Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 6
lALfrTOUBLABBPl Brautryðjandi 75 ára. Frú Jónína Jónafansdóttir EESÍN af beztu og glæsi legustu brautryðjend- um íslenzkrar albýðuhreyf ingar, frú Jónína Jónatans dóttir.yvarð 75 ára í gær. Hér verður ekki rakinn allur starfsferill frú Jón- ínu Jónatansdóttur, en á það skal aðeins minnst að hún var skeleggur braut- ryðjandi kvenréttinda- hreyfingarinnar á fyrstu árum þeirrar hreyfingar. 1915 stofnaði hún Verka- kvennafélagið Framsókn, en þá má segja að verka- konur hér í Reykjavík væru réttlausar ambáttir, sem unnu erfið störf fyr- ir smánarlaun. Frú Jónína gjörbreytti á skömmum tíma kjörum þessara kvenna. Þessu fé- lagi stjórnaði frá Jónína í áratugi með festu, gætni og röggsemi, enda reyndist stjórn hennar haldgóð og örugg allt af er á reyndi. Síðar vann liún að stofnun Kvenfélags Alþýðuflokksins og var fonmaður þess í fyrstu. Frú Jónína átti i mörg ár sæti í bæjarstjórn Reykjavikur sem fulltrúi Alþýðuflokksins, átti hún og sæti í fulltrúaráði og á samibandsþingum og í stjórn Alþý ðus amb a n dsins átti hún sæti í mörg ár. Allt Alþýðulflokksfólk man frú Jóniínu af fjölda mörgum Alþýðuflokksfundum. Þá fundi sótti hún alltaf og flutti eldheit Jónína Jónatansdóttir. ar hvatningarræður. Nú er hún hætt að sæfeja fundi. Hún hefir slitið kraftimi sínum í áratugi í þágu þeirrar hreyifingar, sem hún hedir átt svo mikinn iþátt í að skapa — og störf hennar lifa áfram í bættri affcomu þús- unda alþýðukvenna í þessum bæ og andi hennar lifir í hug- um okkar, sem lærðum af henni. Heilsa henn^r bilaði en árang urinn af starfi hennar lifir. Al- þýðulblaðið á henni Mka margt að þakka og þar á meðal nafn- ið, sem hún gaf þvi. v.s.v. ÉG undirritaður hefi selt hlutafélaginu Kol & Salt kolaverzlun mína. Um leið og ég þakka öllum viðskipta- vinum mínum viðskiptin undanfarin ár, bið ég þá sýua H.f. Kol & Salt sömu velvild og már hefir verið sýnd, með því að snúa sér framvegis þangað með kolapantan- ir sínar. V irðingarfy llst ðlafir Óíafsson Vér undirritaðir höfum keypt kolaverzlun Ólafs Ólafssonar. Vonmn vér, að viðskiptavmir hennar snúi sér framvegis til vor, og munum vér kappkosta að þeir fái fljóta og góða afgreiðslu. Sími vor er 1120. Virðingarfyllst K.f. K9L & SALT AUGLÝSID í ÁLÞÝÐUBLAPINil Fafahreinsún Fafapressun Fljótust afgreiðsla í bænum Laugaveg 7. Sækjum. Sendum« Anna Z. Osterman: Orðsending fil Halldórs Kiljan- ans Laxness HERRA RITHÖFUNDUR! Einhyerjum hefir orðið það á, að sýna mér hin miður vinsamlegu ummæli yðar um þjóð mína í „Þjóðviljanum11. Mér dettur auðvitað ekki í hug að fyrtast af þessum ummælum, þar sem ég treysti því, að hver hugsandi Islendingur muni geta séð það sjálfur, hversu mikið mark sé takandi á slíkum orð- um, og eins það af hvaða rót þau séu runnin. En mig langar til þess að rif ja dálítið upp fyrir yður í þessu sambandi, sjálfum yður og löndum yðar til fróð- leiks. Þér hafið víst ekki gleymt því, herra rithöfundur, að þér hittuð einu sinni á ferðalagi í Svíþjóð, vorið 1938, þláfátækan kvenstúdent, sem af áhugasemi hafði lagt það fyrir sig, að kynna þjóð sinni íslenzka menn ingu og einkum íslenzkar bók- menntir. Hún var um þær mundir meira að segja að þýða þók eftir íslenzkan