Alþýðublaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.05.1944, Blaðsíða 5
I Fimmtudagur 18. maf 1944. Kimningj akonan okkar Jóns Pálssonar — Þessi hvít- klædda með svarta hattinn og rauðu varirnar. — Starf- ið í borginni og fyrir hana •—og íhúa hennar. ALJ>YÐUBi-AÐIB Loftárás á Rabaul. Rabaul, á norðurenda eyjarinnar New Britain, norður af Nýju Guineu, er ein af aðalbækistöðv • Uffl Japana v,ið Kyrrahaf. Myndin sýnir lóiftiáráfs, sena bandamenn gerðu nýlega á flugvöll Japana |>ar. Er Frakkland úr leik? JÚN ER komin gamla, síunga konan“, sagði Jón Pálsson við mig á krossmessu, er hairn hringdi til mín. „Hver er hún, Jón?“ spurði ég.. „O,. þessi. kunningi. okkar beggja. Þessi hvítklædda, með svarta haítinn og rauðu varirnar." „Nú, já“. Ég var . í hálfgerðum vandræðum. Ég var meiri aulinn, að muna ekki eftir þessari gömlu, síungu vinkonu, sem við Jón ætt- um saman, að hans sögn. Hún hlaut að vera að austan. ÉG ÞAGÐI svolitla stund til þess að reyna að fá Jón til þess að komu upp um sig svó að ég kann- aðist við konuna. Og þá sagði hann: „Og hún hringaði yfir liólmanum kát og fjörug og gargandi að líta eftir því, hvort allt væri nú í lagi, hvort að við hefðum ekki svikist um að undirbúa komu hennar. Ég heid að henni hafi líkað vel.“ Og þá skyldi ég loksins hvað Jón átti við. Hann var að tala um kríuna, eiganda eða leigjanda Tjarnarhólm ans á sumrum, en svona talar þessi aldni dýra og náttúru vinur um vin Sna sína. í huga hans eru þetta eins merkilegar lífverur og við sem göngum upprétt á tveimur hérna um strætin. Og hann veit það. Hann hefir lífsreynsluna. JÁ, KRÍAN kemur aíltaf á flutn- ingsdaginn, 14, maí — og löngu áður er Jón Pálsson önnum kaf- inn við að undirhúa komu henn- ar og geta veitt henni höfðingleg- a'r móttl&kur. Það hefir hann einn- ig verið í vor. Og hann er búinn að laga til hólmann. „Það má ekki svíkja gömlu konuna“, sagði hann við mig um daginn — við vorum að koma af fundi. „Við erum bún- ir að undirbúa komu hennar. Mér líkar vel við Bolla bæjarverkfræð- ing. Hann hefir hjálpað mér mik- ið. Þetta er elskulegur maður. Sá, sem elskar fuglalífið í borginni, hann elskar áreiðanlega borgina sjálfa.“ JÓN PÁLSSON elskar fuglana •okkar. Hann stofnaði fuglavinafé- lagið Pönix með smádrengjum. Hann kenndi drengjunum að hjálpa og hlúa að fuglunum á Tjörninni, 0;2 mér er kunnugt tim að Jón er hrifinn aí þessu starfi. Drengirnir hafa ekki brugðist honum. Hann hefir séð iþá að starfi. Jón hefir á mcrgum undanförnum árum hugs- að um þetta og lag't bæði fram mik- starf og fé í þessu skyni. Við Reyk- víkingar stöndum í þakkarskuld við hann og drengina hans fyrir það. Á UNDANFÖRNUM ÁRUM hef- ir verið unnið allmikið að því að fegra Reykjavík. Það er mjög gott starf. Mér finnst að það miði í átt- ina, þó að seint gangi, og vil ég taka fram, að það, hvað seinlega geng- ur að breyta borginni í fegurri borg en áður var, er ekki einungis að kenna þeim, sem þessum málum eiga að ráða heldur ekki síður al- menningi, sem á, að því er virðist ákaflega erfitt með að læra að ganga vel um. Það er hálfgerð Kleppsvinna að vinna sama verk- ið upp hvað eftir annað vegna skemmdarfýsnar og hirðuleysis þeirra sem eiga að njóta umbót- anna. EN ÞETTA HAFA, til dæmis garðyrkjuráðunautar bæjarins orð- ið að gera undanfarin ár. Þetta