Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. maí 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ » Vekjaraklukkur — Eftirlit — Ábyrgð og verðlag — Bréf um mannsvín í fínum húsum — Hvammstangabúi um Ijóðasamkeppnina — Tómas ekki með. * UT AF í»VÍ, sem „Úrillur" skrifar þér um misjafnt verð á vekjaraklukkum vildum við gefa eftirfarandi upplýsingar. Við lát- um enga klukku frá okkur fara, án þess að við áður höfum gjör- skoðað, „aftrekkt“ verkið, smurt það og stillt.“ Þetta segir verzlun- :in Magnús Benjamínsson í bréfi til mín og heldur áfram: „ÞETTA HEFIR skiljanlega í för með sér nokkra vinnu, sem .koma verður fram í útsöluverðinu. Af þessum ástæðum endast klukk- urnar jafnaðarlega betur og ganga réttar, en klukkur þær, sem af- hentar eru beint úr umbúðaköss- unum án nokkurs eftirlits. Fólk á einnig vísa aðstoð úrsmiðs þess, er það verzlar við, ef eitthvað þarf að lagfæra, eða að hluturinn reyn- ist ekki eins vel og til er ætlast. Þannig berum við nokkra ábyrgð á öllum klukkum, sem við seljum, ábyrgð, sem aðrar verzlanir hafa ekki tök á að veita.“ „VIÐ REYNUM eftir föngum að alla okkur verkefnis, svo sem ■fjaðrir og gler, en sakir takmark- íílSs vinnuafls verða skiljanlega að sitja í fyrirrúmi til aðgerða þær klukkur, sem keyptar hafa verið af okkur. Þar sem „Úrillur“ veitist að verðlagsnefndinni, getum við upplýst, að verðlagsnefndin hefir •ekki síður eftirlit með okkur úr- smiðum og skartgripasölum, en öðrum verzlunum og vinnustöðum ;bæjarins.“ „VEGFARANÐI“ skrifar þetta bréf um „mannsvín í fínum hús- um“. Hvað á að gera við þess kon- ar fólk? Á að umbera það og fyrir- gefa allt, eða á að lýsa svínshætti þess með viðeigandi orðum? Sum- ardaginn fyrsta var ég að koma neöan úr bæ og er ég nálgast hús eitt í austurbænum, sé ég að flösku er þeytt út af þriðju hæð niður á gangstéttina. Ég var tvær til þrjár húslengdir álengdar sömu megin götunnar og þetta hús. Ég gekk yfir götuna til þess að geta séð upp í gluggann, sem flaskan kom trá. Sé ég þá konu, sem réttir út hendina og lætur aftur gluggann. Ég tel víst, að hún hafi séð mig, og var til þess ætlast. Þetta var reyndar aðeins ölflaska, en hefði þó nægt til þess að gefa hverjum manni eftirminnílegt högg, sem fyrir hefði orðið. Ég svipaðist um eftir lögreglu, en sá hvergi neinn, hefði viljað benda henni á þessa hegðun." ' ‘ „NÚ RIFJAÐIST UPP fyrir mér annað enn ljótara. Hvað eftir ann- að hefi ég gengið árla dags fram hjá þessu húsi og séð þá óþverra liggja á götunni einmitt þar sem flaskan lenti. Auðséð var, að hon- um hafði verið kastað út um glugga. En nú get ég ekkert sann- að um það, hvort hann kom af þriðju hæð eins og flaskan, eða af hinum hæðum hússins, en ílask- an minnti mig á þennan sérstaka sóðaskap, sem á skilið hin ljótustu orð.“ „ÞÓTT ÉG nefni ekki númerið á þessu húsi, sem ég áður minnt- ist á, að svo stöddu, þá getur vel verið að ég geri það seinna. Því að slíkt fólk á háðung skilið, ef ekki refsingu. Ég sá líka einu sinni hrúgu af sígarettustubbum og eld- spítum á gangstéttinni fyrir utan þennan sama glugga, árla dags, hafði því auðsjáanlega verið steypt út um gluggann. Þá eru dæmi til þess að karlmenn kasti rakvélablöðum út á götuna. Það hefi ég séð með mínum eigin aug- um. Einnig ’það er vítaverður glannaskapur. Ekki er nóg að fá fín hús og mikil þægindi, ef fólkið sem í þeim býr kemur þannig fram. En hvað er hægt að gera við slíka menn?“ „HVAMMSTANGABÚI“ skrifar: „Því fáum við ekki að heyra verð- launuðu frelsisljóðin fyrr en 17. júní?“ spyrja margir, og bæta við: „Við erum þó enn óánægðari að fá ekki að sjá hin kvæðin, sem mörg voru góð, að sögn dr. Símonar, þessi 102 kvæði, sem ekki voru verðlaunuð.