Alþýðublaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.05.1944, Blaðsíða 6
ALt»ÝP!JBLAPIO Lízt vel á heiðursmerkið ..------------------------——- ^^ .; ...'Tpaww Malcolm litla, sem sést hér á myndinni í fangi föður síns, lizt vel á heiðursmerkiS, sem faðir hans hefir fengið fyrir fræki- lega framgöngu í 8. brezka hernum á Ítalíu. Slysatrygg i ngarna r Frh. aí 4. síöu. h-eimilisins, þarf ekki að kaupa jþeim slysatryggingu. t Vinna við rafmagnsleiðslur er slysatryggingárskyld. En þótt ég fái rafvirkja til að lagfæra leiðslur á heimili miínu, ber mér ektki að slysatryggja thann. Fái ég hins vegar rafivirkjameistara til að sjlá um viðgerðir, og hann sendi raf^úrkjann, ber meistar- anum að slysatryggja hann. ÍÞar sem tryggingarskyldan er bundin við ákveðin störf ein- göngu og í flestum tilfellum við launað verkafólk í annarrá þjón txstu, leiðir það af sjálfu sér, að tryggingin tekur aðeins til þess tíma, sem hlutaðeigandi vinnur að hinu tryggingarskylda starfi eða er á leið að eða frá vinnu- stað. Við önnur störf og á öðxum tíma er hann ótryggður. ' Maður, sem. slasast við trygg- ingarskyít starf telst tryggður jafnvel þótt atvinnurekandi hafi vanrækt að tilkynna trygging- una og greiða iðgjald. En þá skal eá, sem ber sök á vanrækslunni, sæta sektum. Og sé um stór- felda vanrækslu eða undan- brögð að ræða getur bótaskyld- an fallið á hann. Ef maður slasast eða bíður líf- tjón við björgun eða tilraun til björgunar manni úr lífshágka, skal hann, eða eftirlátnir vanda menn hans, eiga rétt til slysa- bóta eftir sömu reglum og elysatryggðir menn. Tryggingunni er skylt að bæta þau slys, er tryggður maður verður fyrir meðan hann er að starfi við þann atvinnurekstur, sem hann er tryggður í, enda valdi slysið meiðslum, atvinnu- tjóni eða dauða. Til slysa teljast fingurmein og handarmein, er menn fá við sjó- mennsku, fiskvinnu, sláturhús- vinnu eða aðra þá vinnu, sem kunn er að því að vera hættu- leg á þennan hátt, enda kenni menn meinsins fyrst á meðan þeir stunda vinnuna eða innan þess tíma, að rekja megi or- saikir þess til hennar. Sama gildir um aðra at- vinnusjúkdóma, sem bótaskyldir teljast. Jafnskjótt og slys, sem ætla má að sé bótaskyld, hefir að höndum borið, skal forráðamað ur fyrirtækisins tafarlaust senda tilkynningu um slysið til um- boðsmanns slysatryggingarinnar eða skrifstofu hennar. Mjög áríð andi er, að eigi sé dregið eða vanrækt að senda tilkynningar um slys og læknisvottorð, sem þurfa að fylgja. Slíkur dráttur getur leitt til þess að réttur til bóta falli niður, og liggja við honum þannig viðurlög. Mikiisverðustu breytingarnar sem gerðar voru á slysatrygging unni uma síðustu áraniót, eru á ékvæSum um dánarlbætur. Bæt- ur til barna voru hækkaðar mjög mikið og ákveðið, að þær skyldu greiðast sem árlegur líf- eyrir barnsins til framfæris til 16 ára aldurs. Örorkufoætur voru einnig rnjög mikið hækkaðar, og skal einnig greiða þær sem lífeyri ef örorkan er ó svo háu stigi, að lífeyririnn sé áætlaður mikill eða meiri hluti af tekjum öryrkj ans.. Þá var einnig bætt við þær eigmlegu örorkufoætur til hins slasaða lífeyris- og bótagreiðsl- um til vandamanna hans, ef meira en hebningur starfsorku hefir tapazt. Loksins var ákveð ið að greiða þeim ekkjum, sem misst hafa mikinn hluta starfs- krafta sinna, árlegan lífeyri í viðibót