Alþýðublaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 4
4 Ritstjóri Stefán Pétursson. Síniar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiösla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Eftir pjððaratkfæða greiðslnna. ÞJÓÐARATKVÆÐA- GRÉÍÐSLUNNI um sam- ibandsslitin og stafnun lýðveldis ins er nú lokið. Þátttakan á Sienni varð enraþá meiri en jafn- vel þá bjartsýnustu hafði órað fyrir. Enn liggja að vís'u ekki fyrir endanlegar tölur um íheild arþátttökuna, en af öllum þeim upplýsingum, sem þegar eru fram fcomnar, tmlá fullyrða, að ihún muni hafa komizt upp á 97—98%. Fyrri daga atkvæðagreiðsl- unnap virtist svo sem töluverð- ur munur ætlaði að verða á þátt tökunni á bæjunum annars veg- ar og sveitunum hinsvegar. En þegar atfcvæðagreiðslunni lauk var þessi munur ekki orðinn nema óverulegur. Þátttakan í bæjunum var fcomin upp i 96— 100% og í sveitunum upp i 98— 100%. I 25 af hinum 28 kjör- dæmum landsins varð þátttak- an 98% eða þar yfir. Reykjavik var lægst — með 96%, Seyðis- fjörður og Vestur-iSkaftafells- sýsla hæst — með 100 %. Sl-íik kjörsókn er algert eins- dæmi hér á landi. Og þótt fáir eða sennilega engir hafi búizt við henni svo 'gáfurlegri, hlýtur öllum að finnast það broslegt nú eftir á, að nokkur skuli nokkru sinni hafa efast um það, að hægt yrði að fá þau 75% að kjönborðinu, sem i sambands- lagasáttmálanum var gert að skilyrði fyrir !því, að sambands- slit væru lögleg. íslenzka þjóð- in hefir bersýnilega ekki sofið é verðinum, þótt ýmsir ætluðu það. * Talning já- og neiatkvæða um sambandsslitin og lýðveldis- stj órnanskrána er enn ekki lok- ið nema í bæjunmn; og búast má við því að nokkrir dagar líði þar til heildarúrslit þjóðar- -atkvæðagreiðslunnar verða kunn. Úrslitin i bæjunum eru hinsvegar isvo ótvíræð, að eng- um getur lengur blandast hug- ur um vilja þjóðarinnar. Þau atkwæði, sem þar hafa verið greidd á móti sambandsslitun- um eru svo hverfandi fá, að al- gerlega ástæðulaust er, að eyða orðum að, jafnvel þótt þau séu hlutfalislega eitthvað fleiri en neiatkvæðin hjá frændum okk- ar Norðmönnum, þegar þjóðar- atkvæðagreiðslan fór fram hjá þeim um sambandsslitin við Svía fyrir tæpum fjörutíu ár- um. IÞvergi á foæjunum hafa nei- atkvæðin um samibandsslitin nurnið meiru en um það bil 1 % og í iflestum þeirra þó miklum mun minna. Hiutfallslega miklu fleiri eru neiatkvæðin u-m lýð- veldisstjórnarskrána, þau nema á einum stað um það bil 10%. Þessi neiatkvæði ber þó áreið- anlega -ekfci að skoða sem neina andstöðu við stafnun lýðveld- is hér á landi, þau eru aðein-s vottur þeirrar óánægju, sem mjög viða er með einstök þýð- ingarmikil ákvæði hennar." En inisskilningur var það engu að sáður, að greiða af þeirri ástæðu atkvæði gegn lýðveldisstjómar- s-knánni í heild. ALÞTOUBLAÐIÐ Fimmtudagiim 25. maí 1944., Haraldur Ouðmondsson : Slysatryggingarnar. VH) íslendingar erum frið- isom þjóð, óvopnuð og hlut laus í ófriði. Innanlands styrj- öldum höfum við varla kynnzt sáðan á Sturlungaöld, og aldrei átt i óffriði við erlenda þjóð. Til þessa hefir okkar lánast að kom aist hjá beinni þátttöku i stór- styrjöld þeirri, sem nú geisar, þótt við höffum orðið á bak að sjá allt of rnörgum vöskum drengjum aff hennar völd-um. Allt um það er því víðs f jarri, að við íslendingar höffum kom- izt hjá stríði og baráttu eða tjóni á lífi og limum. D-aglega heyja þúsundir íslenzkra manna stríð — við náttúruöflin, máttarvöld lofts og lagar. Þessi styrjöld kref-st stórra átaka og offt þungra fórna. Aðalatvinnuvegur okkar er svo áhættusamur, jafnvel á friðartámum, að með réttu má jafna til vopnastráðs stórþjóð- an-na. Þess er skemmst að minnast, að fyrstu 43 daga þessa árs fór- ust 46 