Alþýðublaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 2
a ÁLÞYÐUBLAÐTO Þriðjudagnr 16. maí 1944.. Vöggugjöf lýðveldisins: blaðafilrúi rftis- sfjórnarinnar Bjarni guðmundsson, blaðamaður, hefir verið ráðinn blaðafulltrúi ríkisstjórn- arinnar. Er þetta í fyrsta skipti, .sem maður er ráðinn til þessa starfs sérstaklega. 1 ÞAÐ SLYS vildi til uppi í Innstadal á sunnudaginn, að Leifur Kaldal, gullsmiður datt á skíðum og fótbrotnaði. Yar Leifur strax fluttur að Kolviðarhóli, og þaðan í sjúkra- bíl í Landspítalann. I@n a ©g tiS" ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND hefir skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórninni bréf, þar sem hún leggur til að af tilefni sambandsslitanna og væntanlegr- ar lýðveldisstofnunnar samþykki a’lþingi á fundi sínum á Þingvöllum í sumar að reisa stórbyggingu í Reykjavík yfi'r Þjóðminjasafnið og önnur söfn er undir það heyra. Áður hafði þetta verið rætt á fundi í Blaðamannafélags ís- lands og þjóðhátíðarnefnd skýrt frá því. Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður mætti á fundi Blaðamannafélagsins á sunnu- daginn þar sem rætt var um herríám Noregup @!ci Worm-$Sá5!l@r HINN kunni norski sagn- fræðingur og prófessor Worm-Muller hefir skrifað bók fyrir íslendinga um her- nám Noregs, sögu þess og bar áttu norsku þjóðarinnar allt þar til í nóvembermánuði síð ast liðnum. Bók þessi kem- ur út í dag og er útgefandi Blaðamannafélag íslands. Sig urður prófessor Nordal ritar ítarlegan og fróðlegan for- mála fyrir bókinni, þar sem Iiann getur meðal annars í stórum dráttum æviatriða Worm-Mullers — og segir nokkuð sögu þessa ritverks, en bókin er þýdd af Ragnari Jóhannessyni cand. mag. Fullyrða má að í þessari bók fáum við íislendingar gleggst yfirlit, sem við hafum til þessa átt völ á um vlýourðarásina í Noregi, allt frá því, er Þj óðverj ar réðust fyrirvaralauist á landið og til síðustu áramóta, eða allt að því. Er bókin rituð af mikl- um kralfti og svo spennandi, áð ekki er hægt að sleppa henni fyrr en maður hefir lokið við Jiana. í hlenni eru um 70 mynd- ir af atburðunum og efninu til skýringar. Worm Miiller prófessor dvaldi hér á landi alllengi sumafið 1942 og flutti þá fjölda fyrirlestra um atburðina í Noregi. Varð þá að ráði að hann skyldi rita bók fyrir íslandinga um þetta •mál og lagði hann þá þegar fyrstu drögin að henni. Síðan endurskoðaði hánn efnið og bætti við það og nú liggur bók- in fyrir fulilprentuð. siazismans, eftir préf©ss@r jandsnefnd og Eeykjavíkurnefnd lýðveldiskosr.inganna fer þess á eit við bifreiðaeigendur, að þeir áni bifreiðar sínar til fyrirgreiðslu rið þjöðaratkvæðagréiðsluna. Þeir, ;em vilja lána bifreiðar eru beðn- r að tilkynna það á kosningaskrif tofuna í Hótel Heklu, símanúmer ;krifstofunnar er 1453. Séð verð- ír fyrir auka benzínskammti vegna æssara ncta. Jakob S. Worm Muller. a r r Koregi HandritE war smygla® til Svíþjé^ar AMORGUN kemur á bóka- markaðinn fyrsta norska skáldisagan, sem skrifuð hefir verið á hernámsárunum þar og gefin út utan Noregs. Bókin heit ir „Meðan Dofrafjöll standa“ og er þýdd af séra Jakobi Jóns- syni. Höfundurinn kallar sig Chriistian Wessel, en það er dul- nefni. Bak við það felst norskt skáld, sem iþegar var orðið þekkt fyrir hernémið — þó að það hefði ekki þá ritað mikið. Sdðan hiefir skáldið tekið þátt í