Alþýðublaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 6
JUJ»YÖÚSÍLM*BÖ •____________________Latigardagur 10. júní 1944, Vatns- og Hitaveitan mun á næstunni ráða til sín nokkra menn vana pípulögnum, (þurfa ekki að hafa iðnréttindi). Hér er um fastar stöður að ræða, og eru laun sam- kvæmt VIII. flokki launasamþykktar Reykjavíkur- bæjar. Umsóknir með upplýsingum um hvað og hve lengi viðkomandi hafi unnið að pípulögnum, sendist skrif- stofu Vatns- og Hitaveitunnar, Austurstæti 10 IV. fyrir 14. þ. m. Frekari upplýsingar má fá í skrifstofunni, sími 1520 og 1200 (foi;stjórinn). íslandsmótið: Vatur - Víklngur jafn- tefli 2-2 Knattspyrnumót ÍSLANDS hélt áfram á miðvikudagskvöldið með leik milli Vals og Víkings. Þessi leik ur átti að fara fram á þriðju- dagskvöld, en var þá frestað vegna óhagstæðs veðurs, en veðrið á miðvikudagskv. var lítið hagstæðara, því vindur var talsverður, sem án efa hefir átt sinn þátt í því að trufla leikinn. Víkingur fékk tækifæri til að velja um mark og kaus að leika undan vindi. Hófu Víkingar þegar sókn af miklum krafti og hugðust að notfæra sér út í ystu æsár þann hág sem þeir hefðu af því að hafa vindinn með sér. En þrátt fyrir hatðvítuga sókn, stóð vörn Vals fyrir, eins og endranær, Þó fór svo að lok- um áð Víkingum tpkst að skora mark og var það eina markið, sem skorað var í fyrri hálfleikn- um. — Var það hægri úth. sem skaut mjög fallegu skotí á mark ið og fataðist Hermanni svo að hann fékk ekki höndlað knött- inn fyrr en hann greiddi hann úr netinu, var engu líkara en þessi margherti markvörður væri „nervös“. Þrátt fyrir hraða og harða sókn Víkings undan vindínum ber ekki svo að skilja að fram- herjar Vals hafi verið aðgerðar- lausir, því mark Víkings var oft í yfirvofandi hættu, og einu sinni tókst hægri úth., Ellert, að skjóta mjög prýðilega föstú og öruggu skoti, en knötturinn skall með ofsahraða á öðrum markstaurnum, það munaði mjóu en nógu. Þannig var það oftar, að Valsmönnum nýttust ekki tækifærin, sem þeir áttu. Lauk fyrri hálfleiknum með 1:0. í síðari hálfleik var almennt búizt við því að Valur myndi hafa allt ráð mótherjanna í hendi sér. En það var þegar augljóst í upphafi seinni hálfleiksins, að Víkingar voru þess albúnir að láta ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Þeir treystu varnir sínar mjög með því að skipa þar meg inliði sínu og tókst að koma í veg fyrir allar tilraunir framh. Vals til að skora, lengi vel, en er um 17 mínútur voru af leik tókst öðrum útv. Vals, Sveini, að skora mark með snöggu skoti, að undangenginni hraðri sókn. Skömmu síðar, hófu Víking- ar sókn og miðfrv., Brandur, brunaði með knöttinn viðstöðu- laust meðfram vinstri hliðar- línu og sendi hann með fallegri spyrnu fyrir markið. Þar tók Eiríkur, miðfrh., við honum og skoraði. Gekk þetta allt fyrir með fádæma hraða, og var sem Valsmennirnir áttuðu sig ekki fyrr en knötturinn lá í markinu. Voru nú fagnaðarlæti mikil með Víkingsmönnum með áhorf endum, og hafa sjálfsagt marg- ir talið öruggt að íslandsmeist- ararnir myndu „liggja í því“. En Adam var ekki lengi í Paradís, og Víkingar fengu ekki lengi haldið þessu yfirmarki sínu, því örskömmu seinna, hófu Valsmenn sókn, sem endaði með því að miðfrh., Sveinn Sveinsson, skoraði með prýði- legu skoti, og þannig lauk leikn um með jafntefli: 2:2. Það sem var einkennandi fyr- ir þennan leik var hraðinn en ekki að sama skapi öryggi. Mun vindurinn hafa átt sinn þátt í hvorutveggja. Hins vegar sýndu báðir flokk arnir við og við snotran leik, sem sannar það, að við góð veð urskilyrði — logn — myndu þessir flokkar sýna góðan og skemmtilegan leik, mun von- andi verða tækifæri til þess síð- ár í sumar, að sjá lið þessi leika í ákjósanlegu veðri. Margt var áhorfenda. dómari var Þráinn Sigurðsson og dæmdi hann ógætlega. Ebé. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. barns“. Hefir það ekki fengið leið- sögumenn, sem háfa gert það að vandræðabarni? Hafa þeir og ekki hafið undirbúning þess, að hið mikla fé félagsins verði notað til ýmislegs annars en skipakaupa, m. a. gistihúsreksturs! Er ekki kom- inn tími til að grípa í taumana og gera Eimkipafélagið aftur að því „óskabarni“, sem þjóðina dreymdi um áður fyrr?“ Því verður vissulega ekki neit að, að skýrsla viðskiptaráðs sýn ir „Eimskipafélagið í talsvert öðru gervi“ en menn hafa hugs- að sér það. Og erin hafa forráða menn félagsins goldið þögnina eina við hinum þungu ásökun- um viðskiptaráðs á hendur fé- iaginu. Ællur íreðfiskur §11 ú§- flufnings malsskyldur HINN sjöunda júní síðasí- liðinn, gaf atvinnumála- ráðuneytið út reglugerð um mat á freðfiski. Frá og með þeim tíma er því allur útfluttur freðfiskur mat- skyldur, og mun eftirleiðis verða haft strangt eftirlit með því, að reglugerð þessari verði framfylgt. Ef bændurnir Frh. af 5. siðu Austur-JEvrópu til 'hins nýja heiirns. Árið 1907 fluttust 1 285 000 manns frá S-uður- og Austur- Evrópu til Bandaiííkjanna og má af (því nokkuð ráða, hversu fólkstflutningar þessir hafa mikl ir verið. En heimsstyrjöldin fyrri koim í veg fyrir framhald þessara fólksflutninga, og á kreppulárunum áttu bændur í löndum þessum fárra kosta völ, þótt iþeir heíðu viljað efna til nýrra landniáma á framandi lend um. 'Sivo bomu viðsjárnar í Vest ur-Evrópu til sögu og styrjöld sú, sem nú er háð og aMir munu geta gert sér lí hugarlund, hvaða álhrif muni hafa haft á fólk þess ara landa. Það er talið, að tólf milljónir bænda ií löndum þess um eigi við hungur og bjargar- leysi að foúa. Það leikur því ekki á tveim tungum, að eitthvað verði að . gera fólki þessu til bjargar og farnaðar eftir að úr- slit hilldarleiksins hafa verið ráð in. * ElSS BER að gæta, að í mörgum löndum höfðu merkar ráðstafnir verið gerðar til þess að bæta hag og aðstöðu bænda nokkuð firá því, sem fyrr um var, á órunum fyrir nú- verandi stríð. í Júgóslafíu var til dæmis það djarfa spor stig- ið áfið 1936 að gefa bændum upp helming skulda sinna. Einn ig var efnt til merkra nýjunga í Rúmeníu, þar sem bændur hötfðu verið kúgaðir óg arðrænd ir af landeigendum gegnum ár og aldir. Aðalóherzla var þar lögð á það að tryggja bændum eignarétt ábúðajarða sinna. Þessi nýskipan móílanna þar í landi vakti mikla athygli í Ung- verjalandi, Þýzkálandi og Rúss- landi og gaf krötfum bænda þar byr undir vængi. Ungverjaland er sennilega eina landið á Evrópu þar sem landeigendur kúga enn landseta sína og arðræna í Mkingu við það, sem tíðkaðist á miðöldun- un. Þar er það mikið vandamál, hversu marga ibændur skortir jarðnæði. Það er ekki fyrr en eft ir 1918, sem hagur bænda fer dálítið að skána þar i landi, og þó er hann enn í dag hinn öm- urlegasti. Það sést bezt á því, að um 100 000—150 000 bændur fluttust þaðan árlega af landi brott langa faníð, að bændur hafa unað hag sínum hið versta. Enn í dag shortir fjölmarga bændur og landbúnaðafverkamenn Ung veirjalands jarðnæði, og er á- stæða til þess að ætla, að til mikilla tíðinda kunni að koma þar á landi fyrr en sáðar, ef ekki verður breytt um stjórnarstefnu varðandi bœndastéttina. * HAGUR BÆNDA í Tékkó- Slóyakíu batnaði mjög eít ir 1919. í Eystrasaltslöndunum hafði einnig verið unnið mark- víst að því að bæta kjör bænda, þar til þau voru innlimuð í .So- vétr'íkin. Etftir 16119 var flest- um stórjörðum Eistlands skipt milli bænda og sömu sögu var að segja frá Litháen. * EINHVER mikilhæfásti stjórnmiálamaður B'úlgara á árunum eftir heimsstyrjöldina fyrri var Alexander Stambol- isky. Hann var forsætisráðherra landsins 1921—1923 og lagði mikla áherzlu á það að bæta hag bænda, enda var hann sjálfur bóndasonur. — Hann dreymdi um það að stofna bændasam- tök, er sameinuðu bændur allra landa innan vóbanda sinna og ynnu markvíst og skelegglega að því að fá kröfum þeirra full- nægt og farnað þeirra