Alþýðublaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagiim 11. maá 1944. m Húseigandi skrifar mér um sorphreinsun og fyrirkomu- lag hennar. S sendir Hjalta vinarorS — Kona sltrifar um harpsicord. HÚSEIGANDI SKRIFAR: Það hefir verið nokkrum sinn- um vikið að bví í blöðum bæjar- ins, er vitað var fyrir fram að af hitaveitu myndi leiða, að miklu meira safnaðist við hús af ýmis konar úrgangi og rusli, sem brenna mátti við kolakyndingu." „ÞAÐ ISAFA KOMIÐ FRAM nokkrar tillögur til úrbóta, svo sem það, að húseigendur séu skyldaðir til að hafa margar sorp- tunnur við húsin (auk þess að þeir verða að borga alla sorp- hreinsun) og sorphreinsunarmenn taki fullar, en komi með aðrar tómar.“ „VIÐ ÞETTA er það að athuga, fyrst, að það er orðið skammt á milli að húseigendum sé íþyngt og skertur róttur þeirra, og má þar nefna hitaveitulögin, einkum heimtaugargjaldið, þar sem hús- eigendum er heimilað til endur- gjalds að taka aðeins 3% af uþp- hæð heimtaugargjaldsins, að frá- dregnum 6% vöxtum til bæjar- sjóðs, en ekki meira um þao að þessu sinni. Þá er annað við þessa tillögu að athuga: Það myndi verða nokkuð fyrirferðarmikið, tunnusafnið, á bílunum, bæði tóm- ar og fullar, og þarf ekki að ræða meira slíkar fjarstæður.“ „LÍKAR ÞESSU eru aðrar til- lögur, er fram hafa komið. Það er eitt, sem ætti að gera, og er kostnaðarlaust fyrir alla. Það er að banna hlutaðeigendum að láta tuskur og hvers konar bréfarusl í sorptunnur. Öllu slíku má brenna í miðstöðvarkötlum, þótt hitaveita sé, ef það er ekki notfært á ann- an hátt.“ „MÉR ER KUNNUGT, að'sum- ir hafa þann sið, eftir að hita- veitan kom, að láta allt slíkt rusl í sorptunnu. Væri þetta bannað og hreinsunarmenn tilkynntu, ef út af væri brugðið, þá væri að miklu leyti ráðin bót í þessu efni. Annars vil ég geta þess, að tæma þarf sorptunnur oftar á sumrum en vetrum. Á sumrin úldnar fljótt ýmis konar úrgangur svo ódaun leggur af, jafnvel inn um opna glugga. Einnig kviknar fljótt maðkur, sem í vætutíð skríður upp úr tunnunum og svo víðs vegar. Þetta hreinsunarmál þarf að taka til athugunar og úrbóta, og hygg ég það megi, án nokkurs aukins kostnaðar fyrir hlutaðeigendur.“ „S“ SKRIFAR: „Viltu gera svo vel að skila kveðju til barnavin- arins ,,Hjalta“, sem skrifaði þér fyrir stuttu og kvartaði undan því, að börn hefðu verið rekin með harðri hendi af túnblettinum við Höfðahverfið, eem „sleginn var“ í fyrra." „MÉR ÞÆTTI EKKI úr vegi að spyrja hr. „Hjalta“, hvort hann vildi ekki taka að sér af vináttu við börnin, að rækta eihhvern ó- ræktarblett hér við bæinn, greiða af honum erfðafestugjald og skatta til bæjarins og ríkissjóðs, bera á hann áburð og lána hann svo börnunum og leyfa þeim að eyði- leggja svo heyið á honum, ef hann gæti slegið eitthvað af honum og framleiða svo mjólk handa þeim eða öffrum börnum og selja hana með því verði, að hann eða aðrir ekki kölluðu það „mjólkurokrið" eins og oft er kvartað undan í Al- þýðublaðinu og rtianna á milli'“ STEFANÍA MAGNÚSDÓTTIR skrifar: „Vegna greinar, er birtist í pistli þínum í sunnudagsblaðinu um harpsichord-tónleika í útvarp- inu, langar mig til að segja eftir- farandi: Ég hefi veitt þessum tón- leikum sérstaka athygli vegna þess, að á dagskránni er þetta einn af þeim liðum, sem mér hefir verið til mestrar ánægju. Vegna hins sérstaka yndisþokka þessa hljóðfæris hefi ég aflað mér dálít- illa upplýsinga um harpsichordið (cembalo) og fengið að vita að það er fornt hljóðfæri, einn fyrir- rennari píanósins, sem menn eru farnir að byggja aftur.