við bótaupphæð þá, sem greidd er í einu lagi. Nðiurlag á morgun. HVAÐ SEGJA Mfflí BLÖÐÍN Frh. af 4. síða. við beindum á stund lýðveldis- stofnunarinnar kröftum okkar að því, að leggja með tímabær- um framkvæmdum í löggjöf og atvinnulífi sem traustastan grundvöll fyrir gróandi þjóðlíf hjá okkur í framtíðinni. En vissu lega er Skúli Magnússon land- fógeti þess maklegur, að við heiðrum á allan hátt minningu hans, einnig með því að reisa af honum líkneski í Reykiavík, og víst var það ekki ófyrir- synju, að Vísir minnir við þetta tækifæri á hann, þegar svo mjög er reynt að halda á lofti nafni annars Skúla, sem — að honuní fullkomlega viðurkennd um — þó í sögu okkar og sjálfstæðisbaráttu þolir engari samjöfnuð við Skúla Magnús- son. amnmzunmmnn Úfbreiðið álþpublálfi. Áttræður í dag: lamúei Eggerfsson skraufritari SAMD'EL er fæddur 25. maí 1864, á Melanesi í Rauða- sandshreppi, sonur Eggerts Jach umssonar frá Skógúm í Reyk- hólasveit og fyrri konu hans, Guð bjargar plafsdóttur frá Rauða- mýri á Langadalsströnd við ísa- fjarðardjúp. Er föðurætt hans þjóðkunn, meðal annars frá þjóð- skáldinu Matthíasi, sem var föð- urbróðir hans. Hefir margt gáfu- manna og fræðimanna, karla og kyenna, komið fram í þeirri æ.tt og skal það ekki frekar rakið. Eggert átti fjölda barna og var Samúel einn af þeim elztu. Af öðr um börnum hans er þjóðkunnast- ur séra Mattías er lengst af sínum prestskap var prestur og leiðtogi Grímseyinga, kominn nær átt- ræðu og býr hér í bæ. Ungum var Samúel komið í fóst ur til Brandar Árnasonar bónda í Munaðstungu í Reykhólasveit. Ólst hann þar upp til fullorðins aldrn-s, eða 23 ára, þar til er hann ;Sfór á búnaðarskólann í Ólafsdal til hins þjóðkunna bændaleiðtoga Torfa Bjarnasonar skólastjóra. Tók hann þaðan ágætispróf að loknu tveggja ára námi. Minnist hann ávallt veru sinnar þar með hrifningu, þess viðurkennda skóla brags og ekki hvað sízt skóla- stjórans, er hann dáði ávallt síð- an. Að loknu námi gerðist hann starfsmaður bænda og leiðbein- andi um jarðræktarmál, einkum á Barðaströnd, en stundaði jöfn- um höndum barnakenrislu á vetr um, þar í sveitinni. Árið 1892 giftist hann Mörtu Elísabetu Stefánsdóttur, ættaðri úr Mýra- sýslu, mikilhæfri og gáfaðri konu, er hann missti 1939, eftir 46 ára sambúð. Eignuðust þau 3 börn og lifa tvær dætur, Halldóra, kona Péturs Guðmundssonar kaupmanns á Sjafnargötu 3 og Jóhanna Margrét, kona Jóns Dal- mannssonar gullsmiðs Grettis- götu 6, er hann nú dvelur hjá. Sama.ár flutti hann til Flateyjar á Breiðafirði og tók að sér skóla- stjórn bamaskólans þar. Hafði hann þann starfa til ársins 1894 að hann flutti vestur á Rauða- sand og gerist bóndi á Stökkum. Bjó hann þar í 9 ár og í Kolls- vík í sama hreppi í 4 ár. Á þess- um árum voru honum falin ýms trúnaðarstörf innan sveitar. Odd vitastarf hreppsins og forsöngv- ari Bæjarkirkju á Rauðasandi öll árin, er hann dvaldi á Sandinum og ýmis fleiri störf. Árið 1907 flutti hann til ísa- jfjarðar og vann þar í lyfjabúð Davíðs Schevings læknis um tveggja ára skeið. En þá flutti hann til Reykjavíkur (1909) og hefir dvalið hér síðan við ýmis störf. Barnakennsla var eitt af hans aðalstörfum alla tíð. Hann byrjaði ungur að segja börnum til og að loknu námi í Ólafsdal stundaði hann barnakennslu á vetrum alla tíð jöfnum höndum við önnur störf. Hér í Reykjavík