Alþýðublaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞTÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. maí 1944. Rltsrtjórl: Stefán Pétnrsson. Bimar ritstjórnar: 4901 og 4902. Ritetjórn og afgreiösla I Al- þýBuhúsinu við Hverfisgotu. Otgefandi: Aiþý«nfloktcurinn. Simar afgreiðslu: 4900 og 4908. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Fjórir örlaga- ríkir dagar. AÐEINS TVEIR DAGAR eru nú eftir þar til þjóðar- atkvæðagreiðslan um sam- bandsslitin við Ðanmörku og stofnun lýðveldis á íslandi hefst. Hún byrjar á laugar- dagsmorgun og stendur í fjóra daga, — daga, sem um alla framtíð munu verða taldir til örlagastundanna í ævi og sögu íslenzku þjóðarinnar. ♦ Þessa fjóra daga á þjóðin þieð atkvæði sínu að binda enda á hér um bil 700 ára tímabil erlendrar yfirstjórnar. Lengst af þessu langa tímabili hafa fáir íslendingar eygt þann möguleika, að öðlast aftur það frelsi, sem þeir glötuðu, fyrst í hendur Noregskonunga og síðar Danakonunga. En í sjálf- stæðisbaráttunni á síðustu öld vöknuðu vonirnar um það á ný, og síðan landið var fyrir 25 ár- um viðurkennt fullvalda ríki, þótt í sambandi við Danmörku væri, bæði um einn og sama konung og tímabundinn mál- efnasamning, sambandslaga- sáttmálann, hafa allir íslend- ingar verið einhuga um það, að sambandinu skyldi slitið undir eins og heimilt væri. Og nú er sú langþráða stund upp runnin; og hvort skyldi þá standa á íslenzku þjóðinni, að efna það heit, sem hún hefir gefið sjálfri sér við þjóðarat- kvæðagreiðsluna næstu daga? Til þess að sambandsslitin séu í alla staði lögformleg inægir ekki einfaldur meiri- hluti við þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Taki ekki að minnsta kosti þrír fjórðu hlutar allra kosn- ingabærra manna og kvenna í landinu þátt í henni, og greiði ekki að minnsta kosti þrír fjórðu hlutar þar af atkvæði með ( sambandsslitunum, er hægl! að véfengja hana með skírskotun í uppsagnarákvæði sambandslagasáttmálans. [ Þeg- ar af þeirri ástæðu má enginn láta undir höfuð leggjast að greiða atkvæði í trausti þess, að þátttakan verði nægileg þrátt fyrir það. En þess utan:- Hvaða íslendingur skyldi líka vilja láta sig vanta við kjör- borðið, þegar greið^ á atkvæði um það, hvort þjóð hans skuli nú loksins endurheimta frelsi sitt til fulls, og sýna öllum heimi sjálfstæðisvilja hennar? * En þjóðin á ekki aðeins að greiða atkvæði um sambands- slitin, heldur og um framtíðar- stjórnarform sitt. Á það að vera konungdæmi eða lýðveldi? Það er spurningin, sem hver og einn verður að svara með atkvæði sínu um lýðveldisstjómar- skrána. ' ísland var lýðveldi, áður en það glataði frelsi sínu fyrir tæpum 700 árum og það hefir aldrei síðan haft inn- lendan konung. Hvað er því eðlilegra, en(að lýðveldið verði endurreist, eftir að sjálfstæðið hefir með sambandsslitunum verið að fullu endurheimt? Og það er aðeins um þetta, sem Sæmnndur Ólafssou : Skipstjðrafélðoii oo sjðmannasamtðkia. ■ ...♦.-—— Svar til Guðmundar H. Oddssonar sklpstjóra. G AiMAÍLL kunningi minn og samlsitarf'smaður, Guð- munidur H. Oddlsson, skipstjóri, sendi mér kaldar kveðjur í 4. töluiblaði „Ví'kingsins.