Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 30. apríl 1944. fUj>ijðnblatoð Wtetjórl: Stefán Pétursson. límar ritstjórnar: 4901 og 4902. ítltetjórn og aígreiösla i Al- jjýOuhústnu við Hverfisgötu. Otgelandi: AlþýSnflokknrtnn. Símar afgreiósla: 4900 og 4906. Verð 1 lausaaölu 40 aura. AlteýSupraatswiSJaB h.t 1. mai 1944. IFIMMTA sinn í röð rennur fyrsti maí, alþjóðadagur verkalýðsins, í ár upp yfir heim- inum sundur flakandi áf sárum styrjaldarinnar. Og aðeins í ör- fáum hlutlausum löndum getur verkalýðurinn tekið sér frí frá Etörfum til þess að fylkja eins og í gamla daga liði um hugsjónir sínar og kröfur um betri heim og alþjóðabræðralag. 1 þeim löndum, sem nú eru undir hinu blóðuga oki nazismans, mega slíkar hugsjónir að sjálfsögðu hvorki vitnast, né slíkar kröfur heyrast; þar er fyrsti maí þegar af þeirri ástæðu forboðinn dag- ur. En í flestum hinum frjálsu landa lýðræðisins, iþað er öllum þeim, sem vopnaðan þátt taka f frelsisstríðinu gegn nazisman- um, hefir verkalýðurinn öll þessi ár af frjálsum vilja afsalað sér deginum til þess, að geta haldið áfram að smíða vopndn, sem eiga að verða kúguninni að falli og ryðja veginn fyrir hinn lang- þráða, nýja og betri heim friðar og félagslegs réttlætis og ör- yggis. * !Það hlé, sem orðið hefir á há- tíðahöldum og kröfugöngum verkalýðsins fyrsta maí á ófrið arárunum er iþví enginn vottur þess, að verkalýðshreyfingin sé ekki jafn voldug og hún var. Hún hefir aðeins harizt á öðrum vígstöðvum fyrsta maí síðustu 4 árin, en venja var áður; því að af hugsjónum hennar og mark- miðum er frelsið fyrir öllu öðru. En það er áreiðanlegt, að þegar frelsið hefir aftur verið að fullu tryggt fyrir hinni ægilegu hættu nazismans og einræðisins yfir- leitt 'í öllum þess myndum, þá mun verkalýðshreyfingin ihvar vetna um heim fylkja liði á ný um þær hugsjónir og kröfur um félagslegt öryggi og bræðralag, sem hún ein hefir barizt fyrir á síðustu mannsöldrum, en- ótald ar milljónir hugsandi manna af öllum stéttum munu berjast fyr ir með henni eftir þetta stríð. Það hefir kostað of dýrar fórn- ir til þess, að það sjálft, eða það þjóðfólagsástand, sem til þéss leiddi, megi endurtaka sig. * Því ’betur höífum við hér norð ur á hjara veraldar enú í þessu stríði átt hæli í friði, eins og skáldið kvað í síðustu heims- styrjöld. Hjá okkur hefir verka- lýðurinn öll ófriðarárin, að einu undanteknu, getað fylkt liði fyrsta maí um hugsjónir sínar og hagsmunamál; og það gerir hann enn í ár. Á morgun mun verkalýður höfuðstaðarins og þúsundir ann arra, sem skilja tímanna tákn og taka undir kröfur hans, fara út á götuna til þess að hasla sér völl í þeim átökum, sem fram undan eru um nýtt og betra þjóð félag, en iþað, sem við höfum hingað til átt við að búa. Hug- heilar kveðjur munu verða send ar hinum stríðandi stéttarsyst- kinum um viða veröld og kröf- urnar verða þær sömu og þau gera til framtíðarinnar, að stríð inu loknu: Félagslegt réttlætd og félagslegt öryiggi — öryggi fyrir örbirgð og skorti í öllum þess myndum. En yfir allar aðr- ax kröfur mun gjaila sú krafa, » t álögomu: Fyrsta íslenzka óperettan. Músik eftir Sig. Þórðarson, texti eftir Dagfinn Sveinbjornsson ÍSLENZK leiklist færir út kví arnar með ári hverju. Nú þykir það t. d. lítið veltiár í leik hússmálum höfuðstaðarins, ef engin óperetta er sýnd. Og nú una íslenzkir höfundar ekki við það lengur, að allir söngleikir sem hér eru fluttir, séu sóttir til útlanda. Fyrsta íslenzka óper ettan hefir þegar komið fram á innlendu leiksviði. Útlendu óperetturnar, sem sýndar hafa verið hér, hafa á- reiðanlega orðið söngmennt okk ar til mikils gagns. Lögin úr þeim eru komin á alþýðu varir, og er ólíkt meiri menningar- bragur, að heyra fólk syngja