Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 7
23. mai 1944. ULABiÐ . n n ■ »» ii— £.«T •*■«>»»♦»'» •»»<»»5. 3KÞ«<3f<a? {« asrínn í t99999099<!>9<*»99<*»<f999<P9<»»‘ f • . :. ■; Næturlæknir er i Læknavarð- atofunni, sími 5030. , Næturvörður er í Laugavegsapó- 4éki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ: , 1'2.10—13.00 Hádegisátvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp . 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Andrúmsloft og smitun, I (Bjöm Sigurðsson læknir). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Tilbrigði eftir Beethoven um stef eftir Mozart, fyrir cello og píanó (dr. Edel- stein og dr. Urbantschitsch). 21.20 Orgelleikur í Dómkirkjunni Páll ísólfsson). 21.50 Fréttir. Áheit á Strandakirkju frá I. Þ. krón- ur 25.00. Sveitarstjómarmál, tímarit um málefni íslenzkra sveitarfélaga, 1. hefti 4. érg., eru nýkomin út. — Þetta hefti fjallar að mestu leyti um hin fyrirhuguðu sambandsslit við Danmörku og lýð ■veldisstofnunina. Er m. a. birt í hef tinu bráðabirgðarstj ómar skrá lýðveldisins. Auk þess ritar Skúli Tómasson glögga og ítarlega grein um útreikning á meðlagsgreiðslu. ,Þá er skýrsla um mannfjölda á íslandi í árslok 1942 og fl. smá- vegis. — Útgefandi Sveitastjórn- armála er Jónas Guðmundsson eft- irlitsmaður sveitastj órnarmálefna. Happdrætíi Frjálslynda safnaðarins. í aug- lýsingu frá söfnuðinum hér í blað- Inu í fyrradag hafði af vangá fall- ið niður nafnið á einum útsölustað happdrættisíns, en þeir eru seldir á þessum stöðum í vesturbænum: Verzl. Höfn, Vesturg. 1.2, hjá Guð- .laugu Daðadóttur, Vesturg. 59, Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarst. 1, Útbú Tómasar Jónssonar, Bræðra borgarst. 12, Verzl. Drífandi, Kapla skjólsvegi 1 og hjá Pétri Kristjáns- syni, Ásvallagötu 19, en það nafn hafði fallið úr og leiðréttist það hérmeð. „Vörðurinn við Rín“, kvikmyndin, sem Nýja Bíó sýn- Ir um þessar mundir er mjög at- hyglisverð, vel tekin og listavel leikin. Hér er að vísu um áróðurs- -mynd að ræða, en áróðurinn hverf ur í hinum dramatiska mætti myndarinnar. Fjórða flokksmótið. Kl. 7.30 í kvöld keppa í. R. og Valur. Dómari verður Guðbjörn Jónsson .Strax á eftir keppa svo K. R. og Fram, dómari á þeim leik verður Frímann Helgason. Framhald af 2. síðu. dalahreppur. Rauðasandshrepp- ur. Úr Vestur-ísafjarðars.: Snæ- fjallahreppur. Úr N.-ísafjarðars.: Reykja- fjarðarhreppur. Ögurhreppur. Úr Vestur-Húnavatnssýslu: Torfastaðahr. fremri. Torfa- staðaihreppur ytri. Úr AuistuiMH.