Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 3
ALmmummmÐ jÞriSjndagur 23. mgi H44 * Italíuvtgstöðvarnar: 6 Áfrasnliafidl á sékniníii við Lir©-ána9 ers þar sækja Frakkar @g Bandarík|am@Bin fram. Saftdamenn gerðu tieiftarlega lefiárás Duisburg í a yrrinólt. A£), sem mesta athygli vekur í sambandi við fréttir frá Ítalíu í gærkvöldi, er að nokkur hluti 5. hersins herfir orðið að hörfa úr stöðvum sínum. Þó er ekki talið að hér sé um neinn mikilvægan ósigur að x’æða, heldur stað- bundin átök, þar sem bandamenn hafi orðið að láta und- an síga í bili. Við Liri-ána halda franskar og amerískar hersveitir áfram sókninni og beita öflugu skriðdrekaliði. Flugher bandamanna heldur áfram árásum sínum á sam- göngumiðstöðvar og birgðalestir Þjóðverja að baki víg- línunni og hefir hann valdið miklum spjöllum. Alexander hershöfðingi bandamanna á Ítalíu hefir birt aðvörun til ítalskra skæruhermanna um, að þýzkir hermenn í enskum búhingum séu að verki að baki víglínunni. Á vesturströndinni hafa banda* ~ menn orðið að hörfa nokkuð undan heiftarlegum. árásum Þjóðverja, sem tefldu fram miklu. varahði. Hermenn Clarks hers- höfðingja í 5. hernum höfðu sótt allmjög fram og komizt inn í þropið Terracina. Þeir höfðu eklci mætt neinni téljandi mót- spyrnu af hálfu Þjóðverja, en hafa nú verið hraktir úr stöðv- um sínum. Á öðrúm stöðum hafa Bandaríkjamenn náð á sitt vald hæðum, sem taldar eru hafa mikið hernaðarlget gildi. Við Liri-á er ' aðstaða Þjóð- verja talin mjög erfið, enda þótt Berlínarútvarpið greini frá sigrum Þjóðverja þar. Ekki er vitað með vissu, hvernig bar- dagar ganga í Pontecorvo, en sumar fregnir herma ,að barizt sé í úthverfum borgarinnar og eigi Þjóðverjar mjög í vök að verjast Berlínarfregnir herma, að sókn 5. hersins á þessum stöðv um sé mjög þung. Fyrir austan Pontecorvo eiga brezkar og kanadiskar hersvetir í hörðum bardögum við Þjóð- verja, sem veita harðfengilegt viðnám Við Piedmonte-þorp geisa harðir bardagar og þar skammt frá eiga brezkar og pólsk ra hersveitir í höggn við austur rískar fjallahersveitir sem veita öflugt viðnám. Peter Fraser, forsætisráðherra Nýjá-Sjálands hefir skýrt frá því að hann muni heimsækja nýsjá- Ienzkar hersveitir, sem nú berj- ast á Italíu. Alexander hershöfð- ingi hefir birt ávarp til Itala, þar sem menn eru varaðir við þýzk- um hermönnum, sem hafa í- klæðzt brezkum búningum og •freista þess að vinna skemmdar- verk og skapa glundroða að baki f GÆR héldu bandamenn uppi ® hejftarlegum árásum á Þýzkaland og herteknu löndin. Meðál annars réðust flugvirki og Liberator-flugvélar á flota- stöðina í Kiel, og voru þær varð- ar Lightning- Thunderbolt- og Mustang-flugvélum. Einnig var ráðizt á stöðvar í Mið-Þýzkalandi Liberator-flugvélar réðust á Calais-hérað og ollu miklu tjóni. Kanadískar flugvélra áttu í orr- ustum við ?