Alþýðublaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.06.1944, Blaðsíða 4
AUÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 10. júní 1944. m>i|Dpblaðtð Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- I ýðunúsinu vio 22. ~—"*•’ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lp-sasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ðrligarfkt {tingbald. ALÞINGI kemur saman til framhaldsfunda í dag. Verkefni þiess nú er fyrst og fremst að taka lokaákvörðun- ina á skilnaðar- og lýðveldismál inu. Ályktun aliþingis um niður- felling dansk-iíslenzka sambands lagasáttmálans kemur ekki til framkvaemda fyrr en þingið hef ir tekið ákvörðun um það að undangenginni þj óðaratkvæða- greiðslu. Og sama gildir um bráðábirgðastjórnarskrá lýðveld isins. Hiún tekur ekki gildi fyrr en aiþingi gerir um það sérstaka saimþykkt að fengnu jákvæði þjóðarinnar. * Fyirir alllþingi liggur því að þessu sinni að taka úrslitaá- kvörðun á stórvægilegustu mál- um, sem það hefir nokkru sinni fjallað um: Endanleg riftun stjórnarfarslegra tengsla við Danmörku og stofnun lýðveldis á íslandi. Á Iþinginu í vetur tók alþingi ákvarðaniir slínar lí þessum mál- um með einróma samþykki allra þingmanna, að einum undan- skildum, sem ekki gat mætt á þingfundi sökum langvarandi vanhieilsu. Þjóðin hefir nú gold- ið akvörðunum alþingis svo ein huga og almennt samþykki sitt, að fullkomin eining þings og þjóðar ríkir í málinu. Og sama verður niðurstaðan áreiðanlega þegar nú kemur aftur til kasta þingsins. Lokaákvarðanir þess verða vaíalaust teknar í einu hljóði af öllum þingheimi. Og hér eftir þarf ekki um það að villast, að þjóðin stendur að baki þinginu í þessu máli svo að segja sem einn maður. * Það er von manna og trú, að innan fiárra daga rætist lang- þráður draumur íslendinga um fullt frelsi og' sjáTfstætt lýðríki á íslandi, óhiáð erlendum ríkj- um. Alþingi bar gaafu til að standa sem einn m%ður við uncT irbúning þess máls. Og þjóðin lét ekki sinn hlut eftir liggja. Núlifandi kynslóð íslendinga hef ár sýnt, að hún er trú hugsjón- um feðra sinna á frelsismálun- um. Þjóðin er einihuga og kraft- ar hennar samstilltir. Vilji ís- lendinga er hafinn yfir öll tví- mæli. í dag kemur allþingi saman til funda til þess að taka síðustu ákvörðunina í örlagaríkasta máli íslendinga: hvenær skuli feoma til firamkvæmda sá vilji þings og þjóðar að rjúfa hin stjórnailfarslegu tengsl við Danmörfeu og stofna óháð lýð- veldi á íslandi. Árnaðaróskir al þjóðar fylgja alþingi, þegar það tekur endanlega ákvörðun í mikilvægasta máli, sem það hef ir nokkru sinni fjallað um: frelsismáli íslendinga. Leiyfélag Reykjavíkur sýnir Paul Lange og Thora Parsberg annað -kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Guðjon B. Baldvinsson: ___ Próf steinn j jaf nréttisins. EF ÞÚ lesandi góður, ert í stéttarfélagi innan Álþýðu sambands íslands eða Fiski- og farmannasambandsins, þá veiztu að þú getur í samráði við félaga þína, sagt upp samningum við átvinnurekandann, og valið úr hópi félaga þinna, menn til að setjast við samningaborð með atvinnurekendum. Ef þér og félögum þínum finnst illa ganga, þá samþykkið þið vinnustöðvun með lögá- kveðnum fyrirvara, og loks kem ur að því að samninganefnd eða félagsstjórn fær fullt umboð fyrir ykkar hönd og sámningar eru undirritaðir. Ef þú lesandi góður ert í stéttarfélagi innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þá er annar gangur á þessum mál- um. Þú getur í samráði við fé- laga þína gert samþykktir um hvað þið teljið rétt að bera fram við ríkisstjórn og alþingi sem æskilégar breytingar eða við- bætur við launalög eða önnur fyrirmæli. Þú veizt að stjórn félags þíns og sambands getur fengið viðtal við ráðherra eða þingnefnd, en þú veizt líka að ef málaleitan þinni er illa tekið, úrlausn óviðunandi, þá átt þú ekki annars úrkostar en beygja þig og bíða eða segja lausu starfi þínu. Þú mátt ekki lýsa yfir vinnustöðvun hvað þá fram kvæma. Þú getur jafnvel verið nefndur kommúnisti — þó að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn, og að auki verið bendlaður við landráð, ef þú hefir gerzt svo djarfur að nefna nauðsyn á •hærra kaupi. Getúm /við félagar á B. S. R. B. trúað því, að þeir alþing- ismenn, sem fá þann heiður að leggja síðasta samþykki á nýju lýðveldisstjórnarskrána, sjái ekki hvílíkt óréttlæti það er að þessir launþegar búa ekki við sama hlutskipti. Við viljum ekki trúa því að óreyndu að ofekur verði synjað þeirrar náð- ar að búa við lögin um stéttar- félög og vinnudeilur. En við skuluim 'vaka yfir því hverjar undirtektir þetta mannréttinda mál fær. * Ef þér eruð kaupmaður, þá getið þér ekkert sagt, þó að búðarfólkið og skrifstofufólkið Iýsi yfir verkfalli með lögleg- um fyrirvara, og leggi niður vinnu ef samkomulag ekki næst um kaup og kjör. Ef þér væruð forstjóri ríkiseinkasölu, þá þurf ið þér ekki að kvíða slíkum at- burðum, hvernig sem þér hagið yður. Ef þér rekið bifreiðastöð eða stýrið skipafélagi, þá vitið þér að starfsfólkið á rétt skv. lögum um stéttairfélög og vinnudeilur. En ef þér eruð póst- og síma- málastjóri eð forstjóri einhverr ar ríkisstofnunar þá vitið þér að um starfsfólkið gilda lög nr. 33 frá 3. maí 1915. Geðslag yðar er ef til vill á þá lund að þér teljið í svipinn jafn- gott, þó að ekki eigi allir laun- þegar verkfallsrétt, en ég vona að þeir séuð eigi fleiri hlutfalls lega, að lokinni athugun á mál inu, en neikvæð atkvæði um sambandsslitin við Danmörku, sem eru svo gamlir í hugsunar- hætti, að telja mátulegt, þó að misjafn sé réttur launþega til athafna, þegar um kaup og kjarasamninga er að ræða. * Eigi skal draga í efa, að dóm- greind yðar, lesandi góður, verði fyrir áreitni eða áleitni af þeirri hugsun eða talsmönnum henn- ar, að ríkinu beri sérréttindi, sem æðsta valdi. Ríkið, hvað er það? Ekki verzlunarfyrirtæki, sem svo er nefnt í dagiegu tali, heldur ríkisvaldið, þ. e. alþingi og ríkisstjórn, æðsta vald þjóð- arinnar. Þessu valdi fylgir ábyrgð, ekki aðeins réttur heldur og skyldur. Ef til er löp'viöf. sem gefur rikisvaldinu rétt til að skerða réttindi jákveðins hóps löghlýðinna borgara, þá ber rétt- réttsýnum valdhöfum að af- nema slíkt misrétti. Ekki er úr vegi að rifja hér upp rödd eins þingmanns um mál þetta. Hann situr að vísu ekki á þingi nú, en ekki getum vér ætlað að réttsýni í þessu máli hafi týnzt úr sölum alþing- is við burtför hans. Við 1. umræðu um frv. til laga um félagsdóm á 36. fundi Nd. 12. apríl 1937, — útvarps- umræðu — fórust Thor Thors orð m. a. á þessa leið: B-deild Alþt. bl. 583. „íslenzk löggjöf er enn bann dag í dag bæði fáþætt og fá- tækleg á sviði. vinnulögeiafar. Þar pru nú í gildi aðeins tvenn lög. Önnur beirra eru lög nr. 33 frá 1915 um bann gegn verkföll um opinberra starfsmanná. Þar er svo ákveðið að hver sá, er tekúr þátt í verkfalM, þar sem starfið er unnið samkvæmt embætisskyldu eða sýslanar í þarfir landsins, . Landsbanka, spítala, sveitar, svslu eða kaup- staðar, skuli sæta sekturn frá 500 til 5000 kr. eða fangelsi eða embættis- eða sýslanamissi. j Þetta eru bví rétt hræla- og tugthúslög og það má merki- legt heita, að hæstv. atvmrh. sósíalista, sem verið hefir við völd, í nærfellt 3 ár, en nú er að hallast út úr ráðherrastóln- um, skuli ekki hafa hreyft legg né lið til að fá þessi ófrelsislög afnumin* Og enginn kommún- isti hefir öskrað gegn þessum lögum. Hvað er um hinn dýr- mæta verkfallsrétt þessara manna?“ Og aftur segir hann í sömu ræðu: ,,Ég geri ráð fyrir, að eng inn hugsandi maður vilji taka upp þá stefnu einræðisríkjanna, Ítalíu, Þýzkalands og Rússlands, að ríkisvaldið ákveði vinnukjör og kaupgjaldið að öllu eða mestu leyti.