Alþýðublaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. júní 1944. ftU»YOUBLAgl9 Göbheís heflr misfékizf A rlÓÐUR ÞJÓÐVERJA þessa dagana er næsta athyglisverður og fróðlegt er að fylgjast með honum, eins og hann birtist í útvarp- þeirra. Brezki útvarpsfyrir- lesarinn, James Ferguson, skýrir nokkuð frá þessu í fyrrinótt, en hann mun fylgjast manna bezt með því, sem nú gerist í þýzkum út- varpsstöðvum, sem'alla.r lúta hinni alkunnu yfirumsjá þeirra Göbbels og Dietrichs. Síðan innrásin hófst hafa margar skringilegar sögur heyrzt í þýzka útvarpinu. Allar munu þær eiga að miða að því að auka traust Þjóð- verja heima fyrir á öruggum vörnum von Rundstedts, sem á að gæta vesturstrandar Evrópu og ósigranleik hins þaulreynda þýzka hers. ÁRÓÐURSMENN, Þjóðverja lýstu því strax yfir, að inn- rás bandamanna kæmi eng- um á óvart, þýzka herstjór- in hefði löngu gert sérstakar yarúðar- og varnarráðstafan- ir til þess að hdndra það, að eitthvað hefðist upp úr þessu „fífldjarfa fyrirtæki“. Á þessu var hamrað í Berlín arútvarpinu dag eftir dag. Það var fullyrt, að Berlínar- búar biðu þess, sem verða vildi í háleitri ró og væri enginn asi eða óðagot á ferð- um. ÞÓ ÞÝKIR KENNA nokkurs ósamræmis í frásögnum Þjóð verja, eins og þeirra var von og vísa. Fyrst í stað fuliyrtu Þjóðverjar, að landgangan hefði misheppnazt með öllu. Bandamenn hefðu verið hraktir í' sjóinn, einangrað- ir með öllu eða gersigraðir. Svo breyttist tónninn smám sarnan, eftir því sem hersveit um Eisenhowers varð betur á gengt. Þá var far.ið að tala um, að bandamenn hefðu komið á land mjög öflugu skriðdrekaliði, svo og fall- hlífahermönnum og stæðu nú yfir grimmilegir bardag- ar. UPP Á SÍÐKASTIÐ, eða síð- ustu daga hefir gætt meiri varfærni í áróðri Göbbels. , ,U pplýsingasérf ræðingar ‘ ‘ hans hafa ekki þorað að taka eins djúpt í árina síðustu sólarhringa. Þeir eru hættir að tala um, að Þjóðverjar hafi öll ráð bandamanna í hendi sér, heldur sé um harð- vítuga bardaga að ræða og tefli bandamenn fram ó- grynni liðs. Þetta er einkar athyglisvert, því þegar naz- istar halda slíku fram, er það eitt af tvennu, annað- hvort eru , iþeir að blekkja fólk, fá það til þess að halda, að hér séu áhöld um vinning- inn til þess að geta síðar til- kynnt glæsilegar sigurfregn- ir, eða, að þeir vilja undir- búa þýzku þjóðina undir hrakfarir fyrir innrásarher- sveitunum. Hið síðarnefnda virðist sennilegra, eins og sakir standa. ANNARS EIGA Þjóðverjar Frh. á 6. síðu. Þeir rufu lánbraufina fil íherbourg í gær. H@iftarlegir bardagar geisuðu í gær í út- hverfum Caeu. - Stöðygor fíutningur hergagna loftSeiðis yfir sondi'ð, m. a. f sviffiogum. IHERSTJÓRNARTILKYNNINGU bandamanna | gær- kvöldi var greint frá því, að þeir héldu áfram að víkka yfirráðasvæði sitt á Frakklandsströndum og er viðurkennt í Berlínarfregnum, að bandamönnum hafi enn tekizt að treysta aðstöðu sína, en þess er jafnframt getið, að skipa- tjón þeirra hafi verið mikið. Ekki er á það minnzt í Lund- únafréttum. Bandamenn hafa nú rofið járnbrautarlínuna, sem liggur eftir skaganum til Cherbourg. Miklir bardagar geisa í úthverfum Caen, þar sem Kanadamenn eiga í harð- vítugri baráttu við setulið Þjóðverja. Bandamenn halda á- fram, mótspyrnulaust að kalla, að flytja menn og birgðir yfir