Alþýðublaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 5
!»riðjudagur 16. maí 1944. ALÞYÐUBLAMB 9 Tvær bækur um Noreg og baráttuna þar — Á laugardag- inn byrjar atkvæðagreiðslan — Um rishæðir og hitaveit- una — Dýrar vekjaraklukkur — Tillaga um nýtt tímarit. TVÆK BÆKUR koma út í dag um Noreg, hernám Noregs, kúgun og ofbeldi þýsku nazist- anna gegn norsku þjóðinni — og baráttu hennar gegn þeim, daglegt líf hennar og þrár hennar eftir frelsinu, friðinum og uppbygging- unni eftir ógnartímana. Önnur þókin er gefin út af Blaðamanna- félagi íslands. Hún er eftir hinn kunna sagnfræðing Jac. S. Worm- Miiller og skýrir frá staðreyndum í sögu Noregs frá því að Þjóðverjar réðust á landið og þar til í nóvem- ber síðastliðinn. í bókinni eru um 70 Ijósmyndir. HIN BÓKIN er skáldsaga: ,,Með- an Dofrafjöll standa“ og er eftir norskt skáld, sem enn dvelur í Nor- egi og tekur þátt í hinni leynilegu baráttu þjóðarinnar, en handrit- inu að sögunni var komið með leynd út úr landinu. Rithöfundur- inn verður að nota dulnefni á bók sína vegna öryggis síns. Þessi bók hefur vakið mikla athygli í Sví- þjóð og fengið mjög góða dóma — og innan skamms mun hún koma út á svissnesku. VIÐ fSLENDINGAR höfum á- vallt, frá því að hin brúnklædda grimma, þýska hjörð réðist á Nor- eg, fylgzt af lifandi athygli með baráttu þjóðarinnar og við munum því telja, að báðar iþessar bækur séu mikill fengur fyrir okkur. Bók Worm-Múllers er frumsamin fyrir okktu- íslendinga. Sigurður Nordal prófessor hefur ritað formála fyrir henni. Á LAUGARDAGINN kemur hefst þjóðaratkvæðagreiðslan. Þess er fastlega vænzt, að ef þú verður ekki á kjörstað þínum meðan-at- kvæðagreiðslan fer fram, þá greið- ir þú atkvæði nú þegar. Skrifstofa þjóðaratkvæðagreiðslunefndarinn- ar er að Hótel Heklu, sími 1521. Þar getur iþú fengið allar nauðsyn- legar upplýsingar. HÚSEIGANDI SKRIFAR: „Hann es minn. Það birtast svo margar umkvartanir í dálkum þínum, og margar þeirra hafa verið teknar til greina. Þess vegna langar mig að bæta einni við. Er það viðvíkjandi því ranglæti sem margir húseig- endur eru beittir með hitaveitu- lögunum. Á ég sérstaklega við þá, sem eiga hús með upphituðu risi, og reiknað er sem heil hæð, þann- ig, að rúmmál risins er tvöfaldað og reiknað sem heil hæð, þó ekki séu nema 2 ofnar á loftinu, en 4 á hæðinni. „ÉG VARÐ, TIL DÆMIS, að j borga 95 krónur í heimæðargjald I af 38 rúmmetrum af loftgeyminum utanhúss og 11 krónur mánaðarlega í fastagjald fyrir sömu rúmmetra- tö'lu af loftgeymum utanhúss. Ég hef ekki hitt nokkurn húseiganda, sem getur bót mælt þessari aðferð. Það eru allir, sem þessum rangind- um eru beittir, sáróánægðir með þessa ráðstöfun sem von er. Með þessu er hitaþörf loftsins reiknuð helmingi of hátt, og þar af leiðandi verður fastagjaldið miklu hærra á mánuði en hitinn. Hjá mér, sem þetta ritar, hefur munað 20 til 30 krónum á mánuði, sem fastagjaldíð hefur verið hærra.“ „ÞAU HÚS, sém eru portbyggð og þau, sem eru með kvistum, liggja miklu nær því að geta reiknast sem heil hæð. Þau eru líka leigð fyrir mikið hærra verð en risherbergi, sem vanalega eru svefnherbergi eða þurrkloft. Það hljóta allir að sjá, að þeir, sem eiga þessi umtöluðu hús með risi, verða illa úti með gjöld til hita- veitunar, samanborið við hina, sem eiga rislaus hús, þeir borga ekkert fyrir loftgeymana utanhúss. Ég þykist vita, að háttvirtur borgar- stjóri hafi það mikla rétlætistil- finningu, að hann sjái, að þetta er ranglátt, og líka það, að hann vilji leiðrétta þetta, og þar með gera húseigendur ánægða með þetta þarfa og góða fyrirtæki. En það verðum við ekki, nema þetta fáist leiðrétt.