Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ MiSríktfdagui' 3. 1944. bla5i5 litstjórl: Steíáu Pétnrsson. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. ÍUtatjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Ötgefandl: Aiþýðuflakkurinn. Síxnar afgrolðslu: 4900 og 4908. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Ræðnrnar 1. maf: Mjólkurverðið. VERÐLAG á mjólk og mjólk urafurðum hefir, svo sem kunnugt er, verið ákveðið með nokkuð öðrum hætti, en aðrar vörur. Fram að því, að farið var að framkvæma samkomu- lag sex manna nefndarinnar, á- kvað mjólkurverðlagsnefnd út- söluverð þessara vara, en eftir það miðast útsöluverðið. við það, að bæhdur fái í sinn hlut það verð, sem samkomulag varð um í sex manna nefndinni. Útsöluverð mjólkurinnax er jþví ákveðið þannig, að greiða ber bændum, sem meðalverð, kr. 1,23 fyrir lítrann. Ofan á það verð bætist svo kostnaður við meðferð mjólkurinnar í bú- unum og við dreifinguna í bæn- um. Hér er um að ræða svo hrein- ar línur, að ekki getur orðið um deilt, hvað hvorum ber, fram leiðendum að fá og neytendum að greiða. Framleiðendum ber kr. 1,23 fyrir lítrann og neytendum ber að greiða þá upphæð að við- bættum nauðsynlegum kostn- aði. Það er augljóst mál, og skal ekki láð, að framleiðendur vilja fá hina umsömdu upphæð og mundu ekki þegja yfir því, ef frá væri vikið, enda væri það ekki verjandi. Á sama hátt er það jafn skilj- anlegt, að neytendum er ekki sama hvaða upphæðum er bætt við hið umsamda verð til bænda og vilja að sjálfsögðu ekki greiða meira í tilkostnað, en nauðsynlegt verður að teljast. Nú hefir það hinsvegar orðið Ijóst, af nýkomnum reikningum mjólkursamsölunnar, að tals- vert er brugðið út frá því, sem umtalað var og hallað mjög á neytendur. Mjólkurframleiðendur hafa fengið það, sem þeir gátu búizt við og iþó frekar of en van, en neytendur eru látnir greiða drjúgar upphæðir, sem ekki verður séð, að þeim beri að greiða. Á það var bent hér í blaðinu fyrir skömmu, um hvaða greiðslur hér er að ræða.. 1. Fé hefir verið lagt fram til útgáfu hins nýja blaðs, „Bónd- inn.“ 2. Fé hefir verið lagt fram til að standast kostnað af félags- lífi bænda, sem er tilkostnaði við mjólkurdreifinguna að sjálf- sögðu alveg óviðkomandi. 3. 13% eyri af hverjum seld- um mjólkurlítra hefir verið var ið til hyggingar nýrrar mjólk- urstöðvar og gæti selda mjólkin verið þeim mun lægri í útsölu, en bændur þó fengið allt sitt óskert, ef framlagi þessu væri ekki til að dreifa. Einn framleiðandi, Einar Ól- afsson í Lœkjarhvammi, leitast við að réttlæta þetta í nýút- komnu folaði af „Bóndanum." Hann forðast þó að minnast á tvö fyrst töldu atriðin 0g er það raunar engin furða, svo óverj- andi, sem það er að velta slík- lun fjárframlögum yfir á neyt- endur. Hinsvegar reynir Einar að verja þriðja atriðið og ber foyggingu hinnar nýju mjólkur- stöðvar og fjárframlagið til hennar saman við húsbyggingu ísland lýðveldi og aldrei framar atvinnuleysi! ISLAND lýðveldi og aldrei framar atvinnuleysi! Þetta voru þau kjörorð, sem tvímælalaust bar mest á í kröfu- göngu verkalýðsins og ræðunum á útifundi hans í fyrradag, 1. maí Rúmsins vegn verða aðeins tvær af þeim ræðum birtar hér. Það eru ræður Guðgeirs Jóns- sonar, forseta Alþýðusambands íslands og Sígurjóns Á. Ólafs- sonar, formanns Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Eæða ©wðgeirs Jáns- sonar: FYRSTI MAI er einskonar nýársdagur verkalýðsins. í