Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Smmttdagnar 30. apríl 1944. STJARNARBlOSa Fjórar dæfur (FOUR DAUGHTERS) Amerísk músíkmynd. Lane-systur Jeffrey Lynn John Garfield NORSKI VERZLUNARFLOTINN Sýnd sunnudag kl. 3, 5, 7, 9. — Mánudag kl. 7 og 9. — Þriðjudag kl. 9. Vér munum koma affur. (WE WILL COME BACK) Rússnesk mynd úr ófriðn- um. — Aðalhlutverk: I Vanin Marina Ladynina Bönnuð fyrir böm innan 16 ára. — Sýnd mánudag kl. 3 |og 5, þriðjudag kl. 5 og 7. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 sunnudag og mánudag. AUÐVELT DÆMI EN JÓN VAR NÚ betri í reikningnum en ætla hefði mátt. Einhverju sinni hittir hann bændur úr annarri sveit, sem reka fjárrekstur mikinn á und- an sér. Einn bóndinn, sem heyrt hafði getið um lánleysi Jóns í reikningslistinni, víkur sér að honum og segir: „Getur þú nú reiknað út, hvað margar Icindur eru í þessum rekstri?“ Jón horfir á hópinn um stund og segir síðan: „Fimm hundruð munu skepnurnar vera.“ „Alveg hárrétt“, segir bónd- inn, „en hvernig fórstu að geta upp á þessari tölu?“ „Geta“, svarar Jón, móðgað- ur á svip. „Það eru engar get- gátur. Ég táldi bara fæturna og deildi svo í þá tölu með fjór- um. Það er nú öll kúnstin.“ * * * ALLMARGIR eru spámenn tðeins á ættjörð sinni. * * * TIL LESENDANNA: Sendið „Heyrt og séð“ skrýtl ur og skopsögur til birtingar. JilF mt JflCKWBÁÍ Um næstu helgi gat Renate ekki farið með mér að heim- sækja Mikael, því að hún hafði fengið slæmt kvef, en það var bannfært í Alperuhof. Klara bauðst hins vegar til að aka með mér. Henni þótti mjög vænt um Mikael og langaði hana því til að sjá hann líka. Ég gerði einn- ig ráð fyrir, að hún kysi að gleyma ástandinu í borginni um litla hríð. Þetta hafði verið mjög viðburðarsöm vika, og hún hafði naumast séð Flori. Þessa síðustu daga fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl una þurfti Flori sjálfur á bíln- um sínum að halda, en það virt- ist fremur gleðja hann en hitt, að Klara færi brott. H-ún kom því með mér í vagni, sem hún hafði tekið á leigu í einn dag. Skrautlega búni dyravörður- inn, sem alltaf spókaði sig fyrir framan hótelið, hjálpaði mér upp í bílinn og brosti breiðu brosi til Klöru. — Comment alles vous, Ah- med? spurði hún hann. — Merci bien, Madame ca va. Les temps sont difficiles . . . svaraði hann og lokaði bílhurð- inni. Hann var í víðum buxum og með rauðan fez eins og skrýtni, litli soldánin í Esquire. -t— Ég hefði gaman að vita, hvað þeir gera við vesalings Ah- med, ef illa fer, sagði Klara um leið og hún ók af stað. Á göt- unúm voru aldrei þessu vant ekki neinar skrúðgöngur eða óvenjulegur mannfjöldi. — Hvernig stendur á því að þú þekkir hann? — Sagði ég þér það ekki? Hann er faðir Svörtu smánarinn ar. Yesalings skinnið. Skrautleg ur er hann, en ekki brot af aría. —• Hvernig í ósköpunum stend ur á því, að hann spókar sig hér fyrir framan hótelið? — Hann varð eftir í Þýzka- landi, þegar herfylkið hans fór aftur til Afríku. Og hann fylg- ist með okkur til Berlínar, því að hann er fæddur fjölskyldu- faðir og vildi dveljast með kvennmanninum sínum og barn inu. Hann komst þar í starf hjá