rnenn af slysförum á sjó, eða meira en maður til uppjafn- aðar á'dag í háifan annan mán- uð. Slíkt tjón er stærra en svo, að það verði bætt á líðandi stund. Tíminn einn getur bætt fámennri þjóð slíka blóðtöku. Samkvæmt þeim skýrslumi, er tryggingastoffnuninni hafa bor- izt, mun láta -nærri, að, þessir 46 menn hasfi haft á framfæri 152 aðstandendur, sem allir hafa misst fyrirvinnu sína. Um 60 börn urðu föðurlaus, 26 kon- ur urðu ekkjur og 63 foreldrar sáu á bak sonum sínum. Lang- flest af þessu fólki missti sína einu eða aðalfyrirvinnu, svo er um -börnin öll og ekkjurnar. Engum getum þarf að því að leiða, hvert orðið hofði hlut- skipti margs af þessu fólki, ef trygginganna ekki nyti við. Ein staka kunna að eiga eignir er duga myndu til framfæris um _ tíma, nokkrir myndu nióta j stuðnings annarra til viðbótar eigin getu. En flestir 'hefðu orð- ið að leita beinnar hjálpar fá- tækrasjóðanna. Til slíks mun efcki haffa kom- ið niú. Hlutverk og tilgangur slysatrygginganna er m. a. að veita fjárhagslegan stuðning vandamönnum þeirra, sem láta lífið af slysförum við starf sitt. Enn er ekiki að fullu uppgert, ihverjar bætur ber að greiða hin um 152 aðstandendum sem þess ir 46 menn, er létust af slyisför- um fyrstu 43 daga ársins, létu eftir sig. En heildarupphæð bót anna er ekki lægri en 2 millj. og 300 þúsundir króna, og senni lega heldur hærri. Það svarar til þess að a. m. k. 50 bnwnd kr. íbæ-tur séu til uppjafnaðar greiddar fyrir hvern þeirra, er fórust, og að a. m. k. 15 000 kr. komi að meðaltali í hlut hvers af eftirlátnum vandamönnum. Vissulega er það rétt, að ást- vinamissir verður ekki bættur með fé. En efcki yrði léttfoær- ara ef fjárhagsvandræði o,g sór fátækt eða sikortur bættist á hann ófan. Heildarbætur iþær, sem ég fyrr nefndi, kr. 2,3 milljónir. eru greiddar af 2 stoffnunum, slysa- tryggingadeild alþýðutrygging- anna og stríðsslvsat'” unni. Það skal fram tekið, að nokkur hluti bótanna er greidd- ur samkvæmt samningi milli sjiómanna og útgerðarmanna. FYRIR nokkru síðan birti Alþýðublaðið ítarlegt erindi eftir tHarald Guðmundsson, forstjóra tryggingarstofn- unar ríkisins, um sjúkratryggingamar. Var það fyrsta er- Lndið úr erindaflokki, sem hann hafði þá byrjað að flytja í útvarpið um alþýðutryggingamar. Nú birtir blaðið annað srindið, og fjallar það um slysatryggingamar. Það er von flestra, að stríðs- slysatryggingin í sinni núver- andi mynd eigi sér ekki langan aldur. Mun ég þvá ekki fjöl- yrða lim fyrirkomulag hennar að þessu sinni, aðeins láta á ljós ;þá vom, að hún megi verða und- irstaða enn fjölþættari trygg- inga er fram líða st””',!" hinu upphaflega hlutverki hennar er lokið. Hins vegar tel ég f-ulla ástæðu til að gera grein fyrir fyrirkomu lagi og starfsemi slyisatrygginga deildar alþýðut’”-" - því að henni er ætlað langt líf og vaxandá áhrif á afkomu og hag mikils hluta landsmanna. Er alveg sérstök áistæða til slíkr ar gr-einargerð-ar einmitt nú, þeg ar áíhriif og atfleiðingar breyt- inga þeirra, sem gerðar voru á slysatryggin'galögunum um síð- ustu áramót, hafa komið svo skýrt á Ijós á sambandi við þær stórkostlegu slysfarir, sem ég hetfi drepið á. Ég mun þvá snúa mér að því, að gera stuttlega grein fyrir grundvelli og helztu atriðum slysatryggingalaganna, sérstak- 1-ega br-eytingum þeim, er gengú í gildi í byrjun þessa árs. Tilgangur. Hlutverk slysatryggingarinn- ar er að tryggja gegn slysum þiá menn og konur, sem lögin ná til, þ. e. að tryggja þeim eða aðstandendum þeirra bætur vegna slysa og greiðslu kóstnað- ar við læknishjólp og nauðsyn- lega sjúfcrahúsvist. Stjórn. Tryggimgastafnun ríkisins annast slysatryggingarnar und- ir ytfirstjórn ráðherra, en félags s-amtök