Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 7
'XESvikudagnr 3. mai 1944. í dagA i Næturlæknir er í Læknavarð- átofunni, sími 5030. : Næturvorður er í Reykjavíkur- ajpótéki. i; Næturakstur annast B.S.R., sími 1720. ÚTVARPIÐ: 2Ó.30 Útvarpssagan „Bör Börsson" eftir Johan Falkberget, XVII. (Helgi Hjörvar). ®1.00 Hljómplötur: íslenzkir ein- söngvarar og kórar. 21.10 Erindi: Um sjúkratrygging- ar (Haraldur Guðmundsson alþingismaður). Frh. af 2. síðu. GuSmundsson, flutti skýrslu utn íhag og rekstur félagsins, e(n forstjóri félaigsinís ísleifur Högnason flutti skýrslu fram- kvæmdastjórnar. Reikningar fé lagsins voru samþykktir í einu hljóði og umræðuiaust. Úr stjórn félagsinis áttu að ganga Kristjón Kristjónsson, Friðfinnur Guðjónsson og Ólaf- ur lÞ. Kristjánsson. Kristjón og Ölafur voru endurtkoisnir, en Guðmundur Tryggvason var ikosinn í istað Friðfinns. iFuiltrúar á aðalfund S.Í.S. voru kosnir: ísleifur Högna- son, Felix Guðmundsson, Magn ús Kjartansson, Sigfús Sigur- íhjartarson, Ragnar Guðleifsson, Kristjón Kristjónsson og Ey- steinn Jónsson. Fundurinn samlþykkti að á- telja skrif J. J. í Samvinnunni og einnig ályktun um fylgi við stofnun lýðveldis. í sambandi við væntanleg hátíðahöld og 100 ára afmæli samvinnuhreyf- ingarinnar, voru 5 menn kosn- ir í undirbúningsnefnd. fer í dag til Akranes kl 11,30 og þaðan aftur kl. 15, Tekur farþega og póst, einnig mjólk frá Akranesi, en flytur varla aðrar vörur. Báturinn mun verða í för- um á sama tíma næstu daga ef m.b. Víðir verður ekki tilbúinn. Félagslif. I. R.-ingar Skemmtikvöld heldur félagið, fyrir félaga og gesti, föstudag- inn 5. maí kl. 9 e. h. í Tjarn- arkaffi. Stjórnin. Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur. Fundur í Félagsheimili verzl unarmanna í Vonarstræti, fimmtudaginn 4. maí kl. 8,30 e. h. Áríðandi að allir mæti. Stjómin. i®Ti <Si¥imBi«&'nuanHiNm Stúkan Einingin og stúkan Mínerva halda sameinaðan fund kl. 8 í kvöld. — Inntaka. Að fúndinum loknum verður fjölbreytt skemmtun, sem hefst kl. 9,30. Skemmtun þessi er einnig fyrir félaga annara stúkna, meðan rúm leyfir. Hátíðahöldin 1. maí. Frh. ai 2. síðu. framar atvinnuleysi.“ Gangan fór um þær götur, sem áður hafði verið tilkynnt um, og fór sífellt vaxandi, þar til hún. end- aði í miklu mannhafi við Lækj- argötu og Bankastræti eins og áður segir. Á útifundinum fluttu ræður: Guðgeir Jónsson, forseti Al- þýðusambandsins, Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, Hannes Stephensen, varaform. Dags- brúnar, Jóhanna Egilsdóttir, formaður Verkakvennafélags- ins Framsóknar, Sigurður Thor- lacius, forseti Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, Eggert Þorbjarnarson, formaður Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna og Stefán Ögmundsson, foi'maður prentarafélagsins. Ræðumönnum mæltist vel. Iivöttu þeir alþýðuna til þess að standa saman í hagsmuna- baráttu sinni, hvöttu þeir hana til öflugrar jákvæðrar þátttöku í þeirri þjóðaratkvæðagi’eiðslu, sem stendur fyrir dyrum og brýndu hana til þess að búa svo að hinu nýja íslenzka lýðveldi frjálsrar alþýðu, sem ekki þyrfti að óttast atvinnuleysi, skort eða kúgun. Var öllum ræðunum fagnað mjög vel. Útifundinum lauk klukkan 5 siðd. Skemmtanir