Ermarsund. Meðal annars hafa þeir flutt mikinn fjölda skriðdreka í. sérstaklega gerðum svifflugum. Sókn bandamanna upþ af ströndum Norður’-Frakklands gengur að óskum að því er Lund únaifregnir hermdu í gærkvöldi. Þjóðverjar gera mörg og skæð- gagnáhlaup, en þó er ekki hægt að segja, að komið hafi til átaka við meginherafla Þjóðverja enn seim komið er, en vitað er, að þeir draga nú að isér mikið lið, eftir því sem hægt er, vegna hinna mikliu skemmda, sem bandamenn hafa valdið á brúm járnbrautum og öðrum sam- gönguleiðum. Sumir fregnrit- arar telja, að Þjóðverjar séu smeykir við að flytja mikið lið til innrásarsvæðisins, þar sem þeir óttast, að gerð verði innrás á öðrum stað, eða öðrum stöð- um og verði þwí að hafa lið til taks, ef til þess kæmi. NÝ INNRÁS Á NOftMANDIE? Fregnir bafa borizt um að geysilegur innnásarfloti hafi sézt undan ströndum Norman- die. Var svo að sjá, segir í sum um fregnum, sem þar væru sam ankomin öll skip heims. Brezk orrustuskip eru sögð vera í fylgd með flota þeissum, albúin til þess að þagga niður 1 strand- virkjum Þjóðverja, ef þau skyldu reyna að tnufla ferðir ffotans. í þýzkum fregnum er talað um, að bandamenn muni sennilega haf a í hyggju að gera innrás eirihvers staðar á strönd inni milli Dunkerque og Ost- ende í Belgíu. FRÆKILEG FRAMMISTAÐA KANAD AM ANNA. í Iiondon er lokið miklu lofs- orði á Kanadamenn, sem sagð- ir eru berjast eins og hetjur, hvar sem til þeirra kasta hefir komið. Er hér einkum um að ræða 3. herfylkið kanatíiílska. Hafa þeir alls staðar haft í fullu té við Þjóðverja og vel það, enda prýðilega þjálfaðir og bar- dagafúsir mjög. Lögð er áherzla á í London, að talsverð ringul- reið ríki nú í herbúðum Þjóð- veja, þar sem þeir geri sér ekki ljóst, hvert flytja verði varalið sitt. Er svo að orði komizt í fréttum bandamanna í gær- kvöldi, að nú sé „tími efasemd- anna“ fyrir Þjóðverja, en hins vegar megi nú næstu dga bú- ast við harðri mótspyrnu er Þjóðverjar fari að átta sig fyrir alvöru. ORRUSTAN UM CAEN. í fregnum, sem útvarpsstöð in „Atlantik“, flutti í gærkveldi var sagt að Caen væri á valdi bandamanna eftir harða bar- daga, en þetta hafði ekki verið staðfest í London seint í gær- kveldi. Hins vegar var frá því skýrt ,að Kanadamenn hefðu grafið sér skotgrafir umhverfis borgina og hefðu þeir staðizt allar tilraunir Þjóðverja til þess að hrekja þá á brott. Miklar skriðdrekaorrustur eru nú sagð ar geisa í nágrenni borgarinnar. Hafa skriðdrekar bandamanna og Þjóðverja stundum barizt er ekki var meiri vegalengd á milli þeirra en 200 metrar. Yitað er, að Frakkar í Caen og á innrás- ar svæðinu fagna ákaft land- göngu bandamanna. Skemmdar verk fara hvívetna í vöxt og valda Þjóðverjum miklum ó- þægindum. Víða hafa íbúarnir dregið franska fánann að hún, í fyrsta skipti um fjögurra ára skeið. GEYISILEGIR YFIRBURÐIR BANDAMANNA í LOFTI. Enn sem komið er hefir lítið borið á loftflota Sperrles, sem stjórnar þýzku flugvélunum á Ermarsundsströnd, Er talið, að um það bil 50 flugvélar banda- manna hefji sig á loft fyrir hverja eina þýzka. Gera flug- vélar bandamanna srfeldar árás ir á stöðvar Þjóðverja að baki víglínunni og hafa þegar valdið’ miklum truflunum á öllum að- flutningum' liðs og hergagna. Meðal annars var þess getið í Lundúnafregnum