Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 6
alþyðublapip Miðvikndagnr S. mai 1944. 5 Tónlistarhöllin Það, sem eftir er af PASSÍUSÁLMUNUM i skrautútgáfu Tónlistarfélagsins verður selt i dag og næstu viku til fermitigargjafa Bókabúð Máls- og menningar Bókabúð KRON BókabúS ísafoldarprentsmiðju Bókabúð Lásusar Bl. Guðm. : s Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Úlsvör í Reykjavík -nni ðe .íitIíuI Trésmiðir verkame Höjgaard & Schullz Nú um þessi mánaðarmót (maíbyrjun) ber öll* um utsvarsgjaldendum í Reykjavík að hafa greitt, upp í útsvarið 1944, sem svarar 40% af útsvari þeirra árið 1943. Gerið bæjargjaldkera skil í þessari viku. Komið fyrir kl. 3 e. h. (Á laugardag fyrir kl. 12 > á hádegi). Borgarstjórinn. Faglærða trésmiði og verkamenn vana jáma- vinnu, vantar nú strax til Skeiðfossvirkjunarinnar í 5—6 mánaða stöðuga vinnu. Upplýsingar á „lagemum“ við Simdhöllina sími 2700 eða Skrifstofunni í Miðstræti 12, sími 3833. Allan Pinkerton AUGLÝSID IALÞÝÐUBLAÐINU Frh. af 5. sfðw, brot þau, er upplýst vom fyrir atbeina skrifstofu þessarar, skiptu þúsundum þau þrettán ár, sem Allan Pinkerton veitti 'henni forstöðu. Kjörorð skrif- stofunnar var „Við sofum aldrei“, og meðal alls almenn- ings var hún jafnaðarlega nefnd „Augað“. Allan Pinkerton var eigi að- eins gæddur góðum njósnara- hæfileikum. Hann hafði eins konar skilningsvit gagn vart afbrotamönnum. Hér skal getið eins afreks hans þessu til sönnunar: Hann sá mann á götu úti og fann ósjálfrátt á sér, að hann væri glæpamaður. Hann veitti honum eftirför og komst að því, hvert nafn hans var með því að gæta í gestabók gisti- hússins, þar sem hann bjó. Því næst fór hann heim, klæddist sem götugerðarmaður og hóf að vinna utan við gistihúsið. Morg uninn eftir veitti hann mannin- um eftirför og sá, að hann gróf éitthvað upp úr sandinum úti við Michigan. Því næst veitti hann honum eftirför til járn- brautarstöðvarinnar. Allan Pink erton stöðvaði hann, þegar hann var í þann veginn að fara upp í lestina. Maðurinn hugðist flýja, en öhreini götugerðar- maðurinn hélt honum föstum, °g þegar lögregluþjónn, sem að bar, þekkti Allan Pinkerton, hjálpaði hann honum að fara með mann þennan til lögreglu- stöðvarinnar. Þar kom í ljós, að maður þessi bar fjölmarga stolna dýrgripi á sér. Starfsaðferðir Pinkertons voru oft meira en lítið undarlegar. Maður var grunaður um að hafa myrt vin sinn. Pinkerton og menn hans komu honum úr andiegu jafnvægi með því að teikna upphafsstafi hins látna rauðum stöfum á vasaklúta hans og sængurföt. Talpípa var lögð inn í herbergi hins grunaða og gegnum það heyrðist maður and varpa og stynja. Ilmvatni þeirr- ar tegundar, sem hinn látni hafði notað, var sprautað um herbergi hins grunaða. Vesa- lings maðurinn tók að lokum það ráð að flýja með járnbraut- arlest. Um kvöldið stóð hann á opnum palli á aftasta vagnin- um. Þá barst skyndilega angan ilmvatns hins myrta manns að vitum hans. Það var Allan Pink erton sjálfur, er stóð að baki honum og hafði dregið upp vasa klút með þessum ilmi. Nú var taugastyrkur mannsins þrotinn, og hann stökk af lestinni á fleygi ferð. Pinkerton lét stöðva lest- ina og kom til 'hins slasaða nógu snemma til þess að heyra sak- arjátningu af vörum hans áður en hann gaf upp andann. Allan Pinkerton var forustu- maður leyniþjónustu Bandaríkj anna undir nafninu Allan majór. Hann bjargaði lífi Lincoln for- seta að minnsta kosti einu sinni, svo vitað sé. Raunar var þetta aldrei upplýst opinberlega, en