voru haldnar í 3 samkomuhúsum um kvöldið. Voru þær allar mjög fjölsóttar og fóru vel fram. Ræður flúttu: Þuríður Friðriksdóttir, Ágúst H. Pétursson og Guðjón Bene- diktsson. Öll þessi hátíðahöld voru verkalýðssamtökunum í Reykjavík til mikils sóma. iaí úti um land. Aldrei mun 1. maí hafa verið haldinn hátíðlegur jafnvíða og í fyrradag. • Hafnarfjör&ur: Þar var í fyrsta sinni farin kröfuganga og tóku um 1000 manns þátt í henni. Hátíðahöldin hófust með þvi; áð fólk safnaðist saman við Verkamannaskýlið ki. 2.30 og lék Lúðrasveitin Svanur al- þjóðasöng verkamanna. Helgi Sigurðsson ávarpaði mannfjöld ann með stuttri ræðu, en síðan hófst gangan og var farið undir fánum vei’kalýðsfélaganna um Vesturgötu, Vesturbraut, Hell- isgerði, Hverfisgötu, Lækjar- götu og Strandgötu og stað- næmst við Brydehús. Þar fluttu ræður: Guðgeir Jónssop, Iier- mann Guðmundsson, Sigurrós Sveinsdóttir, Kristján Eyfjörð og Ilelgi Sigurðsson. Barna- skemmtun var haldin klukkan 5 og um kvöldið almennar skemmtanir í tveimur sam- komuhúsum. Þar fluttu ræður: Óskar Jónsson, Sigríður Er- lendsdóttir og Ólafur Jónsson. Hjálmur, blað Hlífar, kom út með mörgum greinum'og við- tölum við formenn allra verka- lýðsfélagánna. Keflavík: Uxn kvöldið var haldin mjög fjölmenn skemmt- un í verkalýðshúsinu og flutti Sigurjón Á. Ólafsson þar ræðu. Flestir bátar voru á sjó um dag inn og varð því minna úr há- tíðahöldum en ætlast hafði ver- ið til. Akranes: Hátíðahöldin hófust á Akranesi með almennri skemmtun á sunnudagskvöld. | Önnur skemmtun var haldin í ! Bíóhöllinni klukkan 2 1. mai og fiutti Helgi Harmesson þar aðalræðuna. Eyrarbakki: Þar hélt Báran kvöldskemmtun, sem var mjög vel sótt og talaði þar Friðfinn- ur Ólafsson. ísafjörður: Hátíðafundur var haldinn. í ,,Baldri“ klukkan 2 og var þar fjölmenni. Formenn deilda félagsins skýrðu frá starfi deildanna og ýms skemti- atriði fóru fram. Um kvöldið voru skemmtanir í Alþýðu- húsinu og Góðtemplarahúsinu og flutti Finnur Jónsson ræð- ur. Akureyri: Þar efndi fulltrúa- ráð verkalýðsfélagaxma til kröfugöngu og skemmtana. — Ennfremur efndi Verkalýðsfé- lag Akureyrar til skei~"~ ■- Víða af landinu hafa borizt fregnir um myndarleg hátíða- höld verkalýðsfélaganna. Happdrætti U. H. F. R. Frh. af 2. síðu. jörðin Ixxgólfclhvoll í Ölfusi, verður efalaust égirndarefni margra, enda þjóðlega og frum- lega valinn, auk þess sem hér er um ágæta eign að ræða. Ing- ólfshvoll er um níutíu hektarar að stærð og mjög vel í ®veit settur skaxximt frá þjóðveginum í einhverju mesta koistahéraði landsins. Ræktunarskilyrði eru þar mikil og góð, og jörðin uppfyllir einnig vel önnur þau skilyrði, sem æskileg hljóta að teljast. Aukavinningarnir tveir eru og hinir rausnarlegustu, og falla þeir á næsta númer fyrir ofan og neðan vinningsnúmerið. — Verð hvers miða verður kr. tíu og hefst sala þeirra áður eil langt um líður, en dregið verður í happdrætti þessu fyrsta sumardag að ári eða 1945. En auk Iþessa stórræðis hefir ungmennafélagið ýmis önnur verkefni með höndum. Félagið hefir og mikinn hug á því að láta íþróttamálin vel og örugg- lega til sín taka. Efnir það til íþróttanámskeiðs. síðar í þessum mánuði, þar sem kennd verður íslenzk glíma og frjálsar íþróttir. Einnig