er ljótur blettur á okkur Reyk- víkingum. Ég er ekki hrifinn af refsingum og dómum, en það segi ég satt, að skemmdarvörgum og hirðulausum mönnum, sem í hugs- unarleysi og af bjálfaskap eyði- leggja það, sem er verið að gera til fegurðarauka í borginni, vil ég ekki láta hlífa. ÉG VIL BENDA Á, að það er ekki aðeins garðana okkar og göt- urnar og, umhverfið sem þarf að hugsa um og prýða, heldur þarf líka að hlúa að fuglunum okkar, íbúunum og gestunum í bænum, sem fiögra fyrir gluggana okkar og syngja okkur stundum í svefn og vekja okkur á morgnana. Þetta er Jón Pálsson alltaf að gera og þetta getum við líka öll gert. Ef við gerum það verður líf okkar sjálfra líka gleðiríkara og auðugra. Hannes á horninu. SMUTSH HERSHÖFÐINGI var eigi alls fyrir löngu nægilega djarfur til þess að lýsa iþví ýfir opinberlega, að „Frakkland væri úr leik, og það myndi kosta það mikla og langvinna baráttu að þokast til síns fyrra sætis á bekk þjóðanna, ef það ætti sér þá uppreisnar von“. Öllum þeim, er talið hafa frönsku þjóðina meðal hinna mikilhæfustu þjóða Norðurálfu andlega sem líkamlega, brá í brún við full- yrðingu þessa. Þeim væri vissulega kært að hyggja, aö hún hefði eigi við rök að styðj- aisit. En geta þeir það? Mestur hluti nýlenduríkis Frakka er þegar stjórnað af frjálsum Frökkum, er vinna að því að skipu'leggja bráðabirgoa- stjórn og þing í Algeirsborg, auk þess sem þeir hafa her á aö skipa, er telur hálfa milljón hraustra drengja. Fjölmenn viðnámshreyfing starfar í hin- um hernumdu héruðum, og fréttir hafa fært mönnum heim sanninn um það, að hersveitum ÞjóðVerja og frönsku lögregl- unni sé alls ómögulegt að brjóta þetta viðnám á bak aftur. Af hinum fjörtíu milljónumi franskra manna og kvenna, eru aðeins örfáar þúsundir, sem hafa samvinnu við Þjóðverja og leppi þeirra. Nazistarnir eru alls vonlausir um það, að þeim muni auðnast að vinna Frakka til fylgis við nýskipun þá, er þeir hugðust koma á í Norður- álfu. Þegar hinar brezku og amerísku hersveitir hafa stigið fæti á franska storð, mun þess verða skammt að bíða, að al- menn uppreisn gegn Þjóðverj- um og handbendum þeirra verði ger um gervallt landið. Húnarnir munu fara með álíka óvæntum hætti og þeir komu, ef að líkum lætur, og Frakkar munu komast í tölu frjálsa og sjálfstæðra þjóða að nýju og eiga sér enn sögu. En samkvæmt ummælum Smuts hershöfðingja mun franska þjóðin verða aðeins annars flokks þjóð að minnsta kosti næsta mannsaldur. Hef- ir sú skoðun við rök að styðj- ast? Frakkland hrundi á fjórum vikum, og þjóð þess hefif nú borið ok um háls um fjögurra GBEIN ÞESSI, sem er eft- ir Charles -R. Hargrove og hér þýdd úr tímaritinu World Digest, er skrifuð í til- efni þeirra nmmæla Smuts hershöfðingja, að Frakkland væri úr leik. Greinarhöf- undur dylur engan veginn það, að hlutur frönsku þjóð- arinnar sé næsta Iítill, en lætur ógert að fullyrða, hvort spá Smuts muni rætast eða eigi. En hann skírskoíar tii sögunnar og ( minnir á það, að Frakkar séu einmitt frægir fyrir það að hafa • komið heiminum á óvart með því að drýgja dáðir fyrr en síðar. ára skeið. Þegar hún endur- heimtir frelsi sitt, verður hún að sjálfsögðu vanmáttugur hernaðarlega og fjárhagslega. Meira en 2 milljónir franskra manna verða fangar eða nauð- ungarverkamenn í Þýzkalandi. Mikill hluti þeirra Frakka, sem