Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. apríl 1944. ALÞYÐUBLAÐI® s 1. maí — í gamla daga og nú — Spjald, sem ætti að vera í kröfugöngunni. Hlutverkið, sem bíður — Síldin frá ís- landi, sem er nú að fara til norsku stjórnarinnar í London. FYRSTI MAf er á morgun. Síðan fyrsti maí var fyrsta sinn hátíðlegur haldinn hér á landi, hef ég skrifað um daginn og starfsemi verkafólksins. Mér finnst að ég verði að gera það enn með nokkrum orðum. Nú er margt hreytt frá því sem áður var, þeg- ar við vorum fáir og smáir og réðumst í hátíðahöld smáðir og fyrirlitnir, en fullir af trú á hlut- verk verkalýðsins og rétt hans og mátt. OKKUR HEFUR orðið að trú olckar. Það sjiáum við þegar við iítum yfir þessi liðnu áf síðan árið 1923. Þá voru samtökin ekki voldug og mikilúðleg. Nú eru þau orðin vald í landinu, sem enginn gengur fram hjá og allir virða. Þroski verkalýðsstéttarinn- ar hefur þó ekki vaxið í sama hlut- falli og samtök hans. Hver ein- staklingur eir ekki jafn sterkur og samtök hans eru þegar miðað er við þroskann á frumbýlingsárun- um. ÞESSU VELDUR MARGT, en þó fyrsit og fremst rótleysi tímanna. Nú er fjöldi verkamanna, sem ekki veit hvað baráttan kostaði. Margir vita ekki hvað lagt var í sölurnar til þess að skapa þessi samtök. Þetta er ekki sök eintakl- inganna heldur samtakanna og saka ég þar engan um öðrum fremur. Ef til vill er þetta eðlileg- ur hlutur, nokkuð sem alltaf fylgir voldugum hreyfingum, sem brjótast um klungur til áhrifa og valda. ÞÓ AÐ samtökin séu orðin mik- il og sterk bíður þeirra mikið hlut- verk. Og eitt helzta hlutverk þeirra nú er að styrkja stoðirnar, sem þau hvíla á, innbyrðis byggingar- starf, fræðsla einstaklinganna, efl- ing þeirra til þess að geta verið góðir og drengilegir starfsmenn í uppbyggingu og iþá ekki aðeins samtakanna sjálfra, heldur og heimila verkmannanna og þjóðfé- lagsins sjálfs. PRESSUM FATNAÐ YÐAE SAHDÆGURS Á MORGUN verður farin kröfu- ganga um götur bæjairns. Spjöldin munu að líkindum verða í alþjóð- legum stíl, enda eðlileg.t eins og nú háttar í heiminum. En eitt' spjald veit ég að vantar. Það hef- ur alltaf vantað. Nú er þó mest þörf fyirir það. Á þessu spaldi ætti að standa: „Guð minn vemdaðu mig fyrir vinum mínum.“ Allir vilja nú vera vinir samtakanna. í gamla daga stafaði hættan frá ó- vinunum, en nú stafar öll hættan frá öllum þeim mörgu, sem vilja vera, eða þykjast vera, vinir þeirra. SÍLDARSKRIF mín og ummæli Svíans, sem var svo öfundaður af því að vera að fara til íslands af því að þá gat hann fengið íslands- síld, hafa vakið nokkra athygli. Þorvaldur Guðmundsson, eigandi og framkvæmdar.stjóri nýju verzl- unarinnar á Bergstaðastíg: „Síld og fiskur“, segir mér, að oft sé minzt á þetta í búðinni hjá honum. Hann biður mig að taka það fram, að hann geti, hvenær sem er, látið fólk fá síld í ílátum, sem það legg- ur sjálft til og sparar sér þá um- búðakostnað. EN EINS OG KUNNUGT er, er þessi nýja verzlun að mestu sér- verzlun í síld og er hún seld þar í ýmsum gerðum og hinum ljúf- fengustu. Það hef ég sjálfur, og við blaðamennirnir, fengið að reyna. Þegar ég leit inn í búðina í fyrra- dag, sá ég að