Alþýðublaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 11. mai 1944. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Tíu Norðmenn feknir af fífi Átta þeirra voru Stafangursbúar. FRÉTTIR frá Stokkhólmi greina frá nýjum hermdar- verkum Þjóðverja í Noregi. Hafa þeir tekið tíu Norð- menn af lífi. Átta þessara manna voru frá Stafangri. Hinir dæmdu voru skotnir eftir að náðun hafði verið neitað. Nöfn Stafangursbúanna, sem*------------------------- teknir voru af lífi, eru: Georg Osnes, Ferdinand Tjemsland, Arthur Waldemar Emanuelse, . Knut Haugnaland, Mágnus Nil- sen, Henry Viktor Larsen, Arnt Andersen og Georg Hagbart Nordbö. Martin Johansen frá Egersund var og dæmdur til dauða „fyrir þjónustu fyrir ó- vinaríki“. Einnig var Johan Al- fred Göranssen dæmdur til dauða fyrir að hafa hjálpað norskum hermanni, Fridtjof Ol- sen að nafni, til þess að flýja úr hernum árið 1943. Margir Norðmenn hafa og verið dæmdir til fangelsisvist- ar. Hermann Jöhan Dahl, frá Stafangri, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar, Guttorm Husvæg, Seveland, til fimm ára ©g Halvor Tjelmeland, Staf- angri, til fjögurra ára fangels- isvistar. Öllum var mönnum þessum fundið sú sök, að þeir hefðu látið óvinaþjóð þjónustu i té. Einar Toralf With, Staf- angri, var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að „hlusta á útvarp óvinaþjóðar.“ Útvarpið í Osló lætur þess get ið að vanda, að hinir dauða- dæmdú hafi annað hvort verið kommúnistar eða starfað í þjón uistu Breta. With var fundið það að sök að hafa hlustað á norsku ' fréttimar frá London og dreift þeim meðal landa sinna. (Samkvæmt frétt frá norska ! blaðafulltrúanum). Jackie Coogan á Burmavígsföðv- unum Jackie Coogan, hinn frægi litli kvikmyndaleikari, sem öllum er enn í fersku minni, er nú flugmaður í her Banda ríkjanna á Burmavígstöðv- unum. Nýlega fluttu banda- menn lið í loft'i aftur fyrir stöðvar Japana í Norður- Burma og tók Jackie þátt í þeim leiðangri. Hans flug- vél varð fyrst til að lenda með liðsfarm sinn að baki Japönum. Ný loffárás á Neusiadt í gær. TT OFTSÓKN bandamanna í fyrrinótt og gær beindisf enn sem fyrr einkum að stöðv- um á Frakklandi og í Belgíu. Árás var og gerð á Wiener Noustadt í gær með miklum árangri. Einnig hafa banda- menn haldið uppi snarpri loft- sókn á Ítalíu og við Miðjarðar- haf. Mest mun árás bandamanna í gær hafa verið gegn Wiener Neustadt og varð mikið tjón af hennar völdum á verksmiðjum borgarinnar svo og flugvelli í grennd hennar. Árásir voru og gerðar á borgir í Þýzkalandi með góðum árangri. Loftsókn- inni gegn stöðvum á Frakk- landi og í Belgíu var enn sem fyrr einkum beint gegn sam- gönguleiðum og flugvöllum. Bandamenn hafa og hafið harða loftsókn á Ítalíu, og voru í gær mestar árásir gerðar á Genua og Livorno og stöðvar í ná- grenni þeirra. Börn og gamalmenni Huft brott frá Bjðrgvin BÖRN hafa að undanförnu verið flutt hundruðum saman brott frá Björgvin til nærliggjandi sveitahéraða, og bændur í fylkjunum vestan- fjalls hafa tjáð sig reiðubúna til þess að taka þúsundir Björgvinjarbarna til dvalar í sumar. Einnig hafa þeir tjáð sig fúsa að taka til vistar gamal mennir og einstaklinga, er misstu hús og heimili í spreng- ingunni miklu á dögunum. Á hverjum degi er fjölmargt fólk sem slasaðist, brottskráð af sjúkrahúsum Björgvinjar og er miklum erfiðieikum háð að koma þessu fólki fyrir. Mat er miðlað í ýmsum byggingum borgarinnar, sem ýmist eru í einkaeign eða eigu hins opin- bera. En samkvæmt síðustu upplýsingum mun tala hins nauðstadda fólks nema átta til tíu þúsundum, svo að af því má ráða erfiðleika þá, sem við er að etja varðandi mál þetta. Þjóðverjar hafa til þessa hindrað það, að nákvæmar upplýsingar væru gefnar um tjón það, er varð af völdum sprengingarinnar. En sam- kvæmt þeim fréttum, sem kvis- ast hafa, mun það vera mun meira en nokkurn grunaði í upphafi. (Samkvæmt frétt frá norska blaðaf uiltrúanum). Árásin á Tirpilz Mynd þessi var tekin eftir