“ „ÉG BÝST EKKI VIÐ, að þessar Unur hafi mikil áhrif í þá átt, en ég vil segja það, að húseigendur ættu sem flestir að ganga í Fast- eignaeigendafélagið og sjá til, hvort við, sameinaðir, getum ekki fengið þetta leiðrétt, eða breytt í viðun- andi horf. Annars furðar mig á því, að húseigendur skuli ekki hafa gert opinberar umkvartanir um þetta, svo óánægðir sem húseig- endur eru yfir því.“ M. G. SKRIFAR: „Nú er talað mikið um 17. júní, og er það næsta eðlilegt vegna þess sem búið er að ráðgera um þann dag. Margt þyrft- um við þá að gera til minnnigar, sem varað gæti eitthvað fram á ó- komna tímann.“ „MÉR DETTUR í HUG, að vel ætti við, að stofnað væri tímarit, og Menningarsjóður gæfi það út. Þá ætti að hlaupa af stokkunum tímaritið, sem Jónas Guðmunds- son í-æddi um í ágætri grein í Al- þýðublaðinu 15. maí 1943. Ætti vel við að nefna ritið 17. júní. Þetta rit yrði hliðstæða við And- vara, sem stoínaður var eftir að við fengum stjórnarskrána frá Kristjáni konungi IX. Ég vildi, að Jónas Guðmundsson og fleiri góðir menn, gætu komið þessu í fram- kvæínd. Því myndu margir fagna.“ „ÚRILLUR“ SKRIFAR: „Um langan tíma hafa ekki fengizt vekjaraklukkur hér í bæ, en nýlega hafa komið í margar verzlanir sama tegund klukkna. Þegar sama tegund vara kemur samtímis í margar verzlanir er líklegt, að ein- hver heildsali sé innflytjandinn, og ætti þá verðið að vera það sama alls staðar. En nú var það svo, að ég keypti klukku í „sérverzlun", Verzlun Magnúsar Benjamínssonar, og kostaði hún kr. 40.00.“ Frh. á 6. síöa. Eidfast gler Skálar og fleira EmaiierafSar vörisr Kaffikönnur og fleira nýkomið. K. Einarsson & Björnsson Churchill heimsækir ameríska flugmenn Á mynd þeisari sést Winston Ohurcihill, íörsætisnáðherra Breta (í miðið) ásamt Dwight D. Eilslerhower (til vinstri) í hein sókn hjá amenískum flugmönnum, er haifa aðsetur einhvers- stacar á Englandi. Myndin var símsend frá Liond'on til New York. Ef forn, landhneigð- UR fiskur hefði ekki þrosk að hjákátlega smáa fætur og lært að skríða fyrir um tvö hundruð milljónum ára, myndi allt líf enn vera í sjónum og engir menn leggja leiðir sínar um lendur jarðarinnar. Þetta er sú þóunarkenning, sem flestir vísindamenn vorra tíma játast. Enn er það óráðin gáta, hvernig lífið á jörðunni hafi upphaflega hafizt. En hins vegar virðist það sannað mál, að það hafi fyrst af öllu 'hafizt í vatni. Það hófst ekki með fiskum heldur örsmáum lífverum úr frymi. Enda þótt þróunarskeiðið sé langt milli fiskjar og manns, virðist það, er lífveran hætti að synda og tók að skríða, vera sá þáttur þróunarinnar, sem mestu hafi orkað til þess að skapa hæfni mannsins til þess að nota fætur sína. Hinir fyrstu fiskar, sem menn kunna einhver skil á, eru næsta frábrugðnir fiskum þeim, sem nú tíðkast. Uggar þeirra voru eins konar kilir þeirra eða stýri, en hins vegar áttu þeir örðugt með að kafa eða snúa sér í skjótri svipan. Til þess að unnt væri að bæta í því, sem fiskum þessum var áfátt, urðu ýmsir limir þeirra að hreytast í ugga. Síðan hélt þessi þróun svo áfram, og menn telja sig hafa óyggjandi sann- ariir fyrir því, að hinir fornu fiskar hafi leitað á land upp og öndunarfæri þeirra brevtzt þannig, að þeim varð þar líft. Þegar svo þróun þessi hélt á- fram á milljónum ára, breytt- ust uggar þessara hinna fornu fiska smám saman í klunnalega handleggi og fótleggi með fingr- um og tám. Þannig gera menn sér í hugarlund að til hafi orðið vera sem gat alið aldur sinn bæði 1 legi og á láði. Þessi hin furðulega vera, hefir svo skriðið smám saman lengra á land upp og tekið að leggja undir sig heiminn. Fætur hennar voru stuttir og klunnalegir. En á tíma þeim, er í hönd fór, sem raunar var óra- aldur, þegar hið upþhaflega heimkynni hennar, hafið, tók að þorna í smátjarnir saman bor ið við það, sem fyrrum var, átti vera þessi kost á því að lifa vegna hinnar nýju hæfni sinnar og samhæfingar við umhverfið. Hún gat ferðast á landi frá einu EíEIN ÞESSI, sem hér er þýdd