dag lítum við til baka og yfir liðið ár og hugleiðum hvað okk ur hefir munað á leið, og við hyggjmn einnig að því, sem við kunnum að hafa varirækt eða vangert og af þessu eigum við að draga lærdóma til vegariestis á komandi ári. En um leið og við hyggjum að okkar eigin hag í dag, þá hljótum við einnig að hugsa til bræðra okkar og systra, sem nú eiga við hörmungar ófriðarins að búa og þá sérstaklega til þeirra, sem heima eiga x þeim löndum, sem undirokuð eru af hervaldi og mega ekki um frjálst höfuð strjúka í orði eða verki. — Við sendum þeim sam úðarkveðjur og óskir um að bráðlega megi létta þeim hör- mungum, sem herteknu þjóð- irnar eiga nú við að búa. En um leið og við hugleiðum aðstöðu alþýðunnar í herteknu löndunum, baráttuþrek hennar og seiglu, þá ætti okkur að verða ljóst, að af henni getum við lært margt. Við getum m. a. lært það, að gefast ekki upp þó að á móti blási og jafnvel ekki, þó að svo ,virðist sem við séum ofurliði borin í einstökum tilfellum. Og við getum einnig lært það af alþýðu herteknu landanna að það er þess vert að leggja á sig fórnarstörf þegar heill heildarinnar þarfnast þess. Það gerir hvern og einn að meiri og betri manni. Samtök íslenzka verkalýðsins hafa eflst og aukizt á liðnum árum, en við eigum margt og mikið ógert enn. Við eigum eft ir að efla og auka samtökin enn þá betur í venjulegri merkingu þess orðs, og við eigum sérstak lega eftir að efla og auka innri störf verkalýðsfélaganna. Nú stendur fyrir dyrum stofn un lýðveldis á íslandi. Og þó að menn hafi nokkuð greint á um einstök atriði við undirbún- ing málsins, þá virðist nú að allir séu á einu máli um að af- greiða það með viðeigandi myndarskap og verkalýðurinn má ekki láta sitt eftir liggja að svo megi verða. Þjóðaratkvæða greiðslan er þegar hafin og heið ur íslenzku þjóðarinnar liggur við, að þátttakan í henni verði almerin. Þar þarf hver kjós- andi, sem því getur við komið, að greiða sitt atkvæði. Ef til vill munu einhverjir spyrja, upphátt eða í hljóði: Hvað kemur þetta við 1. maí, baráttudegi verkalýðsins? En því er til að svara, að ekkert mál þjóðarinnar erverkalýðnum óviðkomandi. Þeir tímar eru liðnir, að alþýðan láti höfðingj- ana hugsa fyrir sig. Hún hugsar sjálf og gerir sínar ályktanir sjálf og hennar bíða mörg hlut- verk í hinu tilkomandi lýðveldi. En fyrst og frernst þarf alþýð- an vera á verði og vinna gegn endurkomu atvinnuleys- isins, sem hrjáði og þjáði þessa þjóð, eins og svo margar aðrar þjóðir, á árunum á undan yfir- standandi heimsstyrjöld. Alþýðan mun ekki láta niður falla kröfur til valdhafanna um uppfyllingu brýnustu nauð- synja, á hverjum tíma, en hún þarf og mun gera meira, hún mun búa sig undir virka þátt- töku í uppbyggingarstarfinu, sem nú er boðað, að lokinni styrjöldinni, og bráð þörf er að verði annað og meira en orða- gjálfur og bollaleggingar. Al- þýðan í öllum löndum mun hyggja vel að því hvað valdhaf arnir aðhafast í öryggis- og upp byggingarmálunum og ef að sú skyldi verða raunin á að fyrir- heitunum um betri og réttlátari heim, verði stungið undir stól, þá rixun það sýna sig, að alþýð- an sjálf á bæði vakandi önd og vinnandi hönd, „til að velta í rústir og byggja á ný“. Við skulum minnast þess fé- lagar, að þó að nærtækasta verk efni sérhvers verklýðsfélags sé að vinna að bættum hag með- lima sinna, þá er hugsjón verka lýðssamtakanna stórum meiri en barátta fyrir fæði og klæði frá degi til dags. Hugsjón