únavatnssýslu: Áshreppur. Sveinsstaðahreppur. Svína/vatnahreppur. Úr Skagafjarðarsýslu: Fjalls- hreppur. Rípurhreppur. Staða hreppur. Úr Eyjafjarðansýslu: Árskógs hreppur. Griímsey. HrafnagiLs- hreppur. Öngulsstaðahreppur. Öxnadalshreppur. Úr Suður-Þingeyj arsýslu: Að- aldælahreppur. Bárðdælahrepn- ur. Ljósavatnshreppur. Reyk- dælahreppur. Svalbarðsstrandar hnepipiur. Tjörne^hreppur. Úr Norður-Þingeyjars.: Axar fjarðarhreppur. Fjallahreppur. Kelduneshreppur. Úr Norður-Múlasýslu: Loð- mundarf jarðarhreppur. Úr Suður-Múlasýslu: Breið- dalshreppur. Norðfjarðarhrepp- hreppur. Helgustaðahr. Mjóa- fjarðarhreppur. Geithellnahr. Úr Austur-Skaftafellssýslu: Bæjahreppur. Nesjahreppur. Úr Vestur-Skaftafellssýslu: Dýrhólahreppur. Hvammshrepp ur. Hörglandshreppur. Leið- vallalireppur. Skaftártunguhr. Kirkjubæjarhreppur. Álftavers- hreppur. Ur Rangárvallasýslu: Djúp- árhreppur. Austur-Eyjafjallahr. Austur-Landeyjahreppur. Hvols hreppur. Vestur-Landeyj ahrepp ur. Landmannahreppur. Rang- árvallahreppur. Úr .Árnessýslu: Eyrarbakki. Gaulver jabæ j arhr. Sandvíkur- hreppur. Grafningur. Skeiðahr. Villingaholtshreppur. Þingvalla hreppur. Hraungerðishreppur. H 'ÁKON NOREGSKONUNG- UR. hefir sent formanni 17. maí nefndarinnar hér, S. A. Friid, blaðafulltrúa eftirfarandi skeyti: Buckinghamhöll 18. maí 1944 Ég sendi yður, 17. maí nefnd- inni og öllum Norðmönnum á íslandi þakkir mínar og krón- prinsins fyrir góðar kveðjur á þjóðhátíðardeginum. Hákon R. St. IÞAKA fundur fellur niður í kvöld. NYKOMIN eru 4 hefti Friðarboðans. Efnisinnihald: Kröftugt svar* með sundurgreining, við grein dr. Helga Péturss, í Morgun- blaðinu 24. marz 1944. Enn- fremur símskeyti, merkisbréf, frelsisþj óðsöngvar, myndir og margt annað í’æst hjá fóh. Kr. Fóhannessyni Sólvallagötu 20 Frá aðalfundi Frjáls- lynda safnaHarins Auppstigningardag var haldinn aðalfundur Frjálslynda safnaðarins í Frí- kirkjunni. Tveir nýir menn. ibættust í stjórn satfnaðarins, þeir Lúðvtík Bjamason, kaupm. og Ingi Árdal, stórkaupm., í stað þeirra Ólafs Ólafssonar, feola- kaupmanns og Steiáns Thorar- ensen, lögregluíþjóns. ÍÞá var 'kosin stjórn fyrir Kjirkjubyggingarsi(óð safnaðaf- ins og hlutu kosningu þeir Gunnar Kvaran, stórkauipm., Ól. Qveinbjörnlsson, lögfræðing- ur og Hans Kristjánsson. forstj. í safnaðarráð var koisinn einn maður, Jón Jónsson, kaupm., Rangiá. Samþykkt var á fundinum að fela tolLstjóra inn'heimtu safn- aðargjalda, eins og aðrir söfn- uðir hafa gert, en iþað verður kr. 15,00 ó þessu ári, eins og hjó 'þeim, samkv. samþykkt fundrins. Eins og lí fyrra em meðlimir safnaðarins ókveðnir í því að selja upp alla happdrættismiða á hinu nýja happdrætti og níkti almennur áhugi ó fundinum fýr ir-happdrættinu og var svohljóð andi ólyktun samiþykkt: „Aðalfundur Frjálsl. safn. í Rvík ískorar á allt safnaðarfólk að beita sér af alefli fyrir hinu nýja happdrætti og lýsir yfir því, að gefnu tilefni, að aldrei hefir komið til móla að hætta við kirkjubyggingarmál safnað- arins.