Alþýðublaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.05.1944, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÖEB Ný bók, sem mun vekja athygli: S p i I a I a I f eftir James Harpole. Dr. Gunnlaugur Claessen þýddi. f þessari bók iýsir athugull og greindur læknir ýmsum atburðum, sem fyrir hann bera í sjúkrahúsum og við per- sónuleg kynni af ýmsum sjúklingum. Bókinni er skipt í marga kafla, og heita þeir: Botnlangaskurður, Keisaraskurð- ur, Geðveiki læknirinn, S. O. S., Dalíla, Appelsínur, Jól í spítala, Berklar og fagrar konur, Næturvakan, Holdafar, Eldraun skurðlæknisins, Örþrifaráðið, Ungbarn í lífshættu, Dóttir flosvefarans, Ölvun við akstur, Bráðkvödd, Vísinda- maðurinn í vanda, Lán í óláni, Á elleftu stundu. Ólíkar konur ■ r '• tV- -v ' . ' / " j Höfundur bókarinnar, James Harpole, er þekktur hér á landi. Árið 1941 kom út bókin „Úr dagbókum skurðlæknis- ins“ eftir hann í þýðingu dr. Gunnl. Claessen, en þýðandan- um þarf ekki að lýsa fyrir íslenzkum lesendum. Bókin er 216 bls. í stóru broti, prentuð á mjög vandaðan pappír og kostar kr. 25.00. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU og ÚTIBÚIÐ, Laugavegi 12. hannes á horninu Fr’n. af 5. síðu. „EN ÞEGAR ÉG kom heim, var maSur í sama húsi nýbúinn að kaupa sömu tegund í járnvöruverzl un B. H. Bjarnason, og kostaði hún þar ki\ 33.75. Hvernig getur staðið á þessu misjafna verði? Og því skiptir verðlagsnefnd sér ekkert af verði hjá úra- og skartgipavezlun- imum? Ef til vill hefur blessuð nefndin ekkert vit á „skartgrip- um“, en þá ætti hún að geta farið eins að, og með bækurnar! Bara fyrirskipa 20 % (kannske réttara að hafa það 40% lækkun) og ef. ein- hver úrasalinn getur fært sannanir fyrir því, að varan geti ekki lækk- að svo mikið, ja — þá bara veita undanþágu!“ ÞAÐ ER AIJÐSÉÐ, að „Úrillur“ hefur verið úrillur, þegar hann skifaði þetta bréf sitt — en „úr- illska“ er ekki affarasæl. Getur ekki verið, að hér hafi verið um niismunandi tegund á vekjaraklukk uin að ræða? Farmgjáldalækkun in Frh. af 4. síðu milljónum króna, en aðrir full- yrða, að hann hafi numið 22— 23 milljónum! Það er að sjálfsögðu ekki nema gleðilegt, að Eimskipafé- laginu vegni vel; þjóðin á mik- ið undir því, og það þarf að endurnýja skipastól sinn eftir stríðið. En fyrr má vera um vel gengni að ræða, en að því sé leýft að raka saman slíkum fjár upphæðum á farmgiöldum til landsins, þegar við geigvænleg- ustu dýrtíð er að stríða innan- lands. Verðlagseftirlitinu mun reynast erfitt að hreinsa sig af því ámæli, eftir þessa nýju farmgj aldalækkun og þær upp- lýsingar, sem hún er byggð á, að hafa staðið illa á verði undanfarin missiri, að því er þennan þýðingarmikla lið dýr- tíðarinnar snertir, þótt það hafi nú, seint og síðar meir, sýnt af sér óvenjulega röggsemi. Frá Rithöfundafélagi íslanðs. Rithöfundafélag íslands fagnar hinni fyrirhuguðu stofnun lýðveld- is á íslandi og skorar á alla lands- menn að standa fast saman gegn öllum áhrifum utn frá, sem að því stefna að tefja eða spilla fyrir fram gangi málsins og veikja málstað íslendinga. Vér skorum á alla að gera skyldu sína, svo að þjóðarat- kvæðagreiðslan verði samhljóða frelsisyfirlýsing íslenzku þjóðar- innar. Þæltir úr þrónnarsögu mannsins Frh. af 5. sí&u. Það er skoðun vísindamanna, að stóra táin á manninum hafi upphaflega verið eins konar þumalfingur, og fætur manns- ins líkzt jafnvel mun nvnva höndum en fætur apanna. En þegar nauðsyn bar til þess, að fæturnir önnuðust það hlutverk, að maðurinn gæti staðið upp- réttur, og borið líkamsþunga hans, breyttist