Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞÝPUDLAQiÐ Stnmndagur 39. apríl 194C 1. maí r ávarp i verkaifiiins I Haínarfirl » H4FNITÍIZKUR VEKKAIjÝÐIíIi! 1. maí er dagur verka- lýðsins um allan heim. Við þann dag eru tengdar helg- ustu minningar úr baráttusögu verkalýðshreyfingarinnar. Nú þegar hafnfirzkur verkalýður stendur sameinaður að þessum degi — minnist og fagnar unnum sigrum dreg- ur lærdóm af reynslu liðinna ára og safnar kröftum til nýrra átaka í baráttunni fyrir velferðarmálum sínum skorar fulltrúaráðið á verkalýðinn í bænum, að sýna einingu og mátt sinn með virkri þátttöku í kröfugöngunni og öðrum hátíðahöldum dagsins. Heitum því á þessum degi að gera sigur alþýðusamtak- anna, sigur verkalýðshreyfingarinnar, sem mestan. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði: Hermann Guðmundsson. Jóhann Tómasson. Guðrún Jónsdóttir. Ólafur Jónsson. Sigríður Erlendsdóttir. Sigurrós Sveinsdóttir Pálmi Jónsson. Jón Sn. Guðmundsson. Magnús Guðjónsson. Helgi Sigurðsson. Bjarni Erlendsson. Rís eiffl mesfa sfórhýsi Rvíkur í Hljómskálagarðinum! —..—.♦ ...... Tónlistarhöllin með 12©i matifsa músiksal, foíéi, stærsta veitingasaS foergarirsnar og hiÍóðfæraversluBi, T ÓNLISTAHFÉLAGIÐ 'hefir sótt til bæjarráðs um lóð undir væntanlega Tónlistarhöll í Hljómskála- garðinum. Samþykkti bæjar- ráð að vísa málinu til skipu- lagsnefndar. Alþýðublaðið sneri sér í gær til Ragnars Jónssonar, for- manns Tónlistarfélagsins, og spurði hann nánar um þetta fyrirhugaða stórhýsi. „Enn er ekki búið að teikna Tónlistarhöllina, en það verður gert undir eins og við höfum fengið leyfi fyrir lóð undir hana. Vonum við að við fáum lóðina í Hljómskálagarð'inum. .Þetta á að verða eitt mesta stórhýsi Reykjavíkur og sam- eina alla músíkstarfsemi okkar. Þar eiga að verða tveir músík- salir, annar mjög stór, eða fyrir 1200 tnanns. Við höfum nú 600 áskrifendur að frum- tónleikum félagsins og eftir- spurnin eftir þessum aðgöngu- miðum er svo mikil, að ég er alveg viss um að við áætlum ekki of hátt með 1200 manns. Hinn salurinn verður minni, fyrir alþýðutónleika og jafn- framt kammermúsíkkonserta. Þá á þarna að verða bíó. Við sóttum um leyfi fyrir kvik- myndáhússrekstri og væntum við þess að við fáum þetta leyfi. Þá verða og æfingasalir fyrir kóra, hljómsveitir og óp- erettustarf. Loks verður mjög stór veit- ingasalur í húsinu, sem á að geta rúmað flesta þá bæjarbúa, sem vilja fara út að skemta sér á kvöldin. í Tónlistarhöllinni verður og hljóðfæraverzlun. Mun þessi verzlun tryggja það, að hér verði alltaf nóg af hljóðfærum og nótum, en skortur á þessu hefir ætíð staðið músíklífi o.kk- ar mjög fyrir þrifum. í sam- bandi við Tónlistarhöllina starfar svo veitingaskáli, sem verður útbúinn á erlenda vísu.“ — Hvað mun slíkt hús kosta? „Fjórar miljónir að minnsta kosti. Við höfum nú um 1/8 hluta þessarar upphæðar, eða um 500 þúsund, en við munum snúa okkur að útvegun nægi- legs fjármagns undir eins og lóðin er fengin og búið er að teikna höllina.“ Bjartsýnir eru tónlistarmenn og stórhuga, en þeir eiga það líka sannarlega skilið, að þeim verði að trú sinni, því að þeir eru að starfa fyrir okkur öll og framtíðina. Búðum verður lokað 1. maí kl. 12 á há- degi. Eyrbekkingafélagið heldur skemmtifund í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu næstkom- andi miðvikudagskvöld. Margt verður til skemmtunar. Komið með spil með ykkur. Pétur Gautur verður sýndur í kvöld. Uppselt. Næsta sýning verður á miðviku- dag. Alþýðublaðið kemur næst út á miðvikudag- inn. --------------------—r——j) Til fólksins, sem varð fyrir brun- anum. E. G. kr. 30,00. 222 höfðu í gærkveldi greitt at- kvæði fyrirfram um skilnaðinn við Danmörku og lýðveldisstjórn- arskrána. Þar af eru 62 innaiíbæj- armenn. Kröfuganga verkalýðsins hefd við fðno kl. 2 Útifundurinn verður við horn Bankastrætis og Lækjargötu að henni lokinni. —....