Alþýðublaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 6
«í_______________________________ÆLÞYÐUBLAÐiÐ r Avarp til islendinga um sfofn- un Landgræðslusjóðs Skóg- rækfarféiags Islands —.......■».....— SAMTÍMIS því, að þjóðin er kvödd til þess að taka ákvörðun um stofnun lýðveídis, kom fram sú hugmynd, að efnt yrði til einhverrar þeirrar framkvæmdar, sem allir landsmenn gæti átt hlut að og gildi hefði fyrir aldna og óboma. Hefir orðið að ráði, að stofnaður yrði LANDGRÆÐSLTJ- SJÓÐZJR SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS. Þessum sjóði er eigi aðeins ætlað að verða til sturktar trjá- rækt og skóggræðslu, héldur einnig að verja gróðurlendi og klæða‘ sem mest af landinu einhverjum nytjagróðri. Sagan leiðir í Ijós, hversu náið samband er milli gróðurfars landa og farnaðar þjóða. Menningarskeið þjóða eru samfara því, að skógar og hvers konar nytjagróður stendur með blóma, en þegar gróðurfarið hnignar fylgir fátækt og afturför í kjölfarið. Þannig hefir þessu verið farið einnig um okkar land. Og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, að hér er hafin sókn í rækt- un og græðslu eyddra landa. Þessa ræktunarsókn þarf mjög að Jierða. Verjast þarf landspjöllum svo sem verða má. En jafnframt þarf að hjálpa nytjagróðri til þess að nema landið að nýju. Hvort tveggja er stórum auðunnara nú en áður, sakir þeirr- ar reynslu og þekkingar, sem fengin er, og verktækni þeirrar og úrræða, sem upp hafa verið fundin, aðeins ef eigi skortir fjár- muni til framkvæmda. Gerðist sérhver fulltíða íslendingur aðili að stofnun Land- græðslusjóðs Skógræktarfélags íslands, yrði sjóðurinn frá upp- hafi vegleg minningargjöf um endurheimt þjóðfrelsi, sem þá að sjálfsögðu yrði aukin og efld í framtíð, svo að svara mætti til þeirra vona, er allir stofnendur sjóðsins bera í brjósti um farn- að þjóðar oa lands. Stjórn Skógræktarfélags íslands gengst fyrir fjársöfnuninni. Landgræðslusjóðurinn verður sjaifseignarstofnun. Sjóðnum verð- Ur sett skipulagsskrá á næsta aðalfundi Skógræktarfélagsins. Góðir íslendinaar! Gjörist aðilar að stofnun Landgræðslusjóðs Skógræktarfé- lags íslands. Fjögur allsherjarsamfök efna fil bindindismálasýningar .......■■■■..»—-- Sýningin verður haldin hér í bænum i byrfun næsta vetrar. AMVINNUNEFND ^ Stór- stúku stúku íislands, íþróttasam iband íslands, Ungmennafélags íslands og Sambands bindisfé- laga í skólum, var falið, á full- trúafundi þessara félagakerfa, sem haldinn var í Reykjavík 9. maí 1943, að athuga hvort fært mundi að koma upp áfengis- og bindindismálasýningu í Réykja- vík. / Nefndin hefir nú ákveðið að koma npp slíkri sýningu fyrri hluta næsta vetrar. Sýnt verg- ur fyrst og fremst með mynd- ' um, línuritum og kortlagningu ( áhrif áfengisneyslunnar á ein- staMing og þjóð: Hvaða ’áhrif áfengisviðskipt- in hafa á líf og afkomu manna og heildarvelferg þjóðarinnar, öryggi, islysfarir og menningar- legan þroska, yfirleitt. Þá verður og sýnt ýmislegt, er lýtur bindindisstarfinu, útgáfustarfsemi og fleira. Gera má ráð fyrir, að sýningin hafi upp á það að bjóða, sem varð- ar almenningSheill og að hún vekji bæði eftirtekt og áhuga fyrir þessum málum. Leitað hef ir verið til manna erlendis um sýningargögn til viðbótar hinu innlenda. Þá er gert rág fyrir að hægt verði að hafa kvik- myndasýningar og skuggamynd ir á kvöldum í sambandi við sýninguna. Framkvæmdarnefndin hefir þegar ráðið Guðmund Sveins- son, stud theol. 