Alþýðublaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIP_________________________________l Rústir á Italíuvígstöðvunum Á myndinni sjást vélahersveitir úr 5. hernum nálgast illa útleiknar byggingar og rústir í Cassino. Borgin varð eins og menn muna, fyrir ákafri stórskotahríð 15. marz s. 1. Fremst sjást amerískar smábifreiðar, „Jeeps“, með flaggi Rauða kross ins, en þær bíða eftir að flytja særða hermenn til hjúkrunarstöðvanna að baki víglínunni. Mynrin gefur nokkra hugmynd um viðurstyggð stríðsins. Sékiiin á llalíu: M eru franskar hersveltir, sem haía sótt lengst fram Q ÓKNIN á Ítalíu gengur enn að óskum. Síðustu fregnir ^ herma, að bandamönnum hafi tekizt að brjóta skarð í hina svonefndu Gu!stav-linu, þ. e. a. s. aðalvirkjabelti Þjóð- verja þarna en þess er þó ekki getið, að þeir hafi rofið varn- arlínuna með öllu. Eru það franskar hersveitir, sem bezt hafa gengið fram í þessu og tekið þorp eitt, sem talið er mikilvægt frá hernaðarsjónarmiði, eftir að hafa sótt fram um 12 km. Hefir bandamönnum einkum orðið vel ágengt í Liridalnum. Franskar hersveitir hafa emnig sótt talsvert fram um 8 km. norður af Orsogna-þoypi. Bandamönnum hefir enn tekizt að koma mörgum skriðdrekum yfir Rapido-fljót og flugher þeirra hefir geysilegan yfirhurð í lofti og fá Þjóðverjar ekld rönd við reist. Þriðjudagur 16. maí 1944. Skarð í kúgunar- múrinn UM ÞESSAR mundir berast þær fregnir, að banda- menn hafi brotizt inn í Gúst- av-línuna svonefndu á ítalíu.' Áður hafði verið tilkynnt, að þessi lína, eða öllu heldur virkjakerfi, sem Þjóðverjar hafa komið sér upp af öllu sínu hugviti og alkunnu ná- ; ' kvæmni, væri einhver öflug- asta, sem sögur færu af, eitt- hvað í líkingu við Maginot- línuna frönsku eða Manner- heim-línuna í Finnlandi. Leese, yfirmaður 8. hersins, eftirmaður Montgomerys lét orð falla í þessa átt áður en hin mikla sókn hófst, sem nú virðist vera að komast í al- gleyming. Það er að vísu tek ið fram, að enn sé ekki um það að ræða að Gustav-línan sé með öllu rofin og varnir Þjóðverja rofnar, heldur sé hér aðeins um byrjunarátök að ræða. Þá má heldur ekki gleyma því, að fyrir aftan Gustav-línuna er hin svo- nefnda Adolf Hitler-lína og má vænta þess, vegna nafns- ins sjálfs, að hér sé um að Tæða einhverjar styrkustu varnir, sem Þjóðverjar hafa nokkru sinni komið upp og ef að líkum lætur mun banda mönnum veitast erfitt að vinna bug á þeim furor teutonicus, eða hinu tev- tónska æði, sem vænta rná, að Þjóðverjar sýni þegar til átakanna kemur. EN ÞAÐ er næsta eftirtektar- vert, að þeir, sem lengst hafa komizt inn í hina ramgeru Gustav-línu, eru Frakkar. Það er næsta táknrænt fyrir þessa syni frönsku þjóðarinn ar, sem vafalaust teljast óal- andi og óferjandi hjá Laval og öðrum leiguþýjum Þjóð- verja í Frakklandi, að þeir : skuli verða fyrstir til þess að forjóta skarð í kúgunarmúrinn sem enn skilur Ítalíu frá um- heiminum. Frakkár hafa glæstar endurminningar frá herförum á Ítalíu, ef hægt er að tala um eitthvað sé ,glæst‘ í sambandi við hermennsku. Frakkar munu vafalaust minnast sigranna við Arcole og Lodi, endur fyrir löngu. ÁÐUR HEFIR þríliti fáninn franski blakt þar sem harð- ast er barizt fyrir frelsi og mannréttindum. Að þessu sinni er að vísu dálítið öðru vísi viðhorf en um aldamótin 1800. Þá var barizt fyrir því að hrinda af þjóðunum, sér í lagi frönsku þjóðinni aldagömlu oki og kúgun mis- vitra og einnig eigingjarnra aðalsmanna. Það var nýtt tímabil í sögu þjóðanna, sem var í þann veginn að renna upp, tímabil framfara og mannréttinda, tímabil sam- úðar og umburðarlyndis. AÐ ÞESSU SINNI eru Frakkar Frakkar einnig í fararbroddi á Ítalíu. Einnig nú, eins og fyrir hálfri annari öld, eru þeir í fremstu víglínu gegn kúgurunum, verri en þeim, sem þjáðu Evrópuþjóðirnar I Þá. Það er táknrænt og það Vest&sr-Evrépa; Loftsoknin í fiiflm gangi IGÆR fóru fjölmargar ame- rískar flugvélar af Liberator gerð svo og flugvirki til árása á Norður-Frakkland, einkum á svæði við Calais. Voru. það eink um Marauderflugvélar og aðrar flugvélar bandamanna af mið- lungsstærð, sem þar voru að verki. Engar þýzkar flugvélar voru til varnar. Brezkar Mos- quito-flugvélar réðust á Köln og komu allar aftur til bæki- stöðva sinna. Einnig var ráðizt á stöðvar í Niðurlöndum, sér í lagi jámbrautarstöðvar nálægt væntanlegum innrásarhöfnum og flugvelli, einkum í Hollandi. Þýzkar flugvélar voru yfir suður- og austurströnd Englands í fyrrinött. 