ýzkar flugvélar, skutu niður 4 óvinaflugvélar. Auk þess fóru fjölmargar Mar- auder-flugvélar itl árása á stöðv- ar í Frakklandi og ollu miklum spjöllum. I fyrrinótt fóru fjölmargar Lancaster-flugvélar til árása á Duisburg, sem er mjög mikilvæg iðnaðar- og samgöngumiðstöð og vörpuðu niður um 200Q smálest- sprengna. Um borg þessa um fór um það bil 75% af öllum flutningi frá verksmiðjunum í Ruhr og við Rín. I Duisburg eru mjög mikilvægar verksmiðjur, einkum í stáliðnaðinum, sem Þjóðverjum eru mjög mikilvæg ar nú. Auk þess var ráðizt á stöðvar í Hannover, svo og Hannover, svo og Belgíu. víglínunni, Að öðru leyti var fátt frétta, af Italíu í gærkveldi og ekki getið um meiri háttar átök í lofti, en þar hafa bandamenn alger yfirráð. UM ÞE3SAR MUNDIR er tþess getið, að barizt sé um þorp- ið Pontecorvo á Ítalíu. Ekki veit sá, er línur þessar ritar, Iwerjar afleiðingar það kunnl að hafa í /herförinni á ítalíu. Má vel vera, að það kunni að hafa hinar örlagarfkustu afleiðingar og líka má vel vera, að það sé eitt af hinum fjölmörgu og annarlegu nöfn um, sem maður sér bregða fyrir á þessu stoíði eitt and- artak, eittlhver stundarfyrir- /brigði, sem maður gleymir í næstu andránni, en dæmí slíks eru þegar orðin mörg. EN POtNTECORVO er að sínu leyti frægur staður, enda þótt menn í fljótu bragði kannist 'ef til vill ekki við nafnið. Ponteoorvo er, eins og fyrr ségir bær á Ítalíu, allmiklu minni en Reykjavík. Hann er í héúaði því, sem Caserta nefnist, við Garigliano-fljót, sem oft hefir verið getið í fréttum fná Italáu að undan förnu. En umþetta litla þorp, sem nú er á allra vörum í samhandi við frelsisstníð Ev rópumanna árið - L944, hefir leikið arnsúgur sögunnar. Ýmis þau nöfn, sem mest bar á á hinum róstusömu timum aldarinnar, sem leið, eru þvá tengd. PONTECORVO var fram til ársins 1860 páfalegt fursta- dæmi, ef svo mætti segja og fara litlar sögur af því á því támabili, en á árunurn 1806—ilO átti Bernadotte mar skálkur, sá er síðar varð kon úngur Svíþjóðar og ættfaðir sænsku konungsfjölskyldunn ar, furst'adæmið og nefndist fursti af Pontecorvo. Berna- diotte var einn af frægustu hershöfðingjum Napoleons fyrst á stað, en hann hafði yndi af því að úthluta her- foringjUm sánum og ættmenn .uan furSta og konungatitl- um og var upphefð Berna- diottes, sem ivar hinn færasti maður, einn liður í þessari starfsémi hans. ÁRIÐ 1810 var Joadhim Murat mágur Napoleons, gerður að fursta af Poníecorvo. Murat i v'ar einhver ævintýralegasti og jafnframt glannalegasti allra þeirra, sem risu til vegs og valda með Napoleon. Eng- inn gat efazt um hugrekki hans. Hann þótti afburða snjall riddaraliðsforfngi og hann, átti mikinn þátt í sigr- um herlmannakeisarans við Marengo, Austerlitz, Jena, Eylau og Friedland. Hann hlaut ýmislega sæmd fyrir afrek sín og varð að lokum konungur Napoli. Hann hlaut sviplegan dauðdaga: Hann gekk á larid við bæinn Pizzo á Suður-Ííalíu haustið 1815 og hugðist hráfa íbúa lands- ins til liðs við sig, en það mistókst og hann var tekinn höndum, stefnt fyrir herrétt og skotinn. Murat varð vel við dauða sínum, gaf sjálfur skipan um, að skjóta ætti og bað hermennina, sem í af- I tökuisveitmni' voru, um að miða á hjarta sitt en skadda ekki höfuðið. ÞANNIG LAUK MURAT, fursti af Pontecorvo og konungur af Napoli, ævi sinni. Hann var uppi á tímabili ævintýra- og glæsiimennskunnar, var ef til vill á sinn hátt á ætt við hina kunnu Condottieri, sem eitt sinn réðu lögum og lof- um á Ítalíu. Glæsimennska og ófyrirleitni voru aðalein- kenni hans. Hann var bam sinnar samtáðar. SAGAlN UM MURAT fursta af Pontecorvo kemur manni ó- sjálfrátt í hug, þegar frétt- ist, að bærinn