Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.05.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. mai 1944. ALÞYÐUBLAÐBÐ 6 Enskir liðsforingjar og óbreytt'r hermienn Íiaía aðsetur í herbúðum Iþessum, að Argentía á Nýfundnalandi. Paðan er halcið til harðfengilegra árása á kafbáta óvinanna og er þar um að ræða eittihvert þýðingarmesta vígi hinna sameinuðu þjóða. Frægasti íeynilogreglumaður Amerika: Rllan Pinkerton. HIN SAMFELDA dagskrá út- varpsins á hátíðisdegl verka- lýðsins mun vera einn lengsti og mesti dagskrárliður, sem nokkru sinni hefir verið fluttur í útvarp- hér. Áhrifin frá honum munu vara lengi, hvort sem menn eru ánægð- Ir að öllu leyti með samsetningu hans. Hygg ég þó að þegar á allt «r litið, þá sé ekki hægt að segja annað' en að hann hafi tekist vel og samsetning hans verið góð... . AÐ SJÁLFSÖGÐU var fyrri hluti dagskrárimiar byngri en síð- ari hlutinn. Miðhluti dagskrárinn- *r var langbeztur, en hinn síðasti dálítið afslappur. Er bað þó ef til vill eðlilegt, því að á mjög stóru varð að stikla. Eitt verð ég þó að telja miður farið. Höfundar dag- skrárinnar nefndu ekki nöfn tveggja manna, sem aldrei er hægt að þegja um, þegar verið er að rekja sögu verkalýðssamtakanna, nöfn Ólafs Friðrikssonar, hins mesta brautryðjanda og hrópand- ans rödd, sem íslenzk alþýða hefir átt og Jóns Baldvinssonar, manns- ins, sem byggði samtökin upp meira en nokkur einn maður ann- ar og stjórnaði þeim gegn um brim og boða frumbýlisáranna og fékk fyrstu frelsislög alþýðunnar, tog- aravökulögin samþykkt á alþingi. Þess merkisviðburðar, er Jón Bald- vinsson var fyrst kosinn á þing var heldur ekki getið. HINS VEGAR var rækilega get- Ið annars manns, er eitt sinn flutti ræðu á alþingi um frumvarp um greiðslu verkakaups, Skúla Thor- oddsens, og bætt við ljóði um hann. Mátti vel nefna Skúla, því að hann var merkur maður og að nokkru leyti brautryðjandi fyrir verka- lýðinn, en hvers vegna þá að þegja um nöfn Ólafs Friðrikssonar bg Jóns Baldvinssonar? Þrátt fyrir þessi mistök þakka ég fyrir dag- skrána og má segja, að margt sé breytt, þegar burgeisar bæjarins, að Scheving Thorsteinsson þó und- anteknum, flagga á degi verkalýðs Ins og ríkisútvarpið er nær, allan daginn helgað alþýðunni. ÉG VAR ÁNÆGÐUR með fyrsta maí. Veðrið var fagurt og fólkið var margt. Að vísu var ekki nógu fjölmennt í kröfugöngunni, þegar tekið er tillit til þess geysilega mannfjölda, sem var úti og sýndi í orði og verki fylgi sitt við al- þýðusamtökin. Minnist ég þess ekki að ég hafi nokkru sinni séð jafn marga bera merki samtakanna fyrsta maí og ég sá í fyrra dag. En enn er skilningurinn ekki orðinn nógu almennur fyrir því að nauð- synlegt er að allir hlýði kalli, þeg- ar samtökin kveðja þá til starfa. „FERÐAMAÐUR“ skrifar mér á þessa leið: „Ég er aðkomumaður hér í bænum þessa dagana og þarf víða að koma og marga að finna. En mér gengur illa að rata um bæinn. Ég hefi staðið á mörgu „horni“ og brotið heilann um hvar þessi og þessi gatan myndi nú vera, sem maður bjó við, en ég þurfti að finna. Og margan óþarfa krók er ég búinn að fara þar til ég loks komst á ákvörðunarstað." „ÞETTA ER mikil tímatöf fyrir aðkomumenn og bakar þeim ó- þarfa fyrirhöfn, sem hægt væri að bæta úr. Mér er heldur ekki grun- laust um, að Reykvíkingar sjálfir, sumir hverjir, séu ekki alls kostar tryggir með að rata um sinn eigin bæ, borg á víst að kalla það.