Alþýðublaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐJI* laaugardagur 18. júní 1944. Ein viðurkenning enn: Franska þjóðfrelsisnefndin vióurkennir lýóveldió Fuiitrúi hennar hér9 V®EE8eryf mætir við hátí^ahGidin sesn „déiégué extraerdinaire^ --t - ' FKANSKA þjóðfrelsisnefndin í Algier hefir nú bætzt í hóp þeirra erlendu st.jórnarvalda, sem þegar fyrirfram hafa viðurkennt óháð, íslenzkt lýðveldi. Hefir hún falið Voiilery, fulitrúa sínum hér, að mæta við hátíðahöldin í tilefni af stofnun þess f yrir hennar hönd sem „délégué extraordinaire.“ Utanríkismálaráðherra tilkynnti þetta blöðunum í gær- kvöldi í eftirfarandi yfirlýsingu: „Ríkisstjóminni er ánægja að íilkynna að sendimaður frakknesku þjóðfrelsisnefndarinnar hefir í dag tilkynnt ut- anríkisráðherra, að bráðabirgðastjórn frakkneska lýðveldis- ins hafi útnefnt sendimanninn, herra Henri Voillery full- trúa sinn sem délégué extraordinaire (sérlegah sendimann) við lýðveldishátíðina. Jafnframt því að tilkynna þetta, bar herra Voillery fram beztu ámaðaróskir sínar og bráðabirgðastjómarinnar til handa ríkisstjóm íslands og íslenzku þjóðinni. Ríkisstjómin fagnar þessari ráðstöfun og hinum góðu kveðjum og metur mikils þann vinarhug, sem stofnun hins íslenzka lýðveldis er enn sýnd með þessum aðgerðum." f n Fjölbreyttar íþrótfir á Þingvelli á linn 17. iúní ViSfatE við SÞ©rstei§i Eioiarssegi íþróttafulltrúa P JÖLBREYTTAR íþrótta * sýningar verða í sam- bandi við hátíðahöldin á Þingvelli 17. júní. Á þriðja hundrað rnanns munu sýna þar íþróttir þann dag. Alþýðublaðið snéri sér í gær til Þorsteins Einarsson- ar íþróttafulltrúa ríkisins og spurði hann um íþróttirnar í sambandi við ‘hátíðina. Fór- ust honum orð meðal annars á þessa leið: ,,Á Þingvelli verða hópsýning ar karla, eru það hundrað og fimmtíu til sextíu manns, sem þátt taka í þessum sýningum. Piltar þessir eru frá íþróttafélög unum hér í bænum og skólum, auk þeirra verða fimmtán pilt- ar frá Ungmennafélagi Skeiða- manna. Hópsýningunni stjórnar Vign ir Andrésson íþróttakennari, og hefir hann æft piltana und- anfarna mánuði, og haft nokkr ar samæfingar fyrir allan flokk inn. í hópsýningu þessari verða menn á ýmsum aldri, allt frá unglingspiltum til þrítugra manna. Er sýning þessi fremur til þess að auka samhug og sam- heldni, heldur en að sýna sér- stök líþróttaafrek. >á sýnir og leikfimisflokkur kvenna staðæfingar og afingar á slá o. fl. Eru stúlk'ur þessar úr Ármanni og K. R., og rnúnu sýna undir stjórn Jóns Þor- steinssonar íþróttakermara. Enmfremur veröur svo úrvals- flokkur karla frá Ármanni, í. R. og K. R.. Þeir muriu sýna ýmsar fimleikaæfingar og stökk á dýnum, og öðrum áhöldum. Stjórnandi þessa flokks verður Davíð Sigurðsson ólþróttakenn- ari.“ s — íslandisglíman? „Úrslit hennar miunu verða á Þingvelli þann 17. júní, en hins vegar hefst hún hér í hæn- um snemma ií næstu viku. —• Þrettán glímumenn hafa .gefið sig fram til þátttöku og mun hver þeirra eiga eftir að gliíma tvær gliímur er þeir glíma á Þingvelli. Tíu glímumann- anna eru úr Reykjavík, úr Ár- manni og K. R., en þnír eru ut- an af landi, einn ,úr Mývatns- sveit, einn frá U. M. F. Viöku í Villingaholtshreppi og sá þriðji frá U. M. F. Trausta/und- ir Eyjafjöllum.