Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIP Eu-ötjórí: Stefán Pétorsson. Blmar ritstjórnar: 4901 og 4902. Kitstjórn og afgreiðsla 1 Al- þýSuhúsinu við Hverfisgötu. Otgefandi: Æ.lþýðuflokkurinn. limar aígreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Ragnar Ásgeirsson: Þjððarstkvæða- SÍÐÁSTI DAGUR ÞJÓÐ- ARATKYÆÐAGREIÐSL- UNNAR um sambandsslitin og lýðveldisstofnunina er enn eft- ir. En hvarvetna um land er þiátttakan í atkvæðagreiðsluhni nú þegar komin langt fram úr því, sem krafizt var í hinum ströngu uppsagnarákvæðum sambandslagasáttmálans, sem svo margir óttuðust, að við myncLum ekki fá uppfyllt og þar af leiðandi myndu verða því til hindrunár, að við gætum slitið sambandinu, þegar tími væri til. Slík þátttaka í þjóðaratkvæða- greiðslunni sýnir, að allur ótti í þessum efnum hefir verið á- * stæðulaus. Þjóðin hefir ekki gleymt lokatakmarki sjálfstæð- isbaráttunnar, þó að úrslitasig- urinn í henni væri unninn fyrir aldarfjórðungi. Hún hefir ekki sofnað á verðinum. Svo mikið er nú þegar hægt að segja, þótt þjóðaratkvæðagreiðslunnf sé ekki lokið. -Dálítið misjöfn hefir þátttak- an í atkvæðagreiðslunni verið undanfarna daga. í nokkrum sveitahreppum greiddu þegar á fyrsta degi allir, sem á kjörskrá voru, atkvæði. Þar var þátt- takan strax á laugardaginn kom in upp lí 100%. Og að kvöldi annars dags, á sunnudagskvöld, höfðu jafnvel heilar sýslur náð sama takmarki, eða hér um bil. Öllu hægari hefir kjörsóknin verið í kaupstöðunum, einkum á Akureyri svo og í sjálfum höfuðstaðnum, Reykjavík, þai sem að sjálfsögðu valt langmest á þátttökunni, með því að þar býr nú einn þriðji hluti allra kjósenda á landinu. En eftir tvo fyrstu dagana var þátttakan á Akureyri þó farin að nálgast 80%, í Reykjavík 90% og í flestum hinum kaupstöðunum koimin töluivert yfir það, svo að einnig þar er nú þegar miklu meira en uppfyllt það uppsagn- arskilyrði sambandslagasáttmál ans, að 75% allra kjósenda í landinu taki þátt í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um sambands slitin. Þetta er ekki sagt hér til þess, að nokkur sem enn á eftir að ganga að kjörborðinu, skuli halda, að hann megi láta það undir höfuð leggjast. Enginn ís- lendingur, sem nokkurn mögu- leika hefir til þess að greiða at- kvæði, naá láta hjá líða að leggja lóð sitt í vogarskálina, þegar um það er að ræða, eins og við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, að ná loksins hinu langþráða marki sjálfstæðisbaráttunnar og sýna öllum heimi sjáKstæðis- * vilja þjóðarinnar. Og sem sagt: Enn er einn dagur atkvæða- greiðslunnar eftir. Látið hann ekki líða án þess að gera skyldu ykkar við landið og þjóð ina, ef þið hafið ekki þegar gert það! iireiis Málverkasýningar EG set mig sjaldan úr færi á að koma á málverkasýn ingar, sem haldnar eru í höfuð- staðnum — og eru þær ekki fá- ar, nú orðið, þegar málarar okk ar skipta tugum. Er bæði skemmtilegt og merkilegt að fylgjast með þeirri þróun, sem á sér stað á þessu sviði, sem er að heita má nýtt með okkar þjóð. Oft hefi ég undrazt yfir hinum fjölbreytta gróðri mynd listarinnar hér, og stundum glaðzt, þegar ég ihefi þótzt sjá eitthvað framúrtskarandi, eða séð „nýja“ unga málara stinga upp alla vega litum kollinum. Komið hefir það líka fyrir að ég hafi hryggzt, er maður býzt við að sjá heilbrigða sjálfstæða list hinna einstöku málara en í þess stað aðeins séð sæmilega hermt eftir erlendum eða inn- lendum meisturum málaralist- arinnar. ^ í sjálfu sér eru slíkar eftir- hermur alveg verðlausar menn ingarlega séð — og verðlitlar stælingar, sem geta þó stundum verið svonefnd „heimilisprýði“, í