“ Tilefnið eru greinar miínar í Alþýðuiblaðinu þ. 26. og 27. febr1. s.l., unidir fyrirsögninni „Sameining verkalýðsf élaga1 ‘, og þá sérstaklega síðari greinin. Ástæðurnar fyrir grein G. H. O. og hinum fjandsamlega tón í henni, virðast vera tvær, og hvorug Eamíboðin skipstjóran- um. Sú fyrri fljótfærni og hundavaðsíháttur skipst j órans, og sú síðari rangar upplýsingar sem hon'um hafa borizt af fundi í ákveðnu fél'agi. Upplýsingar iþessar, eða meðferð skipstjór- ans á þeim, eru á þann veg, að þær stappa nærri persónuleg- um rógi um mig. Þegar við G. H. O. vorum saman í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélags Reykjarvíkur, kom það sér jafnan bezt fyrir málstað okkar og framíkvæmdir, að Guðmundur bæri miálin und- ir mig áður en hann, sem var þlá starfsmaður félagsins, fram- kvæmdi þau, enda gerði hann það alloftast. Hefði hann haldið þessum gaimla vana og sýnt mér ritsmíð sína áður en hún fór í „Víkmg- inn,“ tel ég víst að við hefðum báðir losnað við þau leiðindi að iþurfa að deila um þesisi mál. Því að ég hefði þegar sýnt hon- um fram á misskilning þann, sem 'hann byggir málsaneðferð sína á, og eftir þ'að trúi ég ekki að hann hefði látið birta grem- ina. 1 Alþýðub-laðinu þ. 27. febr. er ég að ræða um verkalýðs- og sjómannafólögm úti um land, og ráða smláskipamiönnum frá því, að kljúifa sig út úr verka- lýðs- og sjómannafélögum, þó að þeir séu stýrknenn eða vél- stjórar á mótorlbátum. Um þessi mól ræði ég af hreinskilni á víð og dreif, án allrar illkvitni í garð nokfeuirs manns eða stétt- ar. Úr þessum kafla gr.einarinn- ar tekur G. H. O. eftirfarandi tilvitnun: „Skipstjórar eru vegna stöðu sinnar ávallt nær- tækasta ihandbendi atvinnu- refcandans; það verða allir skip stjórar að vera að einhverju leyti, ef þeir vilja halda stöðu sinni, þó að m'enn láti draga sig mislangt inn á þá braut.“ Lengra nær tilvitnun G. H. O. ekki, en ég held áfram í Al- þýðublaðinu: „Þess vegna er ekki æs'kilegt, að skipstjórarnir séu almennt i sjómannafélögum en gæta skyldi hinnar mestu varúðar í því að bola mönnum út úr sjómannatfélögum fyrir þá sök eina, að þeir eru ráðmir til skipstjórnar, og teljast verður skaðlauist og stundum æskilegt, að þeir verði áfram í sínu gamla félagi, ef þeir æskja þess. Þegs eru mörg dæmi, að félagsþrosk- aðir menn x skipstjórasessi hafa reynst undirmiönnum sínum hollir samverkamenn og banda- menn í baróttunni fyrir bætt- um kjörum, Óryggi og aðbúð; þeim diæmuim fer nú f jölgandi.“ Þetta kállar G. H. O. árás á skipstjóra yfirléitt. Er þó hægt að ræða um skipstjórana og af- stöðu þeirra til atvinnurebanda og umdármanna þeirra af meiri sanngirni, en- ég geri í þessum línum? Sj'álfur segir G. H. O. í grein sinni: „Skipstjórinn er í öllum til- fellum uimboðsmaður útgerðar- innar og ber að gæta bagsmuna útgerðiarinnar svo langt, sem það nær, ekkert síður en þeirra manna, er hann hefir sem skip- verja. En þessir hagsmunir skip v.^rja, skipstjóra og útgerðar fai'a isvo mjíög saman, að í fæst- um tilfellum er hægt að gera greinarmun.“ Hafið þið heyrt þennan tón óðuir, piltar? . Svo langt er skipstjórinn í G. H. O. búinn að draga hann af réttri leið í fiélagS'miálum, að hann gerir þessa margtuggnu reiðaralygi ulm sameiginlegan hag atvinnurekenda og verka- manna að siínum orðum og það á meðan hann er enn í stjórn kaupkröf ufélags! G. H. O. er ekki einn um þessa aífistöðu skipstjóra til hags munamóla undirmanna sinna, þannig hugsa þeir alltof margir, en, sem betur fer, ekki allir. Næsta tilvitnun G. H. O. í grein mína, er þessi: „Stýrimennárnir eiga skilyrð- islaust að vera í sjómannafélag inu á staðnum. Sj ómannafélagið ihlýtur að vera baráttufélagið, og þjóðfélagsleg, menningarleg og efnaleg aðstaða smáskipa- stýrimanna er ekki sú, að þeir geti sér og stófct sinni að skað- lausu dinglað með í hálfdiauðum og „albapítaliskum“ félögum, eins og iskipstjóra- og stýri- mannaáélögin flest eða öll eru.