hafði hann smábarnaskóla fram á síðustu tíma. Munu þau nokk- uð á öðru þúsundinu, börnin, sem hann hefir veitt fræðslu. Ég héyrði eitt sirrn mjög dómbæran mann, er þekkti bamafræðslu- starf Samúels mjög vel, halda því ifram, að hann hefði hlotið þá vöggugjöf flestum öðrum fremur, er hann hefði þekkt, að vera ung- mennafræðari. Get ég af eigin raun tekið undir þessa skoðun. Reynsla mín og fjölda annarra nemanda hans, sem ég þekki munu vera á eina lund, að mikið og gott sáðmannsstarf hafi verið unnið, þar sem hann var að verki. Samúel hefir lengst sinnar ævi verið listhneigður maður og fræðimaður og hefir iðkað hvort tveggja mjög um dagana. Hann var ágætur skrifari og dráttlist hefir hann fengist mjög við. Skrautritun allskonar hefir hann stundað fram á síðustu tíma. Meðal dráttlistar má nefna fjölda korta, sem hann hefir gefið út og Samúel Eggertsson. Ö31 miðuðu að þjóðlegum fróð- leik, sumpart hagfræðileg, önnur tekin úr sögu þjóðarinnar. En engin af myndum hans, mun hafa náð jafn mikilli útbreiðslu og myndin af Hallgrími Péturssyni. Þá hefir hann mikið starfað að landkortagerð. íslandskort hans fékk viðurkenningu sem skóla- kort í skólum landsins. Landmæl ingar hefir hann gert af fjölda stöðúm, einkum kauptúnum vest an lands og gert uppdrætti af þeim. Eru kort þessi mikill feng- ur síðari tímum, því þau lýsa kauptúnunum á sínum frumbýl- isárum. Þá hefir harrn mótað landið í gips, þar er sjá má í réttum hlut- föllum jökultinda og fjallagnípur, dali, firði og voga. Hygg ég að hann sé sá fyrsti hérlendra manna, sem mótað hefir landið á þann veg. Á sama hátt hefir hann mótað einstaka landshluta, svo sem hinn gamla Rauðasandshrepp áður en honum var skipt. Veður- fræðin hefir einnig verið eitt af hans hugðarmálum, enda vann hann um skeið á Veðurstofunni. í þeirri fræðigrein hefir hann safnað miklum fróðleik frá fyrri árum og öldum, áður en Veður- stofan tók til starfa, gert kort og samtölur, er lýsa veðurfari á ís- landi um langt skeið. Er hér um safn að ræða, sem mun geta orðið vísindamönnum síðari tíma á þessu sviði að miklum notum. Á síðari árum hefir hann unnið all mikið að söfnun og skrásetningu örnefna og ferðast um landið í því augnamiði. Margt fleira mætti nefna, sem hann hefir unnið að í tómstundum svo sem ættfræði og fleira. Samúel er maður fjölfróður og víðlesinn, einkum er lýtur að sögu landsins, jarðfræði, veður- fari o. s. frv. Hann hefir ávallt átt kost góðra bóka er lúta að þessum fræðigreinum, er hann hefir lagt stund á og bókasafn á hann allgott. Enn þann dag í dag situr hann við skrifborð sitt og vinnur að sínum hugðarmálum, þrátt fyrir hinn háa aldur. Þótt Samúel hafi ekki hlotið neina opinbera viður- kenningu fyrir störf sín, nema lítilsháttar eftirlauna-kennara- styrk, þá munu seinni tíma menn, sem fá í hendur þau gögn, er hann hefri saman dregið, viður- kenna elju hans og löngun til vís- indastarfa, og þann skerf er hann lætur eftir sig. Þrátt fyrir háan aldur er Samúel líkamlega hraustur og andlegu þreki heldur hann furðu vel. Hann er einn þeirra manna sem er gæddur góðri skapgerð, öllum viljað vel og eignast fjölda vina og velunnara á sinni löngu lífsleið, og ekki síst þeirra, sem hafa kunnað að meta störf hans og viðleitni til þess að gera sam- tíð sína vitrari og víðsýnni. Hann er eitt þeirra ungmenna, sem