húsum þeirra efnuðu manna, sem geta veitt sér allt, verk, sem hinn ómildi og óhlutdrægi dómari — tíminn, fordæmir og gerir verðlaus eftir nokkra ára- tugi. Málarar, sem eiga eðlis- gáfur til að skapa frumstæð listaverk eru fáir, en tala mið- lungsmanna, sem setja má á kónglegt akademí og gera þá að miðlungsmiálurum á 3—4 ár- um, er há. Vildi ég gjaman óska að við ættum sem flesta af hinum fyrri — en sem fæsta af þeim síðari. Málverkasýning sú sexh. hald- in var í vetur til minningar um Markús ívarsson — til góðrar minningar um þann mæta mann —• var að flestu leyti skemmti- leg. Þar voru mörg verk og mis jöfn, en það var fjölbreytnin, sem gerði þessa sýningu aðlað- andi. Þar komst ekki hinn leiði klíkuskapur málaranna að, eða bar ekki á honum — klíkuskap þar sem lítill meirihluti kýs dómnefnd úr sínum hópi og úti- lokar minnihlutann, sýnir helzt aðeins verk sinna manna eða jafnvel flest eftir sjálfa dóm- nefndarmeðlimina. Slíkur klíku skapur er jafnan drep og til lengdar verstur fyrir meðlimi hans sjálfs — og hefir gert marga sýningu hér leiðinlegri og tilbreytingarlausari en þurft hefði að vera. Þessa gætti furðu lítið á sýningu Markúsar heit- ins ívarssonar og bar fagurt vitni um það starf og þá miklu fjármuni, sem hann varði sjálf- um sér til gleði og hollrar nautn ar en íslenzkum listamönnum til styrktar og þar með til eflingar íslenskrar myndlistar. Væri bet ur að við Islendingar ættum fleiri Matadóra sem hinn látna járnsmið, er hefðu svipaðar á- ístráður, að efla íslenzkar fagrar listir og þjónuðu þeim jafnvel og hann gerði. Þann 19. marz opnaði Jón Þorleifsson frá Hólum í Horna- fyrði sýningu í skála myndlist- armanna. Ég beið þeirrar sýn- ingar með nokkurri eftirvænt- ingu, því nokkur ár eru liðin síðan Jón Þorleifsson hefir hald ið sérstaka sýningu hér, en þó máske fyrst og fremst af því að Jón Þorleífsson hefir undanfar- in ár verið hinn strangi gagn- rýnandi íslenzkrar málaralistar, og þar gæti að sjá h/vaða kröfur hann gerði til sjálfs sín sem listamanns. En á yfirgripsmik- illi sýningu á verkum Jóns Þor- leifssonar sjálfs mætti ætla að fram kæmi skýring á þeim rétti, sem hann hefir tekið sér til að fara ómildum höndum um ýmsa málara okkar. En þá skýringu fann ég ekki — þann grundvöll kom ég ekki auga á. Ég hafði nokkur kynni af mál verkum J. Þ. frá fyrstu árum hans, þau báru að vísu ekki mikinn vott um sjálfstæði, en þó voru sum þeirra allfagrar stemningar og þannig gerðar að þær voru með persónulegum iblæ, idyliskar, en ekki stórfeng legar — enda væri það of há krafa að gera til verka nýlið- ans. Svo fór hann utan til lær- dóms og var góðs að vænta af því. En mér hefir oft síðan fund izt að J. Þ. hafi ekki uppíýllt þær vonir. Og í þeirri skoðun hetfi ég stuðzt við að sjá hina nýafstöðnu sýningu hans, sem gekk svo ánægjulega vel fyrir listamanninn hvað snerti aðsókn og sölu — að slíks eru fá dæmi. Heildarblær sýningarinnar virtist ekki ósnotur, ljósir bjart ir litir, en við nánari athugun á verkunum fannst mér þau myndu tæpast standast dóm hjá ströngum gagnrýnanda — eins og t. d. Jóni Þorleifssyni. En það sem í mínum augum var aðalgalli sýningarinnar var hve auðsæ áhrif frá öðrum málur- um voru, erlendum og innlend- um. Svo ég fór ósjálfrátt að leita að myndum eftir J. Þ. sjálf an, en fann fáar. Af hinum erlendu málurum bar mest á áhrifum frá Cezanne, hinum franska meistara, sem hefir komið upp heilum her af hermikrákum út um alla veröld ina og hafa þær einnig látið til sín heyra hér — síðustu tvo ára tugina. En frumsköpun og eftir öpun eru ólík hugtök. Mátti glöggt sjá áhrifin