“ En grein mín heldur áfraxn þannig: „Sni'á'skipasitýrimennirnir eru láglaunaðir öreigar í ótryggri atvinnu venjul’egast, og ber þeim því að skipa sér í flokk hinnar stríðandi alþýðu án allra undianbragða. ‘1 Hvers vegna sleppir G. H. O. þessum orðum? Er strxðisgróð- inn isfíginn 'honum svo til höfuðs, að hann þori ekki að taka orðið öreigi upp ó tung- una, — eða er það til þess að faisa xxmmæli mán? Ég hafði skipistjórana ekki í huga siérstaklega þega ég skrif- aði áminnzta grein í Alþýðu- blaðið, en nefndi þá aðeins vegna þess, að ég var að ræða um Verkalýðsmól á víð og dreif. Yonanidi er G. H. O. sammála mér um það, að verikalýðsfélag eins og hann vill hafa þau, ef dæma má efítir tillögu nefndar þeirrar, sem undirbjó breyting- arnar á lögum „OMunnar“ á síðasta ári, en í þeirri nefnd sat Guðmundur H. Od'ds’son sem fulltrúi Skipstjóra- og stýri- mannafélags Reykjavíkur. Inn á þessar lagabreytingar verður nánar farið síðar. - Ég hef aldrei farið leynt með þjóðaratkvæðagreiðslan um lýð veldisstjórnarskrána stendur. Þess vegna væri það algerlega misráðið, að láta óánægju, sem vart hefij- orðið, með einstök á- kvæði hennar, aftra sér frá því, að greiða henni jákvæði. Þau standa öll til bóta. En að greiða atkvæði gegn lýðveldisstjórnar- skránni í 'heild væri það sama og að greiða atkvæði gegn stofn un lýðveldisins sjálfs og með á- framhaldandi konungssambandi við Danmörku, að minnsta kosti fyrst um sinn. Og hvaða íslend- ingur mun við nánari athugun vilja greiða atkvæði gegn lýð- veldisstjórnarskránni, þegar svo svo er? Alþingi samþykkti bæði sam- bandisislitin og lýðveldxsstjórnar skróna í einu Mjóði. Nú er það þjóðarinnar að sýna við þjóðar- atkvæðagreiðsluna sjálfstæðis- vilja og samihug sinn. Enginn má lóta sig vanta. All- ir verða að leggjast á eitt. Það er enginn 'sérstakur flokkur — það er íisland sjólft, sem kallar þjóðina að kjörborðinu þessa fjóra örlagaríku daga, sem nú fara í hönd. þá skoðun mína, að verkföll geti allir launþegar háð og eigi að heyja, ef nauðsyn krefur, að undanteknum skipstjórum. Skip stjórar geta ekki, vegna stöðu sinnar, háð verkföil, og skapar það þeim félagslega sérsfcöðu, sem útilokar þá frá að vera virk ir þátttaikendur í stéfctariélagi, sem tekur þáfct í stéttabarátt- unni og stendur í launadeilum. En að sjólfisÖgðu geta þeir ver- ið istyrktarfélagar ií is'llíkum fé- lögum, eins og þeir mj-ög marg- ir eru. Guðmundur H. Oddisison seg- (ir það satt, að ég er félagsmaður í „Öldunni“, eins og margir góð ir menn, sem hafa réttindi til skipstjórnar, en eru hættir sjó- ferðum. Hitt er ekki rétt, að ég sé félagsmaður í Skipstjóra- og stýrimannaifiélagi R'eykjavíkur. Hann tók sjálfur við úrsögn minni úr félaginu. Þsssi óná- kvæmni hanis skipfcir ekki miklu máli hér, en er noikkuð einkenn- andi fyrir Guðmund H. Odds- son, eins og ég kynntist honum í samstarffi okkar, og átti. hún sinn þátt í því, að ég taldi mig ekki geta stariað lengur í Skip- stjóra- og stýrimannafélagi Reykjavíkur. Orðrétt segir G. H. Oddsson: „í tvö ár hafa staðið yfir um- Auglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðihu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrSr kS. 7 aS kvöldl. leitanir og undinbúningur und- ir isameiningu skipstjóra- og verði 'ilokið fyrir) vorið. S. Ó. kom á fund Skipstjórafélagsins „Aldan,“ er þessi sameiningar- mál voru rædd og endanleg á- kvörðun tekin. Á þessum fundi taldi S. Ó. öl'l tormerki á því að sanxeina félÖgin, og lagði illt orð til síns fyrra félags, Skip- stjóra- og istýrimannafélags Reykjiavíikur, sem hann áður ha-fði lagt á sig vinnu fyrir.