í gær, að hin- ar stóru Lancaster og Halifax- flugvélar . Breta hefðu gert heiftarlegar árásir á 5 samgöngu miðstöðvar Þjóðverja, m. a. borgina Saumur og var þar varpað niður 6 smálesta sprengj um, sem ollu feikilegu tjóni. S|gnyá? Granville, HORMANDY ST. MALO( CAPE FREHEL. Avranchés' Pleine Dinan FoiigereV BRITTANY Caulifes RENNES aFRANCE Þessi mynd sýnir sumar þær stöðvar á Frakklandsströndum, sem mest hefir verið getið uiri í íréttum undanfarinna daga. Til hægri er Cherbourg-skaginn. Þar hafa bandamenn rofið brautina til- borgarinnar Cherbourg, en hún liggur sem næst miðjum skaganum. Til vinstri má sjá Ermar- sundseyjarnar, Guernsey og Jersey, en þar hafa bandamenn sett niður fallhlífaherlið. Neðst til vinstri á kortinu má sjá þar, sem Bretagneskagi byrjar (Brittany). 20 STATUTE MILES English Channel PT. DE BARFLEUR E. ®» p ' Beaumontfe ‘ KCHERBÖURGf SPierre n • ^ 1 T f, J PieuxYj.'ijj ie.Valognes GUERNSEY &*§?***'.. \ *ÍSP.arn,ey.ille é jersey , fSt. HeHer ^^^^-^^^^.euveurj "" i<|K . . ___ , __ ý’j Gulf oí St Malo S-wTívT vfes.-. -í-t f þSe+ji' J;St. Brieuc-ri Þjóðverjar hafa, af veikum mætti þó, reynt að gera loftárás ir á skip og stöðvar banda- manna. Af um 60 flugvélum, sem komu til árása, voru 10 skotnar niður. Hinum tókst ekki að valda tjóni svo teljandi sé. Bandmðmtum vel ágeng! á ftalíu. A ÍTALÍU er framsókn banda manna hraðari nú en ver- ið hefir að undanförnu. Þeir hafa tekið nokkrar mikilvægar borgir, eftir töku Civita Yecch- ia, meðal þeirra Tarqira, Aug- usta, Castellano, Tollo og Viter- bo. Fyrir norðan og norðvestan Rón halda bandamenn áfram að reka flótta Þjóðverja og verðqr vel ágengt, enda virðast Þjóð- verjar ekki hafa neina flugvéla vernd svo teljandi sé. Það er einkum 5. herinn undir stjórn Clarks hershöfðingja, sem sæk- ir fram, en 8. herinn hefir einn- ig sótt fram og náð á sitt vald mikilvægum stöðum. Flótti Þjóðverja norður á bóginn virð- ist óskipulegur. Um það bil 500 apaerískar flugvélar, sem hafa bækistöð á Ítalíu réðust á staði í Suður- Þýzkalandi. Aðalárásin var gerð á Munchen. Fjölmargar orrustu flugvélar voru þeim til vernd- ar. Kom til mikilla átaka í lofti, en um miðnætti í nótt höfðu eng ar skýrslur borizt Lim þær við- ureignir. Vitað er, að tjóri varð mikið á árásarsvæðinu, - Pietro Badoglio marskálkuír hefir gefizt upp við stjórnar- myndun og sagður hafa dregið sig í hlé frá stjórnmálastörfum. Ekki er vitað, hvernig gengur með stjórnarmyndun lýðræðis- flokkanna á ítaliu, eins og sakir standa. Síðustu fregnir herma, að bandamenn eigi um 15 km. ó- farna til 'hafnairiorgarinnar Pescara á strönd Adríahafs. -------------1---------------- MiÉtel ráSsfefna | í Lendon, O OOSEVELT forseti til- kynnti í gær, að yfir- menn landhers, flota og flug hers Bandaríkjamanna væru nú stadídir í London. Það eru þeir George C. Marshall, yf- irmaður herforingjaráðs Bandaríkjamanna, ' Ernest King, yfirmaður Bandaríkja- flotans og Henry H. Arnold, sem stjórnar flugher Banda- ríkjalandhersins. Ekkert lief ir verið látið uppi opinber- lega um erindagerðir þeirra, en talið er, að þeir muni sitja ráðstefnu með lierráði banda manna í Evrópu vegna hinna miklu átaka, sem nú eiga sér I stað og fyrir höndum eru.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.