fóturinn þannig, að stóra táin minnkaöi verulega. en hælbeinið stækkaði. En það er eigi aðeins, að mað- urinn líkist öpunum í ýmsu. Hann líkist og fiskunum um margt. Mörg bein hans virðast vera sömu tegundar og í fisk- um, og tennur hans eru raun- verulega sömu tegundar og tennur fiskjarins. Umhverfið hefir fyrst og fremst valdið allri þessari þró- un. Þurrkar urðu til þess að fisk urinn kvaddi vatnið og skreið á land upp. Hungur og þörfin á því að komast undan óvinum, kenndi fyrirrennurum mannanna að hlaupa. Umbrot í iðrum jarð- ar gerðu út af við hina hættu- legu andstæðinga þeirra. Trén veittu þeim vernd og ollu hæfni þeirra- t’l þess að ganga og þroskast að greind og víð- sýni En þess má geta að lokum, að margt, hefir maðarinn lg’rt, sem kemur til af tækni, en ekki þróun. Þannig er um fíugkunn- áttu hans og raunar margt fleira. Getum nú aftur afgreitt með stuttum fyrirvara: Holstein Einangrun VIKURSTEYPAN Lárus Ingimarsson Vitastíg 8. Sími 3763. Kjarían Ólafsson fimmfugur Frh. af 4. síðu. á Sambandaþing, bæjarfulltxúi, í stjórn Aliþýðusambands ís- lands o. fl. o. fl., sem ég kann ekki að nefna. — í öllum þess- um störfum, sem bafa smám sajnan orðið svo umfangsmikil, að þau hafa orðið, að kalja, hans aðalstörf, iþó að flest hafi verið ólaunuð, hefir hann sýnt ódrtepandi álhuga og dugnað fyr- ir Iþann máistað, sem hann hefir helgað síarfskrafta sína, en það er bættur hagur og aðbúð þeirra sem við erfiðust lífskjör hafa átt að búa. Alla þessa baráttu hefir Kjartan háð áreitnisilaust en þó iaf fulli einurð við andstæð inga sána og af sanngirni, hver sem í hlut -átti, án þess þó að nokkurn tíma væri hvikað frá settu marki. Baráttuaðferð ha-ns hefir lávallt verið drengileg, og viljarudi hefir hann aldrei haillað réttu máli. Kjartan hefir átt sæti í Inn- flutnings og gjaldeyrisnefnd að heita má óslitið frá því sú nefnd var stofnuð 1931 og þangað til hún var lögð niður á sáðastliðnu ári. Var það vanþakklátt og erf- itt starf og ekki auðvelt að gera m'ö'ninum til hæfis. En einnig þar tókst feonuim að leysa vand- ræði margra, er til hans leituðu, og aldrei hefi ég heyrt annars getið en að þeir, sem þar áttu undir hann mál að sækja, hafi borið til hans fyllsta traust. í Tryggingarráði befir Kjartan átt sæti nú um hríð, í Fram- færslumálanefnd1 ríkisins, x Skipulagsnefnd atvinnumála, hinni síðari, og fjölda annarra nefnda. Hann Výr og einn af hvata- möninum við stofnun Bæjar- útgerðarinnar í Hafnarfirði og hefir setið í stjórn hennar að heita má óslitið frá upphafi. Miargt fleira mætti telja, en það er hivorttveggja, að ég hlýt að fara fljótt yfir, og að þetta er engin ævisaga Það sem sérstakXega hefir ein kennt störtf Kjartans Ólafssomar á öllum þessum sviðum er fram- urskarandi áhugi til að láta gott af sér leiða, félagshyggja eins og hún getur bezt verið, sann- girni og drengskapur í baráttu- aðferðum og strangar kröfur til sjálfs sín og umbjóðenda sinna, að vera heiill í öllu, en hvergi háil'fur. Eitt hugðarefni ó Kj'artan ut- an sinna daglegu starfa, en það er bókalestur og bókmenntaiðk- anir .Tómstundir eru að vísu ekki mildar hjá þeim, sem marg ir leita til og margra vanda- mlál þurfa að leysa. En þær tóm stundir, sem Kjartan hefir átt hygg ég að hann hafi notað flestar til lesturis, enda er hann svo fróður um sögu landsins og bókmenntir að af ber, athugull og stáXminnugur eins og hann er. Félagismálabarótta Áiþýðu- flokksins og þjóðleg fræði eru hans mestu áhugamál. Kjartain er kvæntur Sigrúnu Guðmundsdóttur, hinni ágæt- ustu konu, er stutt