að brezkar flugvélar höfðu ráðizt til atlögu við þýzka orrustu- skipið Tirpitz, þar sem það lá inni á Altenfirði í Noregi. Reykjarmökkur sést gjósa upp á hinu 41000 smálesta stóra skipi. Sevastopoi fallin: Nysókn Rússa vænlanleg samtfmis innrásinni að veslan O TALIN gaf út dagskipun síðla í fyrrakvöld, þar sem* ^ hann tilkynnti, að 4. úkranski herinn hefði náð Sevasto- pol, hinni mikilvægu flotahöfn Rússa á Krímskaga, á vald sitt með harðfengilegu áhlaupi. Fréttin um fall Sevastopol hefir vakið mikinn fögnuð í Rússlandi og löndum handa- manna. í Lundúnafréttum í gær var þess getið, að sigur Rússa við Sevastopol myndi fyrirhoði enn stærri sirga og myndi 1, 2. og 3. Úkraníuher Rússa hefja mikla og vold- uga sókn samtímis innrás bandamanna að vestan. Bardagarnir um Sevafctcpol höfðu verið mjög harðir og var lengi barizt í návígi. Áhlaup Rússa hófust 7. maí, og voru það hersveitir Tolbukins hershöfð- ingja, er lögðu til þeirrar orra- hríðar. Rússar hafa hernumið Krímskagann að nýju úr hönd- um Þjóðverja á fjórum vikum, en hernám hans tók Þjóðverja tíu mánuði ársins 1942. Voru það hersveitir von Mannsteins, sem þá náðu Sevastopol á vald sitt fyrsta dag júlímánaðar. Þjóðverjar láta þess getið í fréttum sínum, að þeir veiti enn viðnám á vestanverðum Krím- skaganum, en Rússar telja hann nú allan á sínu valdi. Fréttinni um töku Sevastopol var fagnað mjög í Moskva og gera rúss- nesku blöðin, svo og blöð ann- arra landa, hana mjög að um- ræðuefni. Eitt hinna rússnesku blaða lét þess getið í gær, að hér eftir myndu Rússar leggja megin áherzlu á sókn sína inn í Rúmeníu og spáði hinum rúss- nesku hersveitum glæsilegs sig- urs í þeirri viðureign. Lundúna fréttir í gær létu þess getið, að Rússar myndu hefja nýja stór- sókn á austúrvígstöðvunum sanitímis innrás bandamanna að vestan, sem allir virðast sammála um að skammt muni að bíða. Flugher Rússa tók mikinn og virkan þátt í orrustunni um Verða Þjóðverjum bannaöar flugferöir yfir Svíþjéð fil Noregi og Flnnlands! S AMKVÆMT Stokklhólms- fréttum er búizt við því, að Gunther utánríkismálaráð- herra Svíþjóðar muni í dag gera grein tfyrir aístöðu sænsku stjórnarinnar vegna uppdrátta þeirra af Svíþjóð, sem funduzt eigi alls fyrir löngu og talið er, að Þjóðverjar í Danmörku hafi haf t undir höndum, en mál þetta 'hefir vakið mikla athygli í Sví- þjóð. Er talið líklegt, að sænska stjórnin muni leggja bann við allar flugferðir Þjóðverja yfir Svíþjóð til Noregs og Finn- lands. Sevastopol og er borgin talin í rústum, enda láta Þjóðverjar þess getið, að þeir hafi grandað öllum mannvirkjum þar. Veittu Þjóðverjar harðfengilegt við- nám, og voru bardagar einkum harðir síðustu þrjá sólarhring- ana. Varð mannfall mikið í liði Þjóðverja, bæði í orrustunni um sjálfa borgina og í flutning- um hersins brott þaðan yfir Svartahaf til Rúmeníu. Ný iilskipim Terbovens JOSEF TERBOVEN land- istjóri Þjóðverja í Noregi, hefir gefið út nýja tilskipun um það, að tfólki, er ekki teljist til áhafnar hlutaðeigandi skipa, sé bannað að fara um borð í skip er liggi í norskum höfnum. Undanskildir eru þó verkamenn er vinni að því að ferma og af- ferma Bikip, viðgerðarmenn, hafnsögumenn og aðri slíkir. Farlþegum, er ferðast með skip- um, leyfist ekki að fara um borð fyrr en að fengnu leyfi. Þegar farþegar, er ferðast með farþegaskipum, er-u komnir á ákvörðunarstað, skulu þeir og yfirgefa skipið þegar í stað. Sænskir verkamenn safna fé handa sam- berjym sfnsim í her- numdu löndunum O ÆNSK BLÖÐ hafa nýlega látið þess getið, að sænsk- ir jámbrautarverkamenn og sjómenn hafi safnað fjárhæð, er nemi 127 000 sænskum krónum og varið skuli til hjálpar sam- herjum þeirra í hernumdu. löndunum. Þess er og getið, að nokkur hluti fjár þessa hafi þegar verið sendur járnbraut- arverkamönnum og sjómönn- um á Ítalíu, en verkalýðsfélög hafa þegar tekið til starfa í þeim héruðum Ítalíu, sem bandamenn hafa náð á vald sitt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.