1 4 mánuði til þess að vinna að undirbúningi meg nefndinni og í samráði við hana. Verður hann framkvæmd arstjóri alls undirbúningsins. Leitað verður til opinberra embættismanna og sérfræðinga um alla hugsanlega aðstoð við- víkjandi skýrslugerð og öðru því sem málinu við kemur. Er mjög æskilegt, að lögreglustjórar úti um land, læknar, sýslumenn og hreppstjórar, aílir slíkir menn, sem eitthvað fjalla um hag al- mennings eða hafa góð kynni af skemmtana- og félagslífi manna, láti nefndinni í té sem mestar og beztar upplýsingar, og það sem allra fyrst, til þess að hægt sé að vinna úr því í tírna. — Góðar tillögur verða ■ þakksamlega þegnar, hvaðan sem þær koma. Menn geta sent upplýsingar i og hvað eina, sem þeir vilja ? koma á framfæri þessu viðvíkj- andi til Guðmundar Sveinsson- ar, istud. theol. Frakkastíg 11, Reykjavík, sími 1907, eða til formanns nefndarinnar, Péturs Sigurðssonar, Bergþórugötu 53, Reykjavík, sími 5956. I framkvæmdarnefndinni eru annars þessir menn: Pétur Sig- urðsson, form., Jón Gunnlaugs- son stjórnarráðsfulltrúi, ritari og Gísli Sigurbjörnsson forstj., féhirðir. \ Þá óskar nefndin mjög ein- dregið þess, að stúlkur og bind- indisfélög, og öll þau félög og félagakerfi 1 landinu, er láta sig þessi mál varða, láti nefndinni í té allt, sem að notum getur komið við. slíka sýningu, bæði um starfsemi fþeirra og annað, er máli skiptir. Sjötugur i dags Einar Jónsson myndhöggvari. YIÐ mikla listaverkasafn Einars Jónssonar mun um ókcanin ár, fremur nokkru öðru menningarlegu aíreki, sem unnið hefir verið hér á síðari árum, hvetja íslenzku þjóðina til dáða í menningarlegu tilliti. Einar Jónsson er spémaður, og það jafnvel í sínu föðurlandi, hann segir fyrir óorðna hluti, og dregur fram í skímuna hina huldustu leyndardóma. List Einars Jónssonar er frumleg og auðug, þjóðleg og alþjóðleg, persónuleg og sterk, Verk hans eru þrungin dul- magnaðri fegurð og krafti, þau búa yfir kyngi íslenzkra þjóð- sagna og sannleika algildrar lífsspeki. Einar Jónsson er bæði skáld og heimspekingur eins og kemur* fram í flestum verkum hans, hugmyndaflugið er óvenju auð- ugt og stíllinn hreinn og alvar- legur eins og sjálft norðrið. Einar Jónsson hefir frá önd- verðu farið sínar eigin leiðir, hvað form og efnisval snertir og látið nöldur sjálfskjörinna listgagnrýnenda, vangaveltara og ismaspekinga, sem vind um eyru þjóta, og farið sína braut án leiðbeininga frá slíkum. Fyrstu verk Einars vöktu þegar mikla athygli er þau komu fram á sjónarsviðið, og hann varð frægur maður þegar á unga aldri. Það er sagt að það þurfi sterk bein til að þola frægð og frama, fyrir mann á æsku skeiði, en Einar Jónsson hafði þau sterku bein og þá skapgerð, sem til þess þarf, þ. e. skilning á lífinu sjálfu og lítillæti hins 'hrein- hjartaða manns, sem veit að öll ríki veraldar og þeirra dýrð eru einskis virði, ef maður bíður