Alþýðublaðið - 02.06.1944, Síða 6

Alþýðublaðið - 02.06.1944, Síða 6
ALPYÖUBLAM-Ö Föstudagur 2. júní 1944. íSar Nýjasta skáldsagan eftix Ólaf Jóh. Sigurðsson hefir hlbtið frábærar viðtökur. Hver af öðrum, sem ritað hefir um hókina, lýkur á hana lofsorði. „Yfir Fjallinu og drauminum er samstiltur ljóðrænn blær, sem nær tökum á góðum lesanda, frásögnin streymir eins og lygnt og breitt fljót, alla bókina á enda. . . Þetta er bók með sterkum átökum og sjálfsafneitun af þrótti og gleði“. S. G. í Þjóðviljan’um, 25. apríl. „Kithöfundur finnur sjálfan sig“, fyrirsögn á ritdómi eftir Guð- mund G. Hagalín í Alþýðublaðinu 5. maí. „Fjallið og draumurinn er veigamesta og tvímæialaust langbezta bók hins komunga og efnilega höfundar“. Þ. J. í Vísi, 23. maí. Halldór K. Laxness gagnrýnir bókina í Tímariti Máls og menning- ar. Hann segir: „Bókin er rík að lit, en fátæk að línu. Ljóðræna stílsins hefir hvarvetna yfirhönd yfir inntakinu. . . .“. .....Sú sjálfstyftun, sem lýsir sér í því að skrifa svona þunga og i erfiða bók utan um svo smátt og óaðkallandi efni, bendir til þess 'í að þegar lífið hefir gefið þessum unga höfundi viðameira efni, muni hann verða mikill rithöfundur. Látum það verða okkar metnaðarmál að efla hann til góðra hluta“. „Ég held því hiklaust fram, að Fjallið og draumurinn sé ein meðal allra beztu skáldsagna, sem ritaðar hafa verið af Íslendingum á þessari öld. Það hefir margur verið kallaður stórskáld fyrir minna en þessa afbragðsvel gerðu bók“. Kristmann Guðmundsson í Morgunblaðinu, 25. maí. Kaupið Fja!!ið og draumirin strax í dag. Kynoið yöur skáldsögu þessa unga og gáfaða rithöfundar. Bókaútgáfa Heimskringlis rnáfi .& <rtt$sÍM*te8’3 sem úls á HúsmæörakennaraskóSasium sagt upp í gser HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. þess vegna eru það málefnin og aftur málefnin, sem verða að vera hyrningarsteinar fyrir etjórnar- myndun í landinu en ekki persón- ur einstaka manna.“ Undir þessi ummæli Vísis er fullkomlega hægt að taka, enda hefir Alþýðublaðið oft bent á það, að lýðveldið verður að vera annað og meira en form og nafn, ef það á að uppfylla þær vonir, sem þjóðin hefir alið með sér um þetta nýja tímabil í sögu sinni. Fsrh. a£ 4. sáGu í stéttinni starfa, séu vel undir- ibúnir og sérmenntaðir, svo að ihver einstaklingur sé sem hæf- astur og bezt dugandi til að inna störf sín vel af hendi. Þess vegna hefir kennarastéttin jafn- an barizt fyrir því, að kennara- skólanum væri sem mestur sómi sýndur, námskröfumar auknar og þá sérstaklega lögð meiri á- iherzla á nóm, sem beimlínis mið- aði að imdirbúningi undir kenn- arastarf. Þetta hefir nú fengizt fram, eða að minnsta kosti hefir gott spor verið stigið í þessa átt, þar sem skólanum verður næsta vetur breytt í fjögurra ára skóla og tveggja ára nám í gagnfræðaskóla er gert aðinn- tökuskilyrði. Hér eftir þarf því ekki minna en sex ára nám undir kennrapróf. — Ég tel, að kennarastéttin gæti vel unað þessu, og sömuleiðis ættu allir þeir, sem óska eftir velmennt- uðuim og hæfum mönnurn í kennslustörf, að fagna þessu, ef sú værd bara ekld raunin á, að einE; og nú er háttað