verka lýðsins er réttlátt þjóðfélag, þar sem enginn þarf að líða skort og enginn þarf að bíða tjón á sálu sinni og líkama vegna ofnægta. Við höfum því næg verkefni framundan. En ef að einhverj- um okkar skyldi vaxa í augum erfiðleikarnir á hugsjónabraut- inni, þá skulum vio minnast orða skáldsins: Sé takmark þitt hátt, þá er alltaf örðug för. Sé andi þinn styrkur, þá léttast stríðsins kjör. Sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun séhver aftur, sem mætir þér. læða SfgE2s»|éafis Ji. lllaf ss©sssaa* s G vil nota þær 7 mínútur sem mér eru ætlaðar til Alþýðuhrauðgerðarinnar! Hér er svo ólíku saman að jafna, að hlægilegt er að nefna hvort- tveggja í BÖmu andránni. Al- þýðubrauðgerðin hefir engin sérréttindi og því síður lögvernd aða einokunaraðstöðu með vör- ur sínar, eins og mjólkursamsal- an. Hún greiðir skatta og skyld- ur bæði til ríkis bæjar. Vörur hennar eru seldar við verði sem nú er ákveðið af opinheru verð lagseftirliti, og engum bygging- arkostnaði þar við bætt. Bygg- ingark&stnaður Alþýðubrauð- gerðarinnar dreifist á starfsemi tugi ára, kominna og ókominna, og hún greiðir hluthöfum sínum engan arð. Samsalan greiðir hinsvegar bændum. þeirra til- skylda verð fyrir mjólkina, en bætir þar á ofan við útsölu- verðið, sem neytendur eru látn- ir greiða, byggingarkostnaði, er nemur hálfri annarri milljón króna á starfsemi eins einasta árs! Þótt Einar Ólafsson láti sem sér korni það ókunnuglega fyrir, þarf hann tþví á engan hátt að undra það, þó talað sé uxtí ólög og gerræði í sambandi við slíka ráðsmennsfcu, iþegar þess er gætt, að mjólkursölulög- in taka :það skýrt fram, að all- ur ágóði mjólkursamsölunnar skuli renna í verðjöfnunarsjóð. þess að ræða við ykkur það mál ið, sem efst er á baugi um þess ar mundir og fyrst allra stór- mála kemur til úrskurðar þín og mín, og mikið veltur á að við séum samhuga og samtaka um, þ. e. stofnun lýðveldis á íslandi. Árið 1944 verður tvímæla- laust eitt hið þýðingarmesta í sögu þjóðar vorrar og ef til vill í lífi hennar og athöfnum. Eftir tæp 700 ár, og allt of mörg þeirra döpur og myrk, tökum við að fullu við stjórn okfcar mála og gerumst okkar éigin húsbænd.ur á þjóðarheimilinu; festum á ný í sessi það stjórn- skipulag, sem íorfeður vorir og landnemar skópu og héldu við lýði á gullaldartímabili þjóðar- innar, er svo hefir verið nefnt, og stofnum nú á þessu ári lýð- veldi með lýðræðisskipulagi á þann veg, er vér þekkjum bezt- an, Mér þykir hlýða á þessum hátíðisdegi, að minna ykkur á þá þegnlegu skyldu sem okkur er lögð á herðar, skyldu, sem við megum gleðjast yfir að fá að inna af hendi sem frjálsir menn, þ. e. að greiða atkvæði um stofnun lýðveldis á íslandi. Ég beini þeirri ósk til allra sem mál mitt heyra, til samtaka vorra, til hvers einstaklings inn an þeirra, að fjölmenna til kjör- staðanna og skila jákvæðum seðli. Um þetta mál megum við Augfýslngar, sem birtast eiga i Alþýðublaðiriu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar I Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir ki. 7 að kvöldl. ekki vera ósammála eða ósam- taka, því íslendingar viljum vér allir vera og annað hitt að ráða okkar málefnum sjálfir af viti, þjóðrækni, manndómi og dreng skap; og utanstefnur um íslenzk mál viljum vér engar hafa, þó krafizt yrði af utanaðkomandi aðilum. En vandi fylgir vegsemd hverri og vandi hvílir á herðum okkar, sem nú lifum, og niðja vorra, að gæta þess fjöreggs, sem