“ „MEISTARARNIR Handel og Bach sömdu þau verk, sem nú eru flutt á píanó, einmitt fyrir harpsichord (eða klavichord) og væri sú ástæða ein nægileg til að almenningi ætti að gefast kostur á þessum tónleikum." „ANNARS ÞYKIR MÉR það furðu gegna, hversu oft hefir komið fram andúð á klassiskri músík í pistlum til þín og þykja mér flestir, sem þá skrifa, hafa meiri færni í höndunum (skrift- arkunnáttan) en höfðinu. Þó að ég sé elcki músíkmenntuð, langar Ímig til að fá þessar línur birtar, ef það kynni að stuðla að því að þessi ánægja yjrði ekki tekin frá mér og svo mörgum öðrum, sem líkt er farið.“ Hannes á horninu. til afgreiðslumanna Alþýðublaðsins úti á landi. f * Vinsamlegast gjörið sem fyrst skil fyrir 1. árs- fjórðung blaðsins. AUGLÝSÍÐ íILÞÝÐUBLAÐINU Loftbelgir yfir Kaliforníuströnd Loftbelgirnir eru hvergi nœrri úr sögunni. Þeir hafa gert sitt góða gagn í þessu stríði, eink- um við strandvarnir og eftirlit meðfram ströndum Ameríku og hafa hjálpað til að finna margan kafbátinn. Þeir geta líka flogið í hópum eins og flugvélarnar. Það sýnir þessi mynd vel, sem tekin var á strönd Kaliforníu. Þar eru margir loftbelgir á oddaflugi. grld Hergman in nýja Greta Garbo. INGRID BERGMAN er sann- asta leikkonan í þessari borg“, er haft eftir blaðamanni í Hollywood. Undir eins við fyrstu sýn verða manni Ijós sannindi þess- arar lýsingar. Ómálaðar neglur hennar, eðlilegur litarháttur, látlaus framkoma og sundur- gerðarleysi í klæðaburði, — allt þetta gerir hana óvenjulega með al filmdísanna í Hollywood. Listarferill Ingrid Bergman er laus við ýmsa þá kenjaháttu, sem listamenn temja sér stund- um. Ungi, læknirinn, sem hún gekk að eiga, áður en hún kom hingað, er ennþá eiginmaður hennar, og stundum kemur hún með fimm ára gamla dóttur sína, sem Pia heitir, með sér á vinnustaðinn. Skömmu eftir að hún kom hingað, vildi myndastofa kvik- myndafyrirtækisins taka af henni nokkrar myndir. Mynda- 'tökumaðurinn fór fram á, að hún stytti pyls sitt „aðeins ör- lítio“. Hún leit á hann, brosti og sagði: „Ég kom hingað til að leika, en ekki til að dansa.“ Hún er ekki fögur — í þeirri merkingu, sem lögð er í það orð í Hollywood. Töfrar hennar eru töfrar æsku og heilbrigði. Enginn mundi kjósa hana feg urðardrottningu meðal film- dísanna. Hún hefir staðið hálf- tíma og beðið eftir að sjá mynd, sem hún sjálf lék í, án þess að henni væri gaumur gefinn. Ingrid Bergman var að vinna að hinni nýju kvikmynd sinni, þegar ég átti viðtal við hana. Hún notaði til viðtalsins hlé, sem varð á vinnu hennar. Hún var að leika Pálu í Angel Street, sem verið var að kvikmynda (Angelstreet nefnist nú Gas- likt). Hún var í þröngum en fyr irferðarmiklum kjól, eins og þeir tíðkuðust á árunum milli 1860—1870. Hið Ijósa og síða hár hennar bylgjaðist um herð- ar hennar undan litla hattinum. Það var undravert, hve lítið hún hafði gert til að breyta sér. Hún er kringleit, kinnbeinin fagur- lega löguð. Enginn varahtur breytti hinum eðlilega munn- HIN unga sænska