verið var að búa út hinar fegurstu umbúðir með síld af mörgum gerðum og spurði hvert þetta ætti að fara. Var mér sagt að þetta ætti að fara til norsku stjórnarinnar í London. Hún ætl- ar að nota þessar íslenzku afurðir, sem hátíðamat á þjóðhátíðardegi Norðmanna 17. maí næstkomandi. ÞIÐ SJÁIÐ ÞVÍ, hvort það er ekki fínt að borða síld. Ég held, að við ættum að gera meira að því en við höfum gert til þessa. Hannes á horninu. AUGLÝSIÐ f ÁLÞÝÐUBLAÐINU I.S. í. I.R. R. Flokkaglíma Armanns verður í kvöld sunnud. 30. apríl í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar kl. 8,30 s. d. Keppt verður í 3 þyngdarflokkum. Keppendur 14 frá 5 íþróttafélögum. Aðgöngumiðar verða seldir í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar frá kl. 6 í dag. Vargöld, vindöld ... aÞð er daglegur viðburður á sjónum í seinni tíð, sem þessi mynd er af. Það er loftárás á flutningaskip. Allt í kringum það rísa háir strókar upp úr sjávarfletinum eftir ðprengjurn- ar. En sjálft hefir skipið einnig verið hitt og er byrjað að brenna. Wiliiam Oersry Ghamberlin: lárnölð hin nýja. EIGI ALLS FYRIR, löngu dvaldázt ég kvöldstund í hópi nokkurra Rússa i New York, manna og kvenna, er höfðu flúið land sitt vegna blóð ugrar byltingar, horfið brott af Þýzkalandi vegna annarrar blóðugrar byltingar og loks hrakizt brott af Frakklandi, þegar Þjóðverjar fóru um það sveipandi sverði. Flóttafólk þetta hafði hlotið samastað í Vesturheimi eins og svo margt flóttafólk frá ýmsum löndum Norðurálfu. Við gerðum heimsstjórnmál- in að umræðuefni, og áður en langt um leið voru það einkum tvö atriði, sem efst voru á dag- skrá. Hversu margt manna skyldi ala aldur sinn við þraut- ir og þrengingar í fangabúðum Rússlands? Enginn efaðist um það, að tala þeirra myndi skipta milljónum, en hvað mörgum milljónum? — Þeir, sem bjartsýnir voru, töldu, að tala þessa fólks myndi nema allt að sjö milljónum. En þeir, sem bölsýnni voru, töldu 4" stæðu til þess að ætla, að tala þessa Óhamingjusama fólks myndi nema eitthvað frá fimmtán til tuttugu milljónum. Hitt umræðuefnið, sem okk- ur dvaldist einkum við, var það, hversu margir Gyðingar myndu hafa látið lífið, meðan Kiev var hernuminn af nazist- um. Bölsýnismennirnir töldu, að tala þeirra myndi nema allt að áttatíu þúsundum. Bjart- sýnismennirnir ólu hins vegar þá von í brjósti, að mörgum Gyðingunum í Kiev myndi hafa tekizt að flýja til þorpanna í grennd við borgina eða til ann- arra landshluta. En hins vegar voru allir sammála um það, að ógnleg harmsaga myndi hafa gerzt í Kiev. Sú staðreynd, að samræður okkar skyidu fjalla um þessi atriði, færði mér heim sanninn um það, að við lifum á öld ó- venjulegs ofbeldis og villi- mennsku. En raunar getur sér- hver maður, sem les bloðin og hlýðir á útvarp sagt sér það sjálfur, að sú sé raunin. Það þarf engum að dyljast, að marg- ir láta lífið og slasast af völd- um hinna miklu loftárása, sem ESSI GREIN er eftir hinn þekkta ameríska þlaðamann William Henry Chamberlain, sem áratugum saman hefir ferðast um heim- inn og dvalið langdvölum meðal annars austur í Rúss- landi og austur í Japan. Á fyrstu ófriðarárimum var hann í Frakklandi