hefir m'ann sinn og eflt 'hann til dáða í hví- vetna. Þau eiga tvö börn, hvort öðru efnilegra, Magnús, er und- anfarin ár hefir lesið norrænu í Danmörku og Svíþjóð, og nú hefir verið ráðinn af Háskóla íslands til að semja orðabókina miklu, og dóttur Álfheiði, sem stunidar nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Kjartan Ólafsson hefir ekki alltaf gengið heill til skógar og oft unnið meira en heilsan hef- ir leyft. En það er ósk okkar vina hans og samstarfsmanna, að hann megi enn um langan aldur vinna ekki síður giftu- drjúgt starf, en hann þeg- j ar hefir innt af höndum. 1 Emil Jónsson. Kjarían Ólafsson, ætt og uppvöxtur ÚlbreiðiS AlþýðublaSiS. Framhald af 4. síðu. ir banm ekki einungis aflað sér nauðsynlegrar þekkingar og þjálfunar til umfangsmikilla foru'stustarfa í féla.gsmálum og stjórnmálum heldur einnig djúp tækrar þekkingar á vissum svið um þjóðiegra fræða og bók- mennta. Hygg ég, að hann sé engu síður vel fallinn til kyrr- Xátrar fræðimennsku en róstur- samra stjórnmáiastarfa, þótt hann hafi sem kuamugt er getið sér hinn mesta orðstír sem örugg uf og gunnreifur bardagamaður. Námsferill Kjartanis og ann- arra, sem ekki hafa genigið hina vörðuðu braut skólanna, er erf- itt að rekja, og námsafrek þeirra verði ekki sýnd í prófeinkun- um. Þau eru aðeins geymd í vel unnum störfum en gleymd að öðrum kosti. Hitt er óhætt að fu’llyrða, að slík námsbraut er torsótt og ekki heiglum hent. Ýtruistu hagsýni verður að gæta í meðferð tómstunda, og einatt eru þó námstundirnar hrifsaðar fró nauðisynlegri hvíld og næt- ursvefni. En nómsbækurnar oft keyptar með nokkru samvisku- biti fyrir fé, isem verja þurfti til annarra nauðsynja. Andar og stundum köldu frá sumum þess- arra manna til skólanna, og hinna sem gengið háfa léttari leiðir til mennta. En eigi er því svo farið um Kjartan Ölafsson. Hann er fremstur í flokki þeirra manna, sem vinna að því að greiða götu almennings til meiri skólamenntunar. Hafnfirzkir skólar og starfsmenn þeirra eiga áhrifamikinn formælenda, þar sem Kjartan er, og meðan hann átti sæti í gjaldeyrisnefnd óttu þeir námsmenn, sem utan fóru þar góðan hauk í horni. Engan þekki ég er meira metur barnaskóla sinn en Kjart- an. Það var þó aðieins no'kkra vikna farskóli. Naut hann þar að vísu kennslu ágæts kennara, Friðriks Bjarnasonar tónskálds, sem hefir vafalaust glætt og vakið námisáhuga nemenda sinna. Telur hann og Kjartan einn hinn efnilegasta náms- mann, sem hann hafi kennt, en sumir nemenda hans hafa orðið iþjóðkunnir menn fyrir námsafrek sín í hinum hærri skólum. Um fermingaraXdur flutti Kjartan til Stokkseyrar með foreldrum sínum. Þar var þá ungt og þróttmikið ungmenna- félag. Kjartan gekk fljótt í það og gerðist brótt áhrifamikill og at'hafnasamur félagi. Þótti þá sem jafnan síðan hverju því máli vel borgið, sem hann beitti sér fyrir eða var falið að ann- ast. Ungmennaifélagar iðkuðu þá ým'sar líkamlegar íþróttir eink- um sund og glímur. Náðu margir furðu góðum árangri, þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður, sérstaklega í íslenzkri glímu. Kjartan var mikill áhugamaður í íþróttamál um og virkur þátttakandi. Eitt hauStið brá hann sér til Reykja- vikur og lærði sund. Kom hann heim aftur eftir 10 daga náms- dvöl. Var hann þá í augum okkar krakkanna þar í þorpinu synlduil sem selur. tSenn.ilega hefir okkur þó miklast það held ur í augum. En hitt er víst að þann vetur allan synti Kjartan á hverjum degi í lónunum aust- ur þar. Ungmeninafélagið hafði og mieð höndum andlegar íþróttir: söng og bóklestuT, kappræður