það er sagt, að ráða hafi átt for- setann af dögum í veizlu í Phila- delphiu. Pinkerton komst að samsærniu og réði forsetanum til þess að fara brott úr sam- sætinu en segjast mundu koma brátt aftur. Því næst sendi hann forsetann til Washington með aukalest. Pinkerton og menn hans rufu símasambandið við borgina til þess að ekki skyldu berast njósnir um brottför for- setans. Eftir borgarastyrjöldina þegar öngþveitið var mest, hafði skrifstofa Pirfkertons svo mikið að gera, að hún annaði því vart. Synir Pinikertons tveir þeir Willi am og Röbert, gerðust nú með- eigendur að fyrirtæikinu. Þeir voru duglegir, djarfir og gervi- legir æskumenn, sem numið höfðu fræði leynilögreglu- mennskunnar dyggilega af föð- ur sínum. En þeir voru ekki gæddir slíkum hæfileikum og hann. Þeir og aðstoðarmenn þeirra í skrifstofunni voru af- kastamiklir, en Allan Pinkerton bar þó ægihjálm yfir þá alla, þegar efna skyldi til fram- kvæmdanna. Þegar fram liðu stundir, lét Allan Pinkertons aðeins þau mál, er stórfelld voru og merki- leg til sín.taka. Hér skal nokk- urra slíkra getið: Pabbadrengur nokkur Pip- er að nafni, er hlotið hafði mis- theppnað uppeldi, hafði náð ó- venjulegi leikni í hvers konar fölsunum. Það var ekki til það skjal eða seðill, sem hann gat ekki falsað. Hann falsaði pen- inga í stórum stíl og ferðaðist jafnvel til annarra landa og lék þar listir sínar. Þessu fór fram um nokkur ár, án þess að rétt- vísin hefði hendur í hári hans. Um þessar mundir voru her- sveitir Juarez í þann veginn að umkringja Maximilian. Piper lagði leið sína þangað með skjal upp á vasann, er átti að sanna það, að hann væri sendur af frönsku ríkisstjórninni og ætti ! að veita móttöku upphæð, er nam átta milljónum króna, úr fjárhirzlu Maximilians. Piper hélt því fram, að sér hefði ver- ið falið að koma fjárhæð þess- ari á óhultan stað. Maximilian trúði því, að hann hefði satt að mæla, en hersveitir Juarez sóttu svo fast fram, að Pipp- er átti þess engan kost að komast á brott með fjársjóðinn, er var örðugur í flutningnum, á þeim tíma, er til stefnu var. Hann var þess og fullviss, að dauðinn myndi verða hlutskipti hans, ef hann félli í hendur Juarez. Hann skildi því gullið eftir og flýði frá hin- um nauðstadda keisara. Piper græddust margar milljónir með svikum sínum. En hann varði einnig miklum fjárhæðum til þess að múta dómurum og lög- reglustjórum ýmissa ríkja. Pink erton 'hafði loks hendur í hári hans árið 1869 — og það, sem meira var, honum auðnaðist að fá hann dæmdan til tíu ára fang elsisvistar. — Þegar Piper var látinn laus, vildi gamli leyni- lögreg'lumaðurinn taka hann að sér og bauð honum heiðarleg- an starfa. En Piper lét sér fátt um það finnast. Hann hafði efnt til nýrra fjársvika, þegar heilsa hans, sem hafði bilað í fang- elsinu, brást honum. Hann lézt áður en ár var liðið frá því, að hann hafði verið látinn laus. Hinn snjallasti allra banka- ræningja, Max Shinburn, er var glæsilegur og gagnmennt- aður maður, var hinn eini stórfiskur, sem aldrei festist í neti Pinkertons. Shinburn var álíka snjall að opna fjárhirzlur og Pinkerton að j hafa hendur í hári afbrota- manna. Hann komst eftir marg- vísleg áevintýri af landi brott til Belgíu, en þar hafði ekki ver- ið ákveðið með lögum að fram- selja skyldi erlenda afbrota- menn. Þar. lézt Shiniburn vera hinn mesti dánumaður. Þar gafst honum kostur á því að erfa auð- æfi og titil barnlausra baróns- hjóna og gerði sér lítið fyrir og brá sér til Bandaríkjanna. Hon- um