næturklúbbi. Seinna meir, þeg- ar ég fór þaðan, tók ég hann með mér, og Plori útvegaði hon um starf þarna. Anna varð auð- vitað eftir og giftist nazista. —< Og Smánin? — Oh, bún sér vel um sig. Hún má sín mikils í París, eftir því sem mér skilst. Hún dansar í Talbarion, x»g karlmennirnir ausa í hana eftirlíkingum af gim steinum og perlum. Þú veizt að Frakkar eru aðgætnir, jafnvel' þó að þeir láti hrífast, og eftir- líkingar af gimsteinum eru ódýr ar. Já, munkur. Svarta smánin okkar er orðin meir en lítil gleðikona. —• Kenndir þú henni að dansa? — Ja, ég ibýst nú við, að ég hafi kennt henni einmitt það, sem hún dansar núna. Það er kallað Íbenholts-Eva, og hún er allsnakin að öðru leyti en því, að hún hefir lítið fíkjulauf fram an ó sér. Hún sendi mér skemmti skrá með mynd af sér. Það eina, sem ég gerði, var að liðka hana ofurlítið. Og nú er hún víst orðin svo liðug, að alla París svimar. Ég reyndi að mynda mér skoð un um feimna, dökka barnið, sem ég hafði borið í örmum mín um, í þeim kringumstæðum, sem Klara hafði lýst. -— Ég hefði gaman af að vita, hvort hún gæti vakið slíka athygli 1 Har- lem, sagði ég. Klara hló stutt- lega. — En þessi ameríski þjóð- rembingur í þér, sagði hún, en svo varð hún að einbeita hug- anum að bílnum, sem var ekki í sem fullkomnustu ásigkomu- lagi. — Ég vildi, að við værum nokkrum dögum á undan rás við burðanna og vissum, hvað bíð- ur okkar, sagði hún alllöngu síðar, þegar við vorum komn- ar út úr borginni. — Þessi bið hefir svo slæm áhrif á mann. — Það er ekki líkt þér að hafa svona miklar áhyggjur. — Þáð er auðvelt að vera áhyggjulaus, meðan maður er ein síns liðs. Nú er það Flori. Og Renate. Einu sinni hefi ég orðið að hraða för minni yfir landamærin til að bjarga líf- inu. Mig fýsir ekkert sérstak- lega að gera það öðru sinni, og með mann og bam. — Hvers vegna varðstu að flýja síðast? — Oh, ekki vegna neins. Ein dansmærin mín var kommúnisti og ég reyndi að fela hana verstu dagana þrjátíu og þrjú. — Hvað varð um hana? Klara yppti öxlum. Þessar axlaypptingar, þessi andvörp, þessar áhyggjufullu hrukkur á háu enninu, allt var þetta nýtt. Hún hafði gráa, nálega hvíta skellu í hárinu yfir haegra gagn auganu. Ég snerti hana með fingrinum eins og ofurlítinn leyndardóm. — Það er allt grátt, skilurðu. Ég lét lita það, en skildi þessa skellu eftir. Það er eins konar játning þess, að ég sé gömul og gráhærð og hafi lit- að hár. —• Það er aðlaðandi, og það veiztu. — Það finnst Flori að minnsta kosti. Hann væri vel til þess fall inn að annast hárgreiðslu, held- urðu það ekki? Eða góður yfir- þjónn? Allt annað en góður stjórnmálamaður. Jæja, hann verður kannske að taka upp starf við einhvers konar þjón- ustu. Að viku liðinni fáum við skorið úr því. Við höfum alltaf allt á móti okkur. Við erum Austurríkis- B NYJA BIO SB Irabiskar næiur (Arabian Nights) Litskreytt æfintýramynd úr 1001. nótt. Aðalhlutverk: Jón Hall Maria Montez Leif Erikson SABU Sýnd kl. 5, 7 og 9. » ECáfir vóru karlar Bamasýning kl. 3. með Bub Abbott og Lou Costello. menn, þegar það er rangt að vera Austurríkismaður. Frjáls- lynd, þegar það er rangt að vera