rithöf- und, sem ekki mun vera yður að öllu ókunnugur. Eins og þér vel vitið, hét bók þessi „Sjálfstætt fólk“, og kostaði hún þýðanda drjúgan skilding, sem hefir enn ekki fengizt endurgoldinn og fæst sennilega aldrei. Þér hafið sjálfur lýst því yfir, að þýðing sú sé vel af hendi leyst, og það mun því ekki vera þýðanda Um að kenna, að bókin skuli ekki enn hafa komið út í Svíþjóð, að því er ég veit bezt. En gæti það verið, að kuldi sænskra bóka- forleggjara í vðar garð sé hin eiginlega ástæða til hatrammra ummæla yðar í garð þjóð- ar minnar? Eða á hún að gjalda þess, að stjórnmálatrú yðar og skoðanabræðra yðar á eins litlurn vinsældum að fagna í Svíþjóð og raun ber vitni? — Það getur verið, að þér séúð svb’ ókunnur sænskum staðhátt um, að þér haldið, að fáeinar blaðamannahræður séu öll sænska þjóðin? Ef til vill rekur yður annars minni til þess, að ég lét þá í Ijós mikla aðdáun á þrautseigju og listrænum gáfum íslenzku þjóð arinnar. En mér er það enn minn isstætt, og ég mun aldrei gleyma því, hvílíkt svar þér gáfuð mér við því. Það var á þá leið, að „vísindalegar rannsóknir11 á íslendingum ættu að hafa leitt það í Ijós, að gáfnafar þjóðar yðar væri ekki sem bezt eða jafnvel með lakara móti, ef bor ið væri saman við aðrar sið- menntaðar þjóðir. Ég leyfði mér að efast um, að slíkar rannsókn ir gætu verið áreiðanlegar, og ég leyfi mér enn í dag^ð efast um, að svo geti verið, og það eftir 5V2 árs sambúð við íslenzku þjóðina og að fenginni reynslu sem kennari í erlendu tungu- máli. En haldið þér virkilega, að slík landkynningarstarfsemi af hálfu íslendings sé til þess fallin að auka skilning útlend- inga á íslenzkum máléfnum? Ummæli nokkurra sænskra blaða um sambandsslitin sýnast mér að vísu stafa af vanþekk- ingu á sögulegum staðreyndum sem forsendum málsins og þar af leiðandi skilníhgsleysi; en mér er spurn: Með hvaða rétti getið þér, herra rithöfundur, krafizt meira skilnings' af út- rifhöfundir lendum blaðamönnum í garð þjóðar yðar, en af yður sjálf- um? En ég leyfi mér að treysta gáfnafari íslenzku þjóðarinnar það vel, að ég held, að hún kunni að meta aðra eins land- kynningarstarfsemi að verðleik um. Leyfi ég mér svo að ljúka þessum athugasemdum með fyllstu virðingu fyrir hinni ís- lenzku bræðraþjóð okkar Svía og einlægri ósk um gæfuríka framtíð henni til handa. Yðar Anna Z. Osterman. ÞsEáfur sæsisltir jafn- &8ma&u ifinn. Arfhur Engberg, landihöílingi, fyrrverandi rifsfjóri og ráiherra Arthur Engberg SÚ FREGN hefir borizt hing- að til landsins, að Arthur Engberg landshöfðingi hafi lát- izt nýlega. Er íþar í valinn fall- inn, á bezta aldri, einn af gáf- uðustu og athafnamestu stjórn- málamönnum Svía, er um þrjá- tíu ára bil var meðal fremstu og iáhrifaríkustu forustumanna sænskra jafnaðarmanna. Engberg var fæddur árið 1888 og var bóndason frá Gávleborgs léni. Hann lauk prófi í heim- speki, og gerðist 1918 ristjóri við jafnaðarmannablaðið Arbet- et í Málmey. Árið 1924 varð hann ritstjóri aðalblaðs sænska Aljþýðuflokksins, Social-Demo- kraten (Morgontidningen) og gengdi því starfi unz hann varð kennslumálaráðtherra í jafnaðar mannaráðuneyti Per Albin Hans son 1932. í þeirri ríkisstjórn sat hann, að fráskildu stuttu tíma- bili, iþar til þjóðstjórnin sænska var mynduð 1939. Eiftir það gerð ist hann landshöfðingi í Vestur- Norrland og gengdi þ.ví starfi til dauðádags. Engberg varð strax á unga aldri áhrifaríkur stjórnmálamað ur og var kosin iþingmaður 1917 og sat á þingi alltaf eftir það. Hann var um margra ára skeið í stjórn sænska Alþýðuflokksins og gengdi ótal trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Hann kom hing- að til landisins 1930, og sat hér Hjartans þakkir vil ég færa þeim öllum er gjörðu mér fjörutíu ára afmælisdaginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Guðlaugur Eggertsson, Eyrarbakka. Þriðjnðagur 23. maí 1944 Getum nú aftur afgreitt með stuttum fyrh'vara: Vikur HolsSein Einaugrun VIKURSTEYPAN Lárus Ingimarsson Vitastíg 8. Sími 3763. þing norræna þingmannasam- bandisirus. Engberg var óvenjulega gáfað ur og glæsilegur maður. Hann var lærdómsmiaður mikill, orð- hagur isvo að af bar, bæði í ræðu og riti. Greinar hanis og ræður vöktu alltaf mikla athygli og voru ómetanlegar fyrir málstað- og menningu sænskrar alþýðu. Á bezta aldri, aðeins 56 ára, hné Artur Engherg í valinn. Eft ir hann liggur mikið starf og glæsilegur ferill. Sænsk alþýða mun minnast hans sem eiris síns bezta forustumanns. Vinir hans hér á landi höfðu vænzt þess að fundum bæri síðar saman, er ófriðnum létti. Sú von rætist. ökki. En minningin lifir þó mað- urinn falli. St. J. St. Vorþing umdæmis- stúkunnar. VORÞING Umdæmisstúkunn ar nr. 1 (aðalfundur), var haldið í Hafnarfirði á uppstign- ingardaginn, 18. þ. m. Hófst það kl. 1 e. m. Þingið sóttu 110 fulltrúar auk nokkurra varafulltrúa og gesta, Var því ekki lokið fyrr en kl. 1.30 e. miðn. í framkvæmdanefnd fyrir næsta kjörtímabil voru kosnir: Umd.templar Jón Gunnlaugs- son, stjórnarráðsfulltrúi. Umd.- kanslari Guðmunrlm- Gunnlaugs on, kaupmaður. Umd.varatempl ar Sigríður Halldórsdóttir, frú (endurk.). Umd.ritari Þorsteinn Sveinsson, lögfræðingur. Umd.- gjaldkeri Jón Hafliðason, full- trúi (endurk.). Umd.gæzlumað- ur ungtemplara Ingimar Jóhann esson, kennari (endurk.). Umd.- gæzlum.' löggjafarstarfs Krist- inn Magnússon, málarameistarí (endurk.). Umd.gæzlum. fræðslu mála Guðjón Magnússon, skó- smíðameistari (endurk.). Umd- skráritari Pétur 7--1---í?ssón, ættfr. Umd.kapilán Kristín L. Sigurðardóttir, frú (endurk.). Fyrrum umdæmistemlar Guð- geir Jónsson, bókbandsmeistari (sjálfkjörinn). Þingið tók til meðferðar mörg mál varðandi bindindismálið í umdæminu. Meðal samþykkta þingsins var þessi: „Umdæmisstúkan nr. 1 skor- ar á ríkisstjórnina að láta lögin um héraðabönn koma til fram- kvæmda tafarlaust“. Einn af fulltrúunum á þing- inu var Guðmundur Þorbjarn- arson, óðalsbóndi á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Var hann sér- staklega hylltur af þingheimi fyrir sitt langa og ótrauða starf í þágu bindindismálsins. Jafn- framt var í einu hljóði mælt með honum sem umboðsmanni stórtemplars næsta kjörtímabil. Heimili og sfeóli, 2. hefti 3. árgangs er komið út. Efni meðal annars: Fár sem faðir, enginn sem móðir, eftir Friðrik Hjartar, Sumarskólinn, eftir Hann- es J. Magnússon, Frá mínu sjónar- miði, eftir Vald. V. Snævar, Heima vistarskól’ar, eftir Frímann A. Jóne son o. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.