hin léttu og fögru lög úr „Meyja skemmunni“ og „Bláu Kápunnf ‘ en eitthvert „Kiss-me-darling“ gaul við fáránlegan leirburð úr amerískum yfirstéttarkvikmynd um. Þessi nýja óperetta ætti ekki síður að verða til góðs. Hér eru íslenzk lög, sem ættu að standa íslenzkri aíþýðu nær hjarta en hin erlendu. Og nái þessi óper- etta aiþýðuhylli, er enginn vafi á því, að lög Sigurðar Þórðar- sonar fljúga víða og lengi um landið. Það er bjart og létt yfir músikkinni, og eru nokkur göm ul þjóðlagastef ofin inn í, eins og texti og þygging leiksins gef- ur ástæðu til. — Annars skal tónmenntaðri mönnum en þeim, sem þetta ritar, látinn eftir frek ari dómur um tónlistina. Það er vafalaust í mikið ráð- izt að semja fyrsta óperettu- textann íslenzka. En hitt er líka víst, að Dagfinnur Sveinbjörns son hefir lagt mikla rækt við það vandaverk og haft mikið fyrir. Það er mjög eðlilegt, að þegar semja á óperettu í þjóð- legum stíl, sé leitað efnis í hið fjölskrúðuga forðabúr íslenzkra þjóðsagna, og þá fyrst og fremst til huldufólkssagnanna og úti- legumannasagnanna. í huldu- fólkssögurnar er tilvalið að sækja dularáhrif og glæsileik í íburðarmiklar leiksviðssýning- ar, útilegumannasagnirnar eiga nóg efni og æfintýri fyrir hetj- ur leiksins. En þótt efni þjóð- sagnanna virðist í fljóti bragði ótæmandi, er iþó strax farið að minnka olnbogarúmið, og nokk- ur vandi að sigla milli skers og báru, þar sem er „Skugga- Sveinn“ öðrum megin, en „Ný- ársnótt“ hins vegar. Dagfinnur Sveinlbjörnsson hef ir ausið af nægtaíbrunni sagri- anna, og fært óperettutexta sinn í léttan þjóðsagnabúning öðrum Iþræði. En jafnframt leit ast hann við að gefa leiknum dýpri merkingu með því að hafa sjálfstæðisbaráttuna í baksýn. Þessum tilgangi höfundarins mega menn ekki gleyma, þegar þeir dæma óperettuna. En því ber ekki að neita, að nokkuð verður þetta á kostnað léttleik- ans. Óperettutextar eru venju- lega ekki neinn undirstöðuskáld skapur enda eru örðugleikar á því að íá samfelldan þunga í straum frásagnarinnar, því að söngvar og samtöl skiptast títt á, og sú verður raunin, að texti söngsins skilst mun verr en hið talaða orð, ekki sízt, þegar um er að ræða nýtt, ó- prentað leikrit, sem fáir hafa les ið utan leikhússins. Dagfinnur hefði því auðvitað getað valið hugsunum sínum og skáldskap um.sjálfstæðisbaráttuna á niður lægingaöldunum heppilegra og rýmra form en óperettuformið, og gefið igamansemi sinni og fyndni lausari tauminn. En um Svava Einarsdóttir, sem leikur hlutverk álfakonungs- dótturinnar. þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir. Þrátt fyrir örðugleika á því að samræma hinn alvarlega und irstraum léttleika óperuforms- ins, verða ekki árekstrar nema á einum stað. En það er, þegar Ari, umboðsmaður dönsku ein- okunarverzlunarinnar, er að flangsa utan í Rannveigu heima sætu, en hljómsveitin leikur ís- land farsældar frón með mikl- um fjálgleik. Þetta tvennt er næsta hjáleitt. Það, sem gerist á sviðinu er of kátlegt til þess að isvo hátíðlegt lag fari vel við. Það skal tekið fram, að upp í söngtextann hefir Dagfinnur tekið nokkra gamla texta, þ. á. m. nokkra eftir Sigurð Péturs- son. T. d. er vísan, „Ég vil nú með ljúfu leyfi“ (nr. 10), sem mörgum mun þykja heldur skrýtin, ekki verk Dagfinns heldur Sigurðar. Lteikendurnir hafa auðvitað verið valdir í hlutverkin eftir því, að miklu leyti, hversu söng rödd þeirra er háttað. Sigrún Magnúsdóttir nýtur sín ekki eins vel og oft áður. Rannveig í Dal er ekki eins mik- ið fáðrildi og glæsimeyjar út- lendu söngleikjainna og Sigrún veldur síður alvörunni og still- ingunni en fjörinu og gleðinni. Aftur á móti nýtur Bjarni Bjamason sín ágætlega í Skúla. Hann er rösklegur og djarfmann legur, eins og sæmir