verkamanna og atvinnu rekendur tilnefna gæzlustjóra er fylgist með starfsemi hénn- ar og úrskurðum tryggingaráðs. Sýslumenn, bæjarfógetar og um boðsmenn þeirra utan Reykja- víkur eru, hver í sínu umdæmi, umboðsmenn slysatryggingarinn ar. Þeir innheimta iðgjöld, ganga etftir lögiboðniu-m skýrslum og inna af hendi bótagreiðslur, að svo miklu leyti sem skrifstofa trygginganna ekki gerir það. Tryggingarnar eru tvenns kon ar: skyldutrygging og frjáls trygging. Skyldutrygging er að- alþótturinn á starfseminni og v-erður hún því gerð að umtals- efni fyrst og fr-emst. Hverjir eru tryggðir? Skyldutryggðir án eigin að- gerða eru allir sjómenn án tii- lits til þeisis,- hvort þeir sækja sjó á eigin skipum eða eru á þjónuistu annarra og j-afnvel, hvort sem þeir eru ráðnir fyr ir áfcveðið kaup eða taka hlut úr afla. Ennfremur eru skyldu tryggðir allir verkamenn og starfsmenn, sem vinna fyrir kaup í annarra þjónustn, við þær atvinnu- og iðngreinar, sem lögin ákveða. Upptalningu þess- ara starfsgreina er að finna á reglugerð slysatrygginganna og yrði otf langt mál að rekja hana að iþes-su sinni; enda flestum hlutaðeigandi kunn. Ég læt því nægja að minna á, að auk hvers konar sjómennsku á atvinnu- skyni, er svo að segja Öll eríið- isvinna, nema við landbúnaðar- störf, tryggingarskyld, svo og iðnaðarstörf almennt og verk- smiðjuvinna, ennfremur þvotta- og ræstivinna á flestum opin- benum sböðum og eldhússtörf- um á sjúkrahúsum, heimavist- arskólum og veitingahúsum. Tryggmgarskýldian er því við flestar stanfsgr-einar þvá skilyrði bundin, ef ekki er unnið fyrir reikning rífcissjóðs, sveitarfé- lags eða opinberrar stofnunar að starfsemin sé rekin á atvinnu- skyni af þeim einstaklingum eða fyrirtækjum, sem hafa hana með höndmn. Undantekning frá þessu er ’þó vinna við húsbygg- ingar og viðgerð og breytingar á húlsium. Slík starfsemi er trygg ingarskyld iþótt hún sé ekki rek in á atvinnuskyni. Þótt maðnr reisi hús aðeins fyrir sjálfan sig. til eigin nota og hafi ekki húsa- smáði að atvinnu., ber honum engu síður skylda til að tryggja alla þá verkamenn, sem vinn*. að húsabyggingunni. Sama gildir um viðgerðir og breytingar á eldri húsum. Vinnan við það er tryggingarskyld ef um svo veru legar aðgerðir er að ræða, að Iþvi fylgi s-lysahætta, til dæmis ef nota þarf stiga eða verkpalla- í þessu sambandi þykir mér rétt að vekjia athygli á því, að ákvæð um lagannaumtryggingarskylda við húsabyggingar í sveitum var um síðustu áramót breytt þannig, að öll slík vinna er nú tryggingarskyld, ef um er að ræða launað verkafólk, á sama hátt og á kaupstöðum, nema byggt sé úr torfi og grjóti ein- göngu. Af framansögðu verður það' ljóst, að samsikonar störf eru ýmist tryggingars'kyld eða eigi, eftir því hvort starfið er rekið í atvinnuskyni eða til eigin þarfa eða heimilisþarfa eingöngu- Fiskveiðar, sem atvinna eru til tryggingar skyldar. Enþóttmaður skreppi á sjó til þess eins að fá í soðið fyrir sjálfan sig eða heim ili sitt, er honum ekki skylt að tryggja sig eða þá, sem með honum -er-u. Sendisveinastarf og ræstivinna hjá verzlunum og fyrirtækjum eru tryggingar- skyld. En húsmóðir, sem fær konu til að gera hreina stofu fyr ir sig eða greiðir dreng fyrir að skréppa i sendiferð á þarfir Framhald á 6. síðu. En sem sagt: Úrslit þjóðarat- | kvæðagreiðslunnar á bæjunum eru svo ótvíræð, — samþykkt \ -sambandsslitanna og lýðveldis- stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir hin fáu mótatkvæði, svo ein- huga, að enginn, hvort heldur innar lands eða utan, getur lengur efast um vilja þjóðar- innar. Með þjóðaratkvæðagreiðsl unni hafa ekiri aðeins skilyrði samibandslagasáttmálans fyrir samb-andisslitunum verið upp- fyllt og miklu