Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 3
lÉtaaaffldagtnp 3». «pifl Ít44. fjónlð miklu méira í Bergen en fyrst var talið. Loftþrýstíiigurinn fseytti fóikinu ur Sbúóum þess úf ym giuggana* AlÞYDB^^OsÖ ? •.. ............—.......... ...... Enn ihafa bandamenn gert skæða loftárás á 'höfuðborg Þýzkalands og er borgin nú sögð mjög illa útleikin eftir margendurteknar stórárásir. Á myndinni sjást sprengjur springa í Berlín í árás er fjölimargar amerískar flugvélar gerðu 6. marz síðastliðinn. Árás iþessi var sú þriðja, • sem Bandaríkjamenn gerðu á borgina á einni viku. 1500 flugvélar réðust á Loftárásir á ftagvélasmiðjiir við Oslo og N.-Frakkiand. IGÆR var gerð enn ein stórárás á Berlín. Að þessu sinni voru það 750 flugvirki og Liberatorflugvélar og álfka margar orrustuflugvélar, sem árásina gerðu. Var árásinni einkum beint gegn herstöðvum og verksmiðjum og vitað er, að tjón varð mjög mikið. Fyrr um daginn höfðu brezkar Lancaster-flugvélar ráðizt á flugvélasmiðju í grennd við, Osló, en Mosqito-flugvélar á Hamborg. Flugvélarnar komu allar aftur úr síðast töldu árásunum. Árásum var haldið á- fram á ýmsar stöðvar í Norður Frakklandi. MENN ÞREYTAST aldrei á því að tala um innrásina, sem í vændum er, og er það að vonum. Innrás fótgöngu-, stórskota- og skriðdrekaliðs er það eina, sem getur bugað Þjóðverja, um það munu allir þeir, sem eitthvað þykj- ast þekkja til hermála, sam- mála. Loftárásir einar sam- an, hversu stórkostlegar sem þær annars eru, geta ekki ráðið úrslitum í styrjöldinni. Enda þótt mikill hluti Ber- línar séu rjúkandi rústir, Hamborg úr sögunni sem mesta hafnarborg Þýzka- lands og Kxuppsverksmiðj- umar í Essen brotajám og múrsteinsbrak, má öruggt telja, að það geti ekki riðið baggamuninn. Mönnunum hefir öðlazt sú undursam- lega gáfa, að geta samlagazt svo að segja hvaða kringum- stæðum, sem vera skal, menn geta sætt sig við hina ósennilegustu hluti, og upp- finningasemi mannsandans finnur alltaf ný og ný ráð. Neyðin kennir naktri konu að spinna, eins og þar stend- ur. EKKI ÞARF AÐ EFA, að Þjóðverjar hafi haft einhver tök á því að flytja til mikil- vægar verksmiðjur, koma þeim fyrir á hinum ósenni- legustu stöðum, fjarri borg- um, sem ætla* má, að gerðar verði. loftárásir á. Að sjálf- sögðu hafa geysilegar skemmdir orðið á mann- virkjum af öllum tegundum í hinum þrotlausu árásum bandamanna á Þýzkaland undaníama mánuði, en þó ekki nægilegar til þess, að innrás geti gengið slysalaust eða að bandamenn verði ekki fyrir verulegri mót- spymu. Þetta er banda- mönnum að sjálfsögðu Ijóst. ÞAÐ ER VEGNA ÞESSA, að því er margir ætla, að inn- rásin er enn ekki byrjuð. Undirbúningurinn sjálfur undir innrásina, mestu her- för veraldarsögunnar, tekur sinn tíma, langan tíma. En fólk úti um allan heim, einkanlega það, sem dvelur í hinum herteknu löndum, sem nú hefir orðið að sætta sig við kúgun og áþján um árabil, er, sem von er, orðið óþoiinmótt og með hverjum degi sem líður herða Þjóð- verjar þrælatökin á þeim, sem þeim hefir með svikum