vel þessum unga viðreisnarmanni. Pétur Jónsson er alltaf vörpu- legur og atkvæðamikill, og er aldrei betrá en þegar hann getur lagt allt leiksviðið undir sig. Honum tekst vel upp annað veif- ið í þessari óperettu, en galli er það, að hann bregður fyrir sig skökkum beygingum, og það í algengum orðum. Lýtir það leik hans ásamt stirðlegri framsögn öðru hverju í töluðu máli. En þetta kann að lagast iþegar Pét ur venst hlutverkinu enn betur. Anna Guðmundsdóttir leikur húsfreyjuna með myndarskap, svo sem við á. Valdimar Helga- son leikur Ara umboðsmann heldur liðlega, en óþarft sýnist að gera umboðsmanninn svona óvirðulegan. Ógnin, sem alþýðu manna stafaði af fulltrúum danska valdlsins, kæmi betur í ljós, ef Ari væri festulegri og hvassari á brúnina. Einn leikari vekur mikla at- hygli með leik sínum, þótt ekki sé í stóru (hlutverki. Það er frú Nína Sveinsdóttir, sem leikur Völu gömlu. Al'lur leikur hennar er svo lifandi og næmur, að lofs vert er. Lárus Ingólfsson, sem leikur Jón hómopata, tekst líka mjög vel. Ævar Kvaran leikur Valdimar Helgason og Ævar Kvaran: Ari umboðsmaður og Jón stúdent. Jón stúdent og ferst að prýði- lega. Haraldur Bjömsson er ágætur álfakóngur, og Svava Einarsdótt ir er fríð sýnum og björt yfir- litum í gervi dóttur hans. En ekki verður sagt að þar fari sam an fríðleikur, og lífrænn leikur. Klemenz Jónsson leikur hér kaupmann og gerir það drjúg- um betur en flest annað, sem hann hefir gert á leiksviði áður. Smærri hlutverk eru: Kontinus stallari: Lárus Hansson, Sigríð- ur og Sólveig, vinkonur Rann- veigar: Hulda Runólfsdóttir, sem er mjög 'hressileg og Tilkynning frá Vikursfeypunni Pétur stræti Pétursson, Hafnar- 7, selur ekki lengur vörur frá oss. Getum nú aftur afgreitt með stuttum fyrirvara: Vikur Holsfein Einangrun VIKURSTEYPAN Láras Vitastíg 8. Ingimarsson Sími 3763. skemmtileg á leiksviði, og Finn- borg Ömólfsdóttir, fylgdarmenn. Ara: Róbert Arafinnsson og Baldvin Halldórsson. Leiktjöldin hefir Lárus Ing- ólfsson málað með mikilli prýði og vandvirkni, sem hans er von og vísa. Þeir Sigurður Þórðarson og Dagfinnur Sveinibjörnsson hafa gerzt brautryðjendur með þess- ari óperettusmíð. Það var auð- séð á frumsýningunni, að leik- húsgestir voru þeim þakklátir fyrir að hafa nú riðið á vaðið. Lófaklappið dundi og blómun- um rigndi yfir höfundana, leik- stjórann og hljómsveitarstjór- ann, sem allir höfðu hjálpazt að iþví að hleypa fyrstu íslenzku óperettunni af stokkunum. Ragnar Jóhannesson. sem frumskilyrði er, að uppfyllt verði, éf takast á að útrýma ör- yggisleysinu og skortinum: Aldrei framar atvinnuleysi! TILKYN til innflytjenda í framhaldi af auglýsingu Viðskiftaráðsins, dags. 26. Þ- ( m., varðandi fyrirgreiðslur íslenzka sendiráðsins í Washington við útvegun útflutningsleyfa frá Bandaríkjun- um, tilkynnist innflytjendum hér með að hin almenna regla nm þessar fyrirgreiðslur gildir ekki um eftirtaldar vörur og vöruflokka: Hrísgrjón og hrísmjöl. Kaffi. Leðurskófatnaðúr. Leður. Járn og stál. Sápur og sápuduft. Rafhlöður. Bifreiðahjólbarðar og slöngur. Gúmmískófatnaður. Vefnaðarvörur, allar tegundir. Saumavélar til heimilisnotkimai Ljósaperur. Varahlutir í bifreiðar. Ávextir og grænmeti............ Ritvélar. Baðmullargiara. Landbúnaðarvélar og verkfæri. Flöskuhettur (Crowncork). Zink. Úthlutun til innflytjenda ofangreindra vara hefir sum- part farið fram, eða fer fram nú á næstunni. Viðskiftaráðið lætur sendiráðinu í Washington í té skrá yfir þessar úthlut- anir sérstaklega, og mun sendiráðið því ekki annast fyrir- greiðslur í sambandi við þessar ofangreindu vörur nema í samræmi við slíkar skrár. Reykjavík, 28. apríl 1944. Viðskiptaráðlð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.