Alþýðublaðið - 10.05.1944, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.05.1944, Síða 2
2 Danski sendiherrafundurinn í London áffi engan þáff í sím- skeyfi konungs hingaS Híkisstjórnin segist hafa fengií fulla vissu fyrir því. MARGSKONAJR orðrómur hefir gengið hér síðustu daga í sambandi við símskeyti konungs til forsætis- ráðherra og ýmsar skýringar verið gefnar á því. Hefir ein verið sú að fundur sá, sem nokkrir danskir sendiherrar héldu í London fyrir skemmstu hafi átt frumkvæði að hinu óvænta skrefi konungs, en á þeim fimdi sátu meðal annarra Font- enay, sendiherra Dana hér, Kauffmann, sendiherra Dana í Washington og Reventlow greifi, sendiherra Dana í London. í tilefni af þessum orðrómi hefir ríkisstjórnin liér leyft hlöðunum að hafa það eftir sér, að hun hafi fengið fulla vissu um, að sendiherrafundurinn hafi engan þátt átt í orð- sendingu konungs. í samhandi við þetta mál mætti geta þess, að enn þá ólíklegri orðrómur hefir verið á sveimi hér síðustu dagana um hoðskap konungs, svo sem að hinir og þessir íslenzkir menn, húsettir hér á landi hafi átt einhyem þátt í því að orðsendingin kom. Er ólikilegt að nokkur sky.nihorinn maður leggi trúnað á slikt fleipur, jafnvel þó að hersýni- lega séu til svo rætnir pólitískir rógberar, að þeim flökri ckki við að breiða slíkar sögur út til þess að reyna að skaða pólitíska andstæðinga sína. iiklS þörf landbúnaöarins SyrSr sfarfsféi S sumar Beiðnir um þafá irá bændum sfreyma nú til Ráðniiígarskrifstofynnar. gerðum Mafsnefnd sldpisð með þaS fyrir augum að bæfa iandeigendum fjónið. ATVINNUMÁL'ARÁÐU- NEYTIÐ íhefir nú, í fram- haldi af kröfum Guðm. í. Guð- anunidsisonar hæstaréttarlögm. og fleiri upi bætur til Suður- nesjabúa fyrir tjón af setuliðs- aðgerðum, beðið sýslumanninn í Gullbringusýslu að útnefna matsmenn, er meti til eignar- náms landspildu 9208,4 hr. að stærð. Eigendur landsins eiga þó að Ihalda óskertum rekaréttí, þar sem hann er. Enn fremur hefir ráðuneytið Óskað eftir að matsmönnum verði falið að meta bætur til landeigenda á Reykjanesskaga jfyrir skerðangu á afnotarétti þeirra af landi frá þeim tíma, er ameríska setuliðið tók land þeirra til sinna nota. Sýslumaðurinn í Gullbringu- leýslu hefir útnefnt þá Svein- björn Jónsson hæstaréttarlög- tnann og Pálma Einarsson ráðu- ínaut itil þess að framkvæma matið. Hjálp til danskra flóttamanna: Frá M. Þ. kr. 100.00. Ráðningarskrif- STOFA landbúnaðarins er tekin til starfa í skrifstof- um Vinnumiðlunarskrifstof- unnar í Alþýðuhúsinu, sími 1327. Alþýðublaðið snéri sér í gær til íorstöðumanns ráðningar- skrifstofnnar, Metúsalems Stef ánssonar og spurði hann um starf skrifstofunnar. „Það mun koma í ljós,“ sagði Metúsalem Steflánsson, ,,að landbúnaðurinn þarf mjög á starfsliði að halda á þ-essu suanri, ekki síður en í fyrra sumar, eða sumarið þar áður, og að sjálfsögðu ríður á mjög miklu að þetta starfslið fáizt, annars verður ekki hægt að halda áfram nægum fram- leiðslustörfum til sveita.“ — Hvað bárust margar beiðn- ir um starfsfólk í fyrra. „AIls ibárust 626 beiðnir, ekki nema 223 framboð komu. Þar af tókst að ráða 202. Þetta voru feaupamenh, kaupakonur og drengir til snúninga. Vel má hins vegar vera að tekist hafi að bæta betur úr hinni brýnu þörf landibúnaðarins fyrir vinnu kraft en þessar tölur sýna.“ — En hvað h>afa margar beiðnir borist nú. „í dag eru komnar alls 73 beiðnir um starfsfólk, en aðeins 24 hafa boðið sig fram. Við væntum þess hinsvegar fast- lega að fleiri framboð komi. Sikrifstofan hefir ekki starfað nema í rúma viku — svo að segja má að beiðnirnar séu að- eins að byrja að berast til okk- ar. Þær munu, ef að líkum læt- ur berast í hundraða tali næstu vikumar.