tryggð- an. En Stambolisky lést áður en harin gæti framkvæmt þetta, og hingað -til hefir engin orðið Eisenhower rr Hér má sjá Dwight. D. Eisenhower, vfirmann innrásarherj- anna, taka í höndina á einum af áhöfninni á nýrri flugvél, sem nefnd var í hcfuðið á Eisenhower og köllað „General lke“, en Ike er gælunafn á hershöfðingjanum. Flugvél þessi er af nýjustu gerð flugvirkjanna svonefndu. Flugmennirnir eru’ í nýrri tegund flugbúninga. til þess að lyfta merki hans að nýju. En etftir að fyriri heimsstyr]- öldinni lauk hatfa óneitanlega miklar og merkar framtfarir orð ið á vettvangi landbiúnaðarins í flestum löndum Eivrópu. Bænd urnir eru byrjaðir að rumska af aldasvefni sínum, og þeir hafa mikinn hug á Iþví að sækja fram til nýrra markmiða. Þeir eru óðum að sannfærast um mátt sinn og megin, ef þeir hafi ! með sér örugg samtök. Það eru ] allar líkur til þess, að b'jri I muni að þessari styrjöld lok- inni skipa sér saman í sterka * sveit og krefjast réttar síns sem stétt .og menn. Það kann því að vera, að draumur Stambolliskys rætist fyrr en síðar, og vissu- lega myndi Iþað orka miklu til varðveizlu þess friðar, sem allar þjóðir Evrópu þrá og vænta og skiptir svo mikíu máli að verði sem bezt treystur og tryggður. iíANNES A BORNÍNT 'Frh. af 5 sióu sumir eru húkandi hér og hvar á vegköntum og utan við þá, og ekki alltaf til fegurðar, fyrirmyndar eða siðfágunar. Er þetta það, sem koma skal? Á samkvæmislíf, stjórnleysi, drykkjudrabb og óskírlífi að verða veganesti mikils hluta seskulýðs- ins á leiðinni til fullveldis og frelsis þjóðarinnar?“ ÝMSIJril FINNST lýsing m£n hér framan öfgakennd og svartsýn — en hún er samt, því miður, sönn, og get sagt -fleiri sögur og sannað hvað ástandið er aumt, sérstaklega er samkvBemislífið stórspillt. — Fyrir augum unga fólksins flóir alls staðar áfepgi, og æði margir falla, því að lítið er gert til að draga það frá hringiðu óhollra skemmtana og áf engisr.autnar. ‘ ‘ „ÉG KEYEÐI í ÚTVARPINU skýrt frá því, að K. F. U. M. héldi samkomu til minnir.gar um 109 ára afmæli þes'sa félagsskapar. Ég fór þangað. — Stóri salurinn var full- skipaður, meiri hlutinn var ungt fólk. Þar voru ræður fluttar, og þar voru sungnir söngvar. Fimm ungmeyjar sungu þar af fegurð og smekkvísi." ✓ „ÉG HUGSAÐI með mér: hér á þó æskan friðland, hér er allt svo smekklegt og gott. Ég spurði kunn- ingja minn, sem er félagi þarna, hvorí oft væri svona fjölmennt. Hann sagði mér að það væri oftast- nær svipáð þessu. Það væri freist- andi að geta um ræðurnar frekar, en það er víst orðið þegar of langt mál, sem ég rita þér nú, Hannes minn. En að síðustu þetta: Eitt af því, sem ég heyrði þarna á sam- komunni var það, að K. F. U. M. hefði s.l. vetur átt 45 ára afmæli. Svo illa fylgist maður með, að ég mundi þetta ekki.“ „EN ÉG mundi annað, það að ég og ýmsir kunningja rmínir, hefðum haft á móti þessum félagsskap. Ég fyrirverð mig fyrir það nú, þegar ég verð að viðurkenna, að þarna er gott félagtlegt athvarf, sem æsk an á, og þar sm óáranar peninga- stríðshringiðu spillingarinnar gætir ekki.“ Hannes á horninu. Frh. af 3. síðu. óhægt um vik um þessar mundir. Það hefir verið grundvallarregla þýzkra hernaðarsérfræðinga og póli tískra áhrifamanna, að Þjóð- verjar miegi aldrei berjajst nema á einum vígstöðvum í i einu og í Mein Kampf, hinni góðkurinu bók Hitlers er lögð áherzla á þetta atriði. — Þegar styrjöldin hófst var bersýnilegt að Hitler, Keitel, Göring' og aðrir hermálasér- fræðingar Þjóðverja reikn- uðu aldrei með því að berj- ast nem^t á einum vígstöðv- um í einu. ÞESSAR BOLLALEGGINGAR eru nú að engu orðriar. Þjóð- verjar berjast nú ekki á ein- um vígstöðvum, heldur þrem í senn: Að vestan við inn- rásarher Eisenhowers, að sunnan við heri bandamanna á Ítalíu ogað austan við hina sigursælu heri Rússa, sem nú virðast búa sig undir nýja sókn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.