ihefir félagið mikinn hug á því, að festa kaup á eirihverri birgðaskemmu hersins í þvi skyni, að gera hana að íþrótta- skýli fyrir sig, og er það mál í undirbúningi. Félagið mun og láta iskógræktina til sín taka eftir föngum. Mun það fara þess á leit við þá aðila, er þau mál heyra undir, að fá spildu í Heið- mörk til ræktunar. Einnig mun það láta fræðsluflokkastarfsemi til sín taka, og er ráðgert, að fræðsluflokkur um bókmenntir taki til starfa á vegum þess á komandi hausti. Félagið hyggst og að efna til skemmtiferða í sumar, og mun m. a. leitast við að sjá félögum sínum fyrir far- kosti til Þingvalla á hátíð þá, er þar verður til efnt í tilefni lýðveldisstofnunarinnar, ef að líkum lætur. Eyrbekkingafélagi'ð j heldur skemmtifund í kvöld kl. í 8.30 í Alþýðúhúsinu. Hjartans þakklæti votta ég öllum þeina, sem á margvísleg- an hátt sýndu mér og börnum mínum samúð og veittu okkur hjálp eftir hið sviplega fráfall mannsins míns. 6u$na sál. Jónssonar skipstjóra, Vestmannaeyjum. Anna Eiríksdóttir, Vegamótunu | Iðnskólanum ■ í HafnaiM verður sagt upp í dag kl. 6 í Flensborgarskólanum. Fökum upp í dag ANERIS K Nærföt stutt Sokkar margar teg. Sokkabönd Leðurbelti Taubuxur karla Drengja sportblússur Hálsbindi Flibbar hvítir hálfstífir „GEYSIR" Fatadeildin H.f. Ilíps- 5 lampa sem nýtt, til sölu. Tiíboo merkt „Gott tæki- færi“ sendist Alþýðublaðinu strax. Frh. af 2. síðu. Atkvæðagreiðslan fer fram daglega og fer fram á tveimur stöðum. Henni er hagað sem hér segir: í Templarahúsinu: Kl. 10— 12 f. h. og kl. 1—4 sd. í Arnarhvoli, hjá þorgar- fógeta kl. 5—7 og 8—10 sd. fyrirliggjandi. — Pantanir sækist sem fyrst. Sænsk-íslenzka verzlenarfélagið b.f. Rauðará. Sími 3150. SKÓLASTJÓRI Hallgríms Péturssonar í út- gáfu Tónlistarfélagsins, verða til sölu í nokkra daga í bókaverzlunum bæjarins. — Það leikur varla á tveim tungum að Passíusálmarnir eru eitt fegursta og þrótt- mesta bókmentaafrek á ís- lenzka tungu. —: Tónlistar- félagið gaf út fyrir jólin 1000 tölusett og árituð ein- tök af þessu fágra verki, og hefir fjöldi hinna merkustu manna hérlendis og erlendis sent félaginu persónulegar þakkir fyrir útgáfuna og tal- ið hana meðal þess vandað- asta og fegursta, sem íslenzk prentlist hefir afrekað. Tón- listarfélagið hefir sett verð- ið það hátt, að útgáfan gæfi kr. 150,000 — í hreinan á- góða, sem rennur óskiptur til Tónlistarhallar í Reykja- vík. — Hver sá, sem eign- ast eintak af þessari bók, aefir fengið í hendur faíleg- ustu bókina, sem til er á ís- leiizku og lagt um leið 150 krónur af mörkuBfi.;!til eins mesta menningarmáls þjóð- arinnar. — Merkur bóksali hefir nýlega fullyrt, að inn- an 10 ára verði eintök af þessari útgáfu ekki selt und- ir 1000 kr. Tónlistarfélagið hefir nú lokið útsendingu til áskrifenda og verður það, sem eftir er af upplaginu, selt næstu viku í bókaverzl- unum. -— Foreldrar, sem vilja gefa börnum sínum fallega og dýrmæta gjöf, ættu að kaupá eintak af Passíusáhnunum. Tónlistarfélagið. HREIN GERNIG AR Pantið í síma 3249 Birgir og Bachmann BALOVIN JÓNSSON VESTIÍRGÖTU 17 SÍMl 5545 HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR FASEUBHASAtA MAtTtiOTKlÚBW VERSBREFASALA IHHHEIMTA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.