—.....— ^Bœrhm í dmg.í Næturlæknir er í LæknavarO- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Helgidagslæknir er Ólafur J6- hannsson, Freyjugötu 40, sinai 4119. Næturakstur annast Litlabílstöð- in, sími 1380. IMAÍ er á morgun. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna og • öll verkalýðssamtök bæjarins ásamt Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja boða alþýðu bæjarins til kröfugöngu, útifundar og skemmtana í þremur samkomuhúsum. Hátíðahöldin hefjast með því að fólk safnazt saman við Iðnó klukkan 1.30. Þaðan verður skipað í fylkingar og þaðan •hefst gangan stundvíslega kl. 2. Gengið verður um Vonar- stræti, Suðurgötu, Túngötu, Ægisgötu, Vesturgötu, Hafnar- stræti, Hverfisgötu, Frakka- stíg, Skólavörðustíg, Banka- stræti og staðnæmzt í Lækjar- götu. Á loftvarnaskýlinu við Lækj- argötu og Rankastræti verður ræðupallur með hátölurum og þar verða sjö ræður fluttar. Þessir flytja ræður: Guðgeir Jónsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, Sigurjón Á. Ól- afsson, formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, Sigurður Guðnason, formaður Dagsbrún- ar, Jóhanna Egilsdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Framsóknar, Eggert Þorbjarn- arson, formaður Fulltrúaráðs- ins, Guðjón B. Baldvinsson, ritari Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Stefán Ög- mundson, formaður Prentara- lagsins. Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur fyrir göngunni og milli ræðanna á útifundinum. Klukkan 5 hefst dagskrá verkalýðsins í útvarpinu. Verð- ur dagskrá þessi í tvennu lagi: Kl. 5—6,50. Þá talar Jón Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambandsins, í 10 mínút- ur, en síðan verður upplestur og tónleikar. Klukkan 20.20 hefst þessi dagskrá aftur. Þá talar Jón Rafnsson, erindreki Alþýðusambandsins, í 10 mín- útur, en síðan verður upplestur og tónleikar. Um kvöldið verða skemmtanir í Iðnó, Lista- mannaskálanum og í Alþýðu- húsinu. Hefir verið vandað ' mjög vel til þessara skemmt- ana, en þar verða ræiúfr, upp- lestur, söngur, hljómlist og dans. Sérstakt hátíðarmerki verka- lýðsfélaganna verður selt á götunum og Vinnan, tímarit Alþýðusambandsins. Vinnafl, fímaril Al- þýöusambandsins I hálíðabúningi. Verður seld á göfunum á morgun. VINNAN, tímarit Alþýðu- sambands íslands, 4. 5. íölublað, verður selt á götun- um á morgun. Er þetía stórt og vandað hefti, fjölþætt að efni og hið læsilegasta. Ritið hefst á ávarpi Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastj. Alþýðusambandsins, er nefn- ist Fyrsti maí. Annað efni heft- isins er sem hér segir: Verður er verkamaður launanna, eftir Guðgeir Jónsson; 1. maí 1944 verður helgaður kröfunni um betri heim, eftir Árna Ágústs- soh; Þættir úr sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, eftir Sverri Kristjánsson. Verkakvennafé- lagið Snót í V estmannaeyj um; Hallir í Mesopótamíu; Kaupfé- Eignizi íslenzka fánal Hvatning frá ríkisstjórninni. RÍKISSTJÓRNIN hvetur í dag allan almenning til þess að eignazt íslenzka fána. Gefur ríkisstjómin út þessa hvatningu til þjóðar- innar að tilhlutun síðasta al- þingis. í „Ailt í iagi, lagsi“ Nýja revýan verður frumsýnd á jriju- dagskvðld. O RUMSÝNING á hinni * nýju revýu Fjalakatt- arins, „Allt í lagi, lagsi“, fer fram í Iðnó n. k. þriðju- dag, 2. maí kl. 8 síðdegis. Revyan verður í fimm sýn- ingum og gerist hér í Reykja- vík á hitaveituöldinni. Fjallar hún um daglegt líf í höfuð- staðnum nú á dögum. Margir söngvar eru í revyunni,- bæði við nýjustu dægurlög og eldri vinsæl lög. Leikendur eru flestir vinsæl- ustu gamanleikarar bæjarins, sem sé: Emilía Jónasdóttir, Aurora Halldórsdóttir, Inga Þórðardóttir, Herdís Þorvalds- dóttir, Guðrún Guðmundsdótt- ir, Ema Sigurleifsdóttir, Al- fred Andrésson, Haraldur Á. Sigurðsson, Jón Aðils, Láms Ingólfsson, Gunnar Bjamason, Wilhelm Norðfjörð, Hermann Guðmundsson, Ársæll Pálsson, Guðmundúr Gíslason og Jón Eyjólfsson. Leikstjóri er Indriði Waage. Leiktjöld hefir málað Lárus Ingólfsson, dansarnir em eftir Ástu Norðmanh. Hljómsveit undir stjóm Tage Möllers leilc- ur undir sýningunni. Fermingamar. Vegna veikinda verður Ólafur Ásgeir Axelsson, sem ferma átti í Fríkirkjunni, ekki fermdúr í dag. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þorbjörg Sigurjónsd. og Guðmundur Ólafsson, fyrrv. póstur, bæði til heimilis á Amt- mannsstíg 5. lögin og alþýðuhreyfingin, eftir Guðmund Vigfússon; Vélstjóra- félag Akureyrar; Sök þeirra, sem heima sitja, eftir Jón Rafnsson; Sumarlönd alþýð- unnar, eftir Stefán Ögmunds- son; Snjófríður í Snjóhúsum, smásaga eftir Gunnar Bene- diktsson. Auk þessa er í heft- inu kvæði, þýddar smásögur, myndaopna, ‘bókmenntaþáttur o. fl. — Kápumyndin er af kröfugöngu í Reykjavík. ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa í Dómkirkjunnl (séra Friðrilc Hallgrímsson). — Fermingarmessa. 12.10—13.00 Há- degisútvarp. 14.00 Miðdegistón- leikar: a) Einleikur á píanó (dr. Urbantsschitsch): 1) Impromtu eftir Chopin, Ges-dúr. 2) Im- promtu eftir Schubert, B-dúr. (Tónleikar Tónlistarslcólans). b) 14.20 Hljómplötur: a) „Galdra- nornin“ eftir Max von Schillings. b) Ecstase eftir Scriabine. c) „t persneskum garði“ eftir L. Leh- man. d) „Drengurinn frá Shrop- shire“ eftir Butterworth. 18.40 Barnatími (Nemendur guðfræði- deildar háskólans). 1925 Hljóm- plötur: Valsar eftir Brahms. 20.2® Einsleikur á fiðlu (Þorvaldur Stein grímssan): a) Sveitadans eftir Si- belius. b) Qrientale eftir César Cui. c) Vöggulag eftir sama. 20.35 Erindi: Trúmennska (sr. Gimnar Ámason — þulur flytur). 21.00 Hljómplötur: Luise Walker leikur á gítar. 21.10 Einsöngur Aag® Schiöth). 21.30 Ungverks Raphso- dia eftir Liszt. 21.50 Fréttir. MÁNUDAGUR 1. MAÍ: Naeturlæknir er í Laelmavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavikur- apóteki. Helgidagslæknir er Ólafur Helgffi son, Garðastræti 33, sími 2128. Næturakstur annast B. S. í., sími 1540. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútv. 15.30 —16.00 Miðdegisútvarp. 17.00 Há- tíðisdagur verkalýðsfélaganna: a) Ræða (Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri). b) 17.10 Upplestur og tónleikar. — Samfelld dagskrá, fyrri hluti. 18.50 Barnatími. 19.25 Hljómplötur: 1. maí lög. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Hátíðisdagur verkalýðsfélaganna: a) Ræða (Jón Rafnsson erindreki). b) 20.30 Upplestur og tónleikar. — Samfelld dagskrá, síðari hluti ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ: Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútv. 15.30 —16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukemisla, 1. flokkur . 19.25 Hljómplötur: Lög úr óperettum og: tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Er- indi: Kolanám og náttúra kolanna (dr. Jón Vestdal). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Sónata í a-moll fyrir celló og píanó eftir Grieg. (Dr. Edelstein og Árni Kristjáns- son). 21.20 Hljómplötur: Endur- tekin óperulög. 21.50 Fréttir. ÁrroSi, málgagn Félags ungra jafnaðar- manna, kemur út í dag, 16 síður að stærð, auk kápu. Blaðið er hið læsilegasta og mjög smekklegt að öllum frágangi. Það flytur m. a.: Ávarp frá ritnefnd, en hana skipa þeir Siguroddur Magnússon, Jón Ágústsson og Vilhelm Ingimund- arson, sem jafnframt er ábyrgð- armaður. Þá birtast í því hvatn- ingarorð: „Ég stíg á stokk og strengi heit,“ eftir hinn marg- reynda foringja sjómannasamtak- anna, Sigurjón Á. Ólafsson; Ágúst H. Pétursson, form. F.U.J., ritar um „F.U.J. og 1. maí.“ Smásaga. eftir Jón H. Guðmundsson, Jón Blöndal: Staðleysur auðvalds- skipulagsins, Gunnar Vagnsson, stud. oecon.: Hið nýja landnám, Gylfi Þ. Gíslason: Tímarnir breyt- asl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.