“ Konan mín •• ;”1'. ... ••• t. ■' , '; HéímfHSisr PétiarscJóttir andaðist að Vífilsstöðum þ. 21. þ. m. Héðinn Jónsson, Borgamesi GÆR fór fram talning í skrif stofu biskupis á atkvæðum í tveimur prestaköllum. í Skeggjastaðaprestakalli í Norður-Múlasýslu fór fram prestskosning 9. þ. m. Einn u.m- sækjandi var um prestakallið Sigmar Torfason cand. theol. Af 134 á kjiörskró kusu 78 og hlaút umssekj andinn öll atkvæði nema 1. Var hann þvlí löglega kosinn. í Staðaprestakalli í Snæfells- nessýslu fór fram prestskosning 14. þessa míánaðar. Tveir um- sækjendur voru um brauðið: Séra Þorgrímur Sigurðsson á Grenjaðastað og Ingvi Þórir Árnason cand theol., en hann tóik aftur umisókn sína áður en kosningar bófust. Af 228 á kjiörskrá kusu 160 og hlaut séra Þorgrímur Sigurðs- son þau öll og var löglega kos- inn. Elsku konan mín Ca&a$rún H. Bergsdóttir andaðist í Landsspítalanum 22. þ. m. Kristján Eriendsson Faðir okkar Stefán Brynjóifssen frá Selaiæk lést að heimili sínu Fjölnisvegi 4, Iaugatdaginn 20. þ. m. Börn hins látna. Konan mín og móðir okkar G&ilHÓiur Jónsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudag 23. þ. m., — Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, Ásvallagötu 17, kl. 1Ú2 e. h. > Þorsteinn Brandsson og böm. 'á U. M. F. í. NÝ sambandsfélpg: Þessi fé- lög hafa gerzt sambands- félög Ungmennafélags Islands Umf. Garðarshólmi í Mýrdal, forpiaður Gunnar Stefánsson Litla-Hvammi og Umf. Kári 1 Mýrdal, formaður Erlingur Sig- urðsson Sólheimúm. Sambandsráðið, en það mynda formenri allra héraðssamband- anna 15 að tölu og stjórn U. M. F. í. hefir verið kallað saman til fundar í Reykjavík, dagana 24. og 25. júní næstkomandi. íþróttamálin: Umferðakennar ar U. M. F. I. eru enn allir að störfum og hafa haldið fjölda námskeiða víðsvegar um landið Auk þeirra hafa þessir íþrótta- kennarar verið ráðnir í vor til ungmenafélaganna: Ellert Finn jogason frá Sauðafelli, sem kenn. ir hjá Ungmennasambandi Eyjafjarðar, Sigurður Finnsson Stykkishólmi, sem kennir hjá Ungmennasambandi Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu, Sig- urður Eiríksson Miðskeri, sem kennir hjá Úlfljóti, ungmenna- sambandi Austur-Skaftfellinga, Höskuldur Skagfjörð, sem kenn ir hjá Umf. Skalla^rími í Borg- arnesi og Baldur Kristjánsson og Kjartan Bergmann, sem kenna hjá Umf. Reykjavíkur. Mörg héraðssamböndin undir- búa héraðshátíðir 17. júní næst- komandi. Minningars j óður Aðalsteins Sigmundssonar kennara, nemur nú númlega 12 þúsund krónum. Nýlega hafa sjóðnum borizt þessar gjafir: Frá Umf. Svarf- dæla Dalvík kr. 500,0,0, Umf. Núpsveitunga, Norður-Þingeyj- arsýslu kr. 100,00 og Helga Elíassyni fræðslumálastjóra kr. 100,00. Samkvæmt skipulags- skránni tekur sjóðurinn til starfa, þegar hann hefir náð kr. 20 þús. Úrval, 2. hefti þessa árs, kom út í gær. Er það, eins og að vanda lætur hið myndarlegasta að öllum frégangi. í því er mikill fjöldi greina í sam- andregnu efni. Jéns Slgwðssonar kvöld Vestfiriinga* lélagsins. VESTFIRÐIN GAFÉLAGIÐ í Reykjavík hélt aðalfund sinn í gærkvöldi. Formaður fé- lagsins Guðl. Rósinkranz yfir- kennari skýrði frá starfi félags- ins á liðnu starfsóri. Fólagið 'hafði haldið skemmtifund, mjög f jölmennt V'estfirðingamót og út varpskvöld. Unnið er að undir- búningi að útgáfu Vestfjarða- sögu og