sé ófriðarvett- vangur á nýjan leik. Fré Ítalíu. Mynd þessi, sem tekin er skömmu eftir að bandamenn gerðu innrás á Ítalíu, sýnir Mark Clark, yfirmann 5. hersins, athuga skýrslur, sem sýna, hvernig gengur með innrásina. Nú á her þessi í hörðum bardögum á Italíu við úrvalshersveitir Þjóð- verja og hefir hann þegar getið sér hinn bezta orðstír Norðme«n itetta vinnuúfbaði Qulslings fE® AMKVÆMT fréttum, sem norlska blaðafulltrúanum í Reykjavík befir borizt hingað, hefir verið óvenju róstusamt í Oslo að undánförnu, eins og áð- ur hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. Sáðastliðinn fimmtu- dag voru miklar óeirðir þar á borg og á föstudagskvöld var gerð isprengjuárás á hiríni höt- uðu verkamiálaskrifstofu quisl- inga. Sprengingin var mikil og mátti heyra 'hana um gervalla borgina. Daginn eftir, á laugar- daginn var, ifóru Þjóðverjar og quislingar í húsrannsóknir um allan bæinn. Var leitað að karl mönnum á aldrinum 18—55 ára. Var ruðzt inn í banka og verzlanir og menn teknir hönd- um þar, bæði starfsmenn og við- skiptavinir. Síðan var þetta fólk látið halda vörð víða í bænum, við jámbrautarstöðvar og þjóð- vegi. Sœnsk blöð ræða þessa at- burði mikið og segja frá því, að Þjóðverjar og quislingar virðast nú hafa náð hámarki í áróðri sínum til þess að ginna fólk í vinnuáþján Þjóðyerja, sem boðuð* var fyrir skömmu. Hins vegar eru engin merki þess, að Norðmenn láti ginnazt til að' taka þátt í slíkri starfsemi Þjóð- verja, hvað sem í húfi er. Aðal- blað quislinganna, sem nefr.ist „Fritt Folk“ greinir frá því, aða vel megi vera, að fleiri árgang- ar verði kallaðir til vinnu, auk árganganna 1921—22—23, og megi vænta þess, að bráðlega verði árgangarnir 1919 og 1920 kvaddir til vinnuþjónustu. Hins vegar er Þjóðverjum ljóst, að þetta er miklum erfiðleikum bundið og bíða sænsk blöð með óþfeyj'ú eftir því, sem verða vill' í þessum málum. Norðmenn á heimavígstöðv- unum hafa sent út tilkynningu, þar seni menn eru hvattir til að mæta ekki til skráningar og að svara ekki útboði quislinga á nokkurn hátt Er minnt á orð Ruges, hershöfðingja, sem á- minnti hermenn sína um að gleyrni ekki því, að menn ættu að vera. viðbúnir þegar kallið kæmi,. enda þótt útlitið. væri svart í þili. í ávarpinu segir að lokum: Vertu trúr konungi þín- um og þjóð þinni 60 isús. fararlæki III bandamanna fyrstu 2 mánuOi ársins 13 OOSEVELT bandaríkja- forseti skýrði frá því í gær, að Bandaríkjamenn hefðu á tveim fyrstu mánuðum ársins út- vegað bandamannaþjóðunum úm 2000 flugvélar, 2000 skriðdi’eka og 60,000 farartæki ýmissa teg- unda, aðallega vörubifreiðir. Þess var getið í Bretlandi í gær að Bretlanad og Rússland heiðu látið jafnmikið af hendi og Banda ríkin, samkvæmt láns- og leigu- lögunum, þegar miðað er við framleiðslugetu þessarra landa. I því sambandi birtist grein í blaðinu „Washington Post“, þar sem Bretum er hrósað fyrir frammistöðu þeirra í láns- og leigulagastarfseminni. * 10 KKI er enn vitað um stjórn arvandræðin í Búlgaríu, en talið er, að landið sé meira eða minna stjórnlaus. Blöð í Moskva hafa verið mjög opinská í þessu sam!bandi og kveðið svo á, að landið geti ekki bæði stutt Þjóð verja og verið í andstöðu Rússa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.