úr tímaritinu English Digest, er eftir írmis Johnson. Eru þar rakt- ir helztu þættir þróunarsögu mannsins eins og vísinda- menn nútímans gera sér hana í hugarlund. Mun mörg um þykja fróðlegt að kynna sér þessi viðhorf, þótt þeim verði vart viðunanleg skil gerð í svo skömmu máli, sem hér er um að ræða. vatni til annars. Þó varð þetta lands- og lagar- dýr að hverfa aftur í vatnið til þess að verpa eggjum sínum. Fyrsta dýrið, er gat verpt eggjum sínum á landi,- var frumskriðdýrið. Hin langfættu dýr, sem gátu farið hratt yfir til þess að afla sér matar og flýja óvini, voru þau einu, sem varð lífs auðið í hinni hörðu baráttu fyrir tilverunni. Dýr þessi urðu, er fram liðu stundir, að risaeðlum þeim, er drottnuðu yfir heiminum í nokkrar milljónir ára á tímahili því, sem nefnt hefir verið skrið- dýraöldin. Risaeðlurnar gegndu næsta merkilegu hlutverki í sögu þró- unarinnar, vegna þess að þær komu í veg fyrir þróun fyrir- rennara mannanna, spendýr- anna, þann tima, sem nauðsyn- legt var. Sumar eðlur þessar urðu risa- stórar jurtaætur, . sem urðu fyrir árásum annarra eðla, er voru grimmar kjötætur. Aðrar , þeirra þroskuðu þann eiginleika i að hlauipa mjiög hratt og beittu aðallega afturfótunum. Þær ; voru raunverulegir fyrirrennar- ar fuglanna. | Þegar hinar miklu breytingar | og umrót urðu á yfirborði jarð- j ar og fjöllin mynduðust, varð ; dýrum þessum ekki við vært og . liðu því undir lok. j Um þessar mundir var mikið orðið um gróður á jörðunni. Vatnajurtirnar höfðu breytzt í trjáburkna og pálma. Síðar kom grenið og hið hávaxna gras til sögunnar. Strax á skriðdýraöldinni lifðu í skjóli gróðurs þessa smávaxin dýr, er höfðu heitt blóð. Þetta voru ekki raunveruleg spendýr, en aðeins fyrirrennarar dýra- flokks þess, sem maðurinn telst til. Brátt komu til sögu raunveru leg spendýr, sem fæddu af sér lifandi unga og náðu miklum þroska. Þetta voru í fyrstu smá- vaxin dýr, er lifðu á skordýr- um. Og þeim hafði lærzt að hlaupa í stað þess að skríða. En hefðu ekki tré verið fyrir hendi og frumdýrin ekki lært að klifra upp í þau, hefði maður- inn sennilega aldrei numið þá íþrótt að ganga á afturfótunum. ‘ Dýr það, er klifraði upp í hin lágvöxnu tré, mun vart hafa líkzt apa, svo að teljandi sé, og sennilega hefir það minnt roun fremur á mús en rnann. En eigi að síður er talið, að dýr þetta hafi verið fyrirennari apa og manna. Lífið í tjánum krafðist mik- illar fimi og samhæfingar allra vöðva líkamans. Auk þess urðu dýr þau, sem þar höfðust við, að vera gædd góöri atliyglis- gáfu og skarpri sjón. Allir þess- ir eiginleikar þroskuðust smám saman í fari þessara dýra. — Fætur þeirra og hendur upp- fylltu öll þau skilyrði, er til þess þurfti, að þau gætu klifrað og gripið um greinar og stofna. Hinum fyrstu öpum iærðist brátt að teygja sig eftir aldinum eða einhverjum hlut, sem vakti forvitni þeirra. Eftir því, sem þeir urðu stærri óg það varð öllu fráleitara fyrir þiá að flytja sig milli greina á fjórum fóí- um, varð þetta svo til þess, að þeir tóku að rísa upp á afturfæt urna og héldu jafnvæginu með því að beita handleggiunum. Sumir apanna urðu svo hand- leggjalengri en aðrir. Þeir tóku svo að flytja sig milli greina með því að beita höndunum ein- um. Þannig komst líkami þeirra svo að segja í sömu ste)lingar og líkami mannsins er í, þegar hann gengur. Handleggir mannsins mega nú orðið heita stuttir, sem eðli- legt hlýtur að teljast, þegar að því að gætt, að hann þarf ekki að hafa not af þeim við að sveifla sér milli greina eins og raunin var um hina fyrstu for- feður hans. Hann getur heldur ekki gripið um hluti með fótun- um. Hlutverk fóta hans hefir orðið það eitt, eftir því sem fram liðu tímar að annast það, að hann gæti haldið jafnvæg- inu og gengið. Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.