við höfum höndlað, því sjálfstæði einnar þjóðar í orði, sem ekki er á borði, er ef til vill ekki svo mikils virði, ef mikill hluti þegnanna lifir við örbirgð og harðstjórn, og drott- invald auðvalds og auðhyggju ræður ríkjum. Verkalýðssamtökin í menning arríkjum nútímans, þar sem frelsi og mannréttindi einstakl- ingsins eru viðurkennd og full- komið lýðræði ríkir, eru mjög virkur aðili til þess Frh. á 6. síðu. VINNAN, tímarit Alþýðu- sambandsins, kom út í há- tíðabúningi 1. maí, í tilefni af alþjóða verkalýðsdeginum. í éinni aðalgrein heftisins gerir Guðgeir Jónsson hinn eilífa kauplækkunaráróður atvinnu- rekenda og talsmanna þeirra að umtalsefni. Guðgeir segir meðal annars: „Það er mikið rætt, um þessar mundir, í blöðxun þeim, sem talið er að atvinnurekendur standi sér- staklega að, hversu komið sé um kaupgjald verkalýðsins, það sé nú orðið svo hátt, að öll atvinna hljóti að stöðvast mjög fljótlega. Jafnframt er verkalýðnum boðað væntanlegt atvinnuleysi og hörm- ungar þær, sem því eru samfara. Á þessu er stagazt dag eftir dag og viku eftir viku, svo auðséð er, að ætlazt er til þess, að nokkur árangur verði af þessum áróðri. Það er auðsjáanlega ætlazt til þess, að verkalýðurinn fari smátt og srnátt að trúa því sjálfur, að hann hafi verið ósanngjarn og heimtu- frekur og að honum beri því að fórna nokkru af hlut sínum til að bjarga lífsafkomu þjóðarinnar. Það er mixma rætt um það, hver sé, eða skuli vera, hlútur þeirra manna, sem teljast eigendur at- vinnutækjanna og þeirra annarra, sem sjálfsagt er talið að hafi hærri laun en almennt gerist. Væri ekki rétt fyrir verkalýðinn að hugleiða það dálítið hvaða rök séu fyrir því, að hann beri miklu minna úr býtum, fyrir störf sín, heldur en þeir, sem eitthvað hafa „lært“, sem svo er nefnt.“ Og enn segir Guðgeir: „íslendingar eiga nú bráðlega að greiða atkvæði um hvort þeir vilja fella úr gildi sambandslaga- sáttmálann við Dáni og' lýsa yfir fullu sjálfstæði þjóðarinnar. Það ber að fagna því, að samkomulag varð um máhð á alþingi og von- andi fylgir þjóðin málinu vel eftir með jákvæðri þátttöku í at- kvæðagreiðslunni. Það verður því væntanlega skauunt að bíða þess að ísland verði lýðveldi. Islenzkt lýðveldi er stórbygging á okkar mælikvarða, það veltur því á miklu, að hún verði reist á traustiun grunni og þó að mikið reyni á stjórnvizku þjóðarfull- itrúanna xun farsæla framtíð þjóð- arinnar, þá er þó vinnustéttin til sjávar og sveita sá hornsteimi, sem þjóðfélagsbyggingin hvílir á, það er fyrst og fremst komið undir at- orku og dugnaði vinnustéttarinnar, hvort þjóðin reynist fær um að sjá sjálfri sér farborða. Niðurbældur verkalýður, sem er vanmatinn af sjálfum sér og Öðr- umí getur ekki verið traustur þjóðfélagsgrunnur. Þetta þarf verkalýðurinn að gera sér ljóst. Hann verður að gera sér ljósar þjóðfélagsskyldurnar, sem á hon- um hvíla og hann má heldur ekki gleyma réttinxun, sem honum ber. Ef hver maður gerir skyldu sína og enginn er rændur réitti sínum, mim þjóðinni farnast vel.“ Þetta virðist nú nokkurn veginn auðsætt niál fyrir þá, sem eitthvað hugsa um heill og framtíð þjóðarheildarinnar. En hve margir skyldu þeir atvinnu- rekendur vera, sem sjá út fyrir hinn þrönga hring eiginhags- 5 munanna? Það þarf sjálfsagt ekki að gera því skóna, að frá þeim sé mikils styrks að vænta til þess að byggja upp réttlátt og varanlegt þjóðfélag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.