frá Cezanne í mörgum myndum J. Þ. — könn urnar, rauðu eplin á hvítu dúkunum eru sláandi dæmi. í ýmsum landlagsmyndum sér- staklega þeim úr Borgarfirði og frá Þingvöllum var eins og Ás- grímur Jónsson hefði mótiverað þær — en nú eru sumir staðir Borgarfjarðar og Þingvalla svo þrámálaðir að leiðinlegt er til þess að hugsa og sjá það sama aftur og aftur — Norðurárdal og Húsafell. Hrafnabjörgin og Súlumar. En auðvitað er þetta þó oft skemmtilegt sem landa- fræði og stofustáss. — Ó! Þið Borgarfjarðar og Þingvallamál- arar! Farið þið nú að spreyta ykkur á nýjum viðfangsefnum. Siglufjarðarmyndir sýning- arinnar minntu mig óþægi- lega á Gunnlaug Blöndal, óþægi lega af þvií að snilld Blöndals vantkði, einkum er J. Þorl. ósýnt um að mála fólk, ,,Fíg- úrumyndir ihans verða hér um bil alltaf álappalegar, isibr. „Séð að Húsafelli“ og „Málarinn,“ og hina forkostulegu „Gengið til mjalta“ sem myndi sóma sér á forsíðu ,,Spegilsins“. Broslegri belja hiefir varla sézt hér á málverkasýningum — og erum við þó ýmsu skrítnu vanir af því tagi hér. Þá mátti og gerla sjá áihrif frá Kjarval á stöku stað t. d. nr. 13 Helgrindur og Túlípana sem minntu á Jón iStefánission — ,,:Séð á vestur“ bar vott um áhrif frá Jóhanni Briem — en „Bátar um kvöld“. minntu á eldri myndir Þorvald- ar Skúlasonar. Einstöku mynd- ir virtust mér blátt áfram kæruleyBislega unnar, eins og kastað væri til þeirra höndun- um án þess að þær bæru vott um þá Isnilld sem er nauðsynleg þegar fljótt er unnið. Vil ég til stuðnings þessu nefna vatns- litamynd af Búrfelli, nr. 64, og nr. 1 „Kvöld við Breiðafjörð“ Hina síðarnefndu keypti Menntamiálariáð íslanids og gerði þar slæm kaup, landið, sjórinn fólkið í bátnum og húsin á ströndinni minntu frekar á Þriðjudagur 23. maí 1944 ¥®rsisis vinnu frístundamálara en langskólagengins manns. Hefði verið ólíkt betur valið að taka nr. 10 „Við vatnspóstinn“, þar | virtist gæta íhiollra og góðra á- , hrifa frá Gunnlaugi Scheving, ! enda þótt fólkið á myndinni > ór^ddi hana iþá var hún áreið aiz“ gá eitt af beztu verkun- um á sýningunni. í stuttu máli sagt, ég varð fyrir vonbrigðum á þessari fyrirferðamiklu sýningu Jóns Þorl., því hin auðsæju áhrif frá öðrum óprýddu verk hans. Það er að vissu leyti ekki nema gott til þess að segja að áhrif frá meisturum sjáist glöggt á verkum þeirra manna sem eru að feta fyrstu fótsporin á hinni erfiðu braut listarinnar, en hjá málara sem hefir aldarfjórð- ungs starfsferil að baki sér gegnir öðru máli. Hver góður málari á að vera sjálfum sér trúr um að vinna úr áhrifunum frá öðrum meisturum þannig að hann leysi sig úr viðjum þeirra til aukinnar tækni og persónulegs sjálfstæðis. Það er einungis hin persónulega list Isem gefur gildi. EftirMkingam- ar eru og verða alltaf annars flokks. Þegar ég hugsa til hinna I gömlu mynda J. Þorl. og ber I Gardínutau á kr. 2,50. Silkisokkar .......... 4,45 ísgarnssokkar ........ 5,60 Sumarkjólatau ........ 8,25 Nærfatasett ......... 12,70 Brjósthaldarar ....... 7,70 Sokkabandabelti .... 20,50 Barnasokkar .......... 3,40 Barnabuxur ........... 7,50 Barnasloppar ....... 19,50, Taft ................. 