launakjör- um, verður þetta hersýnilega til þess að rýra stéttina enn meir og draga úr því, að dug- andi menn leggi í þetta langa kennaranátm. Er það óneitan- lega nokkuð hart fyrir kennara- stéttina að þurfa að kingja þeim bita, að hún hafi þannig ært upp á sig ólánið með því einu að vilja betur menntaða og hæf- ari kennara. Nýleg bárust mér í hendur tillögur um miklar breytingar á fræðslukerfi landsins frá milii- þingnefnd í skólamálum. Tillög- ur þessar virðast mér við fljóta yfirsýn til mikilla bóta. En þar finnist mér enn bera að sama brunnji: Verði tillögur þessar að lögum, mun fyrirsjáanlega verða stórkostlegur hængur á framikvæmd þeirra, sökum þeirrar kennarafæðar, sem íhin aumu kjör hafa skapað. Ég vil að lokum beina þessum spurningum eindregið og ákveð ið til fræðslumálastjórnar og al- þingis: Telja þessir forsjáaðilar það í raun og veru engum vand- kvæðum bundið að gera breyt- ingu á kennaraskólanum, og auka þar sérnám að mun, þegar vitað er, að skólinn er þegar hiáiftómur og stórhörguil er á kennurum, vegna of lágra launa? Finnst þessum aðilum ekki harla tórat mál að tala um stór- fellda breytingu á fræðslukerf- inu, að auka skyldufræðslu að mun, þegar svo illa er að kenn- arastéttinni búið, að menn sneiða hjá kennaraskólanum og kennarastöðum? Þykir þeim ekki sem hér sé á sandi ibyggt? Stefán Júlíusson. Saga síldarinnar Frh. af 5. síðu. stjórnardögum Cromwells. Hann braut yfirráð Hollendinga á bak aftur með lögum, þeim sem hann kom á árið 1651 og mæltu svo fyrir, að fiskur skyldi aðeins fluttur til Englands og nýlendna þess með enskum skipum. Her- skipafloti Englands nam þá sex- tíu og fimm skipum, og það hafði hinum mikilhæfasta flota- foringja á að skipa, þar sem var Robert Blake. Eftir tveggja ára baráttu, þar sem valt á ýmsu, varð England sigurvegari og lagði grundvöll að flota sínum og sjóveldi. Þegar Karl konungur annar kom til valda, var flotinn enn aukinn, og enda þótt verzlun heimsveldisins væri fyrst og fremst í höndum sérleyfis- j félaga, varð ekki um það efazt, hver mátti sín mest á vettvangi síldveiðanna. Hann hélt fast við stefnu Crom- wells og efldi sjávarútveg- inn sem mest til þess að tryggja flotanum dugandi sjómenn á hverjum tíma. Aðeins enskum skipum var leyft að flytja síld til enskra hafna, og sérhverju veitingahúsi landsins var gert að greiða sérstakan skatt til Hins konunglega fiskveiðafé- lags Stóra-Bretlands, svo og að kaupa að minnsta kosti eina tunnu síldar ár hvert. Skipum, sem stunduðu síldveiðar, voru veitt sérstök verðlaun. Fyrir nokkrum árum nam síld arútflutningur Breta fimm millj ónum sterlingspunda ár hvert. Og síldarneyzla brezku þjóðar- innar .