hinni leynilegu baráttu norsku þjóðarinnar. Hér er um merka skáldsögu að ræða, sem lýsir líf inu í no.r;skum f jörðum og norsk um sveitixm, eins og það er und ir oki hins þýzka nazisma. Eru persónurnar mjög skýrar og lær dómsríkar fyrir okkur sem að eins emm áhorfendur að þeim önLagaríku atburðum sem hafa gerzt í Noregi. Frh. ó 7. síðu. þetta mál en þjóðminjavörður hefir nú gengt embætti sínu í 36 ár áf frábær’ri kostgæfni. Þjóðminjasafnið varö 80 áa í fyrra og beifir það állt frá fyrstu tíð verið hálfgerð horn- reka — og aldrei átt þák yfir höfuðiið. Var frásögn þjóðminja varðar af þessu hin ömurlegasta og bar sannaist að segja ekki fagurt vitni um virðinigu okkk- ar íslendinga á þjóðiegum verð- mætum okkar. Þrótt fyrir þstta 'hefir þjóðminjasafnið stöðugt farið vaxandi — og nú er það geymt á ýmisum stöðum þó að það sé að mestu leyti í Safna- húsinu. Þar er mununum nú kcmið fyrir eins vel og hægt er í krókum og kimuan. — og ekki hægt að sýna það, en þjóðminja safn, sem þjóðin getur ekki haft aðgang að er ekki mikils virði. Um skeið kom það til orða 'að safnið fengi rúm í Þjóðleik- húisinu, (en nú mun ekki geta orðið af því. enda á slókt safn og þ.j óðminj asaifpið er, að eiga sitt eigið húis. Það þartf að vera rúm fyrir allar deildir fornminja safnisinis, listasafnið, náttúru- gripasafn o. s. frv. Þetta hús þarf að vera fagurt og sérkenni legt, byggt á sérstakan hátt og miðað í einu og ölllu við þarfir safnanna allra hvað viðvíkur birtu og öðru. Matthías Þórðarson mun, fyr ir lörfgu hafa lagt til, að þjóð- minjasaífnsihúsi yrði valinn stað ur við suð-austurhorn Skóla- vörðutorgs, en nú mun þjóðhá- tíðarnefnd leggja til að húsinu verði valinn staður á Háskóla- lóðinni. Telur dr. Alexander Jóihannesson það mjög æskileg- an stað meðal annars vegna nauðisynlegs - samstarfs safnsins og yfirmanns þess og Háskólans. Eins og drepið hefir verið á mun áætlað að listarverkasafnið verði einnig 'í þesisu húsi. 1942 hét einstaklingur 15 þús. kr. að gjöf til þess að hægt væri efna til verðlaunasamkeppni um teikninga að hinu fyrirhugaða húisi — og er nú í ráði að nota þetta boð. Þjióðin mun fagna því mjög ef samkomulag verður um að hefja framkvæmdir í þessu máli í þassa átt á Iþessu sumri. Hún getur vanla fengið betri og tákn rænni gjöf, en veglagt stórhýsi yfir þjóðlegar fornminjar sínar, íistir og önnur andleg verðmæti. Setuliðið. Tvær deildir ameríska hersins er viðskipti hafa við íslendinga hafa, frá og með deginum í dag, flutt skrifstofur sínar. Sú deild er annast atvinnumál og kröfur, og einnig sú, sem hefir með höndum ritskoðun og veitingu vegabréfa fyrir inngöngu á hernaðarsvæði, eru nú í Camp Tripolis, nálægt að- alhliðinu á Melavegi, fyrir sunnan íþróttavöll. Mannfjöldinn á fundi æskulýðsins við Austurvöll á sunnudaginn. Útifyndisr æsknSýf&sféiagasiBias TpSKULÝÐSFÉLÖGIN í ^ Reykjavík gengust fyr- ir útifundi við Austurvöll á sunnudaginn um skilnaðinn við Danmörk og stofnun lýð- veldis á íslandi. Lúðrasveitin Svanur lék ís- lenzk lög áður én fundurinn hófst og einnig á milli ræða. Ellefu ræðumenn tóku til máls og töluðu þeir af svölum Alþing is'hússins, en hátölurum hafði verið komið fyrir á Landsíma- húsinu og fleiri húsum við Aust- urvöll. Fjöldi fólks hlýddi á ræðumennina. Þeir, sem ræður fluttu voru þessir: Ágúst H. Pétursson og Friðfinnur