auðnaði'st að sleppa úr greip um Pinkertons og manna hans, stal 786,897 dölum úr Ocean National Bank í New York — það var hinn 27. júní árið 1869, sem þessi frægi þjófnaður var framinn — lét aðstoðarmönnum sínum í té lítinn hluta þýfisins, hvarf aftur til Norðurálfu og ól þar aldur sinn það sem eftir var ævinnar sem hinn mikils virti barón Shindell. Allan Pink erton gat aldrei varizt því að diást að bófa þessum, enda þótt honum hefði verið mjög kært að hafa hendur í hári hans. Þegar Allan Pinkerton lézt árið 1884, tókust synir hans, er fyrr um getur, forstöðu skrif- , stofunnar á hendur. Lögreglan lét afbrotamálin æ meira til sín taka og jafnframt varð starfi einkaleynilögreglumannsins líf- Sfúlku vanfar við afgreiðslustörf. Þarf að vera ábyggileg og ennfrem- ur aðra eldhússtúlku. VEITIN GASTOFAN Vesturgötu 45. hættulegri og ófýsilegri. En eigi að síður gaf starfsemi sú góðan gróða, og um aldamótin nam velta skrifstofu Pinkertons mill jón dölum. Árið 1907 varð son- arsonur óg alnafni Allans gamla forstöðumaður skrifstofunnar, en nú starfar enginn þar, er beri heitið Pinkerton. j Bæða Sigorlðns dlafssonar. i. Frh. aí 4. síðu. að halda .við og efla lýðræðið, skapandi afl til þróunar jafn- réttis og bræðralags meðal mannanna. Við eigum nú fjölmenn og öfl- ug stéttarsamtök á okkar mæli- kvarða séð. Þeirra býður mikið hlutverk í íslenzku þjóðlífi og þá veltur á miklu að forustan sé ávallt viturleg og þjóðholl. Þeirra hlutverk hlýtur að vera það, að vernda þegna hins unga íslenzka lýðveldis frá innlendri áþján og undirokun, andlegri, sem efnalegri, og um leið að verjast utanaðkomandi ásælni voldugra granna til áhrifa á ís- lenzkt þjóðlíf, athafnir þess og þjóðskipulag. Það er vor í lofti, sumarið er gengið í garð og náttúran skrýðist sínu skrúði. Látum það boða vorhug í íslenzku þjóðlífi á þessum merku tímarnótum í sögu þjóðarinnar, en látum það einnig boða vorhug innan hinn- ar íslenzku verkalýðshreyfing- ar, eflingu samtakanna til félags legs þroska og manndóms, er miði að hagsæld þjóðarinnar, er skapi hverjum einstaklingi hennar lífshamingju. Störfum þannig, að vér getum skilað niðjum vorum landinu byggi- legra og lífsörygginu fullkomn- ara en núverandi kynslóð hefir búið við og býr við. Vér skulum svo að lokum beina huga vorum til þeirra þegna þjóðfélagsins, sem ávallt standa í fremstu víglínu í bar- áttunni fyrir lífi sínu og sinna og afkomu þjóðarinnar og sér- staklega hafa hætt lífi sínu og limum framar öðrum á yfir- standandi styrjaldartímum og fjöldi þeirra .látið lífið, menn- irnir sem „flytja þjóðinni auð sækja barninu brauð færa björgin í grunn undir framtíðarhöll“ — farmenn vorir og fiskímenn '— sjómennirnir. Blessum minningu þeirra, sem fallið hafa og sendum ást- vinum þeirra öldu samúðar, birtu og yls. Sendum öllum sjó- mönnum vorum, sem á hafinu starfa, okkar þökk fyrir .nytsöm störf og árnaðaróskir og biðjum þess að þeir komi heilir og glað- ir í höfn. Þökkum forsjóninni, sem gaf oss landið og hefir verndað oss frá hörmungum og eyðilegging- ingu styrjaldaræðisins og biðj- um hennar verndar þjóð vorri til handa á hinum merkilegu tímamótum í sögu hennar. Ég vil ljúka máli mínu með hinu alkunna og sígilda erindi úr aldamótaljóðum Hannesar Hafstein: „Starfið er margt en eitt er bræðrabandið, boðorðið hvar, sem þér í fylking standið; hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er að elska, byggja og treysta á landið.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.