óx með ári hverju. JÓÐVERJAR hagnýta síld- ina mjög í hernaðarþágu. Þeir nota hana' til framleiðslu sprengiefnis. Úr hundrað og tuttugu síldum fæst sprengi- efni, sem nægir í lítið tundur- skeyti. En"auk þess vinna Þióð- verjar margvísleg önnur efni úr fiski þessum og leggja því hina mestu áherzlu á síldariðnað’m. Adolf Hitler hefir komizt þannig að orði, að hann harfnist tíu þúsund smálesta síldar að meðaltali vikulega. En sá hluti brezka flotans, sem hindrar fiskveiðar fyrir Hollandsströnd- um, hefir komið í veg fyrir bf ð, að hann fái aflað teljandi síld- armagns að minnsta kosti sam- an borið við það, # sem kemur fram í þessum ummælum hans. Það má því með sanni segja, að síldin komi enn við sögu og á- kveði jafnvel örlög þjóða éins og forðum daga. sagt upp í Hátíðasai Háskól- ans í gær að viðstöddum fjölda gesta'. Tíu námsmeyjar útskrifuðust úr skólanum og kennslukonurnar, sem stund- að hafa nám sitt hérlendis eingöngu. Ungfrú Helga Sigurðardlóttir, sem er skólastjóri skólans, sleit skólanum og aíhenti nlámsmeyj- um prótfiskírteini slín. Rakti hún sögu skólans, undirbúning að stofnun hans og starfsemi hans, þau tæp trvö ár, sem hann er búinn að starfa, og þakkaði jafn framt þeim kennslumálaráðherr um, sem bezt höfðu stuðlað að skólastofnuninni og framgangi hans. Ennfremur iþakkaði hún kennaraliði skólans ffyrir velunn in störff og ánægjulega sam- vinnu, og að endingu nemendun um, sem rækt höfðu námið með etLju og árverkni. Að ræðu skólastjórans lolk- ; inni, talaði Einar Arnórsson ; kennslumálaráðherra nokkur orð og iýsti ánægju sinni yfir hinum mikla árangri, sem skól- inn hafði náð á hinum skemma starifsferli og þakkaði það hinni góðu fioryistu Helgu Sigurðardútt ir, skólastjóra. Eftirtaldar stúlkur útskrifuð- ust úr skólanum: Asgerður Guð mundsdióttir, Guðbjörg Bergs, Guðný Frimannisdóttir, Halldóra Eggertsdóttir, Helga Kristjáns- dóttir, Salóme Gísladýttir, Sig- ráður Jónsdóttir, Yigdís Jóns- dóttir, Þorgerður Þorvarðardótt ir og Þórunn Hafstein. Ein stúlka hlaut við próffið á- gætiseinkun, var það Vigdís Jónsdóttir frá Deildartuingu. Sjö hlutu fyrstu einkun betri og tvær aðra einkun hetri. Að laflokinni skólauppsögn- inni var gestunum Iboðið upp á kafffi 'ií húsakynnum skólams í kjallar Háskólans. Húsmœðrakennaraskóli ís- lands tók fyrst til starffa í októ- !ber Ili942 og hefir staðið óslitið fííðan, svo þetta var fyrsta skóla- uppsögn sem fram heffir farið hjlá skólanum. Á síðastliðnu vori luku stúlk- urnar Ifýrri hluta námsins og tóku próf á matartilbúningi og efnafræði, en í maí flutti skól- inn að Laugarvatni og var hald- ið þar áfram sem heimavistar- skóla í 4Vz mánuð. Þar var að- allega um verklegt nám að ræða við ýmsa landibúnaðarvinnu. Meðal annars var stúlkunum kennd þar garðrækt og mat- reiðsla garðávaxta, einnig var þeim kennd alifuglarækt, mjallt ir og að nýta mjólkina; búa til skyr, smijör o. fl. Þaðan var og farið á grasfjall, og fjallagrös tínd og matbúin. í fyrra haust var svo aftur byrjuð kennsla hér í Reykja- vík. Var námsmeyjum þá gef- inn kostur á að kynnast flokk- un og meðferð kjöts hjá Slátur- félagi Suðurlands. En jafnframt hófst bókleg kennsla að nýju. Voru kenndar 10 bóklegar náms, greinar, enn fremur voru haldn- in námskeið fyrir telpur og unglinga fyrir og eftir jól, og voru það námsmeyjar skólans, sem kennsluna önnuðust. Þótt Húsmæðrakennaraskóli íslands hafi ekki starfað nema tæp tvö ár, er orðið langt liðið síðan að skilin var nauðsyn hans; árið 1927 var fyrst skipuð nefnd til undirbúnings í þessu efni, í henni áttu sæti: Ragn- hildur