meira en það, með henni foefir öllum h-eimi verið sýnt, að það er einhuga Oig einibeittur vilji þjóðarinnar að taka nú öll sín mál í sínar eigin hendur fyrir fullt og allt og breyta urn leið stjórnskip- uninni úr konungdæmi á lýð- veldi. LÖÐIN haf a undanfarið ver- ið að minnast á ýmislegt, sem viðeigandi væri að gera eða ráðast í til minningar um end- I urreisn lýðveldis í landi okkar; eitt af því er bygging stórhýsis yfir þjóðminjasafnið og lista- safn ríkisins, sem hvarvetna hefir fengið góðar undirtektir. Vísir kemur með nýja uppá- stungu í gær; hann vill láta reisa líkneski af Skúla Magnús- syni landfógeta hér í höfuðstaðn um — cg heiðra á þann hátt um leið minningu þessa braut- ryðjanda í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem vel má. jafn- framt kalla „annan föður Reykja víkur“, eins og blaðið gerir. Vís- ir segir: „Ingólfur Arnarson er talinn fað- ir Reykjavíkur og er það að sjálf- sög'ou-rétt. Honum hefir verið reist stytta á Arnarhóli, og skyggnist hann út yfir flóann frá þeim háa stað, en styðst við spjót sitt. Hefir- hans þannig verið minnst á veg- legan hátt og eftir efnum og ástæð- um, en -þess verður einnig að minn- ast að Reykjavík er endurborin, og núverandi mynd sína og tilveru á hún öðrum manni að þakka, sem liggur óbættur hjá garði, en lagði grundvöll að Reykjavík, sem iðn- aðar-, verzlunar- og utvegsplássi. Er þar átt við sjálfstæðishetjuna Skúla fógeta Magnússon, — braut- ryðjandann og vormanninn í ís- lenzku þjóðlífi. Á dögum Skúla fógeta þurfti meira eð meðal djörfung til að rísa upp á móti danska valdinu hér á landi, en sérstakan kjark þurfti til að taka það þeim tökum, sem hann gerði og þeir sýslumenn, sem boð- um hans hlýðnuðust. Þjóðin var sokkin í eymd og volæði, þraut- pínd af einokunarverzluninni og rúin gersamlega inn að skyrtunni. Hún átti hvorki í sig né á, skorti öll framleiðslutæki og var svo fá- kunnandi að í rauninni gat hún enga björg sér veitt. Maðkað mjöl einokunarverzlunarinnar var benni ætlað og er betur lét skepnufóður en ekki manna. Gegn verzlunar- áþjáninni varð að rísa, til þess að hrista klafann af þjóðinni, en það- var ekki nóg, heldur varð einnig: að skapa henni skilyrði til fram- taks og framíara. En svo erfitt sem það kann að reynast áð efna til framfara á öllum tímum, gat það þó eklti erfiðara verið en á þeim tíma, sem enginn kunni neitt til neinna hluta og einstaklingsfram- takið var að öðru leyti eftir þvL Óbugandi trú á þjóðina og einstaka fórnfýsi hlaut sá maður að hafa til brunns að bera, ,sem í stórvirki réðist á þeim löldum, en auk þess kjark og hörku, sem aldrei máttx bresta þótt verulega reyndi á, ef vel átti að takast. Menn tala um ýmsa hiuti þarfa, sem koma æitti í framkvæmd til minningar um lýðveldisstofnun á landi hér. Reykvíkingar ættu að minnast fyrstu sjálfstæðishetju þjóðarinnar'frá því er Jón Arason. leið, — brautryðjandans í sjálf- stæðisbaráttunni og föður endur- borinnar Reykjavíkur, — Skúla fógeta Magnússonar. Ingólfsstytt- an fer vel á sínum stað, en nokk- uð skortir á meðan ekki hefir ver- ið reist sambærileg stytta af Skúla Magnússyni. Skúli er ódauðlegur í íslandssögimni, — Grímur Thom- sen gerði hann ódauðlegan í ljóð- um, — en menn hafa hvorki sög- una né ljóðin fyrir framan sig á degi hverjum, eða hirða um að kynna sér þetta tvennt. Styttan hans myndi tala til allra hér £ höfuðstaðnum, meðan hún stæði og vonandi félli hún ekki meðan ís- land er byggt, og ættjarðarást og manndómur liðins tíma er að nokkru virt.“ Þannig farast Vísi orð. — Al- þýSubla'ðið lítur hins vegar svu á, að það væri ólíkt meira í anda Skúla Ma'T’U’rfonar, að vrx i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.