“ „tJRBÆTUR eru auðveldar, en þær eru, að gefið sé út hándhægt kort af Reykjavík, hæfilega stórt til þess að hafa í vasa, með óprent uðum götunöfnum. Þú hefir oft í pistlum þínum gefið góðar bend- ingar og hvatt íil nauðsynlegs fram taks. Viltu ekki taka þetta mál til athugunar?" ÉG HEF ÁÐUR hvatt til þess að vandaður uppdráttur af Reykjavík væri gefinn út, en enn hefir ekki orðið af því, framtakið vantar. Ef til vill ræðst nú einhver í þennan upplagða gróðaveg. ALLAN PINKERTON og menn hans voru forðum daga skelfar allra glæpamanna og afbrotamanna í Vesturheimi. Ótal tilraunir voru gerðar til þess að múta honum, til þess að hann léti ekki þessi og hin afbrotamál til sín taka. En All- an Pinkerton lét aldrei glepjast af slíkum freistingum. Hann krafðist ekki einu sinni alltaf þeirra launa, sem honum báru raunverulega. Hann veitti aldrei hærri launagreiðslu móttöku en sem nam launum hans fyrir sér- hvern vinnudag auk ýmiss kostn aðar. Iðulega krafðist hann ekki nema fjórðungs þeirrar upphæð- ar, sem hann átti kröfurétt á. Mörgum mun finnast þetta bera vitni um mikinn heiðarleik að vonum, en jafnframt vitnar það um mikil hyggindi. — Pinker- ton — eða Pink, eins og hann var löngum nefndur manna á milli — naut þess álits, að hann væri einstakur leynilögreglu- maður fyrir heiðarleik sinn og samvizkusemi. Pinkerton var alls enginn Sherlock Holmes, enginn drgum lyndur fiðluleikari, er legði leiðir sínar inn á knæpur og skemmtistaði. En enda þótt hann væri ekki skáldsöguhetja, hefði mátt rita margar skemmti legar bækur um ævistarf hans, og það var líká gert — af hon- um sjálfum. Hann hóf ekki rit- störf sín fyrr en hann var kom- inn yfir fimmtugt og orðinn víð- kunnur maður í Bandaríkjun- um. Hann ritaði á skömmum tíma átján bækur, sem hver nam sex til sjö hundruð blað- síðum og seldust í geysistórum upplögum. Þegar hann lézt árið 1884 sextíu og fimm ára að aldri, kom út stór minningarút- gáfa ritverka hans. Nöfn bóka þessara enduðu jafnan á „leyni- lögreglumennirnir". — „Banka- ræningjarnir og leynilögreglu- mennirnir,“ „Andatrúarmenn- irnir og leynilögreglumennirn- ir“, , ,Missisippi-glæpamennirnir og leynilögreglumennirnir" og svo framvegis. Bækur þessar fjölluðu allar um sannsögulega viðburði. Og þó kvartaði Allan Pinkerton yfir því, að mikið af söguefnum sínum hefðu farið forgörðum við eldsvoðann mikla í Chicago árið 1881, en þá brann bygging sú, þar sem skrifstofa , hans var til húsa. REIN þessi fjallar um frægsta leynilögreglu- mann Bandaríkjanna, Allan Pinkerton, er forðxun var skelfir allra glæpamanna og bófaflokka þar í landi. Mun mörgum, þykja fróðlegt að lesa um æviferil hins skozka æskumanns, er fluttist til Vesturheims og varð þar víð- kunnur maður, bjargaði lífi forseta landsins og kom upp um ýmsa verstu óvini þjóð- Eélagsins á þeim tímum. — Greinin er hér þýdd úr sænska bláðinu Göteborg- Posten. Allan Pinkerton fæddist ann- ars í Glasgow á Skotlandi. Þeg- ar hann var enn í æsku, særð- ist faðir hans, er var lögreglu- þjónn, svo alvarlega í óspekt- um, sem verkamenn efndu til, að hann lézt af sárum. Sem tví- tugur beyldr tók Allan sjálfur þátt í slíkum óspektum og komst undan refsiveldi laganna með þeim hætti einum að flýja til Kanada. Þar vegnaði hon- illa og lagði því brátt leið sína til Bandaríkjanna. Þar hlaut hann starfa sem beykir