Pétursdóttir, frú, Guð- rún Breim, frú, og Sigurður Sigurðsson, búnaðarmálastjóri, faðir Helgu Sigurðardóttur, sem nú er skólastjóri skólans. Verulegt skrið komst þó ekki á þessi mál fyrr en árið 1941. I febrúar það ár, heldur Hús- mæðrakennarafélagið Hússtjóm fund, en í því félagi voru 9 konur, allar húsmæðrakennar- ar. Á fundinum var samþykkt að beita sér fyrir stofnun hús- mæðrakennaraskóla, svo fljótt, sem unnt væri. í nefnd, sem kosin var í þessu skyni áttu sæti: ungfrú Hélga Sigurðar- dóttir, frú Soffía Claessen og frá Ólöf Jónsdóttir. Nefnd þessi útbjó tillögur um málið og lagði þær fyrir alþingi. Hinn 27. júní 1941 voru svo samþykkt lög um Húsmæðra- kennaraskóla íslands, og 11. maí 1942 var gefin út reglugerð skólans, af þáverandi forsætis- og kennslumálaráðherra, Her- manni Jónassyni. Fram að þeim tíma höfðu húsmæðrakennslukonur okkar orðið að leita sér menntunar er- lendis. Af þeim sökum hafa færri lagt fyrir sig slíkt nám heldur en verið hefði, ef starf- andi húsmæðrakennaraskóli hefði verið hér á landi. Þetta sézt bezt nú, þegar skólinn er tekinn til starfa; þar sem á fyrstu tveim árunum útskrif- ast 10 kennslukonur frá skól- anum, en fyrir voru aðeins um 15 kennslukonur á öllu landinu. Eins og áður er getið, er ung- frú Helga Sigurðardóttir skóla- stjóri skólans, og 'hefir þar vel tekizt til með val forystukonu fyrir skólann. í viðtali við blaðamenn í gær sagði Helga meðal annars, að hefði hún ekki alizt upp í ís- lenzkri sveit, mundi hún ekki hafa fyllilega treyst sér til, að veita slikum skóla forystu, skóla, sem á að útskrifa kennslu konur, sem síðar eiga að mennta íslenzkar húsmæður til sjós og sveita og búa þær undir störf þeirra í lífinu, því hversu mikla og góða menntun, sem hægt væri að sækja til erlendra skóla, væri það ekki nóg, nema að þekkja einnig til hlýtar íslenzka búskaparhætti og íslenzka lifn- aðarhætti. Auk ungfrú Helgu Simirðar- dóttur, kenna eftirtaldir menn við skólann: Trausti Ólafsson, efnafræðingur, Ófeigur Ófeigs- son, læknir, dr. Júlíus Sigur- jónsson, dr. Broddi Jóharir0'’- son, Ragnar Jóhannesson, kand. mag., Ingólfur Davíðsson, mag- ister og Þorleifur Þórðarson kennari. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara tvær skemmti- ferðir um næstu hetgi. Önmur ferðin er gönguför á Skarðsheiði. Lagt af stað á sunnudagsmorgun kl. 8 frá Austurvelli og ekið kring- um Hvalfjörð að Laxá í Leirár- sveit. Fró ánni verður gengið upp dalinn á Skarðsheiði og þá á Heiðarhornið (1053 m). Sjálfsagt að hafa með skíði. — Hin ferðin er gönguför í Raufarhólshelli. Ek- ið í bílum upp í Smiðjulaut á Hellisheiei. Gengið þaðan á Skála- fell og í Raufarhólshelli, sem er mjög merkilegur. Til baka verður gengið um Eldborgarhraun, Löngu- hlíð og Lágaskarð í Hveradali. Lagt af stað kl. 9 fná Austurvelli. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 á laugardaginn kl. 9 til 12 og um kvöldið kl. 6 til 7. Orðsending frá sjómannádegihum til sundmanna. Þátttakendur í björgunarsimdi og stakkasundi sjómannadagsins, mæti til æfinga við upptök Granda garðsins kl. 7 í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.