Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 8
AP foqturos mmM/ KATHV TOO/ I DONT KNOW. WHETH£R TOBEHAPPVOR. w Wr WORRIEP/ v^Æl 5AAITTEN IS THE WORD FOR 5CORCHY/ „ ANNTHING- VOU 5AV/ WOULD VOU LIKE... ? C'MON, BROOKLVN/ LE'5 CUT A ORIENTAL RUGr/ ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðrikadagnr 3. maí 1944. TJARNARBIOSa Vér munum koma affur. (WE WILL COME BACK) Rússnesk mynd úr ófriðn- um. — Aðalhlutverk: NYJA BIO Arabbkar nætur (Arabian Nights) Litskreytt æfintýramynd úr 1001. nótt. % Aðalhlutverk: GAMLA BIO inlýri í berskóla óSal (The Major and the Minor) Amerísk gamanmynd. Ginger Rogers AN IN5PIRIN' CONVASATION VOUTWO BEEN CARRYIN’ ON/ WELLO* AND DEN NOT ANUDDER WOID ALL EVENIN’/ BSSTl SAMMY: „Það hefir verið eitt- hvað fallegt sem þið hafið ver- ið að tala um. Ég kallaði og kallaði, en ekkert dugði. — Jæja, komdu nú fröken Brook- lyn, nú skulum við skemmta okkur saman.“ ORN: „Viltu kannske-------- KATA: „. . . . Allt, semþú vilt.“ MYNDA- I Vanin Marina Ladynina Bönnuð fyrir böm innan 16 ára. - Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. EKKIAÐ UNDRA í FYRRGREINDRI utanfÖr Jóns, var honum m. a. sýnt skipið, sem Nelson barðist sem mest á og þar sem hann féll að lokum, Victoria. Leiðsögumaður hdns var auð- vitað íslendingur, sem túlkaði allt jafnóðum og hinn enski fylgdarmaður þeirra um skipið útskýrði. — Loks komu þeir að gríðarhárri ■ koparplötu, sem reist hafði verið upp á endann, en virtist þó heldur fallvölt á dekkinu. — Hinn enski leiðsögumaður þrífur af sér höfuðfatið og segir fullur lotningar: „Hér á þessum staé féll Nelson lávarð- ur.<e „Var það furða“, segir Jón grafalvarlegur á svip. „Mig langaði heldur ekkert til að fá þennan plötuskratta ofan í höf- uðið í hörku sjógangi úti á Sviði, eins og þessu er líka ó- merkilega tyllt upp.“ Önnur útgáfa af sögunni er svona, að þegar enski leiðsögu- maðurijin segir: „Hér féll Nel- son lávarður, einmitt á þessum stað,“ þá hafði Jón sagt, sem í því hafði rekið tána í plötuna: „Mig furðar ekki á því, ég var sjálfur nærri því dottinn um plötuskrattann.“ * * * EFNISMENN BÓNDI NOKKUR lýsti fjór- um tengdasonum sínum á þessa leið: „Hallur er þeirra vitrastur, en Jóhann er nú þeirra dug- legastur og, Páll er þeirra mest- ur maðurinn, en Þórður greyið. Já, hann er nú ekki verri en hinir.“ áður. Hann var laus við áreynsl una af að láta sem ekkert væri að honum og virtist nú hafa fullkomið vald yfir sér. Dr. Kon rad var ánægður með hann. Hann talaði um hann eins og hann væri ágætur, ef ekki mjög gáfaður lærisveinn. Gengur vel. . . Allt eins og ætlað var . . . Mjög áreiðanlegur sjúklingur, ef . . . Hann leyfði okkur jafnvel að taka drenginn með okkur á göngu úti í frísku f jallaloftinu, eftir mjóum götuslóða, sem lá til fjalls. í dalnum var allur snjórinn toráðnaður en hér uppi voru stórir, hvítir snjóskaflar á við Og dreif, og við fórum í snjókast. Þegar við komum aft- ur til Alpenhof, drukkum við síðdegiskaffið með Mikael, kynntumst nokkrum sjúkling- um við það tækifæri, sáum hjúkrunarkouna athuga hita- töflurnar kl. 5 og þegar þar var komið, fannst mér Mikael vera næstum því orðinn óíþolinmóður eftir því að við færum. — Næst kem ég með Renate með mér, sagði