er þegar ráðið um út- gáfu og isamningu frmim þessara rita. Ritstjórar verksins eru þeir Ólafur Lárus'son prófessor og Árni Friðriksson, imagister. Sýslurnar á Vestfjörðum hafa þegar lagt fraim eða lofað 15 þúsundum króna í istyrk til út- gáfunnar. Auik þess vinpur félag ið að því að koma upp byggða- safni fyrir Vestfirði a ísafirði. S'tjórn félagsins skipa auk for mannsinis, Gudl. Rósinkranz yfir kennari, Élías Halldórsson, skrif’ stofustjiórd, ritari, Sigurvin Ein arsson, skrifstofustjóri, gjald- keri, frú Áslaug Sveinsdóttir,, fröken Miariía Maabk, dr. Sdmon Jóih. Ágústsson og Sveiribjörn Finnslson verðlagsstjóri. Að aðalfundárstörfuim loknum hóifst Jóns Sigurðssonar kvöld. Formaður mælti fyrst nokkur orð og ræddi uim hve sjálfsögð skylda það væri fyrir. Vestfirð- inga að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar á þeim merku tíma mótum í sjálfstæðisbaráttu þjóð arinnar, er nú væru. Asgeir Ás- geirsson alþingismaður talaði síðan um Jón Sigurðsson, séra Böðvar Bjarnason, sagði frá Rafnseyri, æskuistöðvum Jóns, Gils Guðmundsson, kennari las upp úr ritum Jónis Sigurðssonar og kvæði, er um hann ihafa ver- ið orkt. Hermann Guðmundsson söng kvæði um Jón og nókkur önnur íslenz'k lög. Að lokum var eftirfarandi tillaga frá stjórn fé lagsins samþykkt í einu hljóði: Fundur haldinn á Vestfirðinga félaginu í Reykjavík hinn 13. maá 1944 í minningu Jóns Sig- urðss'onar lýsir yfir eindregnu fylgi siínu við að stofnað verði lýðveldi á íslandi og að felldur verði niður dansknísl. sambands samningurinn frá 1918. Skorar fundurinn sérstaklega á alla Vestfirðinga að bregðalst nú ekki skyldu sinni við þjóðina, helduír neita allir atkvæðisréttar sdns. KEA geiur S. í. B. S. 10 þús.kr. í vinnu- SAMBANDI íslenzkra berkla isjúklinga barst í gær tíu þúsund króna gjöf í Vinnuheim ilissjóðinn frá Kaupfélagi Ey- firðinga. Auk þesis hafa eftiríald ar gjafir horizt nýlega: Frá Jóni Helgasyni, frú og tengdasyni, Hafnarfirðd, kr. 400.00. Til minn ingar um Valgerði Kapraksíus- dóttur, 300.00 og fimmludag. |kl ORSKA ljósmyndasýningin ™ í Listamannaskálanum verður opnuð aftur á morgun, miðvikudag kl. 10 f. h.. Sýningin verður opinn.þann dag og fimmtu lag milli 10 og 22. Tímarit VerkfræSingafélags íslands y. Sjötta hefti 28. árgangs Tímarist Verkfræðingafélags íslands er kom ið út. Flytur það grein eftir Jakob Guðjohnsen: Um almenningsraf- veitur (úr erindi Steingr. Jónsson- ar rafmagnsstjóra) og þriðja rekst ursár orkuversins við Laxá eftir Árna Pálsson, verkfræðing. Auk þess reikninga Verkfræðingafélags íslands árið'1943. Myndlistasýning Eggerts Guðmundssonar Hátúni 11, er opin daglega fram til ann- ars í hvítasunnu frá kl. 1—10 s.d. Stálpyð unglieiigstelpa óskalst tdl að gæta barna ein- hvern hluta dagsins^ eða all- an daginn eftir samkomulagi. Uppl. Bjargarstíg 15, 1. hæð. ^ onnnnninnniantn i Úlbreiðið AlþfðublaSiS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.