og varð þar áhorfandi að innrás Þjóðverja og hruni þess. Greinin er þýdd upp ur ameríska vikublaðinu „The New Leader“. gerðar eru á fjölmargar borgir og héruð. Bak við fréttir út- varps og blaða er átabanleg harmsaga fólgin. Það er athyglisvert og lær- dómsríkt fyrir þá, sem eru það gamlir, að minnast áranna fyr- ir fyrri heimsstyrjöld, meðan friður og menning ríkti í heim- inum, svo sem áranna 1912 eða 1913. Mörgum manni hefði þá brugðið í brún, ef hann hefði getað sér fyrir atburði þá, sem efst eru á baugi nú árið 1944. Samræður þessar við hina rússnesku flóttamenn og lýsing þeirra á fangabúðalífinu í Rússlandi og hryðjuverkum naz ista ihafði slík áhrif á mig, að ég ákvað að leggja eftirfarandi. spurningu fyrir stúdenta, er voru í fræðsluhring hjá mér- -- Hvort mynduð þið heldur kjósa að lifa á þessari öld eða nítj- ándu öldinni? Ef. til vill hefir bjartsýni æskunnar eða við- leitni hennar til þess að unna því sem er og gera sitt beza í þeim kringumstæðum, sem for- lögin hafa fært henni að 'hönd- um, mótað afstöðu stúdentanna, en allir kváðu þeir sig mun heldur kjósa að lifa á þessari öld en hinni fyrri. Þeir héldu því fram, að miklar félagslegar framfarir hefðu gerzt á þessari öld og mannkyníð væri í sókn til nýrri og háleitari mark- miða. Nú er það staðreynd, að eng- um er það kært að líta á sig sem öldurmenni, sem unir for- tíðinni betur en nútíðinni, og þess vegna vildi ég gjarna, að samvizka mín byði mér að vera stúdentunum sammála. En því miður er ég hræddur um, að mörg rök og sterk hnígi að því, að hin afstaðan væri skynsam- legri. Ungt fólk, sem elst upp í Vesturheimi, gerir sér að vonum ekki glögga grein fyrir þeim þrautum og þrengingum, er herjað hafa Norðurálfu á liðnum árum. En ég tek það fram, að eftirfarandi stað- reyndir leika engan veginn á tveim tungum, og þær ættu að nægja til sönnunar því, að við lifum nú á öld óvenjulegs of- beldis og villimennsku, eitt- hvert hið mesta gerningaveður, er skollið hefir yfir gervallt mannkyn. 1. Komúnistastjómin á Rúss- landi hefir svipt fleiri borgara sína lífi, frelsi og hamingju á tveimur áratugum en rússneska keisarastjórnin á tveimur öld- um eða jafnvel enn lengri tíma. 2. Tala þeirra Gyðinga, sem nazistar hafa slátrað í einstök- um borgum, svo sem Varsjá og Kiev, er mun hærri en saman- lögð tala allra þeirra Gyðinga, sem teknir voru af lífi á valda- dögum keisarastjórnarinnar rússnesku. 3. Aldrei í sögu mannkyns- ins hafa stærri herskarar verið undir vopnum en nú, og aldrei hafa horfurnar á því að heims- friður myndi tryggður, verið skuggalegri og vafasamari en einmitt nú. 4. Aldrei í nokkurri styrjöld, sem háð hefir verið á síðari öld- um, hefir minna verið hirt um líf og heilsu þess fólks, sem ekki er undir vopnum en nú. Maður þarf ekki að fjölyrða um það, að nazistastjórnin er í þessu efni mun verri en þýzka keisarastjórnin nokkru sinni. En bandamenn hafa heldur ekki alls kostar hreinan skjöld. Til sönnunar því má skírskota til hins mikla hjálparstarfs, sem Hoover forseti efndi til í Frakk- landi og Belgíu í fyrri heims- FHi. á 6: síða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.