ég um leið og' við kvöddum hann. liann lá í þilfarsstól, vafinn innan í teppi og virtist líða ágætlega. Hann var ekki með dökku gleraugun nú. Og heilnæmt, ískalt kvöld- loftið lék um augu hans. Daufur þjarmi sólarinnar, sem nú var horfin, roðaði fjallátindana í fjarska. Þegar við vorum komn ar niður á láglendið, hafði kvöld ið tekið völdin til fulls og myrkr fe ið var skollið á. Við námum staðar við litla veitingakrá, sem stóð _étt hjá veginum, því að við vorum orðn- ar svangar af kalda loftinu og gönguferðinni. Gestgjafinn var horuð kona, sem bersýnilega var ekkja. Hún gerði sér títt um okkur, því að konur í bil voru ekki venjulegir viðskipta- vinir hjá henni. Hún fór með okkur gegnum drykkjustofuna, þar sem loftið var þrungið ang- an af bjór og reyktóbaki og fjöldi karlmanna, sem stein- þögnuðu, þegar við gengum um stofuna, sátu að drykkju. Veit- ingakonan skildi við okkur í einkastofu sinni, sem bar það með sér, að hún var ekki notuð að staðaMri. Gamla klukkan hafði ekki verið dregin upp og gekk því ekki. Gluggablómin voru skrælnuð og líflaus. Eng- inn eldur var á arinum. Ljós- I mynd, sýnilega tekán á brúð- | kaupsdegi ekkjunnar, féll vel inn í svipmót herbergisins. Hún var af mannfjölda í óþjálum sunnudagafötiun, sem stóð um- hverfis brúðhjónin og glápti á myndavélina. Ekkjan bar okkur samt von bráðar vel til búinn og þjóðlegan austurrískan kvöld verð og kaffi á eftir. Það var þegar ekkjan kom framan úr drykkjustofunni með kaffið, sem Klara sneri sér snögglega á áttina til dyranna og hlustaði. Hrossahlátur karl- mannanna, sem við höfðum heyrt fyrir örskammri stundu síðan, var nú þagnaður og dauða þögn ríkti í stofunni. Það eina, sem heyrðist, var rödd frá út- varpstækinu í horninu. Það var slæmt tæki og stöðugar trufl- anir í því, en af svipnum á and- liti Klöru gat ég gerla ráðið, að eitthvað mikilvægt væri á seiði. — Gerið svo vel að loka ekki dyrunum, hvíslaði Klara, áköf og hreyfingarlaus, þegar ekkjan var að fara út úr herberginu. — Þetta er Schuschnigg, er það ekki? — Ef frúrnar vilja koma og hlusta — ég hélt ekki, að þær hefðu áhuga á þessu. Eru frúrnar ekki útlendingar? sagði ekkjan og Klara reis úr sæti sínu og fylgdist með henni inn í drykkjustofuna. Ég reis á fæt- ur og fór á eftir Klöru, en þar sem hún hafði gengið án þess að nokkurt hljóð heyrðist, brak- aði í gólffjölunum við hvert skref, sem ég sté. Ég nam því staðar. til þess að valda ekki frekari truflunum á útvarps- sendingunni. Það, sem við heyrðum, var óvænt kveðja frá kanslaranum til þjóðar hans og uppgjöf hans fyrir hinu nýja vaMi, er seildist yfir þýzku landamærin. Þegar hin þreytulega oig ópersónulega rödd lauk máli sínu með orð- unum ,Gott Schutze Österrich/ varð nokkurra mínútna vand- ræðaleg þögn í stofunni. Menn- irnir virtust vænta einhvers frekar, skýringar eða skipunar um hvað gera skyMi næst. Þetta voru óbreyttir sveita- menn, veðurbitnir og harðlegir ásýndum. Á liðnum árum hafði ég skorið út mörg slík bænda- andlit. Svo var þögnin rofin með því að einn þeirra setti glasið sitt harkalega á borðið og bað um öl handa öllum. Kliður hófst í stofunni og fór vaxandi, og loks voru nokkrir handleggir réttir upp til nazistakveðjunn- ar. Svo hrópaði