þjóðhátíðin 1874 mótaði og kveikti hjá hugsjónaeld um að vera góð- ur og nýtur íslendingur. Við vin- ir hans og samferðamenn, óskum FhqntoétgfaiB 25. mní 1944. ■MmMWHMpiMMlA'JÍIMl'll Mll li lllll iWIMlllírtn—IIÍW ui.1. Frh. af 5. eíöu. segja bregða fyrir öðru hverju. Allt í einu sjáum við bálköst bera við liimin og steypast því næst í áttina til jarðar. Það er einni þýzkri næturorrustuflugvél færra eða sú er að minnsta kosti von okkar. Nú gerast ýmis tíðindi svo að segja í einni svipan. Ljósbjarma bregður fyrir, sprengingar heyr- ast. Leitarljósin varpa bjarma á skýin. Brátt er og hafin skothríð úr loftvarnabyssum. Já, vissulega voru harðfengi- legar orrustur háðar hvarvetna umhverfis. Maður fylgdist vel með baráttuaðferðum árásarflugvél- anna. Þarna neðan við skýjabakk ana til vinstri handar liggur Hamborg. Við sjáum það á leið okkar til skotmarks þess, er okk- ur hefir verið fyrir langt að leggja til atlögu við, að Ham- borg fær óvægilega heimsókn í nótt. Loksins blasir skotmarkið við okkur. Berlín, borg tortímingar- innar, er framundan. Ég hvessi sjónir, og það er eins og undarlegur skjálfti hríslist um líkama minn. Ég hefi séð marga eftirminnilega sjón í styrjöld þessari. Ég hefi séð þýzka fall- hlífarhermenn varpa sér til jarð- ar. Ég hefi séð sjóorrustur og skriðdrekaorrustur í eyðimörk- inni. En ekkert það, sem ég hefi séð til þessa, er sambærilegt við þann brjálaða draum, sem nú birt ist mér sýn. Þetta er ekki aðeins brennandi borg. Berlín er lítt annað en aska og eimyrja eins og nú er málum komið. Eldi og brennisteini hefir rignt yfir hana. Berlín er bann- færð borg, og þrumum geimsins hefir lostið niður í hana. Við- horfunum þar verður ekki með orðum lýst. En þeir, sem litið hafa hana augum í sinni núver- andi mynd, munu aldrei gleyma þeirri sjón. Flugvélin tekm- dýfur, þegar hinar geysistóru sprengjur henn- ar eru látnar, falla til jarðar. — Það er ógerlegt að fylgjast með því, hvaða spjöllum þær muni valda En um hitt verður ekki ef- azt, að þær hæfa í mark. Og svo er heimferðin hafin. Við sjáum fjölmörgum bæjum og borgum bregða fyrir, og hvar- vetna er hafin áköf skothríð gegn okkur. Harðfengilegust er ef til vill varnarskothríðin úti á strönd Atlantshafsins. í fölleitu skini dögunarinnar birtist svo England sjónum okkar. Aldrei hefi ég fagnað landsýh meir á ævi minni. Brátt lendir svo flugvél okkar. Og svo koma hinar flugvélar sveitar- innar hver af annarri. Prófræffur sínar flytja eftirtaldir guðfræði- kandidatar í Háskólakapellunni, sein hér segir: Fimmtudag 25. maí kl. 5 e. h. Jón Árni Sigurðsson, Stefán Eggertsson, Pétur Sigur- geirsson og Guðmundur Guðmunds son. Föstudaginn 26. maí kl. 5 e, h. Sigurður Guðmundsson, Robert Jackson, Trausti Pétursson og Jón Sigurðsson. Iíjúskapur. Séra Jón Thorarensen gefur sam an í hjónaband í dag ungfrú Ás- laugu Árnadóttur og Agnar Lud- vigsson, stórkaupmann. Heímili þeirra verður á Vesturgötu 48. Upplýsingastöð Þingstúku Reykjavíkur er opin í kvöld kl. 6 til 8 í Templarahöll- inni, Fríkirkjuveg 11. •—— ........r- —— .............. himum fagurs ævikvölds, og þeg- ar dagur dvín, megi hann í sinni öruggu trú hverfa á braut til þeirra heimkynna, þar sem ást- vinir hans, er famir eru á undan honum, bíða hans. Sigurjón Á. Ólafsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.