tjón á sálu sinni, og Einar Jóns- son lét ekki Villa sér sýn, hann valdi þá leið, sem sá eini rétti leiðbeinandi vísaði honum. Einar Jónsson hefir þegar starfað, sem fullveðja listamað- ur í yfir 50 ár. Það er langur og strangur vinnudagur, enda mun seint gleymast það Grett- istak, sem hann hefir lyft í þágu íslenzkrar menningar. Einar er enn við góða heilsu, ungur í anda, glaður og reifur, og ætíð gott að heimsækja hann og frú Önnu, hina ágætu og elskulegu konu hans. Nú í dag, þ. 11. maá, fyllir Einar Jónsson sitt sjötugasta aldursár. Ég óska honum og frú Önnu, konu hans hjartanlega til hamingju, og ég .veit að hug- heilar árnaðaróskir íslensku þjóðarinnar allrar foerast til þeirra hjóna hugskeytaleyðina þennan dag. Guð gefi þeim'hjón úm bjarta framtíð. ílinnur Jónsson. Fyrri ferð þessa árs til Öræfa verður væntanlega x byrjun næstu viku. Tekið á móti flutningi á morgun. „ELDBORG“ til Breiðafjarðar í vikulokin. Vörumóttaka til Arnarstapa, Grundarfjarðar, Búðardals og Gilsfjarðarhafna eftir hádegi í dag. Öftrei'iiS AftýðiibMS. Einar Jónsson. lngrid Bergman Frh. af 5. síðu. Orðstýr hennar hafði samt borizt áður hingað vestur um haf. Dómbærir menn í Holly- wood þóttust kenna þar nýja Gretu Garbo og reyndu að laða hana hingað. En hið hávaxna, unga, ljósa man hafnaði öllum boðum. Hún komst vel af, hún þurfti ekki meiri tekjur en hún hafði. Auk þess var hún gift dr. Lindström ungum tannlækni. Ef hún færi frá Svíþjóð, þyrfti hún að slíta sig frá heimili sínu. Það var ekki fyrr en fyrir fimm árum, að hún kom hingað, en þá hafði hún heldur ekki slor- lega samninga upp á vasann. Eftir að hún hafði lokið við að leika í fyrstu mynd sinni, Intermezzo, fór hún aftur til Svíþjóðar. Ári síðar kom hún aftur, og leið ekki á löngu áður en maður hennar, sem hafði þá ákveðið að hætta tannlækn- ingum, en leggja fyrir sig al- menna læknisfræði, kom á eftir henni. Þau keyptu lítið hús á Rochester í New York, þar sem hann stundaði nám við lækna- skóla. Hvenær sem hún hafði tómstund frá leikstarfi sínu, flaug hún þangað. Aðeins eitt angraði þau. Aðdáendur hennar konur og karlar, elta þau hjón á röndum. Þau gátu ekki einu sinni brugðið sér á skauía án þess að múgur og margmenni safnaðist ekki að þeim. Alltaf síðan Ingrid Berg- man lék í myndinni Casablanca hefir hún haft íbúð í Beverley Hills, þar sem hún hefir átt heima með dóttur sinni. Dr. Lindström er aðstoðarlæknir á sjúkrahúsi í San Francisco. Samt sem áður er Ingrid Berg- mann húsmóðir og maður henn ar húsbóndi á heimilinu. Að sögn þeirra, sem með henni vinna, er hún laus við alla dutlunga, sem eirikenna marga listamenn. I hléum, sem á starfi hennar verða, sést hún oft sitja róleg við að lesa skáld- sögur í búningsherbergi sínu. Gregory Ratoff, sem mörgum þykir erfitt að gera til geðs, sat á sér og lagði niður ofsafengna framkomu sína, þegar hann var leikstjóri í myndum, þar sem hún lék. Hann viðurkenndi einn ig, að þegar hann væri úrvinda af þreytu að afloknu dagsverki, væri hún jafnóþreytt og þegar hún hóf starf sitt að morgni. Þó að hún taki með þökkum gagnrýni og biðjist afsökunár ef henni verður eitthvað á í leik, hefir hún lítt hagganlegar hugmyndir um klæðaburð. Hún neitar eindregið að fara að ráð- um Hollywoodleikara um það hvernig hún eigi að vera búin í kvikmyndum sínum. Hún hef ir hafnað mörgum íbui'ðarmikl- um kjólum og kosið sér einfald- an og látlausan búning í stað- Frmmtadaginn 11. maí 1944. INNJRAMMANIR Getum aftur tekið að okkur mynda- og mál- verkainnrammanir. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. Héðinshöfði h.f. Aðalstræti 6 B. Sími 4958. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framhald af 4 síðu. leiðara að þau virðast líta á það einvörðungu frá annarri hlið- inni. . . .“ Þannig farast Vísi orð og hefði vissulega mátt ætla, að með nokkuð meiri alvöru væri tekið á hinum sænsku blaðaum- mælum sjálfum í stað þess að vera að brígzla hinni sænsku bræðraþjóð okkar og rægja nor- ræna samvinnu með svo alls- óendis ómaklegum getsökum í garð Svía. En það hefir sennilega ekki verið út í bláinn, að Vísir vildi slá því föstu í fyrra að við værum ,,á vestur- leið“. — Þjóðviljinn hefir það svipað og Vísir að því leyti, að hann birtir svo að segja ekkert af hinum sænsku blaðaummæl- um, en hins vegar langa skamma grein um hina „hofmóðsfullu auðmannaklíku Svía“ sem hann kennir um þau. í þeiri’i grein segir meðal annars: „Vér íslendingar munum ekki verða uppnæmir fyrir þekkingar- lausu þvaðri sænskra afturhalds- blaða um sjálfstæði vort. Vér mun- um jafn lítt skrifa þau ummæli á reikning sænsku þjóðarinnar og vér skrifum boðskap Danakonungs á reikning hinnar stríðandi, frels- iselskandi dönsku þjóðar. En eitt viljum vér láta þá for- ríku, þröngsýnu og hofmóðsfullu auðmannaklíku Svía vita, sem stendur á bak við ummæli „Svenska Dagbladet“ og annarra slíkra, að hún sýnir það bezt nú í skilningsleysi sínu á sjálfsákvörð- unarrétti þjóðanna, hve gersamlega ófær hún er til þess að hafa nokkra forustu eða frumkvæði fyrir nokk- urri samvinnu frjálsra norrænna þjóða. íslendingar hafa ekkert átt nema viðurkenningu, samúð og aðdáun á frelsisbaráttu Dana og Norð- manna. En gagnvart sjálfstæðisbar- áttu Islendinga mættum vér frá hálfu þeirra ríkustu meðal Sví- anna aðeins kulda, heimsku og and- úð. Því verður eklci gleymt.“ Svo ttiörg eru þau orð og var varla viö þeim kurteisari eða gáfulegri að búast í Þjóðviljan- um. Hefði þó vel mátt gagnrýna hin sænsku blaðaummæli með fullipn rökum og fullri festu, þótt skrifað væri af eitthvað meiri háttvísi en í venjulegum sorpskrifum kommúnista um ís- lenzk stjórnmál. inn. Hún hefir og jafnákveðnar hugmyndir um gervi, og hún á- kveður sjálf á um það. „Leikstarfið,“ sagði hún við mig „er erfitt, en jafnframt á- nægjulegt. Þegar ég hefi kynnt mér rækilega hlutverk mitt og tileinkað mér það til hlítar, ver ég feiknamiklum tíma til þess að móta persónueinkenni. Ég þaulævi hverja setningu, því að hvert orð og setning verður að skýra nánar skapgerð persón- unnar. Ég legg svo hart að mér fyr- framan kvikmyndavélina og á leiksviðinu, að ég hefi hvorki löngun né þrek til að leika í einkalífi mínu. Þar vil ég farm- ar öllu vera ég sjálf og gleyma öllum áhorfendum — og hugsa um heimilið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.