Alþýðublaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 8
8 ÆU»Y&UBL/MME ftmmtndagiaa lí. maí 1844. iS TUIMURBlðB k fætur I Reveille with Beverly Ann Miller Frank Sinatra Mills-bræður Hljómsveitir Bob Crosbys, Freddie Slacks, Duke Elling- tons og Count Basies I sýnd kl. 5, 7 og 9. i Á BÆ NOKKRUM á Suður- landi var mikil laxveiði og var heimilisfólkinu skammtaður iax daglega allt sumarið. Vinnuhjúin. , á bænum voru orðin dauðleið á laxátinu og sögðu margar tröllasögur af því, hvað laxinn væri leiði- ffjam. Ein þeirra var sú, að hund- arnir á heimilinu væru orðnir svo þreyttir á laxátinu, að þeir gengju út úr baðstofunni, ef einhverjum yrði það á að nefná lax. m m * AFÞAKKAÐI BOÐIÐ PRESTUR nokkur var að þjónusta kerlingu, sem lá bana- leguna. Þegar hann hafði lokið þjónustugerðinni, segir hann við kerlingu: „Svo óska ég yður góðrar endalyktar, kona góð.“ Þá reis kerling upp í rúmi sínu og svarar presti: „Það vildi ég að þér bæðuð skaparann þess ekld, því að slík lykt hefir mér alltaf verið harla ógeðfelld.“ * * * STÓR LAX TVEIR laxveiðimenn eru að rabba saman og raupa af veiði sinni. Annar er að lýsa því, hvað hann hefði misst stóran lax, og hinn segir þá: „Hann hefir líklega verið á stærð við hval!“ ,J£g hafði hval fyrir beitu,“ svaraði hinn. m m m HUGREKKI mannsins held- ur honum uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð, hver fær borið það? Salomon. í straumi örlaganna Konrad var hætt svona skyndi- lega. En lyfið hans var ekki leng ur tid, og nú varð að gera það, sem hægt var. Ég haÆði áhyggjur af því, hvaða afleiðingar ger- breytt lækningaaðferð myndi hafa fyrir drenginn minn. í munninum á mér var óþægilegt bragð af svafnlyfinu. í>eir hafa ekki aðeins eyðilagt rannsóknar stofuna, hugsaði ég. Þeir hafa líka eyðilagt augu drengsins mins. — Er þér sama, þó að þú sért einn stundarkorn? Ég þarf að fara og hitta Klöru, sagði ég og uam staðar viðrnimstokkMikaels Ég ihafði hugsað mér dálitla á- ætlun um það, bvernig ég ætti að kðma Klöru og Renate úr landi, og vildi gjarnan ræða hana við Mikael. Ég var áhyggju full og ringluð. Nú voru áhyggju efnin orðin svo mörg, að mér fannist ég vera að missa alla fót- festu. — Get ég treyst á þig, ef nauð syn krefur að þeim verði kom- ið úr landi? spurði ég drenginn. — Auðvitað geturðu það. En hvað þetta var skrýtin spurning, ~ móðir kær. — Ég veit ekki gerla, hvað þú ert mikill nazisti enn. Eða hefir þessi síðasta reynsla þín breytt einhverju þar um? — Ég er fylgjandi samein- ingunni, ef það er það, sem þú vilt fá að vita. Og sama máli gegnir um flesta Austurríkis- menn. Það var ekki fallegt, þetta, sem kom fyrir í Alpenhof. En iþú getur verið þess fullviss, að ef Foringinn kæmist á snoð- ir um slíka atburði, myndi hann refsa harðlega þeim mönnum, sem sekir eru. Það er ekki hægt að sá akur án þess að bylta fyrst jarðveginum. — Það er bara heldur mikið af því góða, að það skuli þurfa að plægja niður mann eins og dr. Konrad, eða er það ekki, Milky? — Það gleður mig, að lögregl an skyldi taka hann í sína vernd, áður en lýðurinn frá þorpinu bar að garði. Ella væri hann ekki í tölu lifenda. Skríllinn gerði sér í hugarlund, að bann notaði Aria fyrir tilraunadýr, sagði Mik ael. Ég -varp þungt öndinni yfir þessu þrákelknislega barni mínu. Mér fannst, að einmitt á þessuim stað og þessari sund ætti ég að reka þetta ú/t úr honum. En þegar mér varð aftur litið á andlit hans, markað þjáning- ardráttum, brast mig hug til þess, og ég lagði af stað til að hitta Klöru. Þetta var fagur, sólbjartur dagur. Fuglasöngur kvað við í loftinu og fólkið var glaðlegt á svip. Þegar ég fór fram hjá Ahmed, heilsaði hann mér ekki eins og venjulega, heldur starði beint fram undan sér, og engin svipibrigði urðu greind á and- liti hans. Þegar ég leit í sömu átt og hann, sá ég bíl, sem stóð hinum megin götunnar og inni í hanum tvo meinleysislega menn. Ég hafði hugsað mér að taka bíl, en breytti nú þeirri ákvörðun og neyddi sjálfa mig til að ganga í hægðum mínum. Eftir skamma stund nam ég stað ar við búðarglugga. í gluggarúð unni sá ég, að vagninn hafði fylgt á eftir mér. Mér fannst ég þegar hafa snöru um hálsinn. Til þeissa hafði ég aðeins haft á- hyggjur af vinum mínum. Nú nálgaðist hættan mig sjálfa per- sónulega. Þó var það svo, að enn þá fannst mér það fjarlægt og ó- raunhæft, að fólk væri dregið niður í kjallara, barið, misþyrmt og pyndað, jafnvel drepið. Ég átti erftitt með að ímynda mér, að nokkuð slíkt gæti hent mig. Þetta skeði raunverulega aðeins í ódýrum