“ Ráðningarskrifstofan er opin kl. 9—5 daglega. Iiún hefir stöðu handa nær öllum — og Frb. á 7. ídðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. mai 1944. Sjálfstæðismálió rætt erlendis: halda fram rél Eru annars vinsamleg í okkar garð. TJ* YRSTU erlendu blaðaummælin um b.oðskap konungs til forsætisráðherra og íslenzku þjóðarinnar hafa nú borist hingað. — Eru það ummæli þriggja stórblaða í Stokk- hólmi. Hefir sendiráð Íslands þar sent ríkisstjórninni útdrátt úr greinum beirra. * Ummæli hinna sænsku blaða, sem eru Svenska Dagbladet, Stockholmstidningen og Nya Dagligt Alle- banda, eru vingjarnleg í íslands garð, en halda ein- dregið fram rétti konimgs til þess að neita að viður- kenna hreytingu á stjórnarformi landsins án við- ræðna við haim, meðan erlent setulið er í báðum lönd- um. ' SVENSKA DAGBLADET, sem er fhaldsblað, gerir fyrst hernám íslands og Danmerkur að umtalssefni og segir síðan: „Hernám landa getur verið ólíks eðlis, en það felur þó allt af í sér óþolandi ok á sjálfsá- kvörðunarrétt þjóðanna. Það er eins og það hafi átt að vera einhver sálræn fróun í því fyr- ir íslendinga undir slíkum kring umstæðum, að losna við sam- bandið við Danmörku. Það var augljóst mál, að innrás Þjóð- verja í Danmörku myndi hafa einhverjar afleiðingar fyrir sam bandið milli íslands og Dan- merkur.“ Því næst skýrir blaðið frá gangi sjálfstæðismálsins og samþykktum alþingis í þyí; en þar á eftir segir það orðrétt: „Hvað ísland snerti voru þær (samþykktir alþingis) ekki á neinn hátt óvæntar eða drama- tískar; en fyrir Danmörku fólu þær í sér vissan sársauka. Sú mikla óánægja, sem þessi vott- ur íslenzkrar skilnaðarhreyfing- ar, vakti í Danmörku, og jafn- vel varð vart í Svíþjóð, hefir ekki haldið aftur af Islending- um í því að fylgja málinu eftir.“ Síðan segir blaðið um orð- sendingu konungs: „Kristján konungur neytir með öðrum orðum neitunarvalds síns á móti fyrirætlunum íslenzkra stjórn- arvalda, sem þar af Ieiðandi verður að líta á sem stjórnar- skrárbrot, mjög líkt því, sem framið var 7. júní 1905. Það er enginn efi á, að konungurinn hefir stuðning dönsku þjóðar- innar í þessu máli og svo mikið er hægt að segja, að í Svíþjóð skilja menn og viðurkenna til- finningar dönsku bjóðarinnar og finna í þessu sambandi ekki til neinnar meinfýsi vegna þeirrar afstöðu, sem Danmörk tók 1905. Það er líka sorglegt á þessum timum, þegar allir tala um nán- ari norræna samvinnu í framtíð inni, að þau tengsl, sem fyrir hendi eru, skuli vera slitin að því er virðist að ástæðulausu.“ STOCKHOLMSTIDNIN GEN, sem er frjálslynt blað, segir: „Þrátt fyrir alla þá gömlu og sterku samúð, sem við Svíar höfum haft og 'höfum með ís- landi og frændþjóð okkar þar, verður þó að segja, að við lít- um sömu augum á þetta mál og Kristján konungur og Danir. Það hefir vakið undrun okkar og komið illa við okkur, hvað íslendingar hafa gert sér mikið far um, að flýta þróuninni, því að við getum ekki séð neinar raunhæfar ástæður til þess með því að enginn íslendingur læt- u'r sér sennilega detta í hug að danska þjóðin og hinn sameigin legi konungur hennar og þeirra só með neinar ráðagerðir um að koma í veg fyrir óskir þeirra um sambandsslit, þvert ofan í gefin loforð. Við lítum svo á, að af eðlilegu tilliti til konungsins og bræðra- þjóðarinnar hefðu þeir átt að forðast þá meðferð málsins sem nokkurn grun gæti vak- ið um að þeir vildu nota sér neyð hins aðilans, sjálfum sér í hag. Vera má að aðvörun konungs, sem heldur sér strengi lega innan takmarka hinna stjórnarfarslegu réttinda sinna, verði til þess að stjórnarvöldin í Reykjavík hugsi sig um og hætti við að stíga síðasta skref- ið nú. Við vildum svo gjarnan mega vona það. Að öðrum kosti hryggir það okkur, ef sundrung og beizkju verður sáð milli tveggja norrænna þjóða, sem meira en nokkru sinni áður þyrftu að varðveita bróðurþel- ið hvor til annarrar. Danmörk á það ekki skilið að vera tor- tryggð; og Kristján konungur er allt of góður til þess að vera rek inn úr hásæti, sem hann er reiðu búinn til að stíga niður úr af frjálsum vilja.