“ iÞesisi ummæli G. H. O. væri maklegt að afhenda dómstólun- um tll meðferðar, svo svívirði- lega röng og rætin er þau, eins og nú slkal sýnt fram á. Á Öldufundinum, sem var að- alfundur, lágu fyrir breytingar tillögur við lög félagsins. Tillög- Frh. af 6. síðu. LL blöðin fluttu í gær for- ustugreinar tileinkaðar þjóðhátíðardegi Norðmanna og hetjubaráttu norsku þjóðar- innar. Lýsa öll þessi skrif hlý- hug og samúð með Norðmönn- um, svo sem vænta má. Vísir skrifar m. a. á þessa leið: „Við íslendingar ölum innilega samúð í brjósti með Norðmönnum og áraum þeim allra heilla í bar- áttu i þeirra. Svo nátengdar eru þjóðirnar, að vegið er í einn og sama knérunn, þegár önnur er ó- rétti beitt. Sennilega vildi hver einasti íslendingur leggja fram krafta sína í sjálfstæðisbaráttu Norðmanna, ef nauðsyn krefði og myndu þá verkin vitna um hugar- þelið. Til þess er ekki ætlazt, og því vottum við norsku þjóðinni samúð með orðunum einum. Konungur, ríkisarfi og hin lög- lega stjórn Noregs dvelur nú utan heimalandsins og stjórna baráttu norksu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði sínu og frelsi. í fjögur ár hefir svo orðið að vera, en sú stund nálgast, er Noregur fær frelsi sitt aftur. Er það ósk allra íslendinga, að Norð- menn megi fagna þessum degi fram vegis í frjálsu heimalandi sínu. Þá verður annar blær yfir hátíðahöld- unum, en hann verður ekki sann- ari né innilegri en nú. Sjálfstæði Norðmanna hefir aldrei sannazt betur en einmitt nú, þegar til alls er að vinna. Þá er engin fórn of mikil, en margar hafa þær færðar verið. Hetjusaga Norðmanna er skráð með athöfnum á degi hverj- um. Barátunni eins og hún er, verður ekki lýst fyrr en að lokinni styrjöldinni, en þá mun heimurinn eignast fagurt fordæmi og gera sér það betur Ijóst, en kostur er á þessa stundina. í friði hafa Norðmenn unnið afrek og í ófriði einnig. Til þess er nú barizt, að þjóðin fái að njóta friðar og frelsis. Vonandi verður þess ekki langt að bíða. Heill og hamingja fylgi norsku þjóðinni um ókomin ár.“ Morgunblaðinu farast m. a. orð sem hér segri: ,,í hugum allra Norðmanna er vakandi ein ósk öllum fremur, að brátt renni upp stund endurlausn- arinnar, hins endurheimta frelsis, sem norska þjóðin öðlast, eftir eldskírn blóðs. og tára, í djúpri lotning og þökk ,til hinna mörgu, sem heima og erlendis, á láði og legi og í lofti, hafa fórnað lífi sínu fyrir frelsi föðurlandsins. Ókkur, sem höfum eigi af hörm- ungum og þjáningunum að segja, nema af afspurn, brestur orð til að íýsa tilfinningum okkar og samúð með norsku þjóðinni. Eins og nú horfir við, getum við það helzt, að sýna samúð okkar í verki með því, að leita sem nákvæmastrar vitn- eskju um það allt, sem með þeim hefir gerzt.“ Þjóðviljinn skrifar m. a. á þessa leið: „Vér höfum áður sýnt það ís- lendingar, að vér gátum geymt nöfn Norðmanna og jafnvel varð- veitt að fullu frá gleymsku. En vér þurfiun ekki að óttast að vér verðum einir um að geyma þá sögu, sem Norðmenn nú skapa. Hún er skráð blóði í hjarta hvers Norðmanns. Hún mun verða sögð svo lengi, sem norræn tunga er töluð. Þau bræðrabönd, sem knýtt hafa verið í þessu stríði milli Norð- manna og íslendinga, mega ekki slitna aftur. Scimstarf þessara þjóða er þeim báðum nauðsynlegt ef þeim á að vegna vel. Vér ís- lendingar megum ekki láta þá að- dáun og sterku tilfinningar, sem vér nú berum í brjósti til norsku þjóðarinnar verða neina dægur- flugu, — heldur upphafið að gagn- kvæmari skilningi, meiri vináttu og ávaxtaríkara samstarfi í blíðu og stríðu en áður hefir átt sér stað á milli þessara £rændþjóða.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.