frjálslynd. Einstaklingshyggju- menn, þegar það er rangt að vera einstaklingshyggjumaður. Það er kraftaverk, að fólk eins og við skuli vera enn á lífi. Það er erfitt að tilheyra rangri kyn- slóð. Mér gezt vel að þessum mannætuflokkum þar sem böm in eta foreldra sína á fjórtánda afmælisdaginn sinn. Það kemur B6AMLA Blö SS Ævfntýii í herskóla (The Major and the Minor) Amerísk gamanmynd. Ginger Rogers Ray Milland Sýnd í dag og á morgun (1. maí) kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst klukkan 11 f. h. í veg fyrir margháttuð óþægindi. Mikael leið vel, og hann var ánægður. Það er miklu auðveld- ara fyrir sjúkt fólk að hafast við í návist annarra sjúklinga. í Alpenhof var eðlilegt að hafa sjúk augu. Og heilbrigt fólk, sem kom í heimsókn, eins og við fann til þess, að það væri óeðli- legt og ibryti í bág við umhverfið þar sem sjúkleikinn og batinn skipti öllu máli. Hann var ró- legri og ekki eins flöktandi og MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Kraftar þeirra þurru eftir því, sem ’lengra leið. Þeir fundu mun á sér með hverjum degi, sem leið. Einkum var lífið þeim erfitt hinar heitu stundir dagsins, þegar þeir reyndu að sofna án minnstu forsælu. Það kom að engu gagni, þótt þeir reyndu að grafa sig niður í sandinn. í fyrsta lagi var það allt of mikið erfiði. í öðru lagi var sandurinn brennheitur, svo að þar var sízt viðhlítanlegra en annars staðar. Verst þoldi hundurinn hitann. Það var átankanlegt að sjá vesalings Bob skjögra áfram og heyra stunur hans, þegar hann hvildist. Hann bragðaði ekki á mat, en slokraði jafnan vatn í sig, þegar honum var það boðið. Morgun nokkurn fékkst hann ekki til þess að skreiðast á fætur. Páll og Hjálmar skiptust þá á um að bera hann, enda’ þótt þeir ættu fullt í fangi með byrðar þær, sem þeir höfðu fyrir. Þótt undarlegt kunni að virðast, þoldi Wilson hitann verst þeirra félaga. Það sást greinilega, að hann var meira en lítið miður sín, og matarlyst hans var svo að segja engin. En hann vildi þó umfram allt leyna þessu, og hann hóf allt- af eitthvert annað umræðuefni, ef félagar hans minntust á það, hversu útlit hans væri átakanlegt. Kaliano — og Búatýra þó sér 1 lagi — báru sig hins vegar hetjulega. Það var engu líkara en þol þeirra ykist eftir því, sem fram liðu stundir. En ef þau tóku einhverjar byrðar af hinum hvítu vinum vorum, drógust þau brátt aftur úr. Annars léttust byrðirnar með hverjum degi, sem leið. Enn voru matföng þeirra þó næg, en vatnsskorts var þegar £WwW BECOWES THE P0SSE55OR. OF FOUfi. WINNIMG RAFFLE | TICICETS.EMTITLINGTHE | HOLDERS TO DATE VVITH i GIR.L5 FROMTHE U.5,0. j CAMPSHOW.,.SCORCHy j 15 PERSUADED TO COME j ALON&, AMD MEETS A j GIRL NAMED KATHY... WHATS WfTH YOUTWO? WEVE BEEN TALKIN& TO VOU FORTEN MINUTB5 WITH NO RESULTS/ WE’RE REAOY 70 QO/ r rtEY/ SCORCHY/ mYNDA- SAGA HANK (kallar á Örn, sem virð- ist allt of upptekinn); „Halló! Öm! Hvað er eiginlega að yíkkur dúfuntun. Við erum bún- ir að vera að kalla á ykkur í 10 mínútur, en það er ger- samlega ómögulegt að fá ykk ur til að svara. Við viljum fara að leggja af stað.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.