í stóru ölgerðarhúsi. Hann kvæntist og eignaðist son og lét sér aldrei til hugar koma, að það ætti fyr- ir sér að liggja að gerast leyni- lögreglumaður. ___ ____ Hann hafði kosið sér sama- stað í Dundee, þar sem fjölmarg ir landar hans höfðu tekið sér aðsetur. Skozku innflytjendun- um gramdist það mjög, að í borg Iþeirra gætti þess mjög, að falsaðir seðlar væru í umferð. Fölsuðu seðlamir voru jafnvel hinum löglegu seðlum fleiri. Dag nokkurn gaf prúðbúinm ó- kunnur maður sig á tal við hinn unga beyki og spurði hann til vegar heim til manns, er Crane héf og hafði ekki sem bezt orð á sér. Allan Pinker- ton kom þegar til hugar, að mað- ur þessi kynni að vera einn hinna djörfu þorpara, er ferð- uðust um og dreifðu fölsuðum seðlum í hinum ýmsu héruðum. Hann fór á fund nokkurra kaup manna, er höfðu tapað stórfé vegna þessara fölsuðu peninga, sem komizt höfðu í umferð, og fékk hjá þeim nokkur hundruð dali að láni. Því næst sá hann svo um, að hann náði fundi hins ókunna manns daginn eftir. Hann gaf sig á tal við hann og kvartaði yfir því, að hann ætti við örðugan fjárhag að búa — og gat þess, að sér væri mikil þörf á því að fá eitthvert auka- starf, er krefðist ekki mikils tíma en gæfi hins vegar álitlega fjárhæð í aðra hönd. Ókunni maðurinn gein við agninu og bauðs til þess, að láta Allan falsaða peninga í té og skyldi hann selja honum fjóra falsaða seðla fyrir hvem einn hinna lögboðnu seðla. Þeim taldist svo til, að þeir skyldu hittast í mann lausu, afskekktu húsi og gera þar út um viðskiptin. Þar var svo þorparinn handtekinn af vinum Pinkertons — en það kom að litlu gagni að selja glæpamanninn yfirvöldunum í hendur, því að sýslumaðurinn lét hann lausan eftir að hafa þeg ið af honum álitlega fjárupp- hæð í fölsuðum seðlum. Við fleiri slík tækifæri sýndi Pinkerton það, að hann var gæddur skörpum skilningi og 1 frábærri hæfni til þess að upp- lýsa glæpi. íbúarnir í Dundee leituðu mun fremur til hans en lögreglunnar, og hann leysti við- fangsefnin fljótt og vel án þess að krefjast mikilla þóknana. Þegar hann hafði upplýst póst- stuld, var hartn skipaður leyni- lögreglumaður póststjórnarinn- ar. Frá Dundee fluttist hann til Chicago. Þar gengdi hann í fyrstu starfa sem óbreyttur lög- regluþjónn en síðar sem óein- kennisbúinn leynilögreglum. — Þannig varð hann fyrsti leynilög reglumaður Chicagoborgar. Lögreglumálin voru um þess- ar mundir í hinni mestu óreiðu til mikilla óheilla fyrir allan al- menning, enda þótt það yrði hagur Allans Pinkertons. Hann opnaði leynilögregluskrifstofu að áeggjn nokkurra járnbrauta- og tryggingafélaga, og hún varð hið arðbærasta fyrirtæki áður en langt um leið. Hann réði til sín fjölmarga aðstoðarmenn, og meðal þeirra var fyrsti kven- lögregluþjónn í heimi. Af- Ffh. á 6; sfðu. Hannes á horninu. til afgreiðslumanna Alþýðublaðsins úti á landi. \ Vinsamlegast gjörið sem fyrst skil fyrir 1. árs- fjórðung blaðsins. Alþýðublaðið. - Sími 4909 er komin út. Magnús Finnbogason magister bjó bókina til prentunar, en Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri ritaði formála. Bókin er 307 bls. að stærð í Skírnisbroti, prentuð á vandaðan pappír með allmörgum myndum og uppdráttum. Félagsmenn í Reykjavík vitji bókarinnar í anddyri Safnáhússins, opið kl. 1—7, og í Hafnarfirði í verzlun Valdimars Long.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.