og ritmennsku. Hafði Kjartan ekki mdnni álhuga fyrir þeim greinum en líkamlegu íþróttun- um, og náði þar enn betri árangri, að söngnum einum und anfeknum. Niðjndagnr 16. maí 1944. Félagið átti þá dólítið bóka- safn og jók við það eftir beztu getu. Kjarban var einatt í stjóm safnsinis og nákunnur hveri’i bóik. Er mér nær að ætla, að hann hafi kunnað drjúga kafla úr flestum hinna betri bóka, sem voru í safninu, einkum ljóðabókum og fornxltum, að minnsta kasti voru honum þeir einkar tiltækir á mólfundum fé lagsins. Voru þar einatt lesnar upp sögur og kvæði, eða sögð fram 'eftir minni. Kjartan var oft til þess kjörinn, og þótti þá góð skemmtan. Oft var j rætt um efni sögunnar eða kvæðisins eftir flutninginn. En stundum voru líka teknar til umræðu bælcur, sem félagarnir höfðu lesið heima fyrir fundina. Þessi starfsemi félagsins minnir á hvort tveggja í senn kvöld- vöku löngu liðinna tíma og hina eiginXegu námsflokka nútímans. Var þó að vísu allt í molum um fræðimennskuna, enda vant aði lærðan leiðbeinanda og starfið með öllu óskipulagt. Annaris áttu mólfundirnir áð þjálfa félagana í kappræðum. Urðu þar einatt -heitar um- ræður. Þótti Kjartan, þegar fram í sótti — eins og ávalit síðan, andstæðingum sínum þungur í skauti, mólsnjall með afbrigðum, rökfimur og drengi- legur í málflutningi, hverjum manni glæsilegri á að líta, og roddin íþróttmikil oig sannfær- andi. Byrjendur í listinni áttu þar víst athvarf — og góðan stuðning værd málstaður sæmi- legur eða skipti Mtlu máli. Félagið gaf þá út blað, og ger ir víst enn. Þar á Kjartan marg ar greinar, enda var hann rit- stjóri þess um skeið og þá jafn- framt setjari þess og prentari og eini fasti lesandinn, því að blaðið var skrifað og lesið upp á fundum félagsins. Hygg ég að í fáum skólum séu skrifaðir stíl- ar af meiri elju og áhuga en rit- að var í þetta og fleiri skrifuð félagsblöð. Enginn efi er á því, að ung- mennfélögin hafa fyrr og síðar veitt mörgum ógæta félagslega iþjálfun og verið mörgu ung- menni nytsamur skóli. Er mér og kunnugt um að þannig lítur . Kjartan á ungmennafélag sitt. En félagið kunni Hka að meta hann, og veitti honum þá mestu sæmd, sem það átti yfir að ráða, og gerði hann að heiðursfélaga Sínum, er Kjartan flutti alfarinn frá Stokkseyri til Hafnarfjarðar með konu sína og son á fyrsta ári fyrir nær altíarfjórðungi síð- án. Kona Kjartans er Sigrún dótt ir Guðmundar EMassonar fró Seljatungu og konu hans, Guð- rúnar systur séra Jóns Stein- grímssonar og Guðmuindar dóm ara Griímssonar í Vesturheimi og þeirra systkina. Sigrún er óvenjuleg kona að mannkostum, prýðilega gáfuð og frábær 'hús- móðir. Heimili þeirra er til fyrir myndar og hefir ávallt verið jafnt í þröngri kytru fyrstu bú- skaparáranna sem í glæsilegum húsakynnum síðustu ára. Börn þeirra hjóna eru Álfheiður, nem andi í menntaskóla, og Magnús, sem fyrr var getið og dvaHð 'hefir við nám erlendis frá stríðs byrjun. En á síðastliðnum vetri fól háskólaráð íslands honum — sem kunnugt er — að búa sig undir formannsstarf við samningu íslenzkrar orðabókar. Þau hjón munu vafalaust verða þess vör í dag, hve vin- sæl og mikilsmetin þau eru, og þó eru þeir fleiri, sem betur muna menn en afmæHsdaga; og þannig er því farið um dreifðan hóp ungfélaganna frá Stokkseyri. Mörg okkar munu á nær aldarfjórðungi hafa gléymt afmælisdeginum, en við munum öll ágætlega manninn og kynninguna og því get ég í nafni okkar allra flutt afmælis- barninu og fjölskyldu þess kveðju og árnaðaróskir. Bjarni M. Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.