“ — Verðlaunin, sem glímt er um? „Það verður glímt um hin ,gömlu verðlajun, Gnettisheltið og 'sæmdarheitið Glámukappi íislands, ennfremur um fegurö- arglímuverðlaunin, sem er silf- urskjöldur, og nafnbótina Gllímusnillingur íslands. Auk þessa hefir ríikisstjórnin ■ gefið veglegan silfurbikar og er þjóðhátíÓar'merkið greypt á hann. Bikay þessi er gefinn í tiléfni þjóðhátíðarinnar, og vinn ur sá hann til fullrar eignar, sem sigrar á kappglámunni.“ Að endingu sagði íþróttafull- trúinn:,., í „Þetta er fimrnta endurreisn íþróttaleika að Þingvelli frá því alþingi hið forna lagðist niður og garpar fornaldarinnar héðu leiki sána á völlunum. • Árið 1874 var háð þar íslenzk glíma í sambandi við þjóðlhátíð- Frh. á 7. síðu. Fyrirkomulag hátíðahaldanna Þinavelli 17. oa 1 Þjóðhálíðantefnd hef- ur nú álwsii fj J ÓÐHÁTÍÐ ARNEFND hefir nú skipulagt að fullu fyrirkomulag hátíða- haldanna í Reykjavík og á Þingvelli 17. og 18. júní. Hátíðahöldin hefjast hér í Reýkjavík um morguninn þann 17. ki. 9, en á Þingvelli hefjast þau kl. 1,15. Þann 18. hefjast hátíðahöldin hér kl. 1,30. í heild er dagskráin þannig: 17. júní í Reykjavík. Kl. 9.00 Forseti sameinaðs al- þingis leggur blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar á Aust urvelli og flytur ræðu. Lúðra- sveit leikur: ,,Ó, guð vors lands“. Albert Klahn stjórnar. Á Þingvelli (Lögbergi). Kl. 1.15 Ríkisstjóri, ríkisstjórn og alþingismenn ganga til þing- fundar að Lögbergi, niður Al- mannagjá. Um leið og gengið er að Lögbergi, leikur lúðra- sveit: „Öxar við ána“. Kl. 1.30. Forsætisráðherra set ur hátíðiiia. Guðsþjónusta. Sálm ur: „Þín miskunn, ó, guð“. Bisk- upinn yfir íslandi flytur ávarp og bæn. Sálmur: „Faðir and- anna“. Kl. 1.55. Þingfundur settur. Forseti alþingis lýsir yfir gild- istöku stjórnarskrár lýðveldis- ins. Kl. 2.00. Kirkjuklukkum hringt um land allt í 2 mínútur. Einnar mínútu þögn á eftir og samtímis umferðastöðyun um land allt. Þjóðsöngurinn. Kl. 2.10. Forseti sameinaðs alþingis flytur ræðu. Kl. 2.15. Kjör forseta íslands. Forseti íslands- vinnur eið að stjórnarskránni. Forseti íslands ávarpar þingheim. Þingfundi slitið. Sungið: „ísland ögrum skorið“. Kveðjur fulltrúa erlendra ríkja. Fánáhylling: „Fjallkon- an“ ávarpar fánann. Sungið: „Rís þú, unga íslands merkil'. Hlé. Á Þingvelli (Völlunum). Kl. 4.30. Formaður þjóðhátíð- arnefndar flytur ávarp. Fulltrúi Vestur-íslend.inga, próf. Richard Beck, flytur kveðju. Lúðrasveit leikur: „Þótt þú langförull legð- ir —“ (Steph. G. Stephansson. — Sigv. Kaldalóns). Þjóðhátíð- arkór Sambands íslenzkra karla kóra syngur. Stjófnendur: Jón Halldórsson (aðalsöngstj.), Sig- urður Þórðarson, Hallur Þor- leifsson og R. Abraham. Emil Thoroddsen: „Hver á sér fegra föðurland?“ (Hulda). „ísland farsældar frón“, íslenzkt tví- söngslag. Sveinbj. Sveinbjörns- son: „Móðurmálið“ (Gísli Jóns- son)i Þórarinn Jónsson: „Ár vas alda“ (úr Völuspá). Sveinhjörn Sveinbjörnsson: „Lýsti sól“ (Matth. Joch.). Sigfús Einars- son: „Þú álfu vorrar“ (Hannes Hafstein). \ Kl. 5.00 Benedikt Sveinsson, fyrrv. forseti neðri deildar al- þingis, flytur ræðu. Kl. 5.15. Þjóðkórinn syngur undir stjórh Páls ísólfssonar tónskálds eftirfarandi ættjarð- arljóð:, „Ég elska yður, þér ís- Frh. á 7. sí8u. ¥erkefni |sessf aS ganga að fullu ©g öllu frá stGfnuu lý^veldSsSsis ©g