“ NYA DAGLIGT ALLE- HANDA, sem er íhaldsblað, segir: „Sú braut, sem íisland er nú að leggj-a út á, kemur engum á óvart á Norðurlöndum, og eng- inn, allra sízt Danir, munu vilja koma í veg fyrir að barátta frændþjóðarinnar fyrir full- komnu sjálfstæði ‘beri árangur. Frá lagalegu sjónarmiði er held ur ekki hægt að segja, að íslend ingar hafi brotið rétt á néinum nema hinum danska konungi, því samkvæmt sambandslaga- sáttmálanum er ekki hægt að afnema hið sameiginlega kon- ungsvald með einhliða ákvæð- um íslendinga, heldur aðeins með því að konungurinn segi af sér af frjálsum vilja.“ Síðar í grein sinni segir Nya Dagligt Allehanda: „Hinn danski konungur læt- vissulega ekki aðeins í ljós sín- ar eigin tilfinningar heldur og tilfinningar allra Norðurlanda- þjóðanna.” Og enn segir blaðið: „Með bezta vilja getum við ekki séð annað en aðferð íslend- inga í þessu máli sé óþörf, óvið- eigandi og taktlaus. Málið hefði horft allt öðru vísi við, ef ís- lendingar hefðu haft ástæðu til að óttast 'að Danir myndu reyna að standa á móti einhuga al- menningsáliti hins litla eyríkis. En um það getur ekki verið að ræðia.“ Greinin endar á þessum orð- um: „Framkoma íslands er líkleg til þess að skilja eftir brodd í hjörtum dönsku þjóðarinnar — og nokíkra andúð meðal annara þjóða á Norðurlöndum,“ Þjóðaralkvæðagreiðslan: Ungl féEk þarf að leggja fram irafta sína. BiMaeigendur beðnir að iána bifreiðar sínar. A KVEÐIÐ hefir verið að biðja þá, sem bifreiðar eiga, að lána þær þá daga, sem þjóðaratkvæðagreiðslan á að fara fram. Nauðsynlegt er að allir, sem eiga bifreiðar láni þær til af- nota þessa 4 daga, því að mjög margar bifreiðar þarf til þes3 að koma þeim á kjörstað og atf- ur heim, sem ekki geta komist öðruvísi. Þá er lögð rík áherzla á það, að ungt skrifstofufólk leggi fram kraifta sína í virku starfi í þjóðaratkvæðagreiðslunni ekki að eins atkvæðagreiðsludagana heldur einnig nú þessa daga sem eftir eru þar til atkvæðagreiðsl an á að heifjast. Snúið ykkur til aðalskrifstofunnar í Hótel Borg og leggið fram krafta ykkar, ungir menn og konur!, i".i i "-á‘ Nýr ssndiherra Banda- rijanna á íilandi. Leland Horris verSur sendaherra i iran. SAMKVÆMT tilkynningu frá sendiráði Bandaríkj- anna, hefir Mr. Leland Morris sendiherra af forseta Bandaríkj anna verið skipaður sendiherra í Iran, og lætur hann því f störfum hér. Mr. Morris mun fara héðan mjög bréðlega. í stað hans hefír Mr. Louis Goethe Dreyfus sendi'herra í Iran ver- ið skipaður sendiherra Banda- ríkjanna hér, og mun hann vænt anlegur hingað til lands innan skammis. Vsxandi bindindis- ábugi úti nm land Frá ferðalagl erindreka sfórsfúku fsiands. Friðrik ásmundsson BREKKAN rithöfundur starfar nú sem erindreki stór- 'stúkunnar og ferðast um land- ið og flytur erindi um bindind- ismiál og stofnar stúkur. Rithöfundurinn er nýlega kominn úr för um Snæfellsnes, Vesturland og Norðurland. Hef- ir hann á þessum ferðum sínum stofnað 4 barna- og unglinga- j stúkur, 2 á Vestfjörðum, 1 á Snæfellsnesi og 1 1 Skagafirði. Segir Brekkan að vaxandi bindindisáhugi sé víða úti um land — og aukið starf í stúk- um.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.