leikkona Ingrid Bergman er kom in í fremstu röö kvikmynda- stjarnanna í Hollywood. Eft- irfarandi grein um hana, sem er eftir S. J. Woolf, er þýdd upp úr mánaðarritinu The English Digest. svip hennar, og litlu börðin á hattinum gerðu það að verkum, að enn meira bar á hinum löngu augnahárum, sem skyggja yfir bláu, skæru augun hennar. Hún hafði ekki þetta fjarræna augnaráð, sem svo mörgum leik konum finnst bráðnauðsynlegt á leiksviði. Hún sagði mér frá föður sín- um, sem var ljósmyndari, en jafnframt listmálari. „Hann ætlaði allaf að mála mynd af mér,“ sagði hún, „ en hann fékk mig aldrei til að sitja fyrir nógu lengi. Ég var svo eýrðarlaus. Það eina, sem ég á eftir hann, er rissmynd, sem hann gerði af mér, þegar ég vissi ekki af, hvað hann hafði fyrir stafni. Þegar foreldrar mínir voru dánir, vildu ekki ættingjar mín ir, sem ég dvaldist hjá, að ég yrði leikkona, en ég lá alltaf í kvæðabókum og las þau upp- hátt fyrir sjálfri mér í her- bergi mínu. Eg hafði grammó- fón í gangi til þess að yfirgnæfa rödd mína, svo að írændfólk mittt rendi ekki grun í, hvað ég hefðist að. „Væri yður sama, þótt að ég læsi yfir nokkrar blaðsíður af textanum ínínum'í næstu senu?“ spurði hún. Að svo mæltu fór hún að lesa og bærði varirnar í ákafa, meðan á lestrinum stóð. Nokkru síðar spurði ég haha, hvers konar hlutverk henni féllu bezt í geð. „Alvarleg hlutverk“, svaraði hún og lyfti bogadregnum brún unum. Hún hafði snúið að mér vanganum. Nú. sneri hún að mér,. um leið og hún svaraði spurningu minni. „Þó að fólk væri hrifið af mér í Casablanca, var mér minna gefið um það hlutverk en alvar- leg hlutverk, sem ég hef leikið. En þér verðið umfram allt að hafa hugfast, að við Svíar erum mjög frábrugðnir Ameríku- mönnurn. Við erum alvörugefin þjóð að eðlisfari. Léttlyndi er okkur ekki í blóð boríð. Skemmt anir okkar eru meira að segja alvöru blandnar. Jafnvel kímni okkar er ólík amerískri ltímni. Það er alltaf eitthvert hugarflug 1 henni. Carl Milles túlkar hana í sum- um högginyndum sínum. Hinir skrítnu höfrungar hans, hinír undarlegu marmennlar hans og hafgúfur eru ágæt dæmi um „léttari“ hlið þjóðar okkar, og meira að segja dansmeyjar hans hafa yfirbragð hins íhug- ula manns. Nú hljótið þér að skilja af hverju mér láta bezt alvarleg hlutverk og hversvegna eftir- lætisrithöfundar mínir amerísk ir eru Hemingway og Stein- beck.“ Hún hélt áfram talinu og fór að bera Hollywood saman við Rasnuda, þar sem gænsku kvik- myndirnar eru teknar. Húu sagði, að henni hefði komið allt ókunnuglega fyrir sjónir, þar hún kom hingað, þó að hún hefði stundað leiklist í Svíþjóð um all langt skeið. Hún hefir haft af kvikmynda vélinni að segja um aldarfjórð- ung. Þegar hún var ársgömul tók faðir hennar kvikmynd af afmælisveizlunni hennar. Hann hélt þeim sið á hverju ári á af- mæli hennar, þangað til hann dó, en þá var hún þrettán ára. Hún hefir nú sama sið fyrir litlu dóttur sína. Hún vakti athygli mína á sér fyrir leikarahæfileika á skólaár unum í Stokkhólmi. Seytján ára gömul hlaut hún námsstyrk við Konunglega leikskólann. að ári liðnu hófst frægðarför hennar, og ein af kvikmyndum hennar, Konuandlit, var úæmd bezta kvikmynd ársins 1938 á alþ j óðasýningu. Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.