Iiísibií ný|aö stjérnarskrá. ALÞINGI hefir fundi sína að nýju í dag. Hefst fundur í sameinuðu þingi kl. 1% og er á dagskránni tilkynning frá forsætisráðherra um að fundir hefjist að nýju. Alþingi var, eins og menn muna frestað í vetur, eftir að það hafði samþykkt þingsályktunartillöguna um sambands slitin við Danmörku og stjórnarskrá fyrir lýðveldið ísland og vísað hvorutveggju til ríkisstjómarinnar til þjóðarat- kvæðagreiðslu. — Hvorugt getur hinsvegar tekið gildi, fyrr en alþingi hefir tekið ákvörðun á ný að aflokinni þjóðar- m atkvæðagreiðslunni. Þetta liggur nú fyrir alþingi að ákveða, hvenær lýðveld- ið og stjórnarskráin skuli taka gildi. — Þingfundur verður eins og kunnugt er að Lögbergi 17. þ. m. I fpL Var vel fagnað þar af sfórum hóp sfjérnmála- <sg menafamaana \T ILIIJÁLMUR ÞÓR utan- ® ríkismálaráðlierra hafði síðdegishoð inni í gær í tilefni af komu Richards Beck prófes- sors, hingað, en hann verður fulltrúi Vestur-íslendinga við hátíðahöldin, þegar lýðveldið verður stofnað. Mar,gt manna var á hsimili utánríkismiálarláðiherrans, til þess að heilsa Beck prófessor, þar á meðal xiíkisstjórinn, allir ráðherrarnir, og margir helztu stjórnim'álamenn . og mennta- menn höfuðsíaðarins. Var hin- um ötula varðmanni íslenzks þjóðernis og íslenzkrar menn- ingar í Vesturiheimi vel fagnað af þessum hóp. VesfmaRnakórfnn: Ný békaverzlun opnuð ■ n H r B VESTMANNAKÓRINN söng i fyrsta sinn í Gamla Bíó í gærkvöldi, og var tekið mjög vel af áheyrendum. Söngfélagið „Harpa“, sem annast móttök- ur kórsins ásamt Sambandi blandaðra kóra, heilsaði gestun- um með söng af svölunum. Það skal tekið fram í sam- bandi við frásögn um móttökur kórsins í blaðinu í gær, að það var á missögn byggt, að „Kátir félagar“ önnuðust móttök- u'mar ásamt Sambandi bland- aðra kóra. Það er eins og áður var sagt, Söngfélagið ,,Harpa“. Selur sðallega gamlar bækur um fsland og íslenzk málefni. RAGI BRYNJÓLFS- SON, sem lengi hefir starfað við ýmsar bókaverzl- anir ‘hér í bænum hefir nú stofnað nýja bókaverzlun, sem verður opnuð í dag í gamla Smjörhúsinu við Lækj artorg. Hefir húsinu verið breytt mjög að innan og hefir bóka- verzlunin fengið hin myndar- legustu salarkynni. Bókaverzl- un þessi verður með sérstökum 'hiætti, fornbókadeild og deild fyrir nýlegri hækur, Hefir Bragi fyrir noikkru keypt þrjú bókasö’fn einstaklinga, työ af innlendum mönnum og eitt af erlendum menntamanni. Voru í söfnum þessum mjög margar gamlar ibækur, sem ekki er hægt að telja hér upp, þar á meðal til dæmis Heimskringla í útgáfu Peringskiölds frá 1647. Þarna enu fjölmargar ferðabæk .ur um ísland og yfirleitt um mjög auðugan garð að gresja. I dag, um leið og búðin opnar koma út þrjár nýjar bækur, ein á forlagi lisafíoldarprentsmiðju ,,Úr byggðum Bor,garfjarðar,“ éftir Kristleif Þorsteinsson og tvær á forlagi Víkingsútgáfunn ar: Sópdyngja, safn þjóðsagna, sem þeir Jóhann Sveinsson og Bragi iSiveinsson hafa safnað og „Sól yfir sundum,“ ljóðabók eftir Jens Hermannsson kenn- ara. Þessi nýja bókaverzlun hyggst byggja á þjóðlegum grundvelli og selja að mestu íslenzkar bæk ur og bækur uim ísland. íslandsmótið. Fjórið leikur islandsmótsins fer fram á sunnudagskvöld kl. 8.30. Keppa þá Valur og K. R.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.