7,20 D Y N G J A Laugaveg 25. þær saman við þessar nýrri verður mér ljóst að hann er nú áræðnari og þróttmeiri í með- ferð litla en áður var, en mér finnst að hann hafi týnt sjálf- um sér — sýnum persónuleika, í leitinni að takmarkinu, og það er skaði, því að við megum eng an góðan mann missa. (Niðurlag á morgun.) Gjafir í barnaspítalasjóð Hringsins. Frá: A. I. L. kr. 1000.00.. G. R. (afh. Vísi) kr. 100.00. A. Kl. J. kr. 100.00. Guggu Káradóttur (10 mán.), Mánagötu 4, kr. 500.00. Á- heit frá Stjána Bláa, kr. 20.00. —- Kærar þakkir til gefenda. f. h. Fél. Ingibjörg CI. Þorláksson. ÞJÖÐARATKVÆÐA GREIÐSLAN hefir að sjálf sögðu verið aðalumræðuefni allra blaða síðustu dagana. Tím- inn skrifaði í aðalritstjómar- grein á laugardaginn, þegár hún var að hefjast: „Það væri undarlegt, ef þess væri þörf að hvetja menn til að sækja atkvæðagreiðsluna í dag og næstu daga. Ef okkur þætti nokk- uð á bjáta, væri það sama og hjá Alexander mikla, sem grét í æsku, vegna þess að honum fannst að bú- ið væri að vinna alla sigra fyrir sig. Sú hlutdeild, sem okkur er ætluð, er svo fyrirhafnarlítil og laus við alla fórn. Okkur er raun- verulega lagt allt upp í hendurnar. Við þurfum aðeins að gera tvo blýantskrossa. Ef til vill er það vegna þessa, sem ýmsum finnst ekki nægur ljómi yfir lýðveldis- stofnuninni, því að enginn sigur, sem er unninn án fórna, veitir mikla gleði. Ef við gerðum at- kvæðagreiðsludagana að sönnum hátíðisdögum, gæti það helzt orðið vegna þess, að við gerðum þá heit- strengingu að -standa vel á verði um fengið frelsi og þola fyrir það raun og fórn, ef krafizt verður. Þess kann að verða skemmra að bíða en margur hyggur nú. Þótt við höfum eigi unnið sigrana í sjálfstæðisbaráttunni, sem nú lýk- ur, getum við unnið engu minni sigra í sjálfstæðisbaráttunni, sem er að. hefjast, — baráttunni fyrir því að frelsið lendi eigi aftin: í tröllahöndum. Okkar bíða vissu- lega stór verkefni, engu síður en Alexanders mikla.“ Þetta sagði Tíminn á laugar- daginn. Vísir skrifaði í aðalrit- stjórnargrein í gær, eftir tvo fyrstu daga þjóðaratkvæða- greiðslunnar: „Aldrei hafa ánægjulegri fregn- ir borizt um þátttöku í kosning- um ,en með löldum útvarpsins á laugardagskvöldið, en skiptir þó mjög í tvö horn. Bændur og ís- lenzka sveitafólkið allt sýndi að það þekkir sinn vitjunartíma og veit hver réttur þjóðarinnar er og hefir verið. Allir kjósendur undan- tekningarlaust greiddu atkvæði í mörgum byggðarlögum, — jafn- vel í heilum sýslum, — og í öðr- um kusu allir þeir, sem heima voru í byggðinni. Slík frammistaða er til fyrirmyndar og glæðir vonir, sem bjartsýnustu menn ólu í brjósti um framtíð fósturjarðarinnar Ef á reynir síðar mun sveitafólkið enn sýna hvern hug það ber til móður- moldarinnar og mæta fyrst á hólm inum þegar þjóðleg barátta krefst þess. Þjóðin mun minnast þessa um aldur og ævi, — með þessari einu athöfn hefir íslenzk sveita- menning sýnt hvað hún hefir til brunns að bera og hvers má af henni vænta. Hitt er aftur leiðara hversu lé- leg kjörsóknin var í kaupstöðun- um flestum, þar sem menn þurfa þó ekki annað né meira að gera, eh að ganga húsa í millum og neyta þess réttar, sem þeir eiga sem þjóð félagsþegnar og sem þeim ber að rækja er heildarhagsmunir liggja við. í almennum kosningum má fyrirgefa það sinnuleysi að menn neýti ekki atkvæðisréttar síns, en við þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins og stofnun framtíðar lýðveldis á engum að haldast uppi að sinna ekki köllun. . . . Menn hefðu almennt ekki trú- að því, að þeir, sem minnst þurfa á sig að leggja bregðist þeinji skyldu að kjósa, meðan aðrir, sem ferðast verða langan veg og erfið- an til kjörstaðar telja slíkt ekki eftir sér.“ Þessi áminning Vísis til kaup- staðanna er ekki með öllu á- stæðulaus, þó að þáttakan í þeim væri eináig mjög glæsileg á öðrum degi þjóðaratkvæða- greiðslunar því að taki þeir ekki rögg enn á sig í dag, á síðasta degi hennar, verður heildarút- koman hjá þeim lakari en í sveitakjördæmunum. Og það væri í sannleika hart.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.