reyfurum. Ég var ó- þolinmóð eftir að hitta Klöru og ræða hugmynd mína við hana. En nú skipti ég um skoðun. Ég labbaði kringum Óperuna og sneri svo við aftur. Ég átti erfitt með að trúa því, að þetta væri leiðin, sem ég fór daglega í skól ann á æsku minni. Ósjálfrátt beygði ég inn í hliðargötu. Þar var skartgripabúð og klukka í glugganum. Það hafði verið venja mín á þeim árum, þegar ég var seint fyrir, að líta fljót- lega á þessa klukku. Búðin var þarna ennþá, en klukkan var horfin. Þarna var líka barkaríið á sínum gamla stað og sams kon ar góðgæti til sýnis í gluggan- um og hafði orkað sem mest á hug minn, þegar óg var sex ára. Þegar ég skyggndist umhverf- is mig, sá ég, að bíllinn 'hafði numið staðar á hominu og ann- ar maðurinn hafði farið út úr honum. Ég gekk áfram án þess að vita eiginlega hvert ég fór. Þegar ég rankaði við mér, var ég stödd á Sohillertorgi. Hjart- að barðist í ibrjósti mínu, og ég settist á bekk til að reyna að jafna mig. Eplatréð, sem mér hafði alltaf fundizt svo mikið til um, stóð þar enn. Það var örlítið farið að igrænka. Mig furðaði á því, að trén og runnarnir virt- ust ekki vera stærri en í barn- æsku minni, jafnvel minni og rýrari. Schiíler horfði fast til jarðar af onarmarafótstallinum sínum, eins og hann skyldi vera önugur við mig. Maðurinn hafði numið staðar og lézt fera að feveikja sér í vindlingi. Á þess- um grasfleti hafði Klara dans- ; að berfætt fyrir mig. Nú ætl- uðu þeir að fara að taka hana og misþyrma henni. Óttinn við það, að hvert skref, sem ég kynni að stíga, kynni að valda örlagarík- um mistökum, orkaði svo mjög á mig, að mér lá við sturlun. SS NYJA BIÖ BS Hefndin bíður bðð- uhins. Brian Donlevy Anna Lee. Bönnuð fyrir börn. yngri en 12 ára. Sýnd kl. 9. QAMLA BIÓ KÍNA (CHDJA) AI.AN I.ADI) Sýnd kL 7 og 9. Bardagl við smyglara. Með TEX RITTEB Sýnd tl. 5 og 7 Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sfigamennimir (Bandit Rangers) TIM HOLT Sýnd kl. 5. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. En eitthvað varð að gera. Ég gat ekki bara setið á bekk á almanna færi og látið taugarnar hlaupa með mig d gönur. Undireins og þessu er lokið tek ég fyrsta skip til Bandaríkjanna, sagði ég við sjálfa mig. Éftir atburðina í Alp enhof var ekki neitt, sem tengdi mig eða Mikael við þetta óeirða 'sama meginland. Ég stóð upp af bekknum, veif aði til leigubíls og ók beina leið til heimilis Klöru. Þegar ég borg aði ökumanninum og leit í kringum mig, sá ég hvorki bíl né mann, sem veitti mér eftir- för. Ég hringdi bjöllunni hjá Klöru en heyrði ekki neina hringingu. Eigi að síður opnaði Klara dyrnar tafarlaust og dró mig innfyrir. Hendur hennar skulfu. Það skaut mér meiri skelk í bringu en nokkuð ann- að, að sjá ‘hina sterku og stöðugu hendur Klöru skjálfa. — Ég vafði klæði utan um uama/zaa & MEÐAL. BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Kaliano og Búatýra leggja sig öll fram um að ryðja' hin- um hvítu vinum vorum brautina. Það er eins og þistlarnir vinni síður á hörundi þeirra. Þau bera sig að minnsta kosti mun betur. Eigi að síður drýpur blóðið úr fótum þeirra, og þau reika í spori eins og þau séu komin að niðurlotum. Allt í einu kveður hljóð við. Kaliano baðar út höndun- um og bendir á sérstakan blett framundan. Vinir vorir beina hinum sljóu sjónum sínum að stað þessum. Hvað er þarna að sjá. Þeir nálgast trén, sem verið hafa takmörk baráttu þeirra. En til hvers er það? Alls staðar umhverfis getur aðeins þistla að líta. Vinin, sem þeir félagar höfðu gert sér vonir um að væri handan trjánna, sést hvergi. Og því síður vatn eða lind. En hvers vegna hrópar þá Kaliano hátt og tryllings- lega? Nú hleypur hann til þeirra félaga, þrífur öxina úr höndum Páls og tóman vatnsgeyminn af Hjálmari. — Og að því búnu geysist hann fram að nýju. Þegar hinir hvítu vinir vorir komast loks á ákvörðunar- staðinn örmagna af þreytu, bíða þau Kaliano og Búatýra. þeirra. Gleðibros ljóma á andlitum þeirra, og þau rétta þeim vatpsgeyminn. Vinum vorum til undrunar og jafnframt ólýsanlegrar gleði, er hann fylltur til hálfs af dýrlegum svaladrykk. Draumur þeirra hefir rætzt. Þeim hefir hlotnast uppfylling óska sinna og vona. AP Features FAKPOH U6... A POST-UP/ DI5 15 DA PlíiNTNEQATIONOFA BEAUTIFUL PAR.TV/ athy KATA þýtur buxtu frá Erni. HERMAÐUR: „Fyrirgefið.1 VIÐ BORÐ: „Hvað var þetta?“ -----,,Það slitnaði upp úr því, svona fer það stundum.“ ÖRN (kallar) ,Kata!“ ÖRN: (uitan við sig) „Já, allt í lagi — fyrirgefið.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.