borgirnar byggja, hafa beðið tjón á líkömum sínum vegna næringarskorts. Flest iðnver landsins hafa verið jöfnuð við jörðu eða flutt til, og þau þeirra, sem eftir verða, munu mjög þarfnast endurnýjunar. Enginn þarf að ætla annað, en óvin- urinn muni leika bráð sína sem grálegast áður en hann lætur hana lausa. Hann mun ieggja landið í auðn, ef hann á þess nokkurn kost. Frakkland mun verða íþyngt af .skuldum, og frankinn mun verða svo að segja verðlaus. „Það mun kosta Frakkland mikla og langvinna baráttu að þokast til síns fyrra sætis á bekk þjóðarirfnar, ef það á sér þá uppreisnar von“, kemst Smuts hershöfðingi að orði. „Frakkland er nú úr leik og verður ef til vill langa hríð“. Þessi skoðun hans er til orðin, auk 'hruns Frakklands árið 1940, vegna svika Vichymannanna, er þeir létust leita samvinnu við Þjóðverja til þess að land þeirra fengi notið sæmdar og sjálfstæðis, svo og deilna þeirra sem mjög hefir gætt meðal frjálsra Frakka. Og því miður verður því eigi neitað, að þessi skoðun hans hefir við helzt til mikil rök að styrjast. Saga Frakklands á tímabilinu milli hinna tveggja heimsstyrjalda orkar miklu í því skyni, að mað- ur trúi því, að Frakkland hafi þegar verið miður sín áður en það féll fyrir heljarhöggi Þjóð- verja. — Það leikur heldur eigi á tveim tungum, að þjóð, sam telur aðeinis ájömtín milljón ir íbúa og hefir auk þess beðið tilfinnanlegt tjón á líkama og sál vegna hernáms og hörm- unga, geti eigi staðizt sam- keppni við slíkar þjóðir sem Bretaveldi, Sovétríkin og Bandaríkin. Það má því vera öllum ljóst, að framtíðarhorf- ur frönsku þjóðarinnar eru engan veginn gíæsilegar. * CN ÞESS SKYLDl minnzt, *■** að franska ríkið telur alls sextíu milljónir íbúa innari vé- banda sinna. Orka fallvatna þess og járnauðgi er ef til vill eigi verðminni náttúrugæði en kol Bretlandis. Og enda þótt róistunsamt 'hafi allajafna verið í frönskum stjórnmálum, þá er þess skylt að minnast, að Frakk ar eiga sér mikla sögu og merka á vettvangi stjórnmála og stjórnarfars, Og það er vand- sagt um það, hvort andi frönsku þjóðarinnar befir eigi styrkzt fremur en veikzt við hið fjög- urra ára þýzka herniám. Sagan hefir kennt oikkur, >að það er var legt að kveða áfellisdým þjóð, er ratað hefir á sliíkar raunir sem forlögin hafa Frökkum búið. Enginn efast raunar um, að það muni kosta Frakkland mikla og langvinna baráttu að þokast til síns fyrra sætis á bekk þjóðanna. En þar með er eigi sagt, að frönsku þjóðinni muni ekki takast þetta fyrr eða síðar. Og hún hefir oft komið heiminum á óvart með því að drýgja merkar dáðir fyrr en síðar. ❖ m/|ARGIR HAFA orðið til þess að dá Frakkland og hina frönsku þjóð. En ef til vill hefir enginn lýst henni betur en Alexis de Tccqueville fyrir Frii. á 6. síöu„ KyggloigaféSag verkasnansia A Byggingafélags verkamanna sem auglýstur háfði verið og halda átti n. k. sunnudag fellur niður af sérstökum ástæðum. Fundurinn verður nánara auglýstur síðar. Stjórn Byggingafélags verkamanna -------------------------------------1------- Barnavmaféðagili Sumargjjöf Siemtan Sióla ísaks Jóimonar verður endurtekin í Gamla Bíó, sunnudaginn 21. þ. m. kl. 1,15 e. h. Allur ágóðinn rennur til Sumargjafar. — Aðgöngumiðar seldir í Grænu- borg n. k. laugardag frá kl. 9 til 6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.