og svívirðilegu ofbeldi tekizt að knésetja um stundarsak- ir. En dag eftir dag má heyra frá brezkum útvarpsstöðum sigurmerkið V á morse-máli, og það er verra taugastríð en Þjóðverjum hefir nokkru sinni tekizt að beita, meðan þeir voru og hétu. Það tákn- ^ AMKVÆMT fregnum, O sem norska blaðafull- trúanum hefir borizt frá Stoklíhóbni, er það Ijóst, að Þjóðverjar og norsku quisl- ingablöðin hafa sagt skakkt frá sprengingunni í Bergen og dulið margt. Tjónið varð miklu gífuríegra en þeir hafa viljað vera láta og ástandið var hroðalegt fyrst í stað. Það voru þrjú skip, sem sprengingunni ollu, har á meðal stórt henzínflutnmga skip, en ekki eitt smáskip, hlaðið sprengiefni, eins og nazistar skýrðu fyrst frá. í skrifstofubyggingu- Berg- enska gufuskipáfélagsins, sem margir íslendingar munu kannast við, fórust 22 menn, en 14 særðust alvarlega! Byggingin er gereyðilögð. Það var fultningaskiþ, hlaðið tundurduflum, sem rakst á stórt benzínflutningaskip, sem lá við Festningskaien. 1 Eldur kom upp og læsti sig í skip, hlaðið sprengiefni og skptfær- um, sem lá þar hjá. Kváðu síð- an við tvær ægilegar sþreng- ingar. Varð af þessu flóðbylgja mikil, sem sópaði með sér skip- um og ’bátum upp á land. Strandferðaskipið „Rogaland“, sem er á stærð við „Esju“, sökk við bryggju, en minni skip og bátar brotnuðu við hafnar- garða. Á Þýzkubryggju gekk bylgjan á land og náði mönn- um í mitti. Mun eitthvað af fólki hafa farizt við það. En það var loftþrýstingur- inn, sem mestu tjóni olli. Skrif- stofubygging Bergenska, sem var vandað steinhús, hrundi til grunna, svo og tvö ný vöru- geymsluhús úr steinsteypu hin- um megin vogsins. Hlutar úr skipum og bátum bárust lang- ar leiðir í ýmis bæjarhverfi. Fólk, sem var í sporvögnum, hentist út um gluggana og sums staðar sáust börn kastast út um glugga á .húsum. Á einu augnabliki fylltust heilar götur af hrundum húsveggjum og þökum. Líkin lágu á víð og dreif og fólk sást reika um með alblóðug andlitin, sumir blind- ir. Víða komu upp eldar þar sem lagt hafði verið í, og breiddust þeir brátt út. ar ekki aðeins taugastríð á hendur Þjóðverjum, það læðir ekki einungis óhugn- anlegri grunsemd eða vissu inn í hlustir Þjóðverja, held- ur táknar það líka nýja dag- renning, nýtt tímabil frelsis og heiðarleika. ÞÁ VERÐUR „gangster“-vald- inu hrundið af stóli, þá munu þeir, sem nú eru smáðir, svívirtir og hraktir, sviptir ástvinum og eignum, aftur heimta lönd sín, þeir munu aftur setjast að því, sem forfeður þeirra skiluðu þeinf í hendur, en hrak- menni og bófar hafa sölsað undir sig og auðgazt á und- anfarin ár. Nýi tíminn er í í árásinni á Berlín mun mest tjón hafa orðið á miðbiki borg- arinnar og kviknuðu feykilegir eldar og margar sprengingar urðu. Talið er, að húsakynni fréttastofunnar þýzku hafi laskazt mikið, enda var mikið ólag á öllum fréttasendingum Tveim dögum eftir spreng- inguna komu upp eldar á þrem stöðum á Marineholmen í Ber- gen, þar sem Þjóðverjar hafa kafbátastöð, og flýði margt fólk þá úr borginni, vegna þess að í