“ En það er einmitt þetta, sem á sér stað um ríkisstarfsmenn, og bæja, og þetta einræðissinn- aða fyrirkomulag er fram- kvæmt að svo miklu leyti hjá ríkinu, að ófullnægjandi launa- lög hafa ekki fengizt hreyfð síðan 1919, og ,,ófrelsislögin“, „þræla- og tugthúslögin“ svo að notuð séu orð Thor Thors, eru enn óhreyfð. Skemtilegt væri að mega full- yrða að þau yrðu úr gildi numin *) Undirstrikanir gerðar af .greinarhöf. VkÆ ORGUNBLAÐIÐ LÆTUR mjög vel yfir undírtektum aðalmálgagns kommúnista varð andi myndun nýrrar stjórnar, sem allir flokkar ættu hlut að. í gær skrifaði Mbl. m. a. á þessa leið: „Þjóðinni er að verða það ljóst, að hún hefir aldrei haft aðra eins möguleika og nú til þess að skapa almenna velmegun í landinu og tryggja framtíð fólksins, ef vitur- lega er á haldið. Hitt er henni jafn Ijóst,' að hinir miklu möguleikar verða ekki hagnýttir, ef þjóðin á að standa í illdeilum innbyrðis, með þeim afleiðingum, að rifið er niður jafnóðum, allt sem upp er byggt. En það em ekki aðrir en stjórn- málamennirnir, sem geta skapað einingu þjóðarinnar. Þess vegna ríður nú meira á því en nokkru sinni fyrr, að stj órnmálamennimir séu víðsýnir og hafi iþað eina sjón- armið, að líta eingöngu á alþjóðar- hag. Þjóðviljinn, aðalblað Sósíalista- flokksins, ræðir þessi mál í for- ystugrein í gær. Margir hafa ver- ið vantrúaðir á, að þessi flokkur myndi fáanlegur til samstarfs við aðra flokka. En ef marka má Sor- ystugreinina í Þjóðviljanum í gær, virðist þetta engan veginn útilok- að. Þar eru þessi mál rædd af vel- vild og skilningi“ — segir MorgunblaSið! Vísir ræddi þessi mál einnig í gær og heldur sem fyrr fast við það, að slíkt samstarf þing- flokkanna yrði að byggjast á málefnagrundvelli. Blaðið skrif- ar á þessa leið: „Engin ástæða er til að , amast við því að þingflokkarnir reyni til þrautar hvort samstarf geti teþist, en það samstarf verður að byggj- ast á málefnagrundvelli. Á öðru getur það ekki byggst. Einstaka raddir hafa heyrst um, að eðlilegt væri að flokkarnir mynduðu Auglýsingar, sem birtast eiga I Alþýðublaðinu, verða að ver» komnar til Auglýs- ingaskrifstofimnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldl. Mhmingarspjðkl HVÍTABANDSINS fást í Bókaverzlun Sigurðar Krist- jánssonar, Bankastræti 3, hjá Oddfríði Jóhannsdóttur Laugavegi 61 og í skrifstofu Hvítabandsins. eftir 17. júní n.k. og opinberir starfsmenn þyrftu ekki lengur að búa við „þræla- og tugthús- lög“, sem þeim væru sett, sér- staklega vegna atvinnunnar. Guðjón B. Baldvinssoil. stjórn fyrir hátíðina, er fengi það hlutverk að undirrita stjórnskipun arlögin, en sæti því næst fram eftir sumri án málefnasamnings, en leysti hvert mál, sem fyrir kynni að liggja með samningum hverju sinni. Yrði þá tekinn upp sami hátt ur og vinnubrögð og alþingi hefir nú. Þar er engin innbyrðis sam- vinna milli flokkanna, en samið ér um hvért mál og kaupslagað, og liggur þá ávallt sú hætta í lofti, að málin fái á sig of mikinn svip þeirrar afgreiðslu, sem þjóðin kann ekki að meta á sama hótt og sumir þingflokkarnir. Menn kunna að hafa sitt hvað við það að athuga, að utanlþingsstjórn skuli sitja að viöldum, en menn hafa einnig margt að athuga við gerðir þingflokkanna. Fari nú svo að þeir myndi stjórn og hafi þar sömu vinnubrögð og á alþingi, myndi itaka út yfir allan þjófabálk og langlundargeði þjóð- arinnar vera stórlega misboðið." * Tíminn skrifar í gær í tilefni af skýrslu viðskiptaráðs um skipti þess við Eimskipafélagið: „Það verður ekki annað sagt en þessi frásögn viðskiptaráðs sýni Eimskipafélagið í talsvert öðru gervi en ,,óskabarn“. í ársbyrjun 1943 fer það fram á miklu stór- felldari farmgjaldahækkun en það hefir nokkra þörf fyrir. Þegar líð- ur á árið og afkoman fer síbafn- andi, þjózkast það við að veita við- skiptaráðinu upplýsingar, sem því var skylt að gefa lögum samkvæmt, og svarar að síðustu með slíkum dólgshætti, að helzt mætti halda, að það áliti sig hafið yfir lögin. Þegar viðskiptaráðið loks ákveður lítilfjörlega farmgjaldalækkun í árs lokin, mótmælir það henni, þrátt fyrir tugmilljóna gróðann. Það er vissulega kominn tími til þess fyrir þjóðina að fara að at- huga betur uppeldi þessa „óska- Framhald á 6. síðu. Unglingar óskast til að bera blaðið um HVERFISGOTU Alþýðublaðið. — Sími 4900. l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.