eftir því, sem mér var síðar frá skýrt. & ö: INN GÁMLI, gildvaxni virðulegi afi minn var kynjaður einhvers staðar af Jót- landi — við skulum segja frá Fredricia —, en hafði ungur flutzt ti.1 Maribo og tekið trölla- tryggð við stað þann, er hann kaus sér að samastað eins og raunin er jafnan uín Jóta. Hann gerði sútunarverkstæðið við torgið að arðvænlegu fyrirtæki og stundaði landbúnað jafn- framt handiðn sinni. Hann var dugmikill, iðinn, áreiðanlegur og strangur. Hann /lagði áherzlu á, að allt væri vel skipulagt. Hann ól börn sín upp í guðs- ótta og nægjusemi. Aðeins tvisvar sinnum á,ári fengu þau að eta eins og Iyst þeirra leyfði: á afmælisdaginn sinn og jóla- daginn, en vesalings Júlía frænka var fædd á jóladaginn, og það hygg ég, að henni hafi 'iþótt meira en lítið miður. Á sunnudögum var stúlkunum leyft að fást við útsauma. En á kvöldum virkra daga var þeim ekki leyft að fást við slíkt. Amrna mín var merk kona og listræn. Ég á enn í dag blý- antsteikningu af skál með á- vöxtum í, sem hún gerði, þegar hún var á fjórtánda ári. *■ VILJI AFÁ MÍNS voru lög hússins. Hann drottnaði þar sem einvaldur væri. Og þó mun enginn hafa talið hann harð'lyndan eða miskunnar- lausan. Hann undi sér jafnan hið bezta í hópi æskufólks. Hann gerðist ávallt glaður, er það safnaðist saman á heimili hans, og sér í lagi fagnaði hann því, er það fékkst til að syngja. Hann unni söng af heilum hug. Hann gerðist og gæflyndari eft- ir því sem aldur færðist yfir hann. Ef til vill hefir hann unn- að elztu dóttur sinni, Helgu, mest barna sinna. Þegar hún giftist Wael söðlasmið og þeim tóku að fæðast börn, varð það afa raínum mikið fagnaðarefni. Það hafði verið draumur lífs hans að eignast tvo akhesta. Og nú hafði sá draumur hans rætzt. Hann ók ' heim til dóttur sinnar á sunnudögum, lét smella í keyrisólinni og bauð heimilisfólki hennar i ökuferð. Þegar börnunum fjölgaði, kom það fyrir, að þau urðu erfið við Helgu, og þá sagði hún oft sem svo: —- Þú þarft að minnsta Framh, á 6. síðu. Vakin athygli á mildlli hættu. — Foreldrar! Talið við börn ykkar um 'hana. Kennari skrifar um dónaskap sem börnum er sýndur. — „Fínir dónar“ í Reykjavík. - Hreint borð í Reykjavík. ■jP1 G VIL verða við þeim til- mælum lögreg:Iustjóra að vekja sérstaklega atliygli á grein hér í blaðinu í dag um mikla hættu, sem unglingum stafar af ^sprengjum, sem finnast úti á víða- vangi, eða í flæðarmáli. Líkiegast er að þessar sprengjur finnist í námunða við herbúðir eða æfinga- staði setuliðsins. Nokkrum sinn- um unðanfarið hafa þessar sprengjur fundizt og má það heita furðuleg tilviljun, að ekki skuli hafa hlotizt af þeim stórslys. HÉR ER UM A» RÆÐA sprengjur, sem skotið hefir verið úr skriðdrekabyssum, flugvéla- byssum og rifflum, en ekki hafa sprungið, en það kemur stundum fyrir. Það skal sérstaklega tekið fram, að hér er ekki talið vera um neina vanrækslu að ræða hjá setuliðinu, heldur aðeins eðlilega hættu, sem stafar af því að stríðs- menn skuli hafa hér bækistöðvar. ÉG VIL HVETJA foreldra og aðra forráðamenn barna til þess að tala við bömin og uinglingana um þetta og taka þeim vara við því að snerta slíka hluti, sem þeir kunna að finna. Ef menn finna slíka hluti, eiga þeir að gera næstu herstöð aðvart eða lögregl- unni hér í Reykjavík, sem síðan mun sjá um að þessari hættu sé eytt. „KENNARI“ skrifar: „Ég vil biðja þig, Hannes minn, að birta eftirfarandi línur mínar: Ég fagna því hve almennan þátt börnin í Reykjavík tóku í skrúðgongunum ó sumardaginn fyrsta, ég er alveg sammála þér um það, að íslenzku fánarnir voru allt of fáir í skrúð- göngunum, en ég vil upplýsa þig og lesendur þína um það, að fán- ar voru ófáanlegir x bænum.