14 þeirra voru skotn- ar niður, þar af 7 af næturflug- mönnum Breta, en hinar yfir bækistöðvum sínum handan sundsins. Nokkurt manntjón og eigna hlauzt af árásunum. Rússar albúnir til sétaar FRÁ Moskva berast þær fregnir, að nu séu Rússar albúnir til þess að hefja nýja stórsókn og dragi þeir nú að sér ógrynni skriðdreka, fall- byssna og annarra hergagna. Frh. « 7. síöu er fyrirboði þess, sem koma skal, þegar menn geta aftur andað að sér heilnæmu lofti frelsisins. Fregnum allra fréttaritara bandamanna ber saman um, að sóknin gangi að óskum. Að vísu er ekki um neitt leifturstríð að ræða, en hins vegar er þunginn í sókninni geySimikill. Er það talið undravert með þeim, sem vel fylgjast með þessum mál- um, að bandamönnum skuli nú þegar haf a tekizt að rjúfa skarð í Gustav-línuna, sem talin var eitt öflugasta virki Þjóðverja í Evrópu. Frakkar eru, eins O'g.áð- ur var sagt, í fylkingarbroddi og hafa þeir gengið manna bezt fram í bardögum undangeng- inna daga. Þjóðverjar hafa orðið að við- urkenna, að þeir hafi yfirgefið tvö þorp í viðibót, að sjálfsögðu „isamkvæmt áætlun“. í gær var þess getið, að bandamönnum hefði enn tekizt að koma skrið- drekum yfir Rapido-á, en það er mjög erfitt þegar þess et gætt að það vierður að gerast á flfotbrúm, sem liggja undir sífelldri skothníð Þjóðverja. Þar hafa verkfræðingasveitir banda mamna gengið einkar vasklega fram og notað menn, sem voru klæddir kafarabúningum. í grennd við Cassino hafa bar dagar enn blossað upp án þess, að getið hafi verið um átök í í borginni sjálfri. Þjóðverjar við urkenna sjálfir að þeir' hafi einn ig orðið að hörfa nokkuð við þá borg. Ekki er þó getið um, að bardagar hafi staðdð í borginni sjálfri. De Gaull'e tilkynnti í gær, að Frakar hefðu tekið þorpið San Georgio og í tilkynningu Jouins hershöfðingja, sem stjórnar Frökkum, er sagt, að Frakkar hafi tekið um það bil 1000 fanga, þar á meðal 3 háttsetta yfirfor- ingja. Brezkar og indverskar her sveitir hafa rofið vegiim suður af Casisdno og tekið hæðir, sem taldar eru mikilvægar frá hem- aðarsjónarmiði. Þá hafa banda- menn tekið þorpin San Am- brfogilo og San Appollinere. Fyn-ir sunnan Cassino hafa þýzkar úrvalshersveitir, aðal- lega fallhlífarhersveitir haft sig mikið í frammi og veitt banda- mönnum harðfengilegt viðnám. í allt hafa bandamenn tekið 2000 f anga, en númux helmingur þeirra er úr 71. fótgönguherfylk inu þýzka. Þó herast þær fregnir, að í Piedmonte-ffylki hafi ítalskir skæruliðar verið atliafnasamir og valdið setuliði Þjóðverja þungum búsyfjum. Flugsveitir Bandamanna réðust á ýmis mannvirki milli Flórens og Rómaborgar. Af Þjóðverja hálfu var heidur lítuð um viðnám, að- eins 70 flugvélar sáust yfir víg- stöðvunum, en handamenn gerðu samtalls 2500 árásir. 17 flugvélar bandamanma voru skotnar niður en 10 þýzkar flug vélár komu ekki aftur til bæki- stöðva isinna. Það er nú upplýst, að af hin- um 2000 föngum, sem teknir hafa verið, er meir en helmingur inn úr herdeild þeirri, sem tók þátt í bardögunum í Stalingrad, og gefur það nokkra hugmynd um vandræði Þjóðverja um að útvega hermenn til nýrra átaka, þar sem þeir þurffa nú að tefla fram hrjáðum hermönnum frá óförunum á austurvígstöðvun- um. Að öðru leyti er Htið að frétta aff ítaliuvígstöðvunum. iúgésiavar berjasf unz yfir lýkur, segir Tito Ej® RÁ aðalbækistöðvum Titos marskálks berast þær fregnir, að brezkar Spitfire- flugvélar hafi gert skæðar árás ir á ýmsar eyjar undan Dal- matíuströndum. Voru það eink um Kanadaflugmenn, sem þar voru að verki. Var ráðizt á eyj- ar nokkrar, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu, samtímis því, að Fris. 6 7. «£0a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.