járnbrautargöngum þar skammt frá höfðu Þjóðverjar geymt miklar birgðir af sprengi efni og óttaðist fólk, að þær myndu springa í loft upp. nánd, og miðaldamyrkrinu er að létta. VIÐ VITUM EKKI, hvenær innrásin hefst, en við vitum þó, að hún hlýtur að hefjast í náinni framtíð. Hver veit nema maímánuður beri í skauti sér endurlausn hinna stríðandi og þjáðu Evrópu- þjóða. Við skulum vona, að svo verði. Sigurmerkið kveð- ur við nótt og nýtan dag, og það hefir aldrei átt sér sterk- ari né sannari hljómgrunn en einmitt nú. Brátt hljóðna hatursfull Heil-hróp hinna arísku villimanna, en í stað þeirra mun hljóma siguróð- ur endurleystra bræðra- þjóða og vina. frá Berlín lengi dags í gær. Var meðal annars gripið til þess ráðs, að lesa á ný gamlar fregnir. Fáar eða engar borgir Þýzkalands hafa nú orðið jafn- hart úti í loftárásum og höfuð- borg Þýzkalands og má heita, að öll hverfi borgarinnar hafi orðið fyrir miklu tjóni, einkum í miðborginni. Ymsar verk- smiðjur í úthverfum hafa einn- ig skemmzt mikið, t. d. hinar miklu raftækjasmiðjur Sie- mens-Schuckert í Siemensstadt. Talið er líklegt, að flugvéla- smiðja sú, sem ráðizt var á í grennd við Oslo, sé flugvéla- smiðja norska hersins í Kjeller, sem Þjóðverjar hafa haft í notkun. Loflárás á Genua. EKKERT er að frétta af meiriháttar bardögum á landi á Ítalíu. í fyrrinótt réðust flug- vélar bandamanna á hafnar- borgina Genúa og íleiri borgir á vesturströnd Ítalíu, en í gær fóru amerískar flugvélar frá stöðvum við Miðjarðarhaf til árása á hafnarmannvirki í Toulon í Suður-Frakklandi. Á- rásin var afarhörð. Þá réðust flugvélar bandamanna enn einu sinni á San Stefano á Ítalíu. Alls gerðu flugvélar bandamanna á Ítalíu um 1700 árásir í fyrradag. Fárra þýzkra flugvéla varð vart. Vikta Finnar hakta á- frant samningjaum- leitanum! ví er opinberlega mót- mælt í Moskva, að Finn- ar hafi tvívegis boðið Rússum að halda áfram samningaum- leitunum. Er þetta haft eftir sendiherra Finna í Washington. Rússar halda því fram, að eng- in slík tilboð hafi komið frá Finmrm eftir að þeir höfnuðu skilyrðum Rússa 9. apríl s.l. Rússar aibúnir fil sum- arsóknar. LITLAR breytingar virðast hafa orðið á afstöðu herj- anna á austurvígstöðvunum undanfarinn sólarhring. Rússar halda enn uppi stórskotahríð á varnarvirki Þjóðverja í Sevas- topol og rússneskar flugvélar gera harða hríð að þýzkum herflutningaskipum, sem reyna að komast til hafna í Rúmeníu. Erlendir fregnritarar í Moskva skýra frá því, að rúss- neski herinn sé nú albúinn til nýrrar sumarsóknar. Þykja lík- ur benda til þess, að Rússar 1 muni nú stefna meginher sín- um í áttina til Lwow í Póllandi, þar sem þeir eru farnir að gera heiftarlegar loftárásir á þá borg. í fréttum frá Berlín segir frá hörðum árásum Rússa við Jas- sy í Rúmeníu og segjast Þjóð- verjar hafa hrundið þeim. Þjóðverjar segjast hafa tekið aftur Kovel og sé nú verið að vinna að því að uppræta dreifða herflokka þar. Ekkert er á þetta minnzt í fregnum. frá Moskva.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.