Óláfsson frá Félagi ungra jafnaðarmanna, Kristín Jónsdóttir og Helgi Sæmunds- . son frá Ungmennafélagi Reykja víkur, Gunnar Vagnsson og Magnús Jónsson frá Stúdenta- ráði Háskólans, Rannveig Krist- jánsdóttir og Guðmundur Vig- ússon frá Æskulýðsfylkingunni, félagi ungra sósíalista, Jóhann Hafstein og Lúðvík Hjálmtýssön frá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna og Friðgeir Sveinsson frá Félagi ungra f ramsóknarmanna. Ræðumenn hvöttu unga og aldna, ko.nur, sem karla til öfl- ugrar þátttöku í þjóðaratkvæða greiðslunni um næstu helgi ennfremur til þess að vísa á bug öllum efasemdum um rétt íslendinga til að kveða s.jálfir á um stjórnarform landsins. Skoruðu þeir á æsku landsins að leiða nú fram í veruleikann á glæsilegan hátt, drauma geng inna kynslóða og baráttumanna og beita sér fyrir algerri þjoð- areiningu í skilnaðar- og lýð- veldismálinu og stuðla að því með ráðum og dáð, að þátttaka verði sem mest í þjóðaratkvæða ‘ gr.eiðslunni, og bentu á að und- ir því væri framtíð og sæmd þjóðarinnar komin, að atkvæða greiðslan verði sem glæsilegust og vitni um einhug og vilja ís- lendinga til að vera frjálsir menn í fullvalda ríki. Ennfremur ræddi fundurinn um þau verkefni, sem biðu þjóðarinnar, og þá fyrst og fremst æskunnar, að lýðveldis- .stofnuninni lokinni, bæði stjórn arfarslega og félagslega. Ræðumönnum mæltist öllum vel, en ekki verður hægt að rekja ræður þeirra hér, en andi fundarins var einarður, án nokkurrar óbilgirni eða öfga og var ræðunum vel tekið af á- heyrendum. Fundinum stjórnaði Bóas Em- ilsson og las hann í fundarlok eftirfarandi ályktuní sem æsku- lýðsfélögin höfðu samþykkt. „Fjölmennur útifundur, hald- inn að tilhlutun UngmennaféL Reykjavíkur, Stúdentaráðs Há- skólans, Æskulýðsfylkingarinn- ar félags ungra sóisíalista, Félaga ungra* jafnaðarmanna, Félags ungra framsóknarmanna og Fé- lags ungra sjálfstæðismanna „HeimdaHar“, í Reykjavík, 14. maí 1944, ályktar og lýsir yfir fyllsta stuðningi sínum við yfir lýsingu .ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna um, að það sé réttur íslenzku þjóðarinnar sjálfrar, og hennar einnar, a'ð taka ákvarðanir um stjórnar form sitt, og mótmælir eindreg- ið hverri tilraun, hvaðan, sem hún kemur, til að skerða þenn- an fétt. Fundurinn heitir á öll samtök hinnar íslenzku æsku, að beita sér af öllum mætti fyrir algerri þjóðareiningu, við komandi þjóðaratkvæðagreiðslu og að ís- lendingar greiði sem einn mað- ur atkvæðí með sambandslitum og stofnun lýðveldis á íslandi.4*' ' I ÓfRllbarÍð barns- liami flimsf I fiæðarmálinu Á 4. e$a 5. mánuði jegir héra3s- læknir TUf AÐUR hér í bænum 1^1 fann síöastliðinn sunnu dag, þar sem hann var á gangi vestur við Selsvör, ó- fullburða barnslíkama í flæð amaálinu. Gerði hann lögreglunni þeg- ar aðvart og afihenti hún héraðs lækninum líkamann til skoðun- ar. Héraðslæknir mun hafa látið þá sboðun í ljós í skýrslu sinni til sakadómara, að fóstrið muni hafa verið á 4. eða 5. mánuði. f Talið er að það hafi ekki verið búið að iiggja í flæðarmálinu nema tiltölulega skamman tíma. VerzlimarjöfnuSsirinn: Hsgstæiir um 113 íailpni kréna Iapríl mánuði var verzlunar- jöfnuður hagstæður um rúmar 10 miiíjónir króna, en hinis vegar hefir útflutningur og immflutningur staðist á frá ára- mótum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.