“ „ÉG REYNDI eins og ég gat að fá keypta fána handa börnunum mínum, en mér reyndist það alveg ókleift. Skil ég ekki, hvers vegna saumastofur eða einhverjir aðrir skuli ekki hafa auga fyrir þeim möguleika til aukinnar umsetn- ingar og atvinnu, sem þarna ligg- ur, því að hér í bænum eru þús- undir manna, sem vilja kaupa fána af öllum stærðum og ekki sízt litla bannafána." „EN ÞETTA VAR þó ekki aðal- atriði þessa bréfs, heldur frá- munalégur ósiður og dónaskapur, sem einstöku menn sýndu á barnadaginn. Þegar fylkingar barnanna komu í Lækjargötu voru þar í vegi fyrir þeim alls konar bifreiðar, sem stóðu í göt- unni og töfðu fyrir fylkingunum og skemmdu raðimar. Þannig var það alla leiðina frá Bankastræti og að Miðbæjarskólanum. Þetta sýnir svo frámunalegan dónaskap þeirra, sem þetta gerðu, að engu tali tekur, og er mér næst að biðjat þig að birta númer þessara bif- reiða, því að óg skrifaði þau hjá mér, en mest voru þetta einkabif- reiðar." „OG í ÞESSU SAMBANDI vil ég spyrja: Hvar voru lögreglu- þjónarnir? Fyrir fylkingunum gengu lögregluþjónar, en þeir gátu ekki rekið dónana burtu. Nauðsynlegt var að lögregluþjón- ar væru í allri Lækjargötu og sæju um að þar væri engin bif- reið og fullkomlega greið umferð. Ég áfellist lögregluna fyrir þetta hirðuleysi." • ÉG STÓÐ á tröppum í Lækjar- götu meðan fylkingar barnanna fóru um hana, svo að ég veit, að þessi orð ,,Kennara“ eru sönn, Ég sá bifreiðarnar standa báðum megin götunnar og sumar skakk- ar og snúnar. Ég sá lögregluþjón, sem gekk fyrir annarri fylking- unni, reyna að skapa greiða um- ferð, en hann gat það ekki af eðli- legum ástæðum. Það er rétt hjá bréfritaranum, að enginn lög- regluþjónn var í Lækjargötu frá því að Miðbæjarskólagangan lagði af stað og þar til báðar komu inn í götuna. VITANLEGA. ÁTTU lögreglu- þjónar að vera í götunni og hreinsa hana fulkomlega, svo að þar væri engin bifreið eða annar farartálmi. Þegar böi-nin komu svo í þéttum fylkingum, hrökkluð- ust þau utan í skítug aurbretti bifreiðanna, hrintust á þær, ó- hreinkuðu föt sín og jafnvel meiddu sig. Það verður að kenna dónunum hvernig þeir eiga að haga sér. Og þarna kom það fram á sumardaginn fyrsta, að það eru sannarlega til „fínir dónar“ I Reykjavík. OG SVO vildi ég segja: Svarta sorpkistan við Lækjartorg, undir glugga benzínsölunar, er ljót og ógeðsleg. Úr henni fýkur bréfarusl og úr henni veltur annar óþverri á stundum. Burt með hana! Hún er svo sem í samræmi við annað skraut á og við torgið, klukku- tuminn og skóburstaraskúrinn al- ræmda. En ég segi: Burt með það allt saman! Hreint borð í Reykja- vík! i Hannes á horninH. ðsending til afgreiðshunanna Alþýöttblaðsins útí á landi. Vinsamlegast gjÖrið sem fyrst skil fyrir 1. árs- f jórðnng itlaðsins. Alþýðublaðið. - Sfm( 4900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.