einihver aftan til í stofunni: — Heil Hitler. Það, sem þá gerðist var líkt og í ora- toríi þegar ein rödd flytur fyrst tema og kór tekur undir. Klara stóð agndofa yfir þessum há- vaða og starði á hvern mann- inn eftir annan. Svo sneri hún sér snögglega við, og kom inn í einkaherbergi okkar og lok- aði dyrunum. — Við skulum borga og fara héðan, hvíslaði hún þurri og hásri rödd. Aðeins þegar ég sá tárin renna í stríðum straum- um niður kinnar hennar, gerði ég mér grein fyrir því, að Aust- urríki var líka mitt land og að það var dáið. Ég kenndi sakn- aðar og skyndilegrar, sterkrar löngunar eftir Jóni, að vera aft- | ur í Ameríku og geta gleymt : þessu hræðilega óróasama meg- { inlandi. Ekkjan kom inn. Og þegar ég borgaði henni í flýti, leit hún sorgmædd á hálftæmda kaffiboílana okkar. — Þótti frún um kaffið vont? sagði hún. — Og ég sem reyndi þó að vanda mig með það eins og ég gat. Hún lauk máli sínu með því að bjóða okkur góða nótt. Við lögð um á stað og Klara var bæði hrygg og reið. — Komdu munk- ur, flýtt-u þér, sagði hún. — Á ég að aka, eða ætlar þú að gera það? spurði ég og komst að raun um það mér til mikillar undrunar, að ég var ó- styrk í hnjánum og hendur mín- ar skulfu. — Þú skalt aka, þér lætur það betur. Og aktu eins hratt og þú getur. Nei, láttu mig um það, bætti hún við eftir að hafa MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO tekið að gæta. Þeir urðu að velja það ráð að skammtá vatnið og spara það við sig 1 hvívetna eftir öllum föngum. En það dró sífellt meira og meira af Bob, og brátt varð vinum vorum það Ijóst, að hann myndi aldrei lifa eyði- merkurförina af. Raunar máttu þeir þakka fyrir, ef þeir kæmust sjálfir lífs af úr leiðangri þessum. Hingað til hafði alltaf verið blæjalogn á. Aðeins létt morgungola hafði öðru hverju hlásið yfir eyðimörkina, en í hvert sinn, sem bað hafði g^rzt, gátu vinir vorir gert sér í hugarlund, hvað stormur á þessum slóðum myndi þýða’. Golan þyrflaði upp sandinum umhverfis ferðalangana, og sandskýlið gerðist áleitið við eyru, augu og nasir þeirra. Einnig hafði það hin verstu áhrif á matvöru þeirra. Þeim hryllti við tilhugsunina um það, ef ægilegur sand- bylur skyldi skella á bá., Þegar vinir vorir spurðu þess, hvort hætta myndi á því, að stormbylur skylli á þá, færðist Búatýra undan því að svara, en Kaliano svaraði því til, að hinn mikli faðir myndi efalaust sjá um það, að þeim yrði ekki grand búið. En kvöld nokkurt hvarf sólin bak við myrkt ský. Þegar Kaliano og Búatýra sá þetta, lögðu þau til, að áð skyldi og grafin gryfja í sandinn. Vinir vorir hófust þegar ótrauðir handa um fram- kvæmd þessa. Ekki höfðu þeir fyrr lokið að grafa gryfju í sandinn en mikil stormhviða fór yfir eyðimörkina. — Nú skulum við biðja þess eins, að þetta standi ekki lengi yfir, mælti Kaliano og leit skjálfandi á Búatýru, sem hafði lagzt fyrir við fætur hans. FLUGSTJÓRINN: „Já, nú líkar Erni lífið.“ STÚLKAN: „Og mér lízt svo sem Kötu líki það líka!“ Jón Hall Maria Montez Leif Erikson SABU Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ray Milland vikur ólifaðar (Two Weeks To Live). Lum og Abner. Sýnd kl. 5 xr.'Mp’ >*• Sýnd klukkan 7 og 9.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.