“ Hvað hafa góðskáld- in okkar: Tómas, Jakob, Jón frá Ljárskógum, Guðmundur Ingi, Guð mundur Böðvarsson, Guðfinna frá Hömrum og snillingurinn Davíð, sent til dómnefndarinnar, eða all- ir hinir spámennirnir, sem ekki eru nafngreindir? “ „ÉG VIL ekkert pukur með kvæð in. Afkomendur okkar eiga fullan rétt á að fá að sjá í einu lagi, hvað skáldin oklcar hafa hugsað og boð- að þjóðinni á þessum þýðingar- miklu tímamótum. Vektu athygli bókaútgefenda á, að hér sé tæki- færi til að gera bókelskum mönn- um greiða og gi’æða drjúgan skild- ing, með því að safna salnan öllum frelsisljóðunum í eina bók og gefa þau út.“ „ÞJÓÐIN mun kaupa bókina og lesa hana, kenna börnirm sínum það bezta úr henni og velja sjálf sitt frelsisljóð. Það val verður ekki véfengt og þeim dómi ekki haggað. Það ljóð sem lífsneista geymir mun lifa á vörum þjóðarinnar, hin deyja, þó að allar heimsins próf- nefndir úrskurði að þau skuli lifa.“ „ GETA EICK.I í þessum 102 ó- verðlaimuðu kvæðum verið þær perlur, sem þjóðin gæti dáðst að? Er öruggt að dómnefndin hafi ver- ið óskeikul. í dómi sínum, öllum nefndum skjátlast eins og kunn- ugt er.“ ÉG VIL aðeins geta þess út af ummælum bréfritarans að Tómas Guðmundsson mun ekki hafa sent neitt ljóð í þessa samkeppni. Hannes á horninu. D AGENN, sem ég kom til Na- poli, flykktuist að minnsta kosti tuttúgu og fimm þúsundir manna út á tstrætin á lúihverfum hennar. Fólk þetta kom út úr hinum óvistlegu heimkynnum sínum í tötralegum og óhrein- . um klæðum, og börn þess söfn- uðust um það hávær og óihrein. Fólk þetta rétti fram hendurn- ar og hrópaði til okkar: „pane, bisootti, caramelli“ (brauð, liex, sælgæti). Matur var það, sem fólk þetta þráði og þarfnaö- ist. Matur og ekkert annað en matur. Allt annað lét það sig litlu varða. Matur var því fyr- ir öllu. Það reyndi ekki að gera greinarmun góðs og ills varðandi stríðið. Á þessari stundu lét það sjg engu skipta, hver ynni stríðið. Það þráði mat. Og næst matnum þráði það tóbak. Hér var um að ræða fólk, sem forlögin höfðu fært þungan dóm að höndum. Það átti þess engan koist að stíga upp í almennings- vagn og hverfa til vinnu sinnar einis og fyrrum daga. Heitt bað Ivar því ólþekkt fyrirbæri nú orðið. Það átti þess engan kost að kaupa sér klæði, því að verzl- j anirnar voru á ibraut. Rafljósa 1 fékk það heldur eigi notið. All- | ar samgöngur um stræti borg- arinnar höfðu stöðvazt vegna rusta hruninna húsa. — Járn- brautin var og á braut. Símalín- ur höfðu verið rofnar. Hætt var að bera þóist í hús. Kvikmynda- húsin (hsöfðu 'hætt starfsemi sinni. Ekkert gas var fyrir hendi til þess að sjóða matinn við, þótt einhver hefði verið svo lánjssamur að geta fest kaup á grænmeti -og eplum á sölutorg- inu. Við sikulum setja s>em .svo, les andi kær, að iþú hefðir rekið smáverzlun við Via Roma í Nap oli. Gluggarúðurnar á verzlun iþinni hefðu ibrotnað í loftárásun um, senr gerðar voru á borgina þegar í september. Siðar hefði svo húsið hrunið eða brunnið til kaldra kola. Þess hefði eng- inn hosturinn verið að efna til viðgerðar. Auðvitað hefði þú ver ið það forisjáll að tryggja eigur þínar. En hvað hafði orðið af tryggingarfélaginu? Og þótt þú hefðir fengið tryggingarféð greitt, hefðu |það verið næsta verðlitlir peningar. En ef til vill hefir einhverri stofnun verið á komið, sem fær ir þig bæði mat og skömmtun- arseðla. Raunar er þess skylt að geta, að yifirvöldin hafa kom- ið stofnunum á, sem eiga að greiða fyri-r fólki, sem svona er ástaitt um. En fólk það nemu-r tugþúsunidum. Ef til vill er svo fjölskylda þín dreifð um lend- ur þær, sem nazistar drottna yfir. —- Þú hefir ef til vill frétt síðast af bróður þínum, þar sern hann barðist í ítaiska hernum einhvers staðar á Grikiklandi. Annar bróðir þinn elur ef til vil'l aldur sinn á norðurlliéruð- um landisinis, sem eru á valdi Þjóðverja. F-aðir þinn og móðir hafa ef tiil vill dvalizt hjá venzla fólki sínú í Ortona, og nú ber- ast þér þau tíðindi, að Ortona hafi verið j.cfnuð við jörðu. Systir þín dvelur ef til vili í Róm, sem er á valdi Þjóðverja, en þú elur aldur þinn í Napoli, sem er á valdi handamanna. Ef til vill er þetta fólk þitt lífs, ef til vil'l er það liðið. En þú átt þess engan fcoist að fá fréttir af því né koma fréttum til þess. í vetrarbyrjun sýndu helztu áhrifamenn Napoliborgar mér skjal, er þeir höfðu samið, þar sem rök voru að iþvií færð, að minnist tíu þúsunidir manns myndu verða hunr””"'’'''”~ða í nágrenni borgarinnar fyrir vor- ið. Hvar sem óvinurinn legg- ur leið sína og hvort held- ur hann er þýzkur eða japansk- ur, lætur hann eftir sig brotnar borgir, röfnar járnbrautir og vegi og óðul öll í auðn. Hvar- vetna þar sem Þjóðverjar hafa verið hraktir á undanhald, hvort heldur það hefir verið á ítalíu, á Balkanskaga eða í Rússlandi, er sömu sögu að segja. Alls stað ar láta þeir eftir sig ev"i :,g tortímingu. Það kann að virðast, að meg- inhluti Evrópu sé enn sá 'hinn sami og hann fyrrum var. — Skortis og bjargarleysis gætir ef ti.l vill eigi svo mj.ög við fyrstu sýn. Jafnvel borgir, sem orðið hafa fyrir loftárásum, kunna í fyrstu að virðast óbreytt ar frá því, sem þær áður voru. En raunverulega er sú Evrópa sem við þekktum árið 1939, ekki lengur til. England mun urn margt líkjast vin í eyðimörk eft- ir stríð. Evrópa verður engan veginn sældarstaður að ráðnum úrsiitum hildarleiksins. Ég hefi látið alls þessa getið til þess að freista þess að færa fólki heim sanninn um það, hversu hiér er um mikilvægt rniál að ræða. Þegar hernaðarrekstrin- um sleppir, er hér um að ræða mesta vandamiál gervalls mann kyns. Margt befir þegar verið gert til þesis að baata úr vandræða- ástandi þvi, sem á hefir komizt vegna styrjaldarinnar. Nefnd bandamanna starfaði í nokkra mlánuði á Sikiley, og ihún hefir nú einnig starfað á Suður-ítalíu í meira en n-íu miánuði. Hlut- verk thennar hefir fyrst og fnemst verið það að annast fram kvæmdir þess að bætt verði úr tjóni af völduim loiitárása, þar sem því verður við kio.mið, svo og miðlun matvæla og lyfja. En .aðalvandinn er sá, að það er miklum erfiðlieikum háð að ■efna til slákra framkvæmda, rneðan á hernaðaraðgerðum stendu'r. Hlerinn þarfnast alls þess skipakostis, sem fyrir hendi er. Aúk þess þarfnaisf herinn flestra þeirra verkamanna, sem bjóðast á hverjum stað. Margt þarf fleira að gera er berjast á vígstöðvunum sem gefur að skilja. Og í framtíðinni mun verða að leggja mikila áherzlu á hvers konar viðreisnarstarf í löndum þeim, þar sem hern- aðaraðgerðir hafa átt isér stað í einhverri mynd. Þetta við- reisnar- og hjálparstarf ber að skipuleggj a sem vendilegast. Viðihorfin munu sízt verða betri í Frafcklandi eða Norður-Evrópu en þau voru á Ítalíu. Sennilega verða þau þvert á móti öllu lak- ari. Og því miður er ég hrædd- ur um það, að við hötfum eng- an veginn skipulagt þessa starf •semi sem iskyildi, enda þótt við höfum raunar margt vel gert. Sú skoðun mín styðst við fengna reynslu, og ég hygg, að ráðlegt væri að taka hana til alvarlegr- ar athugunar fyrr en síðar. FélagsSíf. íþróttasýningar þjóðhátíðarinnar: Hópsýningar karla: Æfingar í kvöld: Hjá Ármanni kl. 7,30 í Austurbæjarskóla. Hjá I.R. kl. 8,30 í Austurbæjarskóla. Fjölmennið. Hópsýninganefndin. Línuveiðari 75 smál. línuveiðari, nýviðgerður, til sölu. — Uppl. gefa G. HelgasoR & Melsted h.f. SÍMI 1644 Loftárás á Truk. *' • # Mynd þessi var tekin, er Bandaríkjamenn gerðu loftárás á hið mikla eyvirki Japana, Truk, sem er í Kyrrahafi norður af Ástralíu. Sést ein sprengjan hæfa japanskt olíuílutningaskip. í baksýn sést reykur frá flugvelli á